Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 33

Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975 33 VELV/\KAIMOI Velvakandi svarar ! slma 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Listahátíð og seinheppni yfirvalda Guðrún Aðalsfeinsdóttir skrif- ar: Ágæti Velvakandi. Þegar ég Las frétt Morgunblaðs- ins af seinheppni þeirra, sem að listahátíð standa, varð ég satt að segja furðu lostin. Þeir, sem á annað borð láta sér eitthvað annt um menningu og fagrar listir, vita mæta vel, að listahátíðin, sem hér hefur verið haldin annað hvert ár að undan- förnu, hefur orðið einhver mesta lyftistöng í menningarlífi lands- manna fyrr og síðar. Það einstæða lán, að Vladimír Ashkenazy skyldi stöfna til náinna tengsla við okkur Islendinga — og vera nú raunar sjálfur orðinn íslend- ingur — hefur orðið til þess með- al annars, að þessi listahátíð hef- ur orðið svo glæsileg og merkur meinningarviðburður i þjóðlifinu eins og raun ber vitni. Um frá- bæra frammistöðu þessa ágæta manns þarf ekki að fara mörgum orðum, og hingað til hafa við- brögð þiggjendanna ekki verið til skammar. Bæði ríkisstjórn og borgaryfirvöld Reykjavikur hafa ekki látið sitt eftir liggja, að ekki sé minnzt á fólkið, sem bókstaf- lega hefur flykkzt á tónleika, leik- sýningar, myndlistarsýningar og annað það, sem á boðstólum hefur verið. Mér er þannig farið, að ég er farin að reikna með listahátið eins og föstum punkti í tilverunni og fer þegar að hlakka til næstu hátíðar þegar ein er lukkulega afstaðin. Svo koma þessi ótíðindi. íslenzk yfirvöld eru búin að glutra öllu niður, hafa ekki þorað að tefla í tvisýnu vegna efnahagsástands- ins! Það var þá ástæða! Áður en þessi þjóð fer að fúlsa við því, sem raunverulega er ein- hvers virði, ætti hún að skoða hug sinn og gá, hvort til dæmis væri ekki ástæða til að spara annars staðar. Að mínum dómi a.m.k. er þetta ein fáránlegasta sparnaðar- ráðstöfun, sem ég hefi heyrt getið um. Hvernig er það eiginlega með verðmætamat islenzkra yfir- valda? Það væri fróðlegt að fá svör við því. I þeirri von, að svona ráðslag endurtaki sig ekki, vil ég benda á dæmi um leióir, sem fara mætti hún hafði fengið þetta hlutverk. Þess vegna þekkti ég hann aftur, þegar ég sá hann á mánudeginum — Sem sagt rétt um hádegis- bilið daginn sem morðið var framið? sagði David fastmæltur. — Já. Ég var dálftið slöpp og ákvað að taka mér frf það sem eftir væri dagsins ... Ég mætti honum þarna niðri ... hann kom beint út úr lyftunni á móti mér ... svo að ég er ekki í ncinum vafa. Það ER hann. David hafði heyrt nóg og sneri sér spyrjandi að Hagen. Umboðsmaðurinn var ná- bleikur f framan og svitinn bog- aði af honum f strfðum straum- um. — Allt f lagi. Þá verð ég að viðurkenna að ég var hér þennan dag. Marictta hringdi til mín á mánudagsmorgun og bað mig að koma. Hún sagði að hún þ.vrfti að ræða við mig mjög árfðandi mál og vildi ekki fjalia um það f sfma. Kannski hún hafi ætlað að scgja mér að hún væri hætt við að snúa sér aftur að ieiklistinni, ég vcit það ekkl, þvf að ég hitti hana ekkí. ... Ég hafði f mörgu að snúast næst þegar sparnaðarhugsjónin grípur þessa ágætu herra: Það mætti til dæmis ákveða að veita einungis listamannalaun annað hvert ár, en láta fjárupp- hæðina, sem þannig sparaðist, renna til listahátíðar hitt árið. Það trúi ég að gæfi meira af sér í þágu listalífsins í landinu. Þá mætti líka láta nægja að senda aðeins einn eða tvo fulltrúa á Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Þar eru sérstakir fastafull- trúar, sem eiga að geta afgreitt þau stórmál, sem koma til kasta Islands á þeirri samkundu, og ef þingmenn og pólitískir gæðingar þurfa nauðsynlega að komast út fyrir landsteinana til að viðra sig, þá standa ferðaskrifstofunar með opinn faðminn til að veita þeim fyrirgreiðslu eins og öðru fólki. Taka mætti það fé, sem ríkissjóð- ur sparaði með þessu, og leggja í sjóð listahátiðar. Þetta nefni ég aðeins til að benda á, að það eru margar leiðir sem fara má í þessu máli, en ég vil fullyrða það nú og hér, að við höfum alls engin efni á því að hætta að halda listahátíð. Við eig- um að spara allt annað áður en kemur að listahátið. Loks má svo benda yfirvöldum á að það mætti sem hægast láta þá, sem listarinnar vilja njóta, greiða svo mikið í aðgangseyri, að hátíðin standi undir sér fjárhags- lega. Eða erum við virkilega orðin svo föst í þeim hugsunarhætti, að hér sé ekki hægt að gera nokkurn skapaðan hlut án þess að opinber- ir aðilar eigi þar hlut að máli? í von um að annað eins og þetta endurtaki sig ekki, þá leyfi ég mér að fara fram á það, að Vlad- imír Ashkenazy verði beðinn af- sökunar af hlutaðeigandi á því fáheyrða vanþakklæti og tómlæti, sem yfirvöld hafa nú sýnt fram- lagi hans til listahátíðarinnar. Guðrún Aðalsteinsdóttir." 0 Ógeðsleg blaóamennska Þessa yfirskrift setur Ingjaldur Tómasson bréfi sinu: „Það er engu likara en höfund- ur Sjómannasiðunnar í Morgun- blaðinu 14. september hafi verið í timburmannaástandi þegar hann skrifaði grein sína. Það er þess vegna ekki ólíklegt, að taugakerfi mannsins sé i göndli og samband þess rofið við heilann, eða kannski að sálaröryggisventill mannsins sé bilaður. Það er lítt skiljanlegt hvers vegna málflutningur Péturs Guð- jónssonar um landhelgismál get- ur orsakað hið mikla fjaðrafok í umræddri grein. Ég minnist ekki á það frekar. Pétur er áreiðanlega fær um að svara fyrir sig. Ég tel það slæm tíðindi, að mað- ur, sem skrifar í útbreiddasta blað þjóðarinnar, skuli geta feng- ið sig til lúalegra skrifa um einn mikilhæfasta mannvin og prest þessa lands. Séra Árelíus hefur alla tíð barizt gegn hinu mikla áfengisböli og afleiðingum þess i okkar þjóðfélagi. Hann opnaði kirkju sina útigöngumönnum og margir þessara manna hafa feng- ið fulla heilsu með guðs hjálp og góðra manna. Stólræður Árelíus- ar eru flestar snilldarverk en í þeim er oft deilt á niðurrifsöfl þjóðfélagsins, eins og prestum ber að gera. Sá prestur, sem ekki reynir að vísa hinn rétta veg og sýnir trú sina i verki hlýtur að teljast lélegur. 0 Vinsældir séra Árelíusar í starfi Ég hefi sótt kirkju hjá séra Áre- liusi um langan tíma, þegar ég hefi getað. Þangað hef ég ætíð sótt styrk trúarlegra áhrifa og ómetanlega hjálp i miklum erfið- leikum um margra ára skeið. Ég býst við að margir fleiri kirkju- gestir hafi orðið fyrir sviðaðri reynslu. Á sextugsafmæli Árelí- usaf voru margar ræður haldnar af samstarfsmönnum og öðrum vinum. Allir ræðumenn báru mik- ið lof á afmælisbarnið, bæði á starf hans i þágu Langholtssafn- aðar og hin mikilvægu störf í þágu alþjóðar-(áfengismál o.f 1.). Ég fullyrði að hann átti lofið skil- ið og meira en það. Það er sannarlega óskiljanlegt, að til skuli vera menn, sem ekki skirrast við að niða niður mikil- hæfustu menn þjóðarinnar og minni I þvi sambandi á hatursher- ferðina gegn Hannesi Hafstein. Eina afsökun þeirra er kannski sú að þeir vita ekki hve vont verk þeir vinna. Á.J. segir, að séra Árelius sé vitlausi maðurinn á öðrum endan- um. Eg held, að nær sanni sé, að Á.J. sé meira en litið klikkaður i báða enda, ef dæma má af grein hans. Ég fæ ekki skilið að sannur listamaður skuli ljá greinar- ómyndinni stuðning með mynd- um sinum. Ég vil vona, að bæði blaðamenn og aðrir áhrifamenn þessarar þjóðar fari að styðja séra Árelíus í baráttu hans fyrir hinu góða og göfuga hjá okkar þjóð i staðinn fyrir að reyna að níða hann niður í svaðið. Það er énnþá reynt að krossfesta menn, þótt þeir séu ekki hengdir upp á tré. Ingjaldur Tómasson." HÖGNI HREKKVÍSI Hann virðist kunna að meta mjólkurbað. 30% meiraljós á vinnuflötinn sami orkukostnaður /PHILIPS PhilipsArgenta’ SuperLux keiluperan meó óviójafiianlega birtuglugganum ~ 2 Þurrkaöur harðviður Tekk, oregonpine, og amerísk eik á sérlega hagstæöu verði Klapparstíg 1. Skeifan 19, Simar 18430 — ÞESSIORÐ VIÐ HURÐASMIÐI? Zig—Zag er aðferð við spón-samlímingu, sem þýðir raunverulega minni slípun og þykkari spón. Þykkur og fallegur spónn gerir muninn þegar um útlit hurðarinnar er að ræða. Krullur má finna innan í hurðum okkar, þar sem krullur í fylkingu gera hurðarflötinn jafnari og hurðina traustari. Bakstur á hins vegar við lakkið. Allar okkar hurðir eru lakkaðar í lökkunarvél, og síðan er lakkið bakað í ofni við 80° hita. Innbakað lakk skilar yfirborðinu sterku og áferðarfallegu. Komið og skoðið framleiðsluna fáið verðtilboð — kynnið yður afgreiðslutímann. SELKÓ INNIHURÐIR — GÆÐI í FYRIRRUMI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.