Morgunblaðið - 30.09.1975, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1975
35
- 40% 5';rhr“
sagöi að Kanadamenn myndu
halda áfram aö hafa eftirlit
með veiðum erlendu skipanna
og loka kanadískum höfnum
fyrir þeim þjóðum sem ekki
virtu samkomulagið. Hann
sagði ennfremur að þetta sam-
komulag mundi ekki á neinn
hátt draga úr viðleitni Kanada-
manna til að ná 200 mílna fisk-
veiðilögsögu.
— Síld
Framhald af bls. 36
bjarnarson, sem fékk 50 lestir.
Þá fékk Vörður 5 tonn á sömu
slóðum 1 fyrrinótt, en skipið
varð fyrir því óláni að nótin
rifnaði og var því elíki hægt að
kasta aftur.
Síldin, sem fékkst við
Bjarnarey, var faileg Suður-
landssfld, 20% feit og rösklega
30 cm löng.
Sveinn Sveinbjörnsson fiski-
fræðingur, leiðangursstjóri á
Árna Friðrikssyni, sagði, að í
gær hefðu þeir á Arna leitað
austur með landinu í átt frá
Eyjum. Um miðjan dag var
Árni Friðriksson kominn á
móts við Pétursey og hafði
fundið talsvert af fallegum
torfum á lciðinni. Voru þær
v 15—25 faðma þykkar og kol-
svartar á pappír leitartækj-
anna, þannig að torfurnar hafa
verið vel þéttar. Kvað Sveinn
þá hafa tekið eitt sýni úr torfu,
sem var 13 sjómflur austur af
Bjarnarey. Var sú sfld 21—23
sm að stærð og 45% sfldanna
voru 22 cm. Ekki hafði gefist
tóm til að taka sýni á fleiri
stöðum, en reyna átti að kanna
útbreiðslu smásíldarinnar.
Sveinn Sveinbjörnsson
sagði, að þeir hefðu ekkert
frekar átt von á svo miklu
sfldarmagni á þessum slóðum,
en ef hér væri eingöngu um
smásfld að ræða, þýddi ekkert
fyrir skipin að kasta, þvf
bannað væri að hirða sfld
undir 27 cm.
— Gunnar
Framhald af bls. 36
venjast, varðandi Suðurlandssíld.
Við mótmæltum þessu algjörlega
og sögðum að það væri ekkert að
marka eitt og eitt sýnishorn,"
sagði Gunnar.
Þá sagði Gunnar: „Eins og
ástandið er núna er mjög óliklegt
að samningar náist við Svía.“
Að lokum sagði Gunnar
Flóvenz, að íslenzka samninga-
nefndin vildi gjarnan, að frétta-
menn norskra fjölmiðla á íslandi
létu það berast til Noregs, að
norskir útflytjendur væru að
bjóða sfld, af þessum stærðum, á
allt að 50% Iægra verði en þörf
væri á, ef samstaða væri milli
þeirra landa, sem bjóða síldina.
— Hættir Wilson
Framhald af bls. 1
ins, að fá stuðning yfirgnæfandi
meirihluta þingfulltrúa við hina
umdeildu stefnu stjórnarinnar í
baráttunni við verðbólguna. I
áskorun sinni til þingsins brýndi
Foot raust sina og barði f púltið og
sagði að andspænis 27% verð-
bólgu og 1,250.000 atvinnuleys-
ingjum gæti Bretland ekki orðið
sósíalískt ríki fyrr en því tækist
að komast upp úr feni efnahags-
vandans. Þá samþykkti fram-
kvæmdanefnd flokksins að hvetja
til innflutningshafta á vissum
sviðum, þar sem ekki gæti orðið
von á hefndaraðgerðum annarra
landa.
— Verða fleiri
Framhald af bls. 1
annað kvöld.
£ Ríkisstjórnir, stjórnmála-
menn, verkalýðssamtök og al-
menningur um vfða veröld hafa
lýst andúð á aftökunum. Hið rót-
gróna samband Páfagarðs og
Spánar, sem er eitt elzta róm-
versk-kaþólska rfki heims, virðist
vera að rofna, að því er góðar
heimildir f Róm herma. Spánar-
stjórn kallaði sendiherra sinn f
Páfagarði heim eftir gagnrýni
páfa á aftökunum, og óvíst er
hvort sendiherra Páfagarðs á
Spáni muni snúa þangað aftur.
