Morgunblaðið - 30.09.1975, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.09.1975, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975 Miðdegisverður hjá galdrakarli gerði ég mér ekki grein fyrir hvernig herbergið var lýst. En svo komst ég að raun um að ljósið kom frá nokkrum pottablómum sem ég hef aldrei séð fyrr. Á þeim voru ljósir, rauðir, gulir og bláir ávextir á stærð við tómata. Þetta voru ekki litaðar rafmagnsperur, því ég kom við eina, og hún var frekar köld og múk eins og ávöxtur. „Jæja,“ sagð Leakey, „hvað getið þér hugsað yður að borða?“ „Ah, bara það sem þér eigið,“ sagði ég. „Þér getið fengið hvað sem þér viljið“, .sagði hann. „Veljið yður einhverja súpu.“ Ég hélt að hann fengi ef til vill matinn frá veitingastofu, svo ég sagði: „Mig langar í Borsch“, sem er rússnesk rauðrófusúpa með þykkum rjóma. „Gott,“ sagði hann. „Hún kemur eftir andartak. En segið mér hafið þér nokkuð á móti því að hún sé framreidd á minn venjulega hátt? Er auðvelt að hræða yður?“ „Nei, ekkert sérstaklega,“ sagði ég. „Það var gott. Þá kalla ég á þjóninn minn, en ég vil aðvara yður, að hann er svolítið einkennilegur.“ Samstundis lét hr. Leakey eyrna- sneplana sína smella að höfðinu. Það kvað við hér um bil eins og þegar maður klappar saman lófunum, bara ekki svo hátt. Upp úr stórri koparfötu á stærð vió þvottaketil, sem stóð í einu horni stofunnar, kom eitthvað sem ég hélt í fyrstu að væri stór, slímug slanga. En svo varð ég var við að þetta var með sog- skálar eftir endilangri hliðinni, og að þetta var kolkrabbaarmur. Þessi armur opnaði skáp og tók út handklæði sem hann notaði til að þurrka næsta arm, sem kom í ljós. Þurri armurinn sogaði sig fast að veggnum með sogskálunum sfnum. Smátt og smátt kom allt dýrið í ljós, þurrkaði sér og skreið upp á vegginn. Þetta var sá stærsti kolkrabbi sem ég nokkurn tímann hef séð. Hver armur var tæpir þrfr metrar á lengd, og búkurinn var eins og stór sekkur. Hann skreið upp með veggnum og þvert yfir loftið með aðstoð sog- skálanna. Þegar hann var kominn yfir borðið, hélt hann sér fast með einum armi, og notaði hina sjö til að ná í diska, hnífa og gaffla úr skápnum fyrir ofan bókahillu'rnar, og lagði á borðið. „Þetta er Oliver, þjónninn minn,“ sagði hr. Leakey. „Hann er duglegri en nokkur manneskja, því hann hefur fleiri arma til að vinna með og getur haldið um Sagan af töfra- bandinu bláa En strákur kvaðst fús til að fara, og ljónin löbbuðu með honum. Þegar hann kom að aldingarðinum, klifraði hann upp í eitt tréð og át eins mörg epli og hann gat í sig troðið, og ekki var hann kominn niður úr trénu aftur, fyrr en hann stein- sofnaði, en ljónin lögðust í kringum hann. Þriðja daginn komu bræður risans. En það var lítill mannsbragur á þeim, þeir komu æðandi eins og mannýgt naut og voru að furða sig á, hver hefði lagst til svefns í þeirra eigin aldingarði, og sögð- ust skyldu mola hann mélinu smærra. En ljónin ruku upp og réðust á risana og rifu þá í sundur, svo ekki varð mjög mikið eftir af þeim, og síðan lögðust ljónin allt í kringum piltinn aftur. Hann vaknaði ekki fyrr en liðið var á daginn, og þegar hann var búinn að núa stýrurn- ar úr augunum, fór hann aö furða sig á því, hvað eiginlega hefði gengið á í kring- um hann. En þegar piltur kom heim í höllina, sá hann þar unga stúlku, sem hafði fylgst með þvi, sem gerðist, og hún sagði: „Þú getur þakkað Guði fyrir að þú varst ekki í þessum bardaga, því annars væri ekki mikið af þér heldur.“ „Hvað segirðu? Ekki mikið eftir af mér?“ sagði piltur. „Það er nú ekki mikil hætta á því að svoleiðis fari fyrir mér.“ Svo bað hún hann að koma inn, svo hún gæti talað við hann, því ekki sagðist hún hafa séð mennskan mann, síðan hún kom í höll þessa. ■SfctföND Sfó-t-vf Þetta er alþekkt sýningaratriAi á alis konar sirkusum. Hrekklaust fólk sem þetta sér f fyrsta skipti undrast stórlega sjónhverfingu þessa, — en þetta er sem sé það sem gerist. Kvikmyndahandrit aö moröi Eftir Lillian O'Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 59 — Skiljió þér eitt orð af því sem maðurinn er að fara, JK? — Marietta Shaw og Arthur Talmey höfðu verið le.vnilega gift f þrjá mánuði, hélt David áfram. — Hún gekk með barn hans. Og ég býst við að þér getið ekki látist vita um það, Hagen. Hún hlýtur að hafa trúað sfnum gamla og trygga vini fyrir þvf? — Nei, nei, hún orðaði það ekki, svaraði Hagen og hristi höfuðið f sffellu. — Ég ... ég hafði ... hafði enga hugmynd um ... Hún var búin að skrifa undir samninginn við kvikmyndafyrir- tækið og hún var áfjáð f að hefja vinnu hið allra fyrsta. 6g get skilið — svona ef út f það er farfð — að hún hafi óskað að halda giftingu og væntanlegu barni levndu til að byrja með — og gagnvart almenningi, enda þótt mér þyki bað skrftið þvf að nú þykir jafnan mikill plús fyrir leikara að búa við fagurt fjöl- skyldulff og er ekki sfðri auglýs- ing en hvað annað. En frá því — og að kasta fyrir róða þvf tæki- færi sem henni bauðst til að koma og slá í gegn aftur. Nei! Hvers vegna hefði hún átt að gera það? Hún hefur varla verið komin svo langt á leið ... — Þér lituð á hana sem hálm- stráið, ekki satt? sagði David þverlega. — Hagen Associated er f þann veginn að verða gjaldþrota um þessar mundir og þér vonuð- ust eftir þvf að Mariettu Shaw tækist að koma þvf á réttan kjöl á nýjan leik ... — Hagen Associated er traust- ara en nokkru sinni fyrr, mót- mælti Hagen. — Það cr að vfsu rétt að ég hef þurft að gera ákveðnar breytingar á rekstri fyrlrtækisins og ég varð að láta frá mér nokkur systurfyrirtæki mfn. En ég var fyrir löngu búinn að kippa því öllu f lag. Og reyndar höfum við fleiri skjólstæðinga en við getum sinnt, svo að ég tel þvert á móti að við höfum verið að gera Mariettu mikinn greiða með þvf að taka upp samband við hana á ný. — Ætli það nú, Ilagen? — Þetta er heilagur sann- leikur! Spyrjið bara JK! Hann getur staðfest þetta allt saman. Það er f fyrsta skipti núna að ég heyri að hún hafi skipt um skoðun varðandi Hollywood- ferðina. Ég sver það. Ég hafði heldur enga hugmynd um að hún væri gift og ætti von á barni. Þér VERÐIÐ að trúa mér, heyrið þér það! Segið nú lögreglunni að það sé rétt að hvorugur okkar hafi vifað um þetta, JK! En gamli maðurinn var ekki á þeim buxunum að styðja hann. — Þér sneruð aftur tii Holly- wood einsamall og ég hef aldrei fengið skýringu á þvf, hvers vegna þér tókuð hana ekki með Hagen! — Vegna þess hún vildi ein- faldlega hafa þetta svona. Þér vitið það ósköp vel. Munið þér ekki að ég sagði yður það? 1 örvæntingu sinni sneri Hagen sér aftur að lögreglumönnunum. — Marietta orðaði það aldrei ... Ja, ef hún hefur cinhverra hluta vegna skípt um skoðun hefði hún að minnsta kosti sagt öðrum okkar frá þvf... Hún hafði aldrei gengið á bak orða sinna ... Nei hvorugur okkar hafði minnsta hugboð um það ... sagði Hagen ofurlágt svo að varla heyrðist. David gaf lögregluþjónunum við dyrnar bendingu. Og inn gekk nú Elvira Foster. — Ungfrú Foster býr í fbúðinni hérna innar við ganginn, sagði David til skýringar. Svo sneri hann sér að ungfrú Foster, sem reyndi af öllum mætti að sýna stfllingu. — Ungfrú Forster. A mðnu- daginn fóruð þér heim úr vinnu skömmu eftir hádegi, ekki rétt. Þér voruð komnar heim þegar klukkuna vantaði fimm mfnútur f tóif og þegar þér genguð ínn f húsið sáuð þér að lyftan var uppi. Þér ýttuð á hnappinn og sðuð að lyftan var stödd hér á þessari hæð. Þess vegna urðuð þér vægast sagt dálftið undrandi á þvf að það var ekki nágranni yðar Mary Hudgin sem kom út úr lyftunni en að viðkomandi þaut út, náfölur og æstur. Þckkið þér þennan aðila meðal víðstaddra, ungfrú Forster? Hún vætti varirnar óróleg á svip og lét augun hvarfla yfir samkunduna. — Já, það er þessi maður þarna! sagði hún og kinkaði kolli í áttina að Hagen. — NEI! æpti Hagen tryllings- lega. — Jú, það er HANN, staðhæfði ungfrúin og virtist hafa aukist verulega kjarkur. — Ég hafði séð hann tvisvar sinnum áður, bæði á miðvikudag og á fimmtudag í vikunni á undan. Það var snemma um kvöld, Ifklega um hálfátta- leytið, þegar ég kom heim eftlr að hafa fengið mér kviildvcrð ... Hann var þá í fylgd með ungfrú Hudgin ... ungfrú Shaw meina ég og þau fóru saman út. Ég hugsaði með mér að hann ætlaði að fylgja henni til lcikhússins, þar scm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.