Morgunblaðið - 11.10.1975, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1975
Kovacs hættir
SAMNINGUR franska knatt-
spyrnusambandsins við landsliðs-
þjálfarann Stefan Kovacs frá
Rúmeníu verður ekki endur-
nýjaður, en hann rennur út nú
um áramótin. Sem kunnugt er
hefur Kovacs óspart verið gagn-
rýndur I Frakkiandi fyrir fremur
slaka frammistöðu landsliðsins
og hámarki náði sú gagnrýni,
þegar franska iandsliðið náði „að-
eins“ jafntefli við Islendinga f
Reykjavfk s.i. vor.
Við störfum Kovacs hjá franska
landsiiðinu tekur hinn 42 ára
Michel Hidalgo, sem er gamal-
reyndur franskur landsliðsmaður
og sér til aðstoðar mun hann hafa
tvo aðra þekkta þjálfara Robert
'Herbin, sem þjálfar lið St.
Etienne og Georges Peyroche,
þjálfara Lille. Hidalgo er ekki
með öllu ókunnur frönsku lands-
liðsþjálfuninni, þar sem hann
hefur verið aðstoðarmaður
Kovacs frá 1972.
Þá hefur austurríska knatt-
spyrnusambandið ráðið sér
þjálfara til bráðabirgða í stað
Leopold Stastny sem vikið hefur
verið frá störfum. Er sá Branko
Elsner, sem að undanförnu hefur
þjálfað lið Wacker Innsbruck.
Um helgina verða leikmennirn-
ir hans Kovacs í sviðsljósinu er
þeir mæta A-Þjóðverjum í
Evrópukeppni landsliða. Þurfa
Þjóðverjarnir að sigra í leiknum
til að eiga von um að sigra í
riðlinum. Hafa Þjóðverjarnir
hlotið fimm stig til þessa í keppn-
inni en Belgar hafa sjö stig.
Franska liðið -á tvo leiki eftir og
hefur fengið 4 stig. ísland hlaut 4
stig i leikunum sínum sex i
keppninni.
Bandaríkjamaðurinn Curtiss Carter f hópi sinna nýju félaga I KR.
KR-ingarnir hafa þegar gefið honum viðurnefndið „Trukkurinn".
Reykjavíkurmótið í körfuknattleik:
Utlending arnir
öruggir með sigur
Kovacs ásamt leikmönnum
franska landsliðsins við Laugar-
daisvöllinn I sumar.
Tveir Danir
í heimsliði
í hanöknattleik
DANIRNIR Fleming Hansen
og Lars Bock hafa verið valdir
til að leika með heimsliðinu í
handknattleik í byrjun næsta
mánaðar gegn v-þýzka landslið-
inu. Eru Danirnir einu V-
Evrópubúarnir, sem eru valdir
til að leika með heimsliðinu að
þessu sinni.
Malmö meistari
MALMÖ FF sigraði í sænsku 1.
deildinni fyrir skömmu og er það
í 11. skiptið, sem félagið verður
sænskur meistari og hefur liðið
unnið 1. deildina þrjú síðastliðin
ár. Síðasti leikur liðsins var gegn
Djugárden og unnu meistararnir
4:1. Eins og svo oft áður þakka
Svíar landsliðsmanninum og
fyrirliða Malmö, Bosse Larsson,
fyrst og fremst þennan góða
árangur. Malmö mætir Bayern
Miinchen í 2. umferð Evrópu-
keppninnar.
FJÓRIR leikir verða leiknir I
m.fl. karla í Reykjavfkurmótinu f
körfuknattieik um helgina, og
einn f m.fi. kvenna.
Þrír leikir fara fram f dag, og
hefjast þeir f fþróttahúsi
Kennaraháskóians kl. 17. Fyrsti
leikurinn og jafnframt sá leikur
sem mesta athygli vekur er leikur
IS og IR. iR-ingar virtust ekki allt
of öruggir gegn Fram um sfðustu
helgi, og ef IS nær góðum Ieik
ættu þeir að eiga möguleika. Síð-
an leika neðstu liðin, Fram og
Valur, og ætti einnig þar að geta
orðið um skemmtilega viðureign
Bobby Charlton
selnr farseðla
BOBBY Charlton, hinn þekkti
leikmaður með enska landsliðinu
og Manchester United um árabil,
hefur nú hætt öllum afskiptum af
knattspyrnu. Sem kunnugt er
gerðist Bobby framkvæmdastjóri
og seinna leikmaður með 3. deild-
ar liðinu Preston North End, eftir
að hann hætti hjá United, en í
sfðasta mánuði slitnaði upp úr
samstarfi hans og stjórnar félags-
ins. Hefur nú Bobby gerst sölu-
maður á ferðaskrifstofu og segir
einu tengsl sfn við knattspyrnuna
vera að selja fþróttahópum far-
seðla.
að ræða. Að þessum leikjum lokn-
um leika ÍR og ÍS f m.fl. kv.
Annað kvöld hefjast leikirnir f
Kennaraskólanum kl. 20, og þá
verða bandarfsku blökkumenn-
irnir í sviðsljósinu.
Rogers, Jón Sig. og co. f
Ármanni ættu að fara létt með
Framara, og KR-ingar ættu einn-
ig að vinna auðveldan sigur með
„TRUKKINN" Curtiss Carter í
fararbroddi. En mótherjar þeirra
verða Valsmenn. „Trukkurinn“
lék æfingaleik með KR á mið-
FYRSTA blakmót vetrarins verð-
ur f dag og á morgun. Er það
hraðmót, og verður keppt bæði f
kvenna- og karlaflokki. 1 dag
verður riðlakeppni f karlaflokki
og verður keppt f tveimur riðlum.
Á morgun verður svo leikið til
úrslita og eru það efstu Iiðin f
hvorum riðli sem leika um fyrsta
og annað sætið. I kvennaflokki
eru hