Morgunblaðið - 11.10.1975, Síða 29
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags.
<f| Hugleiðingar
um 24. október
Herdís Hermóðsdóttir á Eski-
firði sendir þetta:
„Konur hefja hótin ný
hvað er nú á ferðum?
Fyrst ætla að taka eins dags frí
frá öllum kröfugerðum.
Eiga hugsjón enga þá
allar landsins skvisur
en ætla hól og frægðir fá
fyrir að draga ýsur.“
@ Meira box!
Það er að færast í vöxt að mönn-
um sé nafnnúmerið hugleiknara
en nafnið. Hér skrifar
8947—7220:
„Velvakandi góður.
Kona skrifar í dálka þína og
kvartar undan því að sýnd hafi
verið stutt fréttamynd frá hnefa-
leikakeppni þeirra Múhammeðs
Alís, alias Cassius Clay, og Joe
Frasiers hér á dögunum.
Ég vil leyfa mér að andmæla
konunni. Ég hef mikið yndi af að
horfa á hnefaleika — sú íþrótt er
alls engin viðurstyggileg villi-
mennska eins og virðist vera út-
breiddur misskilningur hér á
landi. Þetta er íþrótt, sem fer
eftir skýrum reglum — ég leyfí
mér að segja mjög skemmtileg og
heiðarleg íþrótt.
Ég vildi feginn sjá meira af
hnefaleikum í sjónvarpinu.
Myndin sem sýnd var um daginn
var of stutt, en mér er kunnugt
um að hnefaleikaáhugafólk var
tilbreytingunni fegið, þvf að það
er til fólk, sem gaman hefur af
þessu, enda þótt hnefaleikar séu
bannaðir hér á landi. Að mínu
mati er þar um úrelt bann að
ræða, en að sjónvarpið sé að fara
inn á eitthvert bannað. svið þótt
það sýni frá hnefaleikum, það vil
ég alls ’ekki viðurkenna. Það þarf
ekki að fara langt til að finna
dæmi um hluti, sem lögum sam-
kvæmt er bannað að framkvæma,
en sjónvarpið sýnir samt kvöld
eftir kvöld.
8947—7220.“
% Með
hvaða rétti?
Þorbjörg Gísladóttir, Tómasar-
haga 35, Reykjavik skrifar:
„Ég er Vestfirðingur að ætt og
uppruna og þess vegna hef ég
fylgzt með og heyrt um veiðar
útiendra skipa hér við land, svo
að segja frá blautu barnsbeini.
Áður fyrr heyrði ég um togara,
— Hvenær var það?
— Ja, rétt áður cn hfin kom
hingað. Lfklega ufn klukkan
fimm cða hálf sex.
— Það hlýtur að hafa verið I
þessar fáu mfnfitur meðan ég fór
niður f kjallara.
Spennan sem hafði legið í loft-
inu, sfðan Barbara Sandell kom á
vettvang hafði tvímælalaust vaxið
síðustu mfnúturnar. Ég taldi
einsýnt að einhvers staðar I
frásögn sinni segði hfin ósatl. Og
hvers vegna var Hjördfs Holm
jafnhvft f andliti og knipplingS-
kraginn um háls henni....?
Faðir minn hafði eins og hann
er vanur setið hreyfingarlaus
meðan aðrir töluðu. Nú pfrði
hann augun bak við hornspangar-
gleraugun og bar fram nokkrar
rólegar spurningar:
— Hvar geymir Sandell bflinn
sinn? Rétt hjá húsinu?
— Það er bflskúr á lóðinni.
— Hafið þér gáð að því hvort
bfllinn er horfinn?
Hún leit á hann og vottaði fyrir
þakklæti f andliti hennar.
— Já, ég gerði það. Þegar
klukkan fór að halla f hálfnfu var
ég orðin svo óþolinmóð að ég varð
að hafast eitthvað að. Ég fór í
kápu og gekk út f bflskúr.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTOBER 1975
29
sem dregið höfðu vörpur sinar
Iangs og þvers inn I fjörðinn, þar
sem tugir báta áttu lóðir sínar.
Afkoma manna þarna byggðist að
miklu leyti á sjávarafla, veiðar-
færi voru eyðilögð og firðirnir
voru þurrausnir af fiski af völd-
um þessara skipa, — tjónið óbæt-
anlegt og fólkið flutti burt, og nú
stendur ströndin vlða eftir auð.
Þetta er sagan að vestan, en
víðar hér við land hefur sllk rán-
yrkja verið stunduð. Nú hrópa
arftakar þeirra manna, sem
þarna voru að verki: „Við höfum
áunnið okkur hefð til veiða við
ísland með því að stunda þær I
500 ár.“
En með hvaða hætti? Hvað hafa
þeir látið af hendi rakna?
1 flestum tilvikum þurfa menn
að greiða eitthvað fyrir aðstöðu til
atvinnurekstrar, byggja upp fyrir
hana eða léggja eitthvað af mörk-
um á annan hátt. í þessu tilviki er
ekki um neitt slíkt að ræða.
Hvernig hafa útlendir togarar
áunnið sér rétt til að veiða hér I
íslenzkri landhelgi?
