Morgunblaðið - 11.10.1975, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÖBER 1975
16
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson
Ritstjórar Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6. simi 22 4 80.
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 40.00 kr. eintakið.
Kjarvalsstaðamálið
verður að leysa
Kjarvalsstaðir bera nafn
eins mesta listamanns í
sögu íslenzku þjóðarinnar.
Hann var jákvæður og friðsam-
ur, fórnaði öllu fyrir list sína,
var langt hafinn yfír smámuna-
semi, klíkuskap og flokka-
drætti; örvaði unga myndlistar-
menn og minnti á Matthias
Jochumsson skáld, hvað snerti
víðsýni og húmanistíska
afstöðu til allra hluta. Kjarvals-
hús átti að verða einskonar
afmælisgjöf til listamannsins,
en stendur nú sem minnis-
merki um líf hans og starf,
enda er einn salur hússins að
mestu notaður til að sýna verk
hans.
Það er ekki vansalaust að um
hús, sem tengt er nafni Jó-
hannesar Kjarvals, skuli standa
styrr og ófriður og enginn vafi
að hann hefði lagt sig fram um
að bera sáttarorð á milli
manna, ef hans nyti enn við
En við eigum enn minninguna
um líf hans og jákvæða afstöðu
og við hana er hægt að miða
nú þegar leysa þarf þetta hvim-
leiða deilumál. Kjarval fór ekki
í manngreinarárlit. Hann vildi
að hver maður nyti sín, hlúði
að veikum sprota, enginn var
sá steinn á íslandi eða sú
hraunnibba að hún mætti ekki
hlýju viðmóti listamannsins.
Þar sem aðrir sáu aðeins dauða
og stirðnum, sá hann lif og
von. Hann varði starfsorku
sinni m.a. i það að hvetja landa
sina til að hlú að þessu lífi, gefa
ekki sist gaum veikum gróðri,
sem átti erfitt uppdráttar.
Það var þvi algjörlega í and-
stöðu við Kjarval, viðhorf hans
og viðsýni þegar menn skiptust
í stjórnmálaklíkur, hagsmuna-
klíkur eða listamannaklíkur og
mættu þeir myndlistamenn,
sem staðið hafa fremstir i flokki
í andstöðu við borgaryfirvöld
minnast þess. Sumir þeirra að
minnsta kosti, hafa lagt sig um
of fram um ,,að ráða", hver
skuli vera hin „opinbera"
stefna, ef svo mætti segja. Allt
slíkt var Kjarval. öndvert og
ógeðfellt. Og um þá borgar-
stjórnarmenn, sem vilja ekki
ganga til móts við list og lista-
menn, viðhafði hann orð, sem
enn ættu að glymja þeim i
eyrum: þeir eru naskir þeir
sveitarstjórnarmenn (!) Meiri
fyrirlitningu gat hann ekki sýnt
því fólki, sem ætlaði að kúga
listina undir vald sitt, en þetta
vald hefur á öllum timum birzt i
ýmsum myndum og Kjarval
kynntist því sjálfur, að sveitar-
stjórnarmenn settu undurfagra
altaristöflu eftir sjálfan hann
upp á kirkjuloft, gleymdu
henni þar og týndu. Hinir
nösku sveitarstjórnarmenn
ættu að minnast þess að gagn-
vart listinni munu þeir aldrei
hafa síðasta orðið Mikil list er
eitt hið fáa, sem stenzt tímans
tönn.
Hinir striðandi aðilar, sem nú
takast á um Kjarvalsstaði, ættu
að slíðra sverð sín. Slik átök
um hús, sem ber nafn Jóhann-
esar Kjarvals, bera vott um
virðingarleysi fyrir lífsstarfi
hans og lifsafstöðu allri. Það er
enginn að tala um að afhenda
listkliku eða hagsmunahópum
Kjarvalsstaði; Það er enginn að
tala um að afsala borginni nein-
um rétti. Hér er einungis verið
að reyna að benda á, að borg-
arstjórnarmenn og myndlistar-
menn hafa þá skyldu við minn-
ingu Jóhannesar Kjarvals,
markmið hans og megintil-
gang, að koma sér saman um
starfsemi þess húss, sem reist
er honum og list hans til heið-
urs. Ef allir leggjast á eitt, er
vandalaust að finna leið til úr-
lausnar, svo að flestir sæmilega
vel gerðir menn geti vel við
unað.
