Morgunblaðið - 30.09.1975, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975
- Hvað gerðist
Framhald af bls. 12
ænna rithöfunda hérlendis?
Hvað um Mykle og nú síðast
Salama? Um siík mál og mörg
önnur áþekk hafa rithöfunda-
samtök á öllum Norðurlöndum
gert harðorðar samþykktir.
Nú vill svo til að Norður-
landaþjóðirnar hafa með sér
mjög náið samstarf, ekki síst á
sviði menningarmála og lög-
gjafar. Leitast hefur verið við
að samræma löggjöf Norður-
landa á undanförnum árum, og
er látlaust unnið að þvf. Enn-
fremur mætti hygg.ia að því, að
hér á landi gilda ckki einungis
„íslensk lög", heldui einnig ým-
is alþjóðalög sem íslendingar
hafa gengist nndir með sam-
þykktum og staðfestingum.
Þessar samþykktir hafa laga-
gildi á íslandi, þó svo
mörgum rithöfundum og
jafnvel ýmsum lögfræðing-
um' virðist vera ókunnugt
um það. Það er því alger-
lega útí hött að reyna að ein-
angra Isiand fi á umheiminum
og gera dómsmál hér að pukur-
málum. Þess hefur mjög gætt
hjá áhrifamiklum öflum á Is-
landi, að þau hafa viljað „loka“
landinu að hætti sovéskra fyrir-
mynda sinna, koma f veg fyrir
eða hafa eftiilit með flutningi
frétta úr landi, greinilega
vegna þess að eitthvað þurfti að
fela. Slíkur feluleikur er löngu
orðinn vonlaus, þó furðuoft tak-
ist að takmarka fréttaflutning
af þvf sem hér gerist.
Hvað gerðist
á ársfundinum?
Þegar á ársfund Norræna
rithöfundaráðsins kom, flutti
ég skýrslu mína um störf Rit-
höfundasambands tslands und-
ir fyrsta dagskrárlið, og síðan
sagði ég frá málsóknum VL-
manna undir þriðja lið, rakti
forsögu þeirra og kynnti í
sænskri þýðingu grein Einars
Braga. Alla viðstadda furðaði
stórum á þessum málaferlum
og einkanlega þeim ummælum,
sem kært var útaf. En þar sem
hvorki lá fyrir beiðni af minni
hálfu um ályktun eða yfirlýs-
ingu né tilmæli frá Rithöfunda-
sambandinu, var málið tekið af
dagskrá að svo búnu. Leið svo
fram til kvölds, þegar allir full-
trúar voru í boði hjá einum
norsku stjórnarmannanna,
Camillu Carlson. Þá alltfeinu er
hringt og lesið upp fyrir okkur
skeyti uppá 755 orð frá aðstand-
endum „Varins lands“, þar sem
öll ákæruatriði f greinum Ein-
ars Braga og mín eru rakin lið
fyrir lið og málið lagt fram frá
sjónarmiði „Varins lands“,
Nú hafði málið tekið
nýja og óvænta stefnu. Allir
voru samdóma um, að svara
bæri skeytinu, og voru þegar
samin drög að svarbréfi, sem
þeir stóðu að Jan Gehlin for-
maður sænska rithöfundasam-
bandsins og Carl-Johan Howitz
lögfræðingur dönsku rithöf-
undasamtakanna. Voru menn
yfirleitt sammála um efni
bréfsins, en ákváðu að ræða
orðalag þess nánar á fundinum
daginn eftir. Strax næsta morg-
un var tekið til við að ræða efni
og orðalag bréfsins, og átti dan-
inn Vagn Steen ekki sfst þátt í
að endurskoða orðafar þess, en
á miðjum morgni birtist á fund-
inum Hans Jörgen Lembourn,
formaður danska rithöfundafé-
lagsins og þingmaður fhalds-
flokksins (hann er ekki for-
maður Norræna rithöfunda-
ráðsins einsog Morgunblaðið
heldur fram), og kveðst ekki
munu skrifa undir bréfið. Urðu
miklar umræður og á stundum
heitar um afstöðu hans, en
hann neitaði að gefa aðra skýr-
ingu á afstöðu sinni en þá, að
það kynni að koma honum illa
heima í Danmörku ef hann
samþykkti efni bréfsins.
Dönsku fulltrúarnir snerust
smám saman á sveif með hon-
um, og þarmeð var málið komið
f sjálfheldu, þareð lög Norræna
rithöfundaráðsins mæla svo
fyrir að samstaða allra aðila
skuli vera um ályktanir ráðsins.
Fulltrúi finnska rithöfundafél-
agsins kvaðst ekki eiga sæti í
stjórn síns félags og ekki geta
tekið néiria afstöðu, en formað-
ur sænsk-finnska félagsins,
Lars Huldén, kvaðst samþykk-
ur efni og orðalagi bréfsins. En
þar sem ekki næðist samstaða,
væri eina leiðin að vísa erind-
inu til félaganna í hverju landi.
