Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 34

Morgunblaðið - 30.09.1975, Síða 34
 34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975 Kosninga- úrslit- in í Bre- men mik- Bremen, 29. septernber. AP-Heuter. LOKATÖLUR kosninganna til fylkisþingsins f Bremen eru mikið áfall fyrir Helmut Schmidt kanslara V-Þýzkalands og Asunction 29. september — Reuter FRANSKUR mannfræðingur heldur þvf fram að hann hafi fundið ótvfræðar sannanir um að evrópskir vfkingar hafi numið Iand í Suður-Amerfku mörg hundruð árum áður en Kólumbus kom til „nýja heimsins“. Mann- fræðingurinn Jaques Mahieu skýrði fréttamönnum frá þvf á laugardag að hann hefði fundið vegg á stað sem nefnist Ccrro Cora og er f um 500 kflómetra fjarlægð norður af Asunction, höfuðborg Paraguay, sem hann álftur að hafi verið hluti af virki, byggðu af víkingum. Hann sagði að veggurinn sem væri um 45 metra langur og 10 metra hár, og steinar í grennd hans sem gætu verið húsarústir, væru með rúnaáletrunum svip- Hans-Dietrich Genscher utanrfkisráðherra jafnaðarmannaflokk hans. Tap- aði flokkurinn 7% atkvæða og 7 þingsætum. Þrátt fyrir þetta hefur flokkurinn enn hreinan meirihluta á þinginu eða 52 sæti uðum þeim sem fundist hafa á Norðurlöndum. Mahieu kvaðst ætla að fara með afrit áletrananna til bækistöðva sinna f Buenos Aires til frekari rann- sókna, en á meðan fer rann- sóknarleiðangur á vegum ríkis- stjórnar Paraguay til Cerro Cora til að rannsaka vegginn upp á eigin spýtur. Mahieu sagði að kenning sín væri sú, að víkingar hefðu komið til Suður-Ameríku árið 967, sumir hefðu tekið sér bólfestu nálægt stöðuvatninu Titicaca í Andesfjöllum og aðrir komið til þess lands sem nú nefnist Paraguay. Hann telur að dularfullur Indiánaættbálkur sem er hvftur á hörund og kallast Guayaqui og býr enn í frumskóg- um Paraguay nálægt Iandamær- um Brazilíu, sé kominn af þessum norrænu landnemum. Helmut Schmidt kanslari af 100. Sigurvegararnir f kosning- unum voru frjálsir demókratar, sem bættu við sig 6 þingsætum og hafa nú þrettán, en formaður flokksins er Hans-Dietrich Genscher, en kristilegir demó- kratar bættu við sig einu sæti og hafa nú 35. Stjórnmálafréttaritarar segja að erfitt sé að dæma um hversu mikið þessi úrslit endurspegli stjórnmálaástandið í landinu, einu ári fyrir þingkosningar þar. Bremen er einkum skipasmíða- borg og alls ekki dæmigerð fyrir þjóðina f heild. Benda þeir á að í kosningabaráttunni hafi slagur- inn nær eingöngu staðið um staðbundin málefni borgarbúa. Leiðtogar jafnaðarmanna í Bremen og Koschnick borgar- stjóri viðurkenndu á fundi með fréttamönnum í gær, að flokkur- inn hefði orðið fyrir áfalli í borginni, en sögðu að úrslitin gæfu enga vísbendingu um fylgi flokksins í öllu landinu. Eftir kosningarnar hafa jafnaðarmenn sem fyrr segir 52 sæti og 48,3% atkvæða, kristilegir demókratar 35 sæti og 33,9% og frjálsir demókratar 13,3%, en höfðu 7,1, og kristilegir demó- kratar höfðu 31,5%. — Þjóðverjar Framhald af bls. 36 herra V-Þýzkalands í New York í fyrri viku hefðu verið mun vin- samlegri en áður, en svaraði er hann var spurður hvort um ein- hverja stefnubreytingu væri að ræða af hálfu V-Þjóðverja: „Eg get eðlilega ekki gefið neinar upplýsingar um afstöðu v- þýzku stjórnarinnar áður en við- ræður hefjast. Það hefur hins vegar komið fram, að ráðherrarn- ir hafa orðið ásáttir um að láta væntanlegar viðræður fara fram í góðu andrúmslofti og er hægt að segja að andrúmsloftið sé þegar betra.“ Þá sagði talsmaðurinn, að Wichnewski aðstoðarutanrikis- ráðherra yrði formaður v-þýzku samninganefndarinnar. „Ég hef það frekar svona á til- finningunni, að viðhorf Vestur- Þjóðverja hafi breytzt til hins betra,“ sagði Arni Tryggvason, sendiherra íslands i Bonn, er Mbl. hringdi i gær til hans til þess að spyrjast fyrir um það, hvort breyting hefði orðið á afstöðu Þjóðverja í kjölfar fundar utan- ríkisráðherranna í New York síðastliðinn föstudag. Árni sagði að ekkert hefði komið fram hlut- lægt, sem benti til breytingar og hann bætti því við að „að það reyndi á kappann, þegar á hólm- inn kæmi“. Árni