Franski sendiherrann hefur
fengið fyrirmæli um að snúa ekki
aftur. Austurrfkisstjórn hefur f
h.vggju að kalla sendiherra sinn
heim og sama er að segja um
Sviss. Þegar hafa ríkisstjórnir
Bretlands, Vestur- og Austur-
Þýzkalands, Hollands, Noregs,
Danmerkur, Belgfu, Svfþjóðar og
Italíu kallað sendiherra sfna
heim. Og samband grannrfkjanna
Portúgais og Spánar virtist vera f
alvarlegri hættu eftir að ráðist
hafði verið á sendiráð Spánar og
ræðismannsskrifstofu f Lissabon
og ræðismannskrifstofuna f
Oporto um helgina, þar sem mót-
mælendurnir brenndu alla innan-
stokksmuni hennar á götum úti.
Næstum allt sendiráðsstarfsfólk
Spánar f Portúgal flaug heim til
Madrid á laugardag. Portúgalska
ríkisstjórnin, sem fær mikið af
vatni og rafmagni frá Spáni, hef-
ur harmað þessa atburði, og lofað
að bæta skaðann. En umferð um
spænsku landamærin hefur þegar
verið takmörkuð, og Spánarbanki
hefur fyrirskipað bönkum þar í
landi að hætta að skipta
portúgalska gjaldmiðlinum.
Leiðtogar spænsku stjórnarand-
stöðunnar sögðu í dag, að aðeins
væri um tvennt að ræða fyrir
þjóðina á meðan Franco er enn
við völd: áframhaldandi ofbeldi
eða valdarán hersins. Einn af for-
ingjum sósialista sagði að „eina
vonin“ væri afsögn Francos og
Juan Carlos prins tæki við. Á því
væru hins vegar litlar líkur, og
því væri þörf á að sannfæra
herinn um að seta núverandi
stjórnar skaðaði hagsmuni
Spánar. Hið áhrifamikla málgagn
kaþólskra, Ya, sagði i óvenju
Hreinskilnum og harðorðum leið-
ara í dag að krafan væri „djúp-
stæð og róttæk ummyndun á nú-
verandi stjórnmálakerfi ... á
öllum stigum“. Eina morgun-
blaðið í Madrid Hoya del Lunes
sagði hins vegar að Spánn væri
„einskis lands nýlenda“ og gagn-
rýndi „brjálæði Evrópu". Einnig
sakar blaðið Pál páfa um að taka
stjórnmál fram yfir kærleika.
Dæmi um önnur viðbrögð:
% Bandarfkin: Fyrstu viðbrögð
Fords Bandaríkjaforseta við af-
tökunum á laugardag komu fram
f yfirlýsingu Nessens, blaðafull-
trúa hans í dag, þar sem forsetinn
segist harma hina almennu of-
beldisöldu sem leitt hefði til svo
hörmulegrar niðurstöðu. Nessen
neitaði þvi að hið almenna orða-
lag stæði I sambandi við yfir-
standandi viðræður Bandaríkja-
manna og Spánverja um framtið
bandarískra herstöðva á Spáni.
Hann taldi ekki lfklegt að sendi-
herra Bandarfkjanna í Madrid
yrði kvaddur heim.
0 Sovétríkin: Fyrstu opinberu
ummælin í Sovétríkjunum um af-
tökurnar birtust í dagblaði stjórn-
arinnar Izvestia, og sagði þar að
þær hefðu „skekið allan hinn sið-
menntaða heim“. „Sovézka þjóðin
lýsir samhug sínum með baráttu
spænsku þjóðarinnar fyrir lýð-
ræði og gegn hinni afturhalds-
sömu fasistastjórn. Hún krefst
þess að hætt verði að refsa föður-
landsvinum og pólitískir fangar
verði látnir lausir."
0 Sameinuðu þjóðirnar: Luis
Echeverria Alvarez, forseti
Mexico skrifaði Kurt Waldheim,
framkvæmdastjóra S.Þ., bréf um
helgina þar sem aftökunum er
mótmælt og krafizt brottreksturs
Spánar frá Sameinuðu þjóðunum,
ásamt algjörri einangrun lands-
ins. Sendiherra Spánar hjá
samtökunum mótmælti þessu
br^ji í dag. Gaston Thorn, nýkjör-
inn forseti Allsherjarþingsins,
lýsti harmi sínum yfir aftökunum
í dag, og er talið líklegt að hann
muni tjá óánægju sfna með því að
fara af þingi er spænski utan-
rikisráðherrann ávarpar það á
morgun. Búist er við að sendi-
nefndir allmargra ríkja muni
gera slíkt hið sama.
0 Frakkland: Lögregla beitti
táragasi í kvöld til að leysa upp
mótmælafund, sem í tóku þátt um
50.000 manns. I forystu fyrir
fundinum voru Francois
Mitterand, leiðtogi sósfalista,
Georges Marchais, leiðtogi
kommúnista, og ýmsir verkalýðs-
leiðtogar. Ýmiss konar
skemmdarverk voru unnin í
ólátum sem fylgdu í kjölfar
fundarins. Þá hættu milljónir
franskra verkamanna vinnu
stutta stund í dag í til að minnast
hinna látnu Spánverja.
0 Bretland: A ársþingi brezka
Verkamannaflokksins var krafizt
viðskiptalegrar og diplómatískrar
einangrunar Spánar. M.a. þeirra
sem hvöttu til slíks var James
Callaghan utanríkisráðherra.
Yfirstjórn brezka alþýðu-
sambandsins skoraði á verka-
menn að stöðva eða seinka
afgreiðslu spænskra vara og neita
að afgreiða póst og símtöl til og
frá Spáni.
0 Norðurlönd: Haínarverka-
menn f Kaupmannahöfn neituðu
að afgreiða spænskt flutninga-
skip. Olof Palme forsætisráðherra
Svíþjóðar, kallaði Spánarstjórn
„djöfullega morðingja“. Mótmæli
voru við spænsku og bandarisku
sendiráðin í Stokkhólmi og bæði
fengu sprengjuhótanir. Aðsúgur
var gerður að spænska sendiráð-
inu f Osló, Ýmsar ferðaskrifstofur
á Norðurlöndum hafa einnig i
hyggju að taka Spánarferðir
sínar til endurskoðunar.
— Flokksþing
Framhald af bls. 34
En þessar aðgerðir hefur
Wilson fengið í gegn, og sam-
þykkt - verkalýðsforystunnar
um að takmarka kauphækkanir
við 6 sterlingspund á viku við
næstu samninga er mikill sigur
fyrir Wilson og hafa margir lýst
undrun sinni yfir þvf hve vel
honum hefur tekizt að ná fylgi
verkalýðsforustunnar.
— Hjörtur
Hjartarson
Framhald af bls. 3
I öðru lagi má nefna, að
vegna óhagstæðrar verðlags-
þróunar innanlands, þróun-
ar stöðu Verðjöfnunarsjóðs
fiskiðnaðarins og versnandi
viðskiptakjara á erlendum
mörkuðum hlýtur það að
verða erfiðleikum bundið að
ákveða nýtt fiskverð eftir
áramótin, snúist þróunin
okkur ekki verulega í hag.
I þriðja lagi, og ekki sízt,
eru samningar við verka-
lýðsfélögin Iausir um áramót
og það er með öllu óvíst hve
mikið tillit verkalýðshreyf-
ingin tekur til efnahags-
aðstæðna í kröfugerð sinni.“
I ræðu sinni vék Hjörtur
að því, hversu aukin umsvif
ríkisins eru orðin í þjóðar-
búskapnum. Um þetta sagði
Hjörtur aðspurður:
„Umsvif ríkisins hafa
stöðugt aukizt á undanförn-
um árum. Sem dæmi má
nefna, að hlutur ríkisút-
gjalda af þjóðarframleiðsl-
unni hefur aukizt úr 23%
1970 i 36% 1974. Það er og
alvarlegur hlutur hverníg
fjármál ríkisins eru rekin
með greiðsluhalla og þannig
látin auka þensluna í þjóð-
félaginu jafnframt þvi, sem
hið opinbera hefur verið í
harðri samkeppni um vinnu-
aflið við atvinnuvegina. Um
það, hvort ákveða eigi upp-
hæð fjárlaga fyrirfram eða
ákveða útgjöld ríkisins, sem
ákveðið hlutfall þjóðarfram-
leiðslu, sagði Hjörtur: „Það
er augljóst að stemma
verður stigu við skefjalaus-
um vexti ríkisins á kostnað
atvinnuveganna. Hins vegar
væri það fjarstæða að láta
ríkisútgjöldin sveiflast með
hagsveiflunni. Bezt væri, ef
okkur tækist að láta
sveiflurnar í ríkisútgjöldun-
um ganga öfugt við hag-
sveifluna. Þannig væri
komið tæki sem mætti nota
lfkt og verðjöfnunarsjóði
fiskiðnaðarins til þess að
draga úr sveiflunum í efna-
hagslífinu og auka stöðug-
leika þess.“ Hjörtur sagði,
að það væri ótækt öllu
lengur að rikissjóður gæti að
því er virtist endalaust feng-
ið fjármagnsfyrirgreiðslu
hjá Seðlabankanum. „Taka
verður upp annað fyrir-
komulag, sem knýr rikis-
stjórnina til þess að taka eig-
in fjáfmál fastari tökum en
um mánaðamótin júli
*-ágúst voru t.d. skuldir
rikissjóðs og ríkisstofnana
nettó við Seðlabankann rétt
rúmir 9 milljarðar króna.
