Morgunblaðið - 11.10.1975, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÖBER 1975
Blues Companíið
og 5 jazznienn
á tónleikum
sér stað í flutningi klassískrar
tónlistar. (Þessi tónlistarstefna
varð einkum þekkt á árunum
milli ’50 og ’60 og er þá nafn
Miles Davis oft haft í huga,
þegar minnst er á hana).
Þarna gaf því að heyra jazz
frá þeim tíma eða öllu heldur
tímabilum, sem meðlimir
Quintetsins öldust upp á, þar
sem þeir lifðu svo sína tón-
listarlegu þróun, sem nú er
aftur löngu stöðnuð.
Með þessari stöðnun hefur
svo nær allt íslenzkt jazzlíf
staðnað.
Lagaval Quintetsins var
nokkuð einhæft og lítil tilþrif í
hljóðfæraleik orsökuðu frekar
flatan eða líflausan og ein-
hæfan tónlistarflutning. Helztu
tilþrifin komu frá Viðari Al-
freðssyni á trompetinn og svo
var hljóðfæraleikur Carls
Möller nokkuð líflegur. En
orgelleikur hans minnti
nokkuð á Jimmy Smith og gaf
tónlist Quintetsins all léttan og
líflegan blæ, sem nokkuð var í
anda áðurnefndrar danstón-
listar.
Seinni hluti programms 5
Jazzmanna hófst svo með lagi
eftir Julian Adderley sem þeir
kynntu. En annars var tónlistin
ekki kynnt þetta kvöld, s.s. lög
og höfundar þeirra, og er þettá
að mínum dómi mjög miður. Að
þessu lagi loknu steig söngkon-
an Linda Walker á sviðið og
söng þarna nokkur Iög alger-
lega óæft með quintetinum.
Þetta atriði gaf kvöldinu ákveð-
ið gildi þrátt fyrir að hún hafði
enga tilburði í frammi og minn-
ir þetta jafnframt nokkuð á
hluti sem eru all algengir á
jazz-klúbbum erlendis.
Blues Companíið skipað
þeim Magnúsi Eirfkssyni
(gítar), Pálma Gunnarssyni
(bassa), (Jlfari Sigmarssyni
(píanó og orgel), Birni Björns-
syni trommur) og svo Helga
Guðmundssyni (munnhörpu)
var eins og fyrr segir annar
hluti kvöldsins. Leituðust þeir
félagar einkum við að leika
„BIues“ í anda þess er átti sér
stað á meðal hvítra manna á
Bretlandi á árunum milli 1960
og 1970. Tóku þeir sér greini-
lega til fyrirmyndar, eins og
gefur að skilja, kalla eins og
John Mayall, Peter Green
ásamt hljómsveit hans Fleet-
walk Mac. Nokkur Cannedl
Heat áhrif mátti einnig greina
þarna. Hljóðfæraleikur þeirra í
Blues Companíinu var all
þokkalegur nema hvað hann
var frekar ósamstilltur. Munn-1
hörpuleikur Helga Tómassonar
kom mjög sterkur út eða jafn
sterkt og söngur hans var
lélegur og uppfullur af ein-
hverjum gervi blues-
tilfinningum. Sama má segja
um söng Magnúsar.
Að lokum verð ég að láta f
Ijós von mína um áframhald á
slíku tónleikahaldi sem átti sér
stað þetta kvöld. I stað hruns í
byrjun eins og hefur gerzt í
flestum tilfellum sem þessu.
A.J.
Gunnar Ormslev (tenor) og Viðar Alfreðsson (básúnu)
Björn Björnsson (trommur) ogPálmi Gunnarsson (bassa)
Jazzkvöld í þeirri mynd, sem
átti sér stað síðastliðið mánu-
dagskvöld í Víkingasalnum á
Hótel Loftleiðum, verður á
allan hátt að teljast algerlega
nauðsynlegur þáttur í tónlistar-
menningu hérlendis. Sú hug-
sjón, sem vart varð við með
þessu framtaki jazzkiúbbs
Reykjavfkur, er því stórt skref
upp á við úr skammarlegu að-
gerðarleysi hans. Veldur þessu
án efa aukinn áhugi þjóðarinn-
ar á jazztónlist, sem m.a. sást
hve skýrast við heimsókn John
Dankworths og Cleo Lain og
síðar með heimsókn Nord jazz
Quintetsins síðastliðið vor.
Framkvæmd kvöldsins og
skipulagning, s.s. húsnæðisval
stundvísi o.fl. verður að teljast
sérstakt hérlendis. Loforð
klúbbsins um reglulegt tón-
leikahald ásamt heimsóknum
þeirra trompettleikarans Dizzy
Gillespie og svo sænska básúnu-
leikarans Eje Thelin lofa því
góðu um tónlistarlíf á nokkuð
öðru og þróaðra plani en áður
hefur tfðkast hérlendis.
Víkja skal nú lítillega að inni-
haldi þessarar jazzsamkomu,
sem þó flutti ekki nema að
hálfu leyti jazz. Hinn hlutinn
var aftur tileinkaður blues-
inum. Skiptist kvöldið annars í
fernt, þar sem quintetinn 5
Jazzmenn og Blues Companfið
skiptust á að leika. Á slaginu 9
byrjaði svo Quintetinn 5 jazz-
menn að leika sem þeir Viðar
Alfreðsson (trompet og
básúna), Gunnar Ormslev
(tenor saxafónn) Carl Möller
(orgel og píanó), Árni Schev-
ing (bassi) og Guðmundur
Steingrímsson (trommur)
skipa.
Tónlist sú, sem Quintetinn
flutti byggðist einkum upp f
kringum jazz eftirstríðsáranna
og þeirri tónlist, er kom fram í
jazzheiminum á milli áranna
1950 til 1960 ásamt jazzaðri
danstónlist fyrrihluta 7. áratug-
arins. Áhrif „Bas“ og þó
einkum „cool jazzins” voru
greinileg í tónlistarflutningi 5
jazzmanna. „Cool-jazzinn“ svo-
kallaði byggist annars mjög á
all afslöppuðum hljóðfæraleik
sem er mjög í anda þess, er á
Carl Möller
Helgi Tómasson sýndi oft á tfð- j
um fáheyrð tilþrif á munnhörp-1
una.
Pálmi Gunnarsson
Guðmundur Steingrímsson
Magnús Eirfksson var ekki f
eins góðu formi og áður.
(Sv. Þorm.)
EFTIRFARANDI grein birtist
f skólablaði Menntaskólans við
Hamrahlfð f mars á þessu ári og
birtist hér með leyfi höfunda,
sem þó vilja ekki láta nafna
sinna getið. I greininni er
fjállað um kunnan tónlistar-
mann hér á landi, þ.e. Ólaf
Gauk, og ljóð hans brotin til
mergjar.
Þótt f greininni sé eingöngu
fjallað um verk Ólafs Gauks, þá
má þó heimfæra efni hennar á
vel flesta þá er fást við ljóða-
gerð við dægurlög og f rokktón-
list hérlendis.
Bald. J. B.
„Hið hefðbundna Ijóðform er
nú loksins dautt." Þessi orð eru
höfð eftir Steini Steinarr í
tímaritinu Lif og list.
A tíma leit út sem svo væri,
en þó hefur það svo gerst að
einn maður öðrum fremur
hefur gengið fram fyrir skjöldu
og gert þessa hótun að engu.
Maður þessi er alþýðuskáldið
Ólafur Gaukur.
Ekki er furða þó hinn al-
menna lesanda hafi hér rekið í
rogastans að sjá hljómlista-
manninn hljóta titilinn alþýðu-
skáld. Rétt er því að staldra við
sem snöggvast áður en lengra
er haldið og útskýra hvað er átt
við með hugtakinu alþýðu-
skáld.
Hugtakið er fornt. Margir af
ástkærustu mögum þjóðarinnar
hafa hlotið viður-nefnið alþýðu-
skáld. Eru það menn sem hafa
kastað fram fleygum vísum og
ljóðum sem strax hafa náð slík-
um vinsældum að þær hafa
verið lærðar af 'fjöldanum og
hafðar yfir mönnum til ánægju
og yndisauka, þannig að þær
hafa virst sem höfundarlaus
sameign þjóðarinnar.
Slíkur maður er Ólafur Gauk-
ur. A einn hátt sker hann sig þó
algerlega frá fyrirrennurum
sinum. Hann er djarfhuga og
einarður og skirrist ekki við að
troða nýjar brautir. Hann hefur
fært sér i nyt þá tækni sem
nútíma fjölmiðlun hefur upp á
að bjóða. Daglega hljóma ljóð
hans af hljómplötum með ýmis-
konar lögum í ríkisútvarpinu.
Þetta eitt sér væri óhrekjandi
sönnun fyrir ágæti þeirra, þvi
eins og nóbelskáldið hefur bent
á eru ósönghæf ljóð lítils virði.
Enginn vafi er á því að ekk-
ert Ijóðskáld er útbreiddara en
Ólafur Gaukur í dag. Eins og
áður sagði líður ekki sá dagur
án þess að eitthvert verka hans
sé flutt opinberlega. Hér er
ekki nema hálf sagan sögð, því
ótaldir eru þeir sem njóta
THE ALLMAN BROTHERS
BAND-WIN, LOSE OR DRAW
C P 0156 Capricorn Records
Inc.
Allman Brothers hafa nú loks-
ins gefið út nýja plötu og hafið
tónleikahald og þar með kveðið
niður þann orðróm að þeir
væru hættir að leika saman.
Plata þessi var orðin gullplata
fyrir útgáfu, vegna þess hve
mikið hafði selst af henni í fyr-
irframpöntunum. Upphaflega
stóð til að platan héti „Brother
Jam“ en nafninu var síðan
breytt í „Win, Lose Or Draw“.
A plötunni koma fram eftirtald-
irlistamenn:
Gregory L. Allman — söngur,
orgel Clavinet og kassagítar ’
Richard Betts — rafmagns- og
kassagftar
Chuck Leavell — pianó,
sinthesizer og röddun
Lamar Williams — bassi