Morgunblaðið - 30.09.1975, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.09.1975, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975 27 Minning: Einar Guðnason Hafnarhrði Fæddur 18/5 1908, Dáinn 19/9 1975. „Af eilífðar Ijósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri' en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir.“ Einar Guðnason bifreiðastjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarðar er lát- inn. Hann var fæddur i Hafnar- firði 18. maí 1908, sonur hjónanna Kristrúnar Einarsdóttur og Guðna Benedikstsonar sjómanns, sem þar áttu heima. Foreldrar Kristrúnar voru Jóhanna örnólfs- dóttir, ættuð af Vatnsleysuströnd og Einar Einarsson frá Þverá á Síðu, en foreldrar Guðna þau Benedikt Jóhannesson frá Breiða- bólsstað í Vesturhópi og Kristín Guðnadóttir. önnur börn þeirra Kristrúnar og Guðna voru Jó- hanna Eina, sem látin er fyrir nokkrum árum, hún var gift Matthíasi Kjartanssyni í Kópa- vogi, Benedikt, sem kvæntur er Þuríði Guðjónsdóttur búsettur í Hafnarfirði, og Laufey, gift Þor- steini Eyjólfssyni í Hafnarfirði. Þeir Einar og Benedikt voru tví- burar. Guðni, faðir Einars, drukknaði árið 1912, er Geir fórst með allri áhöfn. Stóð þá Kristrún ein uppi með börnin sín 4 korn- ung, hið yngsta á öðru ári. Það væri þess vert að rekja hvernig hún lét hvergi bugast i þessu mót- Iæti, en kom börnum sínum til manns með mikilli prýði á þeim tímum, sem félagsleg aðstoð á okkar mælikvarða var ekki fyrir hendi. Sú saga veróur þó eigi sögð hér. Kristrúnu bauðst að senda annan son sinn til fósturs aö Kald- árholti í Holtum og varð það að ráði, að Einar fór þangað og ólst þar upp á mannmörgu heimili við venjuleg sveitastörf. 18 ára flyzt hann svo lil Hafnarfjarðar og næstu árin stundaði hann ýmsa vinnu til sjós og lands, togarasjó- mennsku, kaupavinnu á sumrum og bifreiðaakstur. En síðustu 30 ár ævi sinnar var hann bifreiða- stjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarðar, og hygg ég að í hugum margra Hafnfirðinga séu þeir Einar og rafveitubíllinn ein af sterku og sjálfsögðu myndunum úr bæjar- lifinu. Einar var samviskusamur starfsmaður, gekk glaður til verks og bar því á siðustu mánuðum, er heilsu hrakaði ugg í brjósti um, að hann yrði að ljúka starfsævi sinni /fyrr en skyldi og una við minni umsvif i framtíðinni. Hon- um gafst það nú að falla frá mitt i dagsins önn og hygg ég að þau málalok hafa verið honum mjög að skapi. Einar naut ekki skólamenntun- ar umfram venjulega barna- fræðslu þeirra tíma. Mun þó hug- ur hans hafa staðið til frekara náms þótt aðstæður leyfðu eigi, enda var hann bráðgreindur. Hann bætti sér þetta upp eftir föngum með sjálfsmenntun, las feiknin öll og átti sjálfur góðar bækur. Islendingasögur gat hann vitnað í hvar sem var og haft yfir heila kafla úr þeim af munni fram. Einnig hafði hann mikið yndi af ljóðum lærði þau og var sjálfur ágætlega hagmæltur, þótt hann væri mjög dult með það. Einar var ekki maður sundur- gerðar né prjáls og bar ekki til- finningar sínar á torg. 011 sýndar- mennska var honum andstyggð. En hann var hinn ágætasti félagi og gulltryggur vinum sínum. Hann tók virkan þátt í starfi Bridgefélags Hafnarfjarðar og Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar og veiðiskapur og ferðalög voru hans helzta yndi, enda var hann mikill náttúruunnandi. Fyrir nokkrum árum vorum við ferða- félagar norður Sprengisand og suður Kjöl. Þessi ferð er ekki sist ógleymanleg vegna samfylgdar- innar við Einar, sem þekkti ör- nefni, staði og sögu hvers áfanga og miðlaði okkur honurn. Ég minnist hans f tjaldstað við Seyð- isá, þar sem árnar Beljandi og Þegjandi falla hvor sínu megin og ég get enn heyrt hann raula þar fyrir munni sér vísuna: Langt til veggja heiðið hátt hugann eggja bröttu sporin. Hefði ég tveggja manna mátt mundi ég leggjast út á vorin. Einar giftist ekki og eignaðist ekki börn. En seint verður metin til fulls sú vinátta er hann sýndi sonum Laufeyjar systur sinnar, en á heimili hennar átti hann löngum athvarf. Síðar nutu son- arbörn hennar þessarar sömu um- hyggju. Það er margur vandinn stór í barnshuganum, þótt hinum fullorðnu þyki um hégóma að ræða. En alltaf var hægt að leita til Einars frænda, sem leysti eftir getu úr hverjum vanda, hvort sem vantaði spýtu i dúfnakofa eða hjól undir bíl. Marga áramótabrenn- una hlóð hann með börnunum mínum, er þau voru í bernskn sonum mínum kenndi hann að kasta fyrir silung og marga ferð- ina fóru þau i bílnum hans Einars frænda eða til að heimsækja hann. Aldrei minnist ég þess að óþólinmæði gætti hjá honum yfir öllu þeirra kvabbi og öll þeirra vandamál voru einnig hans. Fyrir alla vináttu hans við mig og mína vil ég að leiðarlokum þakka. „Og allt það bezta er um þig verður sagt í einni setning: Þú varst góður maður.“ Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. Dr. Hallgrfmur Helgason Örn og örlygur hafa gef- ið út Kennslubók í Tón- fræði eftir dr. Hallgrím Helgason, tónskáld. I for- — Áður var það Framhald af bls. 12 Persónulega tel ég bæjar- stjórann ekki geta gefið út slík- ar yfirlýsingar. Það er ekki hans að ákveða neitt í þeim efnum. Hann er ekki kjörinn fulltrúi bæjarbúa. Það er bæj- arstjórnar og bæjarbúa að taka slíkar ákvarðanir. Hins vegar má það rétt vera að ekki sé „hagkvæmt" að reisa fullkomna slysavarðstofu í Hafnarfirði á borð við slysa- varðstofu Borgarspítalans. Þess vegna vil ég skjóta fram þeirri hugmynd, hvort ekki sé unnt að fara eins konar meðalveg, a.m.k. fyrst um sinn, koma á fót sjúkraskýli þar sem unnt er að fá aðstoð í minniháttar tilfell- um og ekki er þörf sjúkrahús- vistar. Sllku sjúkraskýli má hugsanlega koma fyrir I St. Jós- efsspítala, sem nú hefur veríð mála segir höfundur m.a.: „Þessi stutta handbók er hugsuð sem fyrsti leiðar- vísir til þess að. nema mál tóna og gefa um leið örlít- inn forsmekk að æskilegu framhaldi.“ Tónfræði dr. Hallgríms byrjar á frumatriðum um nótnakerfi, segir frá mótum, lyklum, tónhæð, tónlengd, tónstyrk, takti, hljóð- falli og hrynjandi. Mikil áherzla er lögð á skipun tónbila til að geta lesið nótur og sungið þær beint frá blaði. Nokkrir kaflar bókarinnar eru hér á landi alger nýjung. Má þar nefna atriði eins og „eiginleikar tóntegunda", og „sérlegt gildi tónbila", sem fjalla um sérblæ og innihald tóntegunda og tónbila. stækkaður verulega, eða I Sól- vangi, sem rekinn er af bæjar- félaginu. Slíkt sjúkraskýli kall- ar að