Lengst af áttu Danir að verja
landhelgina, en gerðu það seint
og illa. Landsmenn sjálfir gátu
það ekki. Þá gátu þessi skip
skrapað upp allt lifandi I fjörðum
og flóum átölulaust.
Nú þegar landsmenn hafa sam-
einazt um landhelgi, standa þessir
ránsmenn sárreiðir upp og tala
um siðferðilegan rétt og hefð.
Þorbjörg Gísladóttir."
H Hárlakk og
eyrnaveiki
Bjarnveig Bjarnadóttir skrifar:
„Ég hefi undanfarið gengið til
eyrnalæknis vegna lasleika í öðru
eyranu, sem lýsti sér þannig, að
innra eyrað var mjög bólgið og
rautt. Þessi lasleiki kom hvorki af
kvefi né kulda. Ég innti lækninn
eftir því hvort þetta gæti stafað af
notkun hárlakks. Sagði hann svo
vera, og jafnframt tjáði hann
mér, að hann ráðlegði ætíð kon-
um, sem til hans leituðu með
kvilla af þessu tagi, að setja
baðmullarhnoðra I eyrun' áður en
þær lökkuðu hár sitt.
Hárlakk hefUr þann eiginleika
að það myndár harða húð, svo
hárið bifast vart, t.d. I roki. Er því
augljóst, að I lakkinu er einhvers
konar „herðir“, og auðsýnt, að
ekki er hollt að fá þennan vökva I
eyru eða augu. Getur hann verið
hreinasti skaðvaldur, sbr. mina
reynslu.
Ég hefi hvergi séð á prenti
aðvörun til kvenna um að gæta
varúðar í meðferð þessa vökva, og
i hárgreiðslustofum, sem ég skipti
við er hvorki notuð baðmull né
eyrnahlíf þegar hárið er lakkað.
Væri ekki rétt, að hárgreiðslu-
stofur tækju þetta mál til
athugunar?
Bjarnveig Bjarnadóttir."
Þetta er hin þarfasta ábending
og þá vaknar sú spurning hvað
verði um allan þann úða, sem
hárlakksnotendur anda óhjá-
kvæmilega að sér þegar úðunin
fer fram. Varla hafa öndunar-
færin betra af efnum þessum en
önnur liffæri.
í framhaldi af þessu er sérstök
ástæða til að vara við efnum, sem
fást í úðunarbaukum og eru notuð
til að hreinsa með bökunarofna.
Það þarf vist ekki að lýsa áhrifa-
mætti slíkra hreinsunarefna fyrir
þeim, sem reynt hafa, enda er
þarna um að ræða hið svakaleg-
asta eitur, eins og gefur að skilja.
Þegar efnum þessum er úðað i
ofnana fer ekki hjá því að elda-
buskan andi að sér töluverðu af
þeim, neiiia hún sé háþróaður
yogi og geti haldið andanum niðri
i sér dágóða stund. Afleiðingin
verður svo andarteppa og höfuð-
verkur. Er reyndar mesta furða,
að sala þessara efna i úðunarum-
búðum skuli vera leyfð. Um leið
er ástæða til að minnast á fleiri
eiturefni, sem seld eru í slikum
umbúðum, svo sem flugnaeitur.
Því er að vísu ekki ætlað að vinna
á mönnum, heldur skorkvik-
indum, en er eitrað samt.
Fróðlegt væri að heyra álit
lækna á þessum hugleiðingum og
eins, hvort heilbrigðiseftirlitið
eða aðrir opinberir aðilar hafi
hugað að þessu.
OPl TIL HÁDEGIS
NÝ SENDING AF
SÆNSKUM LÖMPUM
f GÖMLUM STÍL
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJÓS & ORKA
Suóurlandsbraut 12
simi 84488
Haustmót
Taflfélags Kópavogs
hefst sunnudaginn 12. þm kl. 2 eh. Teflt
verður í öllum flokkum á sunnudögum og
fimmtudögum í Víghólaskóla. Þátttaka tilkynn-
ist til Sigurðar Þorsteinssonar í síma 42768.
Stjórnin.
Mörgum finnst erfitt að koma sér að verki eftir
að þeir eru fluttir inn í hálfkláraða íbúð. —
HRINGIÐ — VIÐ LEYSUM EIIMN VANDANN
HÖGNI HREKKVÍSI
PLASTLOFT
SEM SPARAR ÁHYGGJUR, PENINGA OG
ERFIÐI. — PLASTLOFT SEM HENTA ALLS-
STAÐAR, MJÖG HENTUG TIL ENDURNÝJ-
UNAR í ELDRI HÚSUM OG NÝBYGGING-
UM.
★ Engin undirvinna, grind eða þess-háttar.
★ Enginn óþrifnaður, óþægindi né röskun á heimilislífi
meðan á uppsetningu stendur.
ic Uppsetning tekur örfáar klukkustundir.
if Enginn viðhaldskostnaður.
if Verð pr. ferm. kr. 2.200. — Uppsetning innifalin
Greiðsluskilmálar
Sjón er sögu ríkari.
Getum sýnt uppsett plastloft, pantið tíma hjá um-
boðsmönnum í símum 22904 & 72385. (Heima).
Plastloft s.f.
Pósthólf 7131, Reykjavik
Pottþétt?