Ofstækismenn leysa aldrei
neinn vanda, enda hefur ís-
lenzkt þjóðfélag aldrei kallað
þá til að leysa neinn vanda,
þegar nauðsyn hefur krafið.
Sagt er að ekki eigi að „af-
henda" Kjarvalshús þeim sem
öfgafyllstir eru meðal lista-
manna í afstöðunni til Kjarvals-
staða. En menn skyldu muna
að öfgar, sem sumir kalla, geta
stundum verið hugsjón. Milli
hugsjóna og öfga er oft og
einatt svo lítið bil, að menn
greina þar stundum ekki á
milli.
Reykjavíkurborg skiptir sér
ekki af verkefnavali Leikfélags
Reykjavíkur. Samt á hún aðild
að Starfsemi félagsins. Engum
dettur í hug að hún eigi að
ritskoða þau verk, sem flutt eru
í Iðnó. íslenzka ríkið starfrækir
Þjóðleikhúsið, þar er Þjóðleik-
húsráð sem allmjög er komið til
ára sinna, og sitja i þvi m.a.
fulltrúar stjórnmálaflokka. Eng-
um dettur í hug að ríkið eigi að
ritskoða þau verk, sem þar eru
flutt, eða hvernig þau eru leik-
in. Svipað mætti segja um Sin-
fóníuhljómsveitina og listrænt
efni sjónvarps og útvarps.
Það skal játað að listamenn,
hvorki leikritahöfundar né
starfsmenn leikhúsanna,
stjórna verkefnavali þeirra, né
heldur sitja listamenn einir í
útvarpsráði og ákveða listrænt
efni þess.
Listamenn eru stundum sér-
lundaðir einstefnumenn og
þeim er því ekki síður en öðrum
nauðsynlegt að njóta hollra
ráða samborgara sinna. Þannig
er engin ástæða til að lista-
menn einir stjórni eða taki við
Kjarvalsstöðum. En þeir eiga
að hafa þar sterkan ihlutunar-
rétt, eins og í öðrum stofnun-
um ríkis og borgar, þar sem
listrænt efni er flutt. Það hljóta
allir góðviljaðir menn að geta
sameinast um. Fordæmin eru
mörg og má taka mið af þeim
öllum til að finna þá leið, sem
hentugust er Kjarvalsstöðum
bæði frá listrænu og hag-
kvæmu sjónarmiði. Kjarval rak
aldrei útilokunarstefnu, en
hann gerði miklar kröfur til list-
arinnar. í þeim anda ætti einn-
ig að reka Kjarvalsstaði.
Nú hafa nokkrir borgarar úr
ýmsum áttum skorað á borgar-
stjóra að sætta hin stríðandi
öfl, svo að Kjarvalsstaðir megi
njóta þeirrar reisnar, sem að
var stefnt; að þeir rísi úr þeirri
niðurlægingu sem verið hefur.
Einn helsti forystumaður
þeirra, sem skrifuðu undir
áskorunina til borgarstjóra, er
Ragnar Jónsson í Smára, enda
hefur hann öðrum fremur haft
forystu um listræn og menn-
ingarleg efni á íslandi um
nokkra áratugi. Hann nýtur
virðingar allra listamanna. Og
borgarbúar meta störf hans og
þakka, því að allir njóta þeir
einhvers góðs af lífi hans og
starfi. Ásamt borgarstjóranum í
Reykjavik, Birgi ísleifi Gunnars-
syni, ætti hann að geta leyst
þetta leiðindamál. Morgun-
blaðið treystir engum betur til
að finna lausn á Kjarvalsstaða-
málinu en borgarstjóra með
Ragnari í Smára.
