Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975
21
Við getum ekki þolað slíkar aðgerðir lengur
Stefna okkar hefur verið alkunna í nærri
30 ár og getur ekki komið neinum að óvörum
Herra forseti.
Leyfið mér að hefja mál mitt með því
að taka undir orð starfsbræðra minna og
óska yður til hamingju með kjör yðar
sem forseta 30. ailsherjarþings Sam-
einuðu þjóðanna. Þetta kjör yðar er mér
þeim mun meira ánægjuefni sem þjóðir
okkar eru bundnar sérstökum böndum
vináttu og gagnkvæmra samskipta.
Kjör yðar ber ekki aðeins vitni þeim
miklu kostum, sem þér eruð búnir til að
gegna þessu vandasama og virðulega
embætti, heldur sýnir það einnig hve
mikilvægu hlutverki smáþjóðirnar geta
gegnt innan vébanda Sameinuðu þjóð-
anna. Ég óska yður alls velfarnaðar í
þessu háa og mikilvæga embætti og full-
vissa yður jafnframt um fullkomið
traust og stuðning sendin^fndar minnar.
Leyfið mér einnig nú í upphafi máls
míns, að bera lof á aðalframkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna, dr. Kurt
Waldheim, og starfslið hans fyrir þrot
laust starf að framkvæmd þeirra mál-
efna og markmiða, sem fólgin eru í
stofnskrá samtakanna.
Það er okkur einnig sérstakt ánægju-
efni að bjóða þrjú ný aðildarríki vel-
komin í hóp þeirra þjóða, sem eru innan
vébanda Sameinuðu þjóðanna, en það
eru Grænhöfðaeyjar (Cape Verde),
Mósambík og Sao Tome. Við hyggjum
gott til samvinnu við þau sem aðila að
samtökunum.
Þar sem ég hafði ekki tækifæri til þess
að sækja og ávarpa 7. aukafund alls-
herjarþingsins fyrr í þessum mánuði, þá
vil ég, herra forseti, óska leyfis til þess
að segja fáein orð um árangur þess
fundar, sem einkum og sér i lagi fjallaði
um þróunarmál og alþjóðlega samvinnu
á sviði efnahagsmála. A þessum auka-
fundi kom fram af hálfu allra aðildar-
ríkjanna greinilegur vilji til þess að taka
þátt í og stuðla að raunhæfum aðgerðum
til lausnar þeim vanda, sem þjóðir
heimsins eiga nú við að etja í efnahags-
og fjármálum. Sú efnahagskreppa, sem
að undanförnu hefur gert vart við sig
víðsvegar um heim, skapar jafnt þróuð-
um löndum sem þróunarlöndunum ýmis-
konar erfiðleika. 1 þeim löndum, þar
sem þessa hefur hvað mest gætt, er
ástandið svo alvarlegt að verulegur hluti
íbúanna á í harðri og daglegri baráttu
gegn fátækt og hungri.
Sú staðreynd að við skyldum á 7. auka-
fundi þingsins geta snúið deilum og
ásökunum upp í samstöðu og samvinnu,
þrátt fyrir þá miklu erfiðleika, sem við
er að etja, álít ég að megi teljast mjög
mikilvægur pólitiskur árangur. Þrátt
fyrir geysimikla efnahagsörðugleika þá
reyndist eftir sem áður nægilegur póli-
tískur vilji vera fyrir hendi til þess að
vinna með þróunarlöndunum og láta af
hendi rakna nokkra fjármuni þeim til
aðstoðar.
Nú er að þvi komið að við verðum að
hrinda ákvörðunum aukafundarins i
framkvæmd. Ekki er hægt að búast við
neinum verulegum árangri nema allir
leggi sig fram og sýni vilja sinn i verki.
Auðsætt er að hér þarf bæði raunsæi og
örlæti að koma til, ef mögulegt á að
reynast að koma fram þeim breytingum,
sem nauðsynlegar eru.
Þessi fundur markar tímamót í sögu
allsherjarþingsins, þar sem það kemur
nú saman til fundar í 30. sinn. Ég skal
ekki tefja tímann fyrir þingheimi með
því að fara mörgum orðum um árangur-
inn af starfi þingsins og Sameinuðu
þjóðanna, eða ræða gallana á skipulagn-
ingu samtakanna. Slika úttekt hafa aðrir
ræðumenn gert á undan mér.