sagði að Hans-Dietrich Genscher utanrikisráðherra hefði komið heim til Bonn nú um helg- ina og í blöðum í Þýzkalandi hefði verið talað um viðræður hans við Einar Ágústsson. Búast blöðin við viðræðum um landhelgismálið eftir svo sem hálfan mánuð. Hans- Júrgen Wisehnevsky aðstoðar- utanríkisráðherra mun verða for- maður þýzku samninganefndar- innar, en hann er eftirmaður dr. Hans Apel, sem áður var í forsæti viðræðunefnda Þjóðverja. Árni Tryggvason sagðist ekki hafa rætt við ráðamenn i Bonn um landhelgismálin, löndunar- bann og tollamá! Efnahagsbanda- Iagsins eftir að fundi utanríkis- ráðherranna lauk í New York. Ræðismaður Islands í Cuxhaven, Ernst Stabel, sagðist ekki hafa orðið var neinna við- bragða eftir fund utanrikisráð- herranna í New York, en hann sagðist þess fullviss að ef ein- hverjir gætu leyst þessa deilu, þá yrðu það að vera ráðherrar á borð við Einar og Genscher. Slíkar við- ræður kvað hann yrði árangurs- ríkari en flestar aðrar. Stabel sagðist hafa á tilfinning- unni að mikill áhugi væri af þýzkra hálfu á að komast að sam- komulagi. Þjóðverjum væri ljóst að verksmiðjuskip gætu ekki veitt innan 50 milna eða fengið leyfi til þess og hann kvaðst búast við þvf að Þjóðverjar kæmu með tillögur, sem unnt yrði að taka til greina. Hann sagði að sér virtist verá um síðasta möguleika Þjóðverja á að ná samkomulagi og fisksalar i Þýzkalandi óska einskis frekar en málið leysist. Stabel sagði: „I dag ræddi ég við framkvæmdastjóra fiskmarkaðarins hér í Cuxhaven og hann sagðist hafa heyrt að Þjóðverjar væru búnir að koma sér niður á nokkur ný atriði, sem afhent yrði Einari Ágústssyni, er viðræður hæfust, og vonast væri til að þessi atriði gæti leitt til samkomulags. Allir hér óska eftir samkomulagi og það er ljóst að útgerðarfyrirtækin hér lamast, ef Islenzk mið lokast algjörlega fyrir þeim og því er það þeirra von að fá að veiða innan 200 mílna og fá ákveðinn kvóta innan þeirra marka.“ Um tollamálin og EBE sagði Stabel, að hann vissi ekki hvernig aðildarríki þar myndu taka þvi, ef t.d. Þjóðverjar segðu að nú mætti fella niður tolla sín vegna. Löndin hvert um sig hefðu neitunarvald og verið gæti að t.d. Italir settu skilyrði fyrir þvi að Þjóðverjar keyptu meira vin af þeim — gegn tollaniðurfellingu við Islendinga. Kvað hann þetta mál geta orðið erfitt viðureignar. — Portúgal Framhald af bls. 1 skuluð þið gera það, en þið verðið að axla þá ábyrgð að stjórna 9 milljónum manna.“ Verka- mennirnir hrópuðu að Carvalho yrði að gera það upp við sig hvort hann ætlaði að starfa með borgarastétt og andbyltingarsinn- um eða með verkalýðnum. ið áfall fyrir jafnaðarmenn Víkingar í Suður- Ameríku árið 967? Flokksþing brezka Verkamannaflokksins: Mikil innri ólga, en Wilson mun takast að halda flokknum saman EINING brezka Verkamanna- flokksins, sem nú heldur um st jórnartaumana f Bretlandi, mun vafalaust ganga f gegnum mikla þolraun á ársþingi flokksins, sem hófst f gær og stendur til föstudags. Koma þar bæði til vaxandi erfiðleikar rfkisstjórnarinnar vegna bág- borins efnahagsástands lands- ins, þar sem hæst ber mesta atvinnuleysi frá strfðslokum, og aukin reiði milli strfðandi fylkinga innan flokksins, — annars vegar milli vinstri manna sem telja stjórnina svfkja sósfalfsk stefnumið og hins vegar meðal miðjumanna sem óttast að marxiskur minni- hluti sé f þann veginn að reyna að ná stjórn flokksins f sfnar hendur. Á þessu 74. ársþingi Verkamannaflokksins, sem hófst f gær f Blackpool, munu báðar þessar fylkingar láta til skarar skrfða. Átök þeirra munu sýna verulega innri spennu f flokki sem fyrir 75 árum var stofnaður sem fámenn samtök kúgaðrar stéttar er barðist við að koma fulltrúa inn á þing. Nú þegar þessi samtök eru orðin að risastóru stjórnmála- afli, sem reynir að glima við vandamál valdsins fremur en vandamál hagsmunahóps, er það sú staðreynd að 1 milljón og tvö hundruð og fimmtíu- þúsund manns, 5,4% alls vinnu- afls landsins stendur í röð i viku hverri og bíður eftir fjár- hagsaðstoð frá ríkinu, sem hvíla mun eins og skuggi yfir umræðunum f Blackpool. Þetta