Kaldhæðnin
Þetta eru í stuttu máli stað-
reyndir málsins. Lembourn sat
fund ráðsins aðeins nokkrar
klukkustundir seinni daginn og
getur því trauðla verið traustur
heimildarmaður um orð mín og
athafnir fyrri daginn. Svo mik-
ið er víst, að sé það rétt eftir
honum haft I Morgunblaðinu,
að ég hafi farið fram á „að
Norræna rithöfundaráðið for-
dæmdi málshöfðunina og lýsti
yfir stuðningi sinum við þá,
sem mál hafa verið höfðuð
gegn“, þá er það uppspuni frá
rótum, og auðvelt að fá staðfest-
ingu þess hjá þeim sem raun-
verulega sátu fundinn. Það er
einnig rangt með farið hjá hon-
um, að „afstaða dönsku og
finnsku fulltrúanna var ein-
dregnust á móti því að gera
slíka samþykkt eða senda frá
sér nokkra ályktun um málið.“
Eins og ég sagði, var danska
nefndin sammála öðrum full-
trúum þartil Lembourn birtist,
hvernig sem því vék við; annar
finnanna taldi sig ekki hafa
umboð til að taka afstöðu, en
hinn tók afstöðu með ályktun,
enda mun það væntanlega
koma í ljós innan tíðar, þegar
hann sendir „Vörðu landi“ á-
lyktun félags síns.
Það er vitanlega kaldhæðni
þessa máls, að skeyti „Varins
lands“ varð þess valdandi að
fram kom tillaga um ályktun,
sem alls ekki stóð til að gera í
öndverðu. Sænski rithöfundur-
inn og þingmaðurinn Per Olof
Sundman, sem síst af öltu verð-
ur vændur um „vinstrivillu",
túlkar megininntak þeirrar yf-
irlýsingar, sem lögð var fram,
þegar hann segir í svari sínu
við spurningum Morgunblaðs-
ins: „Eftir að hafa heyrt um
málefni Varins lands verð ég
nú að segja, að ég er steinhissa
á þvl, að íslenzkir stjórnmála-
menn skuli vera svo tilfinn-
ingasamir og viðkvæmír að þeir
sjá sig knúna til að leita til
dómstóla í svona málum ... Eg
lít á það sem ögrun við tján-
ingarfrelsi að gera svona lagað
að dómsmáli. Það hefur i för
með sér að fólk veigrar sér við
að setja fram skoðanir sfnar og
hugsanir I heyranda hljóði. Mér
finnst því eðlilegt að málið
skuli hafa verið tekið fyrir i
Norræna rithöfundaráðinu.“
Ályktanir norrænu rithöfunda-
samtakanna, nema þeirra
dönsku, munu væntanlega ber-
ast Vörðu landi og Rithöfunda-
sambandi tslands innan tíðar,
og geta menn þá dæmt um við-
horfin sem ráðandi voru á
fundinum í Noregi.
Önnur kaldhæðni var i því
fólgin, að efnt var til blaða-
mannafundar eftir ráðsfund-
inn, og höfðum við ákveðið að
minnast ekki á málefni „Varins
Iands“ þar sem ekki náðist sam-
staða um yfirlýsingu. En á
miðjum fundi dregur frétta-
maður NTB-fréttastofunnar
skyndilega uppúr vasa sínum
gulan miða þar sem stendur:
„Þú ert beðinn að fylgjast vel
með orðum og athöfnum
íslenska fulltrúans fyrir
Morgunblaðið." Þetta vakti að
vonum talsverða kátinu fundar-
manna, en þeim mun meiri
furðu fréttamanna, uns málið
var skýrt fyrir þeim. Þar með
komst þetta mál einnig í norsku
blöðin, sem ekki var ætlunin i
öndverðu.
Lokaorð.
Ég vil að lokum geta þess
vegna ummæla Jennu Jensdótt-
ur, að þau fjögur ár sem ég hef
sótt fundi Norræna rithöfunda-
ráðsins hefur ekki verið venja
að leggja ársskýrslu fyrir
stjórnarfund, enda eru þessar
skýrslur að jafnaði munnlegar.
Gengið er útfrá að formaður
hafi þá siðgæðisvitund að hann
skýri rétt frá gangi mála. Hins-
vegar skal ég með ánægju
leggja fram skýrslu mína I ár,
og ekki hefði ég neitt á móti að
skýrsla formanns á fundum
Norræna rithöfundaráðsins
væri kynnt áður en hún er
flutt.
