Morgunblaðið - 11.10.1975, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKT0BER 1975
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir,
HÖRÐURJÓNASSON,
Rauðagerði 1 6, Reykjavik,
lézt að heimili slnu þann 9. október.
Fyr,r hönd aðstandenda. Kristin B Arnadóttir<
Bjarni Harðarson, Matthildur Halldórsdóttir,
Hildur Harðardóttir, Guðjón Kristinsson,
Halldóra Harðardóttir, Lárus Kjartansson.
Móðir okkar, +
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR.
frá ísafirði
andaðist þann 10. þessa mánaðar.
Börn hinnar látnu.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
MAGNÚS H. VALDIMARSSON.
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
lézt í Landakotsspitala 10 október
Margrét Jónsdóttir,
Erla M. Magnúsdóttir,
Valdimar J. Magnússon.
t
Kveðjuathöfn um eiginmann minn, fósturföður og afa okkar,
GUÐJÓN HJÖRLEIFSSON
frá Norðfirði,
fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 1 3. október kl. 1 3.30. Jarðsett
verður í Neskaupstað _ .. . ^ . r .
Friðrikka Sveinsdottir,
Marfa Möller, Sigurður Sívertsson
og börn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
MARGRÉTAR GUÐNADÓTTUR,
Aðstandendur.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa
ANDERSBERGESEN
frá Vestmannaeyjum
Sólveig Ólafsdóttir
\ dætur, tengdasynir og barnabörn.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
INGIBJARGAR PÁLSDÓTTUR
Norðurbrún 1,
Sigrún Sigurðardóttir, Guðmundur Guðmundsson
Bergljót Jónatansdóttir, Jón Sigurðsson,
Guðrún Jónsdóttir, Páll Sigurðsson.
t
Þökkum sýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför
JÓNS ÞÓRARINSSONAR,
lyfsala,
Gunnlaug Hannesdóttir, Ástrlður Hannesdóttir.
Anna Kristrún Jónsdóttir, Þorvaldur Gunnlaugsson,
Hannes Jónsson.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
GÍSLA GUÐMUNDSSONAR
bifreiðarstjóra
Nesbala 27
Fjóla Guðmundsdóttir
Ragnheiður Gísladóttir Eggert Björnsson
Þurtður Gísladóttir Jósep Helgason
Sigriður Gisladóttir Þórarinn Pálsson.
Guðni Ingvason
bryti—Minning
Fæddur 17. júlf 1901
Dáinn 5. október 1975
Guöni Ingvarsson leit fyrst
dagsins ljós undir A-Eyjafjöllum
17. júlí 1901. Hann andaðist á
Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík
5. október 1975. Losaði því aldur
hans 74 ár.
Faðir Guðna var Ingvar Einars-
son frá Hellnhól. Móðir hans var
Ragnhildur Þórðardóttir, ættuð
úr Skaftárþingi. Með henni ólst
hann upp.
Fyrstu bernskuár hans voru í
Skarðshlíð undir A-Eyjafjöllum.
Til Vestmannaeyja flytur hann á
sjöunda ári með móður sinni, til
móðursystur sinnar, Guðrúnar
Þórðardóttur, og Magnúsar
Magnússonar útgerðarmanns og
formanns um langt skeið í Eyjum.
Þar var heimili Guðna til 13 ára
aldurs.
Hjónin á Felli voru miklar
gæða- og mannkostamanneskjur.
Heimili Þeirra stóð um þjóðbraut
þvera. Þar réðu kærleikur og vin-
semd. Þarna mótaðist Guðni og
fékk gott atlæti Qg veganesti, sem
hann mat ávallt Þarna lágu leiðir
Guðbjargar Magnúsdóttur og
Guðna saman. Urðu þau systra-
börn sem alsystkini upp frá því og
hélst það ævina út. Það vekur því
ekki furðu, að löngum var Guðni
kenndur við Fell.
Þegar Guðni var 13 ára eign-
aðist hann stjúpföður. Bjarni
Sveínsson frá Melhól í Meðallandi
giftist þá Ragnhildi Þórðardóttur.