er í skarpri andstöðu við margar af þeim myndum sem leiðtogar flokksins máluðu f kosningabaráttunni árið 1974. Hinn sterki vinstri vængur flokksins og verkalýðsfélögin, sem skv. hefð hafa veitt flokkn- um mestan stuðning eru óánægð og áhyggjufull. Ljóster að mjög hart verður lagt að stjórninni að veita meira fé til framkvæmda til að draga úr atvinnuleysi og kröfur munu koma um tímabundin inn- flutningshöft. Slikum kröfum hefur stjórnin jafnan vísað frá af ótta við gagnaðgerðir er- lendra ríkja. Svo virðist nú, sem óttinn við atvinnuleysi sé orðinn sterkari en kröfurnar um launa- hækkanir. Hundruð ályktana hafa verið sendar flokksforust- unni, þar sem þess er krafist að stjórnin beiti öllum sinum kröftum að þvf að gera Bret- land að sósialísku ríki og að þjóðnýta alla banka, stærstu fyrirtækin og að rikið taki allt eftirlit með fjárfestingu í sínar hendur. Ályktanir frá einstök- um flokksörmum og verkalýðs- félögum saka auðmannastéttir landsins um svik við föðurland- ið vegna þess að þær hafi fjár- fest á sviðum, sem ekki standi undir iðnaðarframleiðslu og að þær hafi látið snögggróða- sjónarmið ráða. Ein ályktunin er á þá leið, að þar sem einka- aðilar fjárfesti ekki í iðnaðar- fyrirtækjum þurfi stjórnin að beita sér fyrir almenningsfjár- festingaráætlun. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdastjórn flokksins, sem í eiga sæti fulltrúar úr ríkis- stjórninni og flokksvélinni muni lýsa þvi yfir, að sfðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að minnka atvinnuleysi séu ekki nægar. Stjórnin ákvað sem kunnugt er að veita aðeins 175 milljón sterlingspundum á næstu 5 árum til að minnka atvinnuleysi vegna ótta við að meira fjárstreymi til að hressa upp á efnahagslifið myndi aðeins hafa i för með sér aukna verðbólgu og grafa frekar und- an pundinu. I ofanálag við þetta veldur það Wilson nokkrum áhyggjum, að mjög herskáar raddir heyrast nú úr hópi mið- línumanna innan flokksins, sem brezk blöð kalla gjarna hinn hægfara arm. Foringi þeirra er Reg Prentice utna- ríkisþróunarmálaráðherra og hefur hópurinn í hyggju að efna til útifunda í Blackpool og reyna að ná yfirtökum á þing- inu.Þá munu nýstofnuð „sam- tök jafnaðarmanna“, sem hafa það að markmiði að berjast gegn marxisma innan flokks- ins, láta verulega til sín taka. Prentice hefur dreift eintaki af ræðu, sem hann mun flytja, þar sem hann skorar á menn sína að standa upp og berjast. Hann hefur lýst þingdagskránni og öllum ályktunum sem dapur- legu skjali, sem ekki túlki stefnu og stöðu flokksins. Flokksstjórnin í kjördæmi Prentice, sem öfgafullir vinstri menn hafa komist í hefur skorað á Prentice að bjóða sig ekki fram aftur í kjördæminu því að hann sé ekki nægilega mikill sósíalisti. Sömu sögu er að segja um ýmsa af nánustu samstarfsmönnum hans á þingi, en þeir hafa ekki látið hótanirnar á sig fá þótt þeir séu á ýmsan hátt áhyggjufullir yfir framtíð flokksins. Þrátt fyrir þetta búast menn ekki við að nein bylting verði gerð á flokksþinginu og að Wilson og helztu ráðherrum hans takist að halda flokknum saman, en í slíkum málum frýr enginn Wilson vits. Stjórnin er á margan hátt í furðanlega sterkri aðstöðu og stendur nú betur að vígi en iftargar aðrar stjórnin hafa gert eftir eitt ár við völd. Wilson hefur lagt alla áherzlu á að sannfæra vinstriarminn og verkalýðsfélögin um að Bretar verði að sigrast á verðbólgunni áður en hægt sé að fara að skipuleggja framtíðina og hann virðist hafa haft erindi sem erfiði f þeim efnum. Wilson tókst að halda hinum hörðu vinstrimönnum Anthony Benn og Michaeí Foot i stjórn- inni þótt hann hafi orðið að lækka Benn f tign með þvi að færa hann úr embætti iðnaðar- ráðherra í orkumálaráðherra. Foot, sem er atvinnumálaráð- herra og frábær ræðumaður, sem getur sópað áheyranda- skara með sér næstum að vild hefur setið hljóður við hlið Wilsons og Healeys fjármála- ráðherra meðan þeir hafa lagt fram aðgerðir til að berjast gegn verðbólgunni, sem margir vinstrimenn telja hrein- ræktaðar kapitalistaaðgerðir. Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.