Annað atriði, sem mig langar
að itreka vegna ummæla
margra íslenskra rithöfunda og
Lembourns, er sú veigamikla
röksemd, að líti þeir á dómsmál
„Varins Iands“ og þá væntan-
lega dómsniðurstöður einnig
sem pólitísk mál og þá jafn-
framt pólitiska dóma, þá hlýtur
að vera meginatriði að taka upp
baráttu fyrir afturhvarfi til
vestrænna lýðræðishátta, því
pólitískir dómar eru austan-
tjaldsfyrirbæri. Eins og Krist-
inn Reyr bendir réttilega á i
Morgunblaðinu 25. september,
taldi „Varið land“ sig í upphafi
ekki vera pólitísk samtök og
telur sig væntanlega ekki enn
vera það. Hvers vegna er það þá
alltíeinu orðið „stórpólitískt"
mál að fjalla um málsókn þess-
ara samtaka?
Ég verð að gera þá játningu,
að ég tel allt annað en um-
hyggju fyrir réttlæti í þjóðfél-
aginu eða einingu innan rithöf-
undasamtakanna liggja til
grundvallar því moldviðri sem
Morgunblaðið hefur þyrlað upp
útaf þessu máli, en um það mun
síðar f jallað i öðru samhengi.
Sigurður A. Magnússon.
Háskólafyrirlestur
um byggðaskipulag
VESTUR-ÞÝZKI prófessorinn dr.
Edwin von Böventer heldur opin-
beran fyrirlestur um byggða-
skipulag n.k. miðvikudag í boði
Háskóla íslands. Von Böventer er
hagfræðingur, sem hefur starfað
að hagfræðilegum og tölfræðileg-
um rannsóknum varðandi svæða-
skipulag, þ.á m. þróun atvinnu bg
mannfjölda i borgum og byggðar-
lögum. Hann er prófessor í þess-
um fræðum við háskólann i
Múnchen, en er um þessar
mundir gistiprófessor við Boston-
arháskóla.
Fyrirlesturinn er haldinn á veg-
um verkfræði- og raunvísinda-
deildar háskólans. Hann verður
haldinn i kennslustofu 101 í Lög-
bergi og hefst kl. 17.
------* * •
Grikkland:
117 fyrriim ráð-
herrar fyrir rétt?
Aþenu 28. september AP.
Afrýjunardömstóll i
Aþenu ákvað í dag að hefja réttar-
rannsókn, sem gæti leitt ti) máls-
höfðunar gegn 4 forsætisráðherr-
um og 113 öðrum ráðherrum, sem
gegndu störfum á sjö ára valda-
tímabili grísku herforingjastjórn-
arinnar. Beinist rannsóknin að
því að kanna hvort ráðherrarnir
hafa brotið gegn stjórnarskrá
landsins og fyrirskipað á ólögleg-
an hátt herlög.
artxmsM
Vinsamlega birtið eftirfarandi smáauglýsingu
í Morgunblaðinu þann:...........
i i i i i i i i i
J____L—l_____I___I___I___I___I___I Fyrirsöqn
J L
J I I I L
I I I
J I I I I L
J I I L
J L
J .1 .].
J I I I I I I I I I I L
J I 1 I I I 1 L
J I 1 L
J I I I I l l I I I L
J!I I I I I I I I L
J I 1 1 L
J I 1 I I L
J I I L
L
I I I I I I
J L
Hver lína kostar kr. 1 50 Meðfylgjandi er greiðsla kr.
150
J___I__l 300
J___I__I 450
J___I__l 600
I I I 750
J___I__I 900
1050
J___l 1200
J I I I I I I I I
A£/(fx/ ,
J&MA ,/, fi/r/M/t, /YJ'A'
J’&JÁ.,/, MÆ/Slí/A/,
WWA/.Wst/W^AW ,/ ,9,4406., ■
I I I I I I I I I I I I I I I I I I 1,1 I I I I I I I
I I I I I I I I I I I I L i-.L 1. 1 1 1 I I I 1 I I I I
Skrifið með prentstöf-
um og setjið aðeins 1 staf í
hvern reit.
Áríðandi er að nafn, heimili
og sími fylgi.
Nafn:
Heimili: .............................................................. Sími:
Auglýsingunni er veitt móttaka á eftirtöldum stöðum:
REYKJAVIK:
Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2,
Sláturfélag Suðurlands, Háaleitisbraut 68
Kjötbúð Suðurvers, Stigahlíð 45—47,
Hólagarður, Lóuhólum 2—6
Sláturfélag Suðurlands, Álfheimum 74,
Árbæjarkjör, Rofabæ 9
HAFNARFJORÐUR:
Ljósmynda og gjafavörur,
Reykjavíkurvegi 64
Verzlun Þórðar Þórðarsonar,
Suðurgötu 36,
KÓPAVOGUR:
Ásgeirsbúð, Hjallabrekku 2,
Borgarbúðin, Hófgerði 30.
Eða senda í pósti ásamt greiðslu til Smáauglýsinga
deildar Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík.