Morgunblaðið - 11.10.1975, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1975
Þjóðleikhúsið:
Gestaleikur
□ Ladislav Fialka LÁTBRAGÐS-
LEIKFLOKKUR
□ ÐIVALLO NA ZABRADLl
Leikhúsið á grindverkinu
Q Leikstjóri, höfundur og aðal-
leikari: Ladislav Fialka
□ Tónlist: Zdenek Sikola
□ Leikmynd: Libor Fára, Boris
Soukup og Ladislav Fialka
Q Búningar: Mirka Kovarova.
Leikir án oröa
S.l. þriðjudagskvöld gafst okk-
ur kostur á að sjá í Þjóðleikhús-
inu tékkneska látbragðsleikflokk-
inn Leikhúsið á grindverkiriu sem
hér er í heimsókn og mikið orð fer
af. Er þetta ánægjuleg og þörf
tilbreyting í leikhúslífinu og
‘.'iiikill fengur að þessari sýningu,
það þeim mun fremur sem hér er
málið enginn þröskuldur.
Ekki skal ég hér hætta mér út á
þann hála ís að ræða uppruna
leiklistar, en fullvist má telja að
hún eigi rætur sínar að rekja til
helgí- og útfararsiða og styðja
kynni okkar af svokölluðum
frumstæðum þjóðum í Afríku og
vfðar þá skoðun. Látbragðsleikur
í einhverri mynd er sannanlega
ævaforn, — og allsendis óvíst að í
upphafi hafi verið orðið —, og
vísast að hann sé það form leik-
listar sem rekja megi óslitið til
grárrar forneskju, tengslin hafi
aldrei rofnað a.m.k., allt til
renessanstímans. Frá falli róma-
veldis til krossferðatímabilsins er
hann eina form leiklistar bæði í
Býzans og á Vesturlöndum, ef hið
lítúrgíska drama kirkjunnar er
undanskilið. Traustar heimildir
eru til um jongleurs og
menestrels á miðöldum sem jöfn-
um höndum söngluðu (?) hetju-
kvæði og sýndu listir sínar. Og
var ekki Béroul sá sem orti um
Tristan og Isól jongleur? Og
vísast er að þeir píparar, fiðlarar
og „leikarar bleikir" „og aðrir
kauðar með „skrípalát" og
„blásna hváfta“ sem þeir Einar
Skúlason og Máni skáld amast
sem mest við á 12. öld hafi verið í
ætt við þá. Og ekki má gleyma
Commedía dell’arte né aust-
urlenskri leiklist þar sem lát-
bragðsleikur er mjög fyrirferðar-
mikill; né heldur sirkustrúðun-
um, en þetta er orðinn langur
inngangur.
Eins og áður getur fer mikið orð
af þessum leikflokki og eftir-
væntingin því mikil. Þegar mönn-
um er þannig innanbrjósts, er
alltaf hætt við að vonbrigði verði
einhver. Þessari sýningu er skipt
í tvo þætti (hér er einungis fjall-
að um Leiki án orða en ekki hitt
prógrammið, Æfingar — Upp-
götvanir). Þeim fyrri er skipt í
sex atriði sem ætlað er að sýna
okkur hvers nútímalátbragðslist
er megnug, tæknilega og listrænt.
I þessum þætti og raunar sýning-
unni allri eru áhrif Marcel
Marceau auðsæ og ekkert við því
að segja, enda mun hann hafa
starfað talsvert með leikflokkn-
um. Er ýmist um að ræða atriði
þar sem sýnd er undirstöðutækni
látbragðsleiks (Suprematic),
gamansöm atriði þar sem við
kynnumst túlkunarmöguleikum
listarinnar (Dolce Vita, Hljóm-
léikar) og loks líkamlega tjáningu
á afstrakt hugmyndum (Upprétt
líf, Ummyndanir, Líf mannsins)
Gísli Gunnarsson:
Að meta gróða einok-
unarverzlunarinnar
í Morgunblaðinu 18. sept. sl.
birtist grein eftir Jón Kristvin
Margeirsson undir fyrirsögninni
„Einokunargróði á 18. öld“. Til-
efni greinarinnar virðist vera við-
tal er birtist við mig í Þjóðviljan-
~~ um í ágústmánuði. Hvergi kemur
fram í grein Jóns, að hann sé
Æflótfallinn nokkru sem í viðtalinu
við mig stóð. Hins vegar vill hann
benda á að fleiri en ég hafi feng-
ist við það viðfangsefni að kanna
gróða einokunarkaupmanna fyrr
á tímum og bendir þar einkum á
sjálfan sig og Jón Aðils. Er það
lofsvert. Verður til dæmis seint of
oft minnzt á hið merka verk Jóns
Aðils um einokunarverzlunina.