Við það verður ekki unað
lengur að reynt sé að leysa
þetta mál, það verður að leysa
það. Takið iiöndum saman um
það, þið borgarstjórnarmenn
og þið listamenn sem viljið
halda miriningu Kjarvals á loft
— og eflið m.a. á þann hátt
listrænt starf á íslandi um alla
framtíð!
éStíí, THE OBSERVER THE OBSERVER iStís,
Eftir
Keith Brown
Andi Chiang
Kai-sheks
alls ráöandi á Formósu
iHkfc. THE OBSERVER THE OBSERVER
Chiang Kai-Shek
allverulega. I stað 9.000 her-
manna eru nú aðeins 2.800 á
Taiwan og auk þess hefur
tveimur meginflugflotastöðv-
um á eyjunni verið lokað. Svo
virðist sem Ching hafi heppnazt
að fá Bandaríkjamenn ofan af
því að draga enn úr herstyrk
sínum á Taiwan á þeirri for-
sendu, að það myndi veikja
mjög stöðu þeirra í Asíu. Sér-
fræðingar í öryggismálum í
Washington hafa ráðlagt þing-
inu að viðhalda núverandi her-
styrk á Taiwan.
En þetta hefur lítt orðið til
þess að auka vinsældir Chíangs
meðal atvinnuleysingja, en
Taipei
Fyrir tæplega hálfu ári eða 5.
apríl 1975 safnaðist Chiang Kai-
shek hershöfðingi til feðra
sinna', en andi hans svífur ekki
aðeins yfir vötnum á Taiwan
(Formósu) heldur er engu
líkara en að hann sé ennþá alls
ráðandi. Framan við hina
glæstu þinghúsbyggingu hafa
götusalar á boðstólum mjög
fegraðar Iitmyndir af
„Gímónum“ eins og hann var
kallaður, en innandyra er allt I
sama horfi um stjórn landsins,
þar sem sonur hershöfðingjans,
Ching Ching-kuo, fetar dyggi-
lega I fótspor hans.
Ching heldur ákveðið I þá
bjargföstu kenningu föður síns,
að Taiwan sé undir umsátri frá
meginlandi Kína. Á opinberum
byggingum eru enn skýr fyrir-
mæli um, hvernig bregðast
skuli við, ef til loftárásar komi,
og gistihús og skrifstofubygg-
ingar hafa sérstakan neyðar-
ljósaútbúnað. En millistéttin í
borgum, sem fer ört vaxandi,
lætur sífellt meira I Ijós
óánægju með „kaldastriðs-
stefnu“ ríkisstjórnarinnar.
„Við áttum ekki von á skyndi-
legum endurbótum eftir 28 ára
einræði Gímós," segir mennta-
skólakennari I Taipei, „en stað-
reyndin er hins vegar sú, að
ástandið hefur versnað eftir
valdatöku sonar hans.“ Ef
slíkar yfirlýsingar væru gefnar
á opinberum vettvangi, yrði
viðkomandi tafarlaust hneppt-
ur í fangelsi, en þó mælir
kennarinn fyrir munn margra,
og slíkum skoðunum vex ört
fylgi. Ástæðan virðist fremur
vera af efnahagslegum toga
spunninn en stjórnmálalegum,
því að sl. ár hefur ríkið orðið
fyrir miklum efnahagslegum
skakkaföllum, markaðir fyrir
útflutningsvarning þess hafa
dregizt saman, og atvinnuleysi
færzt í vöxt.
Þegar Ching Ching-kuo kom
til valda hét hann „athöfnum
en ekki orðurn" til að greiða
fram úr vanda þjóðarinnar. En
hann hjakkar samt I sama far-
inu og faðir hans, og á umliðn-
um 5 mánuðum hefur meira
verið af ummælum en umbót-
um af opinberri hálfu. Ching er
65 ára að aldri, og forseti lands-
ins, Yen Chai-kan, er sjötugur.
Eru þeir síðustu stjórnmála-
mennirnir af gamla skólanum á
Taiwan, og andstæðingar
þeirra fullyrða, að ósveigjanleg
afstaða þeirra í garð Inverska
alþýðulýðveldisins hafi haft
skaðvænlegar afleiðingar fyrir
landið í ljósi þess, hve Kínverj-
um hefur orðið vel ágengt við
að áfla sér viðurkenningar og
stjórnmálatengsla að undan-
förnu.