Sú hugmynd hefur verið
rædd innan Verzlunarráðs
Islands og fengið góðar und-
irtektir, að breyta þyrfti
gerð fjárlaga þannig, að
fyrst væri ákveðinn
greiðsluafgangur eða
greiðsluhalli fjárlaga og hve
há sú upphæð ætti að vera.
Siðan réðist hæð fjárlaga af
þeim tekjum, sem tekju-
stofnar rikisins skila. Síðan
ákvæðu þingmenn skipting-
ar þeirrar upphæðar, sem til
ráðstofunar væri á einstaka
málafIokka,“ sagði Hjörtur
að lokum.
— Guðmundur
H. Garðarsson
Framhald af bls. 3
hana vænlegasta til að bæta
lífskjör þjóðarinnar og
styrkja lýðræðislega
stjórnarháttu. Kvaðst hann
vona að til þess kæmi ekki
að Island hætti að vera aðili
að þessum samtökum.
— Ræða Einars
Framhald af bls. 21
fiskstofninn á íslandsmiðum,
þorskurinn, nær nú aðeins að hrygna
einu sinni. Og meðalaldur á veiddum
fiski er nú miklu lægri en nokkru
sinni fyrr. Sóknin í dag er tvisvar
sinnum meiri en hún var fyrir
tuttugu árum, en aflinn jafnvel minni
nú. Segir það sína sögu.
I fjórða lagi er svo það, að íslenski
fiskiskipaflotinn er nú fullfær um að
hagnýta leyfilegan hámarksafla á
svæðinu. Sérstök nefnd Alþjóða Haf-
rannsóknaráðsins og Norðvestur Atl-
antshafs fiskveiðinefndarinnar hefir
talið að 50% samdráttur i sóknar-
mætti á Norður-Atlantshafssvæðinu
myndi ekki minnka heildarafla.
Dánartala fiskanna á Islandssvæðinu
verður að stórlækka til þess að náð
verði æskilegri hagnýtingu.
Með hliðsjón af öllum þessum stað-
reyndum, ákvað ríkisstjórn Islands að
gera nauðsynlegar ráðstafanir í ljósi
þeirrar þróunar í þjóðarétti, sem sam-
staða hefur náðst um og fram kemur í
störfum Hafréttarráðstefnunnar. Við
ákváðum að nota ekki að svo stöddu
hugtakið efnahagslögsögu vegna þess að
sum atriði þess eru ekki enn full unnin.
Við ákváðum að setja ekki reglur varð-
andi landhelgi, mengun, vlsindalegar
ráðstafanir eða afmörkun landgrunnsins
af sömu ástæðu. Ekki var ætlunin
heldur, að hefta á nokkurn hátt alþjóð-
legar siglingar. En að þvi er varðar hið
eina , stóra lífshagsmunamál — fisk-
veiðar erlendra manna — var ekki hægt
að fresta nauðsynlegum aðgerðum
lengur.
Af þessum sökum var ný reglugerð,
gefin út hinn 15. júlí 1975 um útfærslu
íslensku fiskveiðimarkanna I 200 sjó-
mílur. Þar sem fjarlægðin milli Islands
og annarra rikja er minni en 400 sjómíl-
ur, er miðað við miðlínu eða jafnfjar-
lægð. Hinar nýju reglur munu ganga í
gildi hinn 15. október 1975. Jafnframt er
unnið að áætlun um vísindalega stjórn-
un og mun hún fela i sér miklar tak-
markanir fyrir Islenska fiskveiðiflotann
jafnvel eftir að veiðum erlendra fiski-
manna er lokið. Tilgangur áætlunar-
innar er að tryggja hámarksafla til lang-
frama undir vísindalegri stjórn. Er þar
um að ræða algera endurskoðun á fyrri
stjórnunaráætlunum, sem hingað til
hafa alltaf orðið fyrir barðinu á þvi, að
erlendar veiðar trufluðu stjórnunina.