Um verk Jóns Kristvins Margeirs-
sonar get ég hins vegar í heild
ekki rætt um, því að það hefur
ekki enn þá birzt á prenti. Hið
litla sem Jón birtir af rannsókn-
um sínum um Hörmangara í áður-
nefndri Morgunblaðsgrein hef ég
hins vegar ýmislegt við að athuga.
En áður vil ég skýra almennt frá
því í hverju rannsóknir mínar á
gróða einokunarverzlunar eink-
um felast; þetta kemur skýrt
fram í áðurnefndu Þjóðviljavió-
tali en hvergi fram í frásögn Jóns
af viðtalinu.
I
Næstum allt tímabil einokunar-
verzlunarínnar á íslandi var verð-
lag ákveðið með konunglegum til-
skipunum (1619—1787). Athug-
un á þeim fjórum verðlagsskrám,
sem giltu mestallt einokunartfma-
bilið (sú fimmta gilti aðeins í eitt
ár, 1787), sýnir að hlutfallslegt
verð hinnar ýmsu vöru hélzt næst-
um óbreytt allt tímabilið (Verð-
lagsskráin 1684, sem gilti
^685—1702, hróflaði örlítið við
þessum stöðugleika). Breytingin
frá fiskireikningi til peninga-
reiknings 1776 hafði þannig mjög
lítil áhrif á hlutfallslegt verð
vörutegunda.
Samtímis þessu voru miklar
verðsveiflur erlendis. Kaupmenn
þurftu eitt árið ef til vill að greiða
tvöfalt hærra verð fyrir rúgtunn-
- una, sem þeir fluttu til Islands, en
árið áður og fengu e.t.v. helmingi
lægra verð fyrir skippundið af
skreið, sem þeir fluttu frá íslandi.
Þar sem verð hélzt óbreytt á Is-
landi versnuðu viðskiptakjör
kaupmanna þannig ferfalt á einu
ári.
Hugsanlegur gróði af ein-
okunarverzluninni var því fyrst
og fremst afleiðing af hlutfalls-
legu verði vöru fluttar til íslands
og frá Islandi á mörkuðum
Evrópu. Því lægri sem innflutta
varan var í verði og því hærri sem
útflutta varan var, þeim mun
meiri voru gróðalíkur kaup-
manna.
Það hvíldi skylda á kaupmönn-
um að láta skip sigla til íslands
hverjar sem aðstæður voru. Þeir
gátu hins vegar að mestu leyti
ráðiö samsetningu farmsins. Væri
rúgur mjög ódýr í verði var freist-
andi að hlaða skipið með sem
flestum rúgtunnum og takmarka
um leið innflutning annarrar
vöru eins og timburs og járns.
Einokunaraðstaðan á íslandi
tryggði að tiltölulega auðvelt var
að koma þeim vörum út, sem
fluttar voru til landsins. Þetta
virðast t.d. Hörmangarar mjög
hafa notfært sér, en mest allt
verzlunartímabil þeirra var verð
á rúgi mjög lágt. Þegar rúgverð
hækkaði skyndilega 1754—55 (og
hélzt hátt I mörg ár) höfðu nýjar
neyzluvenjur með tilliti til korn-
vöru skapazt þannig að sam-
dráttur í korninnflutningi varð
mjög óvinsæll meðal Islendinga
og konungur greip inn í með til-
skipunum (og Hörmangarar stór-
töpuðu). — Engin tilviljun er að
samtímis miklum rúginnflutningi
bárust mörg klögumál um skort á
góðu timbri, járni og hampi.
Þessu næst fóru kaupmenn að
kvarta um, að íslendingar seldu
þeim ekki nógu mikið af skreið
eða „að þeir nenntu ekki að
stunda sjóinn".
— Hér að framan hef ég lýst
mikilvægum hluta rannsókna
minna á einokunargróða, —
athugunum á hlutfallslegu verði
innflutnings- og útflutningsvöru.
Á meðfylgjandi línuriti gef ég
sýnishorn af þessum athugunum;
— um hlutfallslegt verð skreiðar
og rúgs á markaðstorgum Kaup-
mannahafnar 1750—59. (Mjög
góð samsvörun er á verði þessu og
innkaups- og útsöluverði á rúgi og
skreið í verzlunarbókum ein-
okunarkaupmanna; er fylgnin
venjulega meir en 90%).