Leyfið mér aðeins að láta í ljós þá von
aö við höfum lært nokkuð af fyrri mis-
tökum og að sá árangur, sem starfið
kann að bera verði okkur hvatning til
þess að leggja okkur enn betur fram á
komandi árum f viðleitni okkar til þess
að finna lausn á þeím umfangsmiklu og
margvíslegu vandamálum, sem við blasa
hvarvetna.
Ég er fyllilega sammála því áliti, sem
fram kemur í upphafi skýrslu aðalfram-
kvæmdastjórans, að samtök okkar hafi
getað lagað sig að breyttum aðstæðum í
heiminum, og þau hafi einnig reynst
þess megnug að takast á við ýmiskonar
vanda, sem óvænt hefur að höndum
borið. Engu að síður þurfum við að efla
enn frekar en áður getu Sameinuðu
þjóðanna til þess að gegna því hlutverki
sínu að vera heimsþing þjóðanna til efl-
ingar öryggi, friði og samheldni um
veröld alla.
Ég skal nú víkjá nokkrum orðum að
afstöðu okkar til þeirra megin alþjóða-
mála, sem fyrir þessu þingi liggja.
Fyrir 30 árum ákváðu stofnendur
Sameinuðu þjóðanna að meginverkefni
samtakanna skyldi vera fólgið í varð-
veislu heimsfriðar og öryggis.
Þrátt fyrir einbeitna viðleitni innan
Sameinuðu þjóðanna til að finna lausn á
þeim meginvanda, sem fólginn er í þvi
að koma á afvopnun og framkvæmd
eftirlits með vopnabúnaði, þá hefur slíkt
reynst árangurslítið.
Framleiðsla vopna og birgðasöfnun
þeirra, samfara alþjóðaverzlun með
vopn, hefur færst svo í vöxt að ógnvekj-
andi má teljast, og er ekki unnt að koma
auga á að úr þessu muni draga. Auk
hinnar hörmulegu sóunar verðmæta,
jafnframt viðurkenningu á rétti sér-
hvers ríkis í þessum heimshluta til að
búa við trygg og viðurkennd landamæri.
Gæslulið Sameinuðu þjóðanna hefur
afar þýðingarmiklu hlutverki að gegna
við friðargæslustörf I Mið-austurlöndum
og án þess hefði reynst miklum erfið-
leikum bundið að koma á því vopnahléi,
sem nú rikir þar um slóðir.
Ennþá er Kýpurdeilan óleyst, en við
vonum að þær samningaumleitanir, sem
hafnar hafa verið að frumkvæði aðal-
framkvæmdastjórans, geti haldið áfram,
þar sem við erum þeirrar skoðunar að
viðræður milli fulltrúa hinna tveggja
þjóðarbrota undir traustri og öruggri
leiðsögn hans, sé besta leiðin til þess að
finna fullnægjandi frambúðarlausn á
þessari erfiðu deilu.
Enn einu sinni er málefni Kóreu til
umræðu á dagskrá allsherjarþingsins. Ef
þetta mikilvæga mál á að þokast nær
viðunandi lausn verða bæði ríki Kóreu
að sýna í verki einlægan samningsvilja,
þvi án þess virðist allsherjarþingið harla
litið geta gert til að ná árangri í þessu
Ræða Einars Agústssonar utanríkisráðherra á
30. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær
jafní mannlegra sem efnahagslegra, í
heimi þar sem milljónir manna búa við
skelfilegustu eymd og örbyrgð stofnar
vopnakapphlaupið framtíð mannkynsins
í beinan háska.
Samtök Sameinuðu þjóðanna voru
stofnuð um það leyti, sem mestu eyði-
leggingarstyrjöld í sögu mannkynsins
var að Ijúka og við upphaf kjarnorku-
aldar. Allt frá þeim tíma hefur veröldin
mátt lifa í skugga kjarnorkuvopna og
annarra gjöreyðingartækja.