Stjórnunaráætlun þessi verður byggð á
visindalegum verndarsjónarmiðum.
Þær ráðstafanir, sem rikisstjórn Is-
lands hefur gert eru í samræmi við þá
samstöðu, sem fram hefur komið á Haf-
réttarráðstefnunni þess efnis að strand-
rikið geti ákveðið leyfilegan hámarks-
afla innan 200 mílna fjarlægðar og
einnig ákveðið möguleika sina til að hag-
nýta hann. Þar sem strandríkið hefur
ekki möguleika á að hagnýta leyfilegan
hámarksafla að öllu leyti á það að gefa
öðrum rikjum aðgang að því sem um-
fram er. Þessar meginreglur, sem fram
koma I 50. og 51. grein annars kafla
heildarfrumvarpsins frá ráðstefnunni,
njóta örugglega stuðnings yfirgnæfandi
meirihluta þeirra ríkja, sem þátt taka í
störfum Hafréttarráðstefnunnar.
Það er auðvitað einnig ljóst, að sum
ríki berjast enn gegn þeirri lausn sem
nú var lýst, þar sem þeim mundi henta
að halda áfram fyrri stefnu sinni og
senda stóra togaraflota til þess að hag-
nýta sér fiskimið annarra þjóða án
þeirra samþykkis. En nú er tími til þess
kominn, að horfast í augu við þá stað-
reynd að yfirgnæfandi meirihluti
rikjanna í hinu alþjóðlega samfélagi er
andvígur slíku hátterni og að það kerfi,
sem það er byggt á er úrelt og algjörlega
óaðgengilegt fyrir þær þjóðir, sem ríki
þau er fiskveiðar stunda á fjarlægum
miðum vilja svifta auðlindum með þess-
um hætti. I stað þess að berjast gegn
hugtakinu um efnahagslögsögu, ættu
þessi riki að láta sér nægja, ef þau þurfa
ekki að greiða skaðabætur fyrir þau
geysilegu auðævi, sem þau hafa tekið úr
þessum auðlindum hingað til. Að þvf er
mitt land varðar, hafa þessar úreltu
aðfarir oft áður stofnað efnahagslegri
afkomu okkar í hættu og við getum ekki
þolað slikar aðgerðir lengur.
andvíg þvi, að veita sanngjarna aðlögun
til bráðabirgða til þess að koma í veg
fyrir efnahagslega örðugleika erlendra
fiskimanna, en þá verður að hafa í huga
tvær mikilsverðar forsendur. Annars
vegar er það, að stefna okkar í þessum
málum hefur verið alkunna i nærri því
30 ár og getur ekki komið neinum að
óvörum — allra sist þeim þjóðum, sem
erlendir fiskimenn á okkar miðum eru
frá. Og hins vegar, munum við ekki láta
undan efnahagslegum þrýstingi svo sem
þeim, sem okkur hefur verið sýndur af
Sambandslýðveldinu Þýskalandi og hef-
ur lýst sér í löndunarbanni fyrir íslenska
togara i þýskum höfnum og í þvf að
koma i veg fyrir að tollalækkanir i Efna-
hagsbandalaginu kæmu til fram-
kvæmda.
Við væntum þess, að hinar nýju reglur
okkar verði virtar af öllum þeim sem
hlut eiga að máli og að okkur muni
auðnast að nota auðlindir okkar í sam-
ræmi við þær meginreglur, sem hafa
stuðning yfirgnæfandi meirihluta á Haf-
réttarráðstefnunni.
Þetta er það sem við ætlum að gera og
þetta er það sem við munum gera.
Því hefur verið haldið fram af sumum
aðilum að rikisstjórn íslands hefði átt að
bíða eftir þvi að störfum Hafréttarráð-
stefnunnar yrði lokié og að störf ráð-
stefnunnar verði torveldari viðfangs
vegna þess að ráðstöfunum þessum var
ekki frestað. Ríkisstjórn tslands er ekki
sammála þessu sjónarmiði. Þvert á móti
hefur ríkisstjórn Islands með þvi að
halda í heiðri þær meginreglur, sem
njóta yfirgnæfandi stuðnings á ráðstefn-
unni lagt áherslu á virðingu sína fyrir
ráðstefnunni og við erum sannfærðir
um, að ráðstafanir okkar og sambæri-
legar ráðstafanir af hálfu annarra ríkja
munu ekki hefta störf ráðstefnunnar
heldur stuðla að árangri i störfum
hennar í náinni framtið.