Morgunblaðið - 11.10.1975, Page 3

Morgunblaðið - 11.10.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTOBER 1975 3 „EF ég hefði verið spurður f upphafi hvaða fiugvélategund Landheigisgæzlan ætti að kaupa, þá hefði ég hiklaust valið Orion- eða Neptune- flugvél, sem sérstaklega eru byggðar til eftirlitsflugs yfir sjó. Hins vegar er Fokker friendship vélin einnig mjög gðð, og mikiu betri en þær smá- vélar, sem margir hafa rætt um,“ sagði Guðmundur Kjærnested, skipherra á Ægi, f samtali við Mbl. í gær, en þá var haidinn blaðamannafundur um borð í varðskipinu Tý í til- efni af útfærslu fiskveiðilög- sögunnar f 200 mílur eftir f jóra daga. Guðmundur sagði, að sér og öðrum skipheiTum landhelgis- gæzlunnar þættu íslenzku fjöl- miðlarnir ekki eins jákvæðir nú og þegar fært var út í 50 mílur árið 1972. Hann tók fram, að Beechcraft-vél eins og sumir vildu að yrði keypt, gæti hreint ekki borið öll þau tæki, sem þyrfti að hafa um boð í flugvél- um Landhelgisgæzlunnar, en sjálfur á Guðmundur yfir 2000 flugtíma að baki sem skipherra á Landhelgisgæzluflugvélun- um. Sagði Guðmundur, að um boð í gæzluflugvél þyrftu að vera öflug fjarskiptatæki, sem mörg væru þung, góður kastari þyrfti að vera á vélinni, en hann væri reyndar ekki kominn á SÚ, þá þyrfti að hafa margskonar siglingatæki eins og Loran-C um borð, ýmiss konar björgunar- tæki, svo sem gúmmíbáta, sem kasta mætti útbyrðis. Þá hefði notagildi litlu vélanna komið vel í ljós í Sjöstjörnuslysinu; þær hefðu að vísu náð að fljúga út yfir hafið í þeim slæmu veðrum er þá geisuðu, en síðan orðið að fljúga fljótlega til lands, en stóru vélarnir eins og Fokkerinn og Orion-vélarnar frá Varnarliðinu hefðu ávallt getað verið á lofti. OtUMN 5rtin» Þannig lftur myndin út á skerminum. Miðpunkturinn er Ægir, en hringirnir sýna skip á ferð og hver stefna þeirra er. Guðmundur Kjærnested skipherra t.h. og Jón Steindórsson, yfirloftskeytamaður við nýja tækið um borð f Tý f gær. Ljósm. Mbl.: RAX. Nýtt hjálpartæki um borð í Tý: Jlefði helzt viljað Orion-eða Neptunevél í gœzlmtarfið ’ segir Guðmundur Kjærnested Um borð í Tý var kynnt nýtt tæki fyrir blaðamönnum. Er það svonefndur „anti- Collision-radar" en þetta tæki reiknar út hraða stefnu og yfir- leitt allar hreyfingar skipa innan 24ra sjómílna radiuss. Þetta nýja tæki, sem var tekið i notkun í sl. viku, er frá Sperry- verksmiðjunni og er tengt við annan radar skipsins, sem er frá sama fyrirtæki. Tækið, sem er tölvustýrt, er ætlað til þess að hjálpa skipum við að forðast árekstra og koma útreikningar þess fram á myndskermi á ör- skammri stundu. — Að sögn Guðmundar Kjærnested reynd- ist þetta tæki vel s.l. laugardag, er Týr skar á báða togvíra v- þýzks togara úti af Reykjanesi. Týr kom þar að sex v-þýzkum togurum, er þar voru að veið- um. Gátu skipverjar Týs strax séð á tækinu hvaða togarar voru að hifa vörpuna, eða búnir að því. Tækið sýndi, að einn togari sá sem lengst var í burtu, var enn með vörpuna í sjó, og tókst þeim því að skera á hana. Svona útreikninga geta skip- stjórnarmenn reyndar gert, en það tekur það Iangan tíma að togarasjómenn gætu fyrir löngu verið búnir að taka vörp- una inn, áður en komið væri að togaranum. Fram til þessa hafa varðskipin yfirleitt haldið að fremsta skipinu, eða því skipi, sem talið er líklegt að enn sé með vörpu úti, án þess að vera fullvissir um það, Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði i gær, að á meðan Týr hefði verið í byggingu hefðu þeir fregnað af þessu nýja tæki frá Sperry. Þeir hefðu strax sýnt þessu áhuga, enda kæmi tækið að ómetanlegu gagni I dimmviðri. Hann hefði lagt til að tækið yrði keypt og verð þess fellt í sjálft skipsverðið og hefði það verið samþykkt. Það hefði ekki verið tilbúið er Týr var af- hentur, en sett niður í síðustu viku. Mbl. spurði Pétur Sigurðsson til hvaða aðgerða Landhelgis- gæzlan gripi þegar fiskveiðilög- sagan yrði færð út þann 15. október n.k. Hann sagði; „Það er heill mánuður til stefnu gagnvart Bretum, sví samning- urinn við þá rennur ekki út fyrr en 13. nóvember n.k. Hins vegar munum við sem fyrr kljást við V-Þjóðverja eftir beztu getu, en annarra þjóða skip eru mjög lítið á Islands- miðum á þessum árstíma.“ Þá var Pétur spurður að því, hvort ekki kæmi til greina að varðskipin brenndu svartolíu I stað gasolíu. Hann sagði, að ekkert mælti á móti því að vél- arnar i t.d. Ægi og Tý brenndu svartolíu, enda verið valdar með tilliti til þess á sínum tima. Hins vegar hefðu sérfræðingar MAN-verksmiðjanna bent á, að notkun varðskipanna væri þannig, að svartoliunotkun hentaði ekki, og þyrftu varð- skipin því að vera með tvenns konar olíu um borð. Siglingar varðskipanna væru yfirleitt frekar rykkjóttar. Siglt væri á fullri ferð i smátima, en svo jafnvel látið reka. Til þessa hentaði svartolían ekki, hún væri aftur á móti góð, þegar siglt væri undir jöfnu álagi í langan tima, eins og á milli landa. Skip eins og Týr og Ægir brenndu að sjálfsögðu nokkuð miklu af olíu, árið 1969 hefði olíunotkun Ægis verið 886 þús. lítrar, en árið 1973 eyddi skipið 1.378 þús. lítrum, en þá hafði skipið mörgum stórverkum að sinna. Pétur sagði, að íslenzka ríkis- útvarpið þyrfti nauðsynlega að gera eitthvað fyrir íslenzka sjó- mannastétt. Sjónvarpið sæist þvi sem næst aldrei á kvöldin og á mörgltm stöðum úti fyrir landinu heyrðist ekki heldur í Framhald á bls. 31 Mynd nr. 1: Aldursforseti Guðlaugur Gisla- son í forsetastól. Honum á hægri hönd Ellert B. Sehram. Til vinstri fjórir ráðherranna (talið frá hægri): Geir Hall- grímsson, forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, Gunnar Thor- oddsen, félagsmálaráðherra, og Einar Agústsson, utanrikisráð- herra. Mynd nr. 2: Ungir þingmenn til hægri og vinstri. Vinstri þingmaðurinn (til hægri á myndinni) er Vil- borg Harðardóttir, sem var sá eini mættra þingmanna, sem ekki hefur áður setið á þingi. Til vinstri á myndinni er (hægri) — þingmaðurinn Guð- mundur Garðarsson. A milli þeirra er gamalreyndur þing- Svipmyndir frá setn- ingu Alþingis í gœr maður, Steinþór Gestsson (sem sést einnig lengst til vinstri á myndinni — spegilmynd—). Mynd nr. 3: Erlendir gestir við þingsetn- ingu: Til vinstri er kinverski sendiherrann ásamt starfs- manni sínum, til hægri sendi- herra Svíþjóðar. Mynd nr. 4: Brosandi mæta þeir erfið- leikunum framundan. Vil- hjálmur Hjálmarsson, mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gísla- son, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, og Sverrir Her- mannsson, 3. þingmaður Aust- firðinga. Lengst til vinstri á myndinni má sjá Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráð- herra, og Garðar Sigurðsson, einn af þingmönnum Sunnlend- inga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.