Á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur
tekist að ná samkomulagi um nokkrar
mikilvægar alþjóðasamþykktir á sviði
kjarnorku og vopnabúnaðar. Hins vegar
hefur samþykktin um takmörkun kjarn-
orkuvopna, sem meir en 90 lönd hafa
gerst aðilar að, borið takmarkaðan
árangur, og við verðum að horfast í augu
við þá staðreynd að hættan á aukningu
kjarnorkuvopnabúnaðar fer vaxandi.
Þetta ætti að vera okkur öllum mikið
alvörumál, og ég vonast til þess að alls-
herjarþingið muni þegar á þessu þingi
taka þau almennu vandamál, er lúta að
eftirliti með vopnabúnaði og afvopnun,
til gaumgæfilegrar íhugunar, og þá
einkanlega nauðsyn þess að dregið verði
úr þeirri hættu, sem samfara er aukn-
ingu kjarnorkuvopnabúnaðar.
Sendinefnd mín fagnar þeim aukna
árangri, sem náðst hefur við að veita
fyrrverandi nýlendum i Afríku sjálf-
stæði, en skýrasta dæmi þessa eru þau
þrjú lönd í Afríku, sem nú á þessu þingi
hafa hlotið aðild að Sameinuðu þjóð-
unum, og bráðlega bætist Angóla f hóp-
inn.
Sendinefnd Islands á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna hefur ávallt stutt
baráttu þjóða Suður-Afríku fyrir rétti
sínum til sjálfsákvörðunar og sjálf-
stæðis. Þrátt fyrir skelegga afstöðu og
viðleitni þessarar stofnunar gegnum
árin rikir enn misrétti kynþátta i sumum
landshlutum Suður-Afríku. Við verðum
að halda áfram að beita eins miklum
þrýstingi og unnt er uns grundvallar
mannréttindi og sjálfsákvörðunarréttur
hefur verið tryggður til handa íbúum
þessara landssvæða.
Brot á mannréttindum eru ekki
bundin neinum tilteknum heimshluta,
og slíkt verður að fordæma hvar sem það
kann að ejga sér stað. Baráttan til að
tryggja öllum mönnum grundvallar
mannréttindi og mannvirðingu hlýtur
því framvegis sem hingað til að njóta
forgangs, öðrum málum fremur, á veg-
um Sameinuðu þjóðanna.
I þessu sambandi vildi ég því mega
lýsa ánægju minni yfir því hve þeim
atriðum, er varða mannúðarmál og
mannleg samskipti almennt, er gert hátt
undir höfði í endanlegri samþykkt ráð-
stefnunnar um öryggi og samvinnu í
Evrópu, sem undirrituð var af leiðtogum
35 þjóða í Helsingfors fyrir tveimur
mánuðum.
Á þessu afmælisári Sameinuðu þjóð-
anna er svo komið, að heita má að nær
allar fullvalda þjóðir heims hafi fengið
aðild að samtökunum. Fjöldi þeirra nem-
ur nú 141, og taka þær til meir en 95
hundraðshluta allra íbúa jarðar. Þess má
vænta að innan skamms getum við boðið
nokkrar þjóðir enn velkomnar í þennan
hóp.
Ég vildi hér með mega staðfesta enn á
ný það álit ríkisstjórnar minnar, að allar
þjóðir heims eigi rétt á því að öðlast
aðild að samtökum Sameinuðu þjóðanna.
Samkvæmt þessari grundvallarstefnu
mun íslenska sendinefndin andmæla
hverri tilraun, sem kann að verða gerð
til þess að útiloka eitthvert ríki frá aðild
að samtökunum, eða vikja aðildarríki úr
þeim, með einhverjum þeim hætti, sem
ekki er í fullkomnu samræmi við ákvæði
sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á sama
hátt mun stjórn mín snúast gegn hverri
tilraun, sem beinist að því að takmarka
réttindi einhvers rikis sem aðila að Sam-
einuðu þjóðunum eða einhverri sér-
stofnun þeirra.
Við lítum svo á að sérhver sllk tilraun
hljóti að verða til óþurftar og geti dregið
úr eða jafnvel eyðilagt áhrifavald
Sameinuðu þjóðanna til eflingar friði I
heiminum.