Stóð heimili þeirra fyrst hjá
Guðbjörgu og Kristjáni á Hvann-
eyri í Eyjum, síðar hjá Ingveldi
og Ágústi að Ásnesi. Eftir það
byggðu þau Vesturveg 21 og stóð
heimilið þar ávallt síðan.
Framan af stundaði Bjarni út-
gerð og formennsku. Guðni var
þegar um fermingu orðinn beitu-
maður á vetrarvertíð. Þannig var
æviferill hans, mikið bundinn við
sjó og sjómennsku. Ungur lagði
hann leið sína á Austurland. Eftir
það réðst hann á „Maí“ til Sig-
fúsar Scheving til síldveiða
norðanlands og var þar mat-
sveinn.
Þegar flaggskip Eyjamanna,
„Fylkir“, kom nýtt frá Svíþjóð
árið 1929, undir stjórn valmennis-
ins og aflakóngsins Sigurðar
Bjarnasonar frá Hlaðbæ, þá var
Guðni yfir í eldhúsi. Þaðan lá leið
Guðna á Skaftfelling, með
Kristjáni Kristjánssyni
skipstjóra. Þegar Slysavarnafélag
íslands eignaðist „Sæbjörgu",
varð Guðni bryti þar um borð.
Síðar lá leiðin á Arctic, varðskipið
Ægi og Esju. Þegar Eyjamenn
hófu bæjarútgerð sína, þá var
Guðni um borð í Elliðaey, undir
skipstjórn Ásmundar Friðriks-
sonar frá Löndum. Þaðan fór
Guðni á Matstofu Einars Sigurðs-
sonar við Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja og stjórnaði þar störf-
um um meira en fimmtung aldar.
Um þessa starfsögu Guðna sem
er bæði löng og merk, mætti rita
langt mál. Stiklað er á stóru.
öllum var Ijóst að Guðni var mjög
fær í starfi sínu. Heiðarlegur,
trúr og stundvís. Einstaklega
tryggur og mikill vinur vina
sinna.
Ekki kastaði Guðni sér í sælu
hjónabandsins, var nægjanlega
sæll með sitt hlutskipti. Fyrir
utan eigið heimili fannst manni
hann eiga fleiri heimili sem
heimamaður. Fremst stóð þar
heimilið að Haukabergi og svo að
Grundarbrekku í Eyjum. En hér í
borg stóðu honum sérlga opnar
dyr hjá Jónu og Páli Einarssyni,
Guðlaugu og Ragnari Elíassyni og
Eggert og Sigurlaugu að Sæbraut
5. En þar dvaldist hann lengst
eftir gosið í Eyjum.
Síðast bjó Guðni að Síðumúla
21. Þar undi Guðni sér vel með
gömlum vinum og nágrönnum úr
Eyjum.
Guðni var með hærri mönnum,
vel limaður og karlmannlega vax-
inn. Bragðnæmur á andlega fæðu
var hann með einsdæmum.
Hljómlistareyra hafði hann ná-
kvæmt og gott, enda lék hann á
mörg hljóðfæri og var organ-
leikari Betelsafnaðarins í Eyjum
um tugi ára.
Þegar norski trúboðinn Erik
Asbö kom til Eyja í júlímánuði
1921 stóð Guðni á tvítugu. Þá var
Guðni meðal fyrstu manna, sém
tóku jákvæða afstöðu til boðskap-
ar hvftasunnumanna. Er hann
andaðist var hann einn af þremur
brautryðjendunum er upp úr
stóðu. Hin eru Halldóra Þórólfs-
dóttir og Kristín J. Þorsteinsdótt-
ir.
Þrátt fyrir útileg.ur og oft erfið
lífsskilyrði átti Guðni einlæga trú
á endurlausn Jesú Krists. Þar
komst ekkert fram yfir. I því stóð
hann lffið í gegn og kvaddi lífíð
sem kristinn maður. Slíkra er gott
að minnast.
Við leiðcirlok er systkinum hans
og öllum skyldmennum og ástvin-
um fluttar kveðjur þakklætis og
samúðar.
Einar J. Gíslason,
Sigurjón Jónsson
—Minningarorð
Fæddur 3. marz 1947
Dáinn 30. septembcr 1975
Sigurjón Jónsson hefur kvatt
sitt jarðvistarlíf. Hann var
Keflvíkingur, sonur hjónanna
Mörtu Hólmkelsdóttur og Jóns
Benediktssonar, sem lézt 9.
febrúar síðastliðinn. Sigurjón eða
Diddi eins og hann var alltaf
kallaður fór snemma úr foreldra-
húsum, aðeins 18 ára gamall.
Leiðin lá norður til Akureyrar
þar sem hann réðst til Togaraút-
gerðar Akureyrar og var háseti
+
Konan min
MARGRÉT LILJA
SIGURÐARDÓTTIR.
Framnesveg 55.
lést 9. okt
Sigurður Gunnarsson.
Öllum sem vottuðu okkur samúð
og sýndu vinarhug við andlát og
jarðarför
GUNNARS
JÓHANNESSONAR,
Freyjugötu 1 9, Sauðérkróki
færum við hugheilar þakkir.
Vandamenn.
þar á togurum um nokkurra ára
skeið. Eftir að Sigurjón hætti sjó-
mennsku fór hann að vinna í
landi, réðst hann þá til gler-
verksmiðjunnar Ispan þar sem
hann vann til dauðadags. Áður en
Sigurjón hélt norður til Akureyr-
ar hafði hann starfað f Keflavík
og nágrenni, meðal annars hjá
Steypustöð Suðurnesja og f frysti-
húsum og fleiri stöðum.
Árið 1969 gekk Sigurjón að eiga
Margréti Njálsdóttur frá Akur'
eyri og eignuðust þau vistlegt
heimili að Víðilundi 18 á Akur-
eyri. Margrét og Sigurjón eign-
uðust einn son, sem heitir
Sigurður Einar. Eftir að Margrét
og Sigurjón höfðu slitið samvist-
um síðar meir hélt Sigurjón til að
Skarðshlíð 29, þar leigði hann sér
herbergi, sem hann var í til
dauðadags.
Avallt þegar Sigurjón kom til
Keflavíkur vann hann hug og
hylli allra sinna vina, sem hann
alltaf heimsótti þegar hann kom
suður og er alveg hægt að full-
yrða, að hann var sannur vinur
sinna vina.
Aldrei varð ég var við nein
veikleikamerki á Sigurjóni þegar
hann kom suður, alltaf jafn kátur,
vingjarnlegur og hraustur. Ég get
varla trúað þvf að þetta hafi verið
í síðasta skiptið, sem Diddi kom
suður til Keflavíkur en þá var
hann að fylgja föður sínum til
Útfaraskreylingar
blómouol
Groðurhusið v/Sigtun simi 36770
hinztu hvflu, aðeins tæplega 7
mánuðir síðan.
Á sínum yngri árum var Sigur-
jón hneigður fyrir knattspyrnu og
alltaf voru samræður okkar í þá
áttina þegar við tókum tal saman
en það var bæði fyrir norðan og
sunnan en aðallega hér fyrir
sunnan vegna þess að hann kom
oftar í heimsókn hingað suður en
ég til Akureyrar.
Ég gleymi seint gestrisni hans
fyrir nokkrum árum er ég og
unnusta mín komum til Akur-
eyrar á ferðalagi. Þegar við
hittumst örlitlu seinna niðri á
tjaldstæði var hann nýkominn af
knattspyrnuæfingu með sínum
vinnufélögum, og bauð okkur þá í
þrftugsafmæli vinnufélaga síns.
Sigurjón var þriðji elztur sex
systkina, aðeins 28 ára gamall
þegar hann kveður þennan heim.
Það er erfitt að sætta sig við frá-
fall ungs manns, er eitt sinn skal
hver deyja og stundum getur
verið stutt á milli lífs og dauða.
Ég votta móður hans mína
innilegustu hluttekningu, syni
hans Sigurði Einari, fyrrverandi
eiginkonu, systkinum hans,
frændum og vinum.
Hólmkell Gunnarsson.