sjálfsögðu á starfslið, en ef til vill væri unnt að veita vaktlæknum aðstöðu þar I stað þess að þeir verða nú af hafast við i slökkvistöðinni. Þótt slíkt sjúkraskýli og rekstur þess kosti mikið fé, þá mun koma þar á móti mikill sparnaður við akstur til og frá Reykjavík (leigubill fram og aftur kostar um 2 þús. kr.), auk fyrirhafnarinnar, ekki aðeins í eitt skipti, heldur einnig vegna framhaldsmeðferðar. Þótt Ieið- in sé aðeins 10 km þá vita allir, hversu þung umferðin er á þessari leið og á vetrum er oft illfært ef ekki ófært þennan 10 km spöl. Það er þvi mikið hags- munamál Hafnfirðinga, ef ekki öryggismál, að unnt sé að fá slysaþjónustu í bænum sjálf- um. Nýstárlegur er ennfremur kafli um lagmyndun, þar sem gerð er grein fyrir byggingu laga, og ís- lenzk lög tekin til skýringar. Loks er sérstakur kafli um tón- listarlif almennt, en þar er skýrt frá tónlist sem uppeldislegri nauðsyn, margvíslegri músikiðk- un á breiðum grundvelli, þar sem allir geta orðið virkir þátttak- endur. Bókin er sett og prentuð hjá Prentsmiðjunni Odda hf. Hún er filmuð hjá Korpus hf. og bundin hjá Sveinabókbandinu hf. Kápu- teikningu gerði Hilmar Helgason. Örn og örlygur hafa einnig tek- ið að sér dreifingu Sögu tónlistar- innar eftir Sigrid Rasmussen í þýðingu dr. Hallgríms Helga- sonar. Bókin kom út árið 1946 og hlaut hún þá þegar hina beztu dóma. Þannig skrifaði Björgvin Guðmundsson tónskáld mjög lof- samlega um bókina og sagði m.a.: „Þá er hin ágæta þýðing Hall- gríms á Tónlistarsögu Sigrid Ras- mussen, en það er sú prýðilegasta bók sinnar tegundar, sem ég hef lesið.“ Báðar þessar bækur, Kennslu- bók I Tónfræði og Saga tónlistar- innar, eiga mikið erindi til þeirra sem leggja stund á tónmenntir. , Ef bæjarstjórn vex kostnaður við slikt sjúkraskýli I augum, má kanna hvort Garðhrepping- ar og Alftnesingar eru reiðu- búnir að taka þátt í rekstrinum. Bæjarmálaflokkunum í Hafn- arfirði til brýningar í málinu skal þeim bent á, að stærsti og valdamesti flokkurinn missti áhrif sín í bæjarstjórn, þegar svo var komið að ekki var unnt að fá vatn í heilu bæjarhverf- unum, hvorki til matar né þvotta, og upp úr því öngþveiti spratt bæjarmálahreyfing, sem er áhrifamikil enn í dag. Þurfi Hafnfirðingar að leita til annars bæjarfélags með sár sín áfram kann svo að fara að þeir neyðist til að láta hendur standa fram úr ermum enn á ný til að tryggja lágmarksþjónustu af hálfu þess bæjarfélags, sem þeir bera kostnaðinn af. Áður var það vatnið — nú blæðandi sár. blákaldur sannleikur um ELCOLD frystikistur ' Það er ótrúlegt en satt. Við höfum ekki getað útvegað Elcold frystikistur fyrr en nú, — þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftirspurnin hefur verið svo gífurleg erlendis, enda eru gæði Elcold og verð mjög hagstæð. Til að byrja með bjóðum við þrjár stærðir: 220, 275 og 400 I. með Ijósi, lás og hraðfrystihólfi. ÁLKLÆDDAR AÐ INNAN DANFOSS FRYSTIKERFI Komið og skoðið Elcold frystikisturnar. Sannleikurinn er sá, að þær standast allan samanburð ® FlcaldL Gunnar Ásgeirsson hf Suöurlandsbraut 16 Reykjavík sími 35 2 00 Glerárgötu 20 Akureyri Kennslubók í tón- fræði komin út eftir dr. Hallgrím Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.