Helztu tilburðir Chings á
stjórnmálasviðinu hafa að
undanförnu beinzt að hernaðar-
stefnu Bandaríkjanna. Allt frá
því að Douglas MacArthur hers-
höfðingi kallaði Taiwan
„ósökkvandi flugmóðurskip"
hafa Bandarfkjamenn haft öfl-
ugt herlið á eyjunni. En frá
lokum Víetnamstríðsins hafa
þeir fækkað í herafla sfnum
þeim fer sífjölgandi. Árið 1973
var vöruskiptajöfnuður Taiwan
hagstæður um 690 milljónir
Bandaríkjadollara, en fljótt tók
að síga á ógæfuhliðina, þannig
að árið 1974 varð hann óhag-
stæður um 1.300 milljónir
dollara. Engar horfur eru á, að
ástandið Iagist á þessu ári.
Verksmiðjur hafa þurft að
draga saman seglin og fækka
við sig vinnuafli sem nemur
um 50%, og f skýrslu, sem ný-
lega var birt kom fram, að 54%
þeirra 225.000 manna, sem luku
háskólanámi á sl. ári, hafi enga
atvinnu fengið.
Stjórnvöld Taiwan viður- ■
kenna, að þróun efnahagsmála
í heiminum eigi sinn stóra þátt
í því, hvernig komið sé, þar sem
landið eigi mjög mikið und-
ir hagstæðum útflutningi,
en 40% þjóðarframleiðsl-
unnar fer til útflutnings.
Samt sem áður hefur rfk-
isstjórnin látið í það skfna,
að niðurrifsstarfsemi komm-
únista geti einnig legið að
baki efnahagsörðugleikum
landsins. Sun Yun-suan efna-
hagsmálaráðherra varaði Kin-
verja nýlega við því að stuðla
að auknum innflutningsbanni á
vörum frá Taiwan með því að
notfæra sér þau áhrif sem þeir
hafa nýlega öðlazt I Banda-
ríkjunum, Efnahagsbandalags-
löndunum og í Asíu.
Taiwanbúar bera mikla kvíð-
boga fyrir því, að Kinverjum
takist að beita áhrifum sfnum á
þennan hátt. Þeim hefur hing-
að til tekizt að halda ágætum
óformlegum samskiptum við
þessi ríki,- sem slitu beinu
stjórnmálasambandi við þá, er
þau viðurkenndu Kínverska al-
þýðulýðveldið. Þegar Filippsey-
ingar og Kínverjar tóku upp
formlegt stjórnmálasamband
fyrir skömmu og sendiherra
Taiwan var kvaddur heim, var
annar sendifulltrúi frá Taiwan
skipaður í embætti forstjóra
Efnahags- og Menningarmið-
stöðvar Kyrrahafslanda, en það
er viðskiptasamband við
Taiwan og gegnir næstum því
sama hlutverki og gamla sendi-
ráðið. Svipað varð uppi á ten-
ingnum í Japan, sem hefur haft
mikil viðskipti við Taiwan og
mörg japönsk fyrirtæki, sem nú
skipta við Kínverska alþýðulýð
veldið, halda enn uppi starf-
semi í Taiwan, enda þótt hljótt
sé um það.
En andstæðingar Chiangs
segja, að Taiwan sem telur um
14 milljónir íbúa, eigi á hættu
að einangrast í stöðugt rfkara
mæli, ef ekki verði gerðar
meiriháttar breytingar á stjórn-
arfari og í millirfkjasamskipt-
um landsins. Það gæti haft í för
með sér enn vaxandi efnahags-
öruðleika, sem kynnt gætu
undir vaxandi óánægju. En
Chiang sýnir engin merki þess
að hann ætli að hverfa frá völd-
um, né heldur að hann hyggist
söðla um og Jiverfa frá stjórnar-
stefnu föður sfns.