Bráðabirgðasamkomulag það, sem
nýverið var gert milli Egyptalands og
Israel ber sannarlega vott um ánægju-
lega og jákvæða þróun, er við lítum á
sem mikilvægt skref til lausnar þeim
alvarlegu deilum og þvl hættuástandi,
sem á undanförnum árum hefur ríkt I
Mið-Austurlöndum. Við óskum öllum
þeim, sem átt hafa hlut að því að þetta
samkomulag náðist, til hamingju með
árangurinn og teljum störf þeirra bera
vott um stjórnvisku, hyggindi og áræði.
Það er von okkar og ósk að sá árangur,
sem þannig hefur nú náðst til lausnar
þeim margslungnu og erfiðu vandamál-
um, sem við er að etja I þessum heims-
hluta, glatist ekki heldur leiði til varan-
legs friðar meðal þeirra þjóða, sem hér
eiga hlut að máli.
Þetta er á engan hátt auðvelt verkefni,
en við hvetjum til þess að þjóðir þær,
sem byggja þennan hluta heims, sýni
þolinmæði og einlægan vilja til þess að
starfa saman að réttlátri lausn þeirra
deilna, er milli þeirra hafa ríkt, þar eð
að öðrum kosti má búast við að úr verði
nýtt ófriðarbál, er stofnað geti heims-
friðinum I alvarlega hættu.
Heildarsamkomulag um málefni Mið-
Austurlanda hlýtur að fela I sér viður-
kenningu á réttindum Palestlnumanna,
máli. Þar sem sameining Kóreu með
friðsamlegum hætti er yfirlýst stefnu-
mið ríkisstjórna beggja rlkjanna hljót-
um við að vonast til þess að unnt verði að
skapa aðstæður og grundvöll fyrir því,
að ríkisstjórnir þessar geti á ný hafið
samningaviðræður með þetta markmið I
huga.
Herra forseti,
Rlkisstjórn Islands hefir fylgst með
störfum Hafréttarráðstefnunnar af
mikilli athygli og mun halda áfram að
leggja mikið upp úr þeim umræðum,
sem þar fara fram.
Á ráðstefnunni hefur talsverður
árangur náðst á ýmsum sviðum og víð-
tæk samstaða hefur komið I ljós. Hins
vegar er talsvert starf óunnið I sumum
málaflokkum, t.d. varðandi hið alþjóð-
lega hafsbotnssvæði. Ríkisstjórn tslands
hefur fylgst með þessum viðræðum af
miklum áhuga og mun halda áfram að
styðja ráðstefnuna I þvi, að hún geti náð
heillavænlegum árangri.
Að loknum þriðja fundi ráðstefn-
unnar, sem haldinn var I Genf á timabil-
inu 17. mars til 9. maí 1975, hlaut rikis-
stjórn Islands að meta stö.ðuna I heild.
Fyrir lá þá heildarfrumvarp að samn-
ingstexta frá formönnum hinna þriggja
aðalnefnda og verður það lagt til grund-
vallar störfum fjórða fundarins I New
York I mars/maí 1976. Hugsanlegt er, að
einn eða fleiri fundir verði haldnir eftir
það áður en ráðstefnan getur Iokið sín-
um störfum.
Þegar þannig stóð á, varð rlkisstjórn
tslands að horfast i augu við eftirfarandi
staðreyndir:
I fyrsta lagi eru fiskstofnar á Islands-
miðum enn grundvöllur efnahags
þjóðarinnar — lífshagsmunamál
þjóðarinnar
! öðru lagi er það staðreynd, að
nærri helmingur heildarafla boln-
lægra fisktegunda á svæðinu, er enn
veiddur af erlendum fiskimönnum
frá þjóðum, sem stunda veiðar á fjar-
lægum miðum — einkum frá
Bretlandi og Sambandslýðveldinu
Þýskalandi. Vegna veiða breskra
skipa á smáfiski, verður að telja að
meira en helmingur af veiddum fiski
hafi verið veiddur af erlendum fiski-
mönnum. Skip þau, sem þessar veiðar
stunda njóta ríkulegs styrks með
ýmsum hætti frá hlutaðeigandi ríkis-
stjórnum.
í þriðja lagi fara fram síváxandi
veiðar á ókynþroska fiski af hálfu
erlendra fiskimanna, þannig að
endurnýjun fiskstofnanna er í sívax-
andi hættu. Þetta er t.d. ljóst þegar
þess er gætt aö þýðingarmesti
Framhald á bls. 35