Marga aðra þætti einokunar-
verzlunar en verðlag þarf að at-
huga til að kanna hugsanlegan
gróða og yrði of langt mál að lýsa
þeim hér. Viðvikjandi bókhalds-
niðurstöðum kaupmanna sjálfra
er það að segja að hæpið er að
treysta þeim án þess að kanna um
leið aðra þætti; — verður betur
vikið að þessu á eftir. Hins vegar
hafa bókhaldsniðurstöður gott
1750 51 52 53 54 55 56 57 58 59
Hlutfallslegt verð skreið/rúgur. Ársmeðaltöl. Vfsitala (meðaltal
1723—1800 = 100). Verð á markaðstorgum Kaupmannahafnar. — Þvl
hærra sem Iínan fer, þeim mun hagstæðara fyrir kaupmenn. —
Verðbreytingar stafa fyrst og fremst af sveiflum f rúgverði.
Lelkllst
eftir EMIL
H. EYJÓLFSSON
og verð ég að árétta það sem ég
hef áður sagt i dómi hér að alltaf
er ég efins f að það megi takast
svo vel fari. Til þess þarf sterka
trúarhefð eða mikla list og er ekki
Marcel Marceau hver sem vera
vill. I þessum þætti öllum kemur
vel fram frábær agi og tækni leik-
flokksins og er það tvímælalaust
aðal hans. Listræn tjáning fannst
mér ekki standa tækninni jafn-
fætis, það var eins og rétt skorti á
herslumuninn, skrefið væri ekki
stigið til fulls.
Síðari þáttur sýningarinnar er
byggður á verkum eftir Eugéne
Ionesco og Samuel Beckett og er
að mörgu leyti nýstárlegri og for-
vitnilegri, þó að misjafnlega
takist til. T.d. finnst mér talsvert
skorta á túlkun Leigjandans eftir
Ionesco, við finnum ekki fyrir
þeim fáránleik, tómleika og inni-
haldsleysi sem svo skýrt kemur
fram í leikritinu. Hápunktur
sýningarinnar er tvfmælalaust
Leikir án orða, tilbrigði við hug-
myndir eftir Beckett, enda ef-
Gfsli Gunnarsson
samanburðargildi við athuganir á
verðlagsþróuninni.
II
Bókhald verzlunarfélaga á 18.
öld var á ýmsan hátt frábrugðið
bókhaldi fyrirtækja í dag. —
Færðar voru ýmsar sjóðsbækur,
sem áttu að gefa yfirlit um hvað
kom í sjóð og hvað var þaðan
greitt. Meðal annars á grundvelli
sjóðsbóka, en einnig á grundvelli
annara heimilda sem nú virðast
að mestu leyti glataðar, voru
færðir sérstakir reikningar um
hina margvíslegu starfsemi
félagsins í svokallaða
„Hovedbog”. Ægði þar mörgu
saman; reikningum viðskipta-
vina, reikningum erindreka
félagsins víða um heim, reikning-
um um innkeyptar vörur (til Is-
lands) o.fl. Úr einstökum reikn-
ingum var venjulega reiknað tap
eða gróði og niðurstaðan færð á
sérstakan „tap og gróða reikn-
ing“. Sá reikningur var gerður
upp eftir hvert reikningsár og sú
niðurstaða færð á reikninginn
„Compagniets Avancerede
Fond“. Þar var m.a. skýrt frá út-
hlutun arðs og aukningu eða
minnkun hlutafjár. En þar var
ekki gerð grein fyrir eignum
félagsins. Efnahagsreikningur
eins og hann þekkist f dag var
ekki til. Ýmis hugtök eins og fyrn-
ing voru ekki til.
„Efnahagsreikningur" 18.
aldar, „Compagniets Avancerede
Fond“, var augsýnilega gerður til
að hluthafar fengju sem bezt yfir-
lit yfir möguleika félagsins til
arðúthlutunar. „Bókhaldshagræð-
ing“, þ.e. að reyna að sýna sem
mestan eða sem minnstan gróða,
þekktist þá ekki síður en nú. Þótt
eignafyrningu vantaði, voru
flestir rekstrarreiknings-„mögu-
Ieikar" nútímans til staðar eins og
ónákvæm dagbókarfærsla, vöru-
rýrnun og millifærsluhag-
ræðingar í flóknu verzlunarkerfi
einokunarfélaganna.
laust auðveldara að tjá heim
Becketts en Ionescos með lát-
bragðsleik; Ionesco er fyrst og
fremst mælskumaður þegar hon-
um tekst best upp. Aftur á móti
tókst vel að túlka háspekilegt til-
gangsleysi allrar mannlegrar við-
leitni sem svo mjög gætir í verk-
um Becketts, leikritunum og ekki
síður skáldsögunum sem eru
minna þekktar. Bæði þessi atriði
tókust mjög vel og þar reis list-
ræn tjáning sýningarinnar hæst.
Þessi hópur er frábærilega vel
samstilltur og tæknilega agaður
eins og áður segir, en stundum
hefði listræni sköpunarkraftur-
inn mátt vera innilegri og meira
sannfærandi. Þessi sýning vakti
með mér meira gaman en
hrifningu, líkt og þegar maður
hefur gaman af að fylgjast með
snjöllum fimleikamanni eða
skautadönsurum. Og að endingu:
er það ekki einhvern veginn í
hlutanna eðli að látbragðsleikari
njóti sin best þegar hann kemur
fram einn og óstuddur? Hafi
gestirnir þökk fyrir ánægjulega
sýningu.
Aðalástæða þess að verzlunar-
félög vildu oft opinberlega sem
minnstan hagnað sýna var þá, eins
og nú, hræðsla við skattheimtu
ríkisins. Aðaltekjur dönsku krún-
unnar af íslandi, frá 1684 til
e.þ.b. 1781, komu af tiltölulega
háu gjaldi sem kaupmenn urðu að
greiða fyrir leyfið til einokunar-
verzlunar. — Hörmangarar fengu
Islandsverzlunina 1742 vegna
þess að þeir yfirbuðu önnur félög.
Þá meir en tvöfaldaðist leigan af
Islandsverzluninni.
1 upphafi leigutímabils höfðu
verzlunarfélög alla ástæðu til að
sýna sem mestan gróða; þá var
langt í endurnýjun leigusamn-
ingsins en hins vegar vantaði
gjarnan fé til siglinga. Aukið
hlutafé var æskilegt. I lok leigu-
tímabils var hins vegar klókt að
bera sig illa til að semja um sem
lægsta leigu næsta tímabil eða
jafnvel sleppa við að greiða um-
samda leigu.
Reikningsár Islandskaupmanna
var (fram til 1777) 1. sept.—31.
ágúst n.k. ár. Reikningsárinu lauk
þannig með siglingu kaupmanna
frá íslandi um haustið. I töflum
sem Jón Kristvin Margeirsson
birti með grein sinni í Morgun-
blaðinu 18. sept. sl. er aðeins
minnzt á almanaksár. Árið 1748 í
töflum þessum skal þvi lesið
þannig: 1. sept. 1747—31. ágúst
1748.
III
Báðar töflurnar sem birtust
með grein Jóns Kristvins Mar-
geirssonar eru niðurstöðutölur í
bókhaldi Hörmangara sjálfra. Um
þær gilda allir þeir fyrirvarar
sem þegar hafa verið sagðir um
áreiðanleika i bókhaldi verzlunar-
félaga á þessum tíma. Fleiri at-
hugasemdir hef ég um hvora
töfluna fyrir sig fram að færa.
Önnur taflan á að sýna gróða og
tap verzlunarfélagsins i heild. Er
hún tekin úr „Compagniets
Avancerede Fond“ í „Hovedbog“,
sem geymd er í Ríkisskjalasafn-
inu í Kaupmannahöfn, í fol. reg.
140 og er þar nr. 12. Hér eftir
nefnd Rsk 140—12.
Hin taflan á að sýna hvernig
gróði og tap skiptist milli Finn-
merkur- og Islandsverzlunar Hör-
mangara. Er hún unnin úr
„Saldeer- og Balanceer-Bog“ —
hér eftir nefnd Rsk 140—16.
IV
Rsk 140 — 12. — Jón Kristvin
Margeirsson lýkur frásögn sinni
um heildargróða og — tap Hör-
mangara með árinu 1758, eða
nánari tiltekið 31. 8. 1758. Hör-
mangarar voru keyptir til að
hætta við Islandsverzlunina ára-
mótin 1758/59 gegn þvl að þeir
þyrftu aðeins að greiða hálft gjald
til konungs fyrir árin 1756—58.
(Skv. samningi höfðu þeir rétt til
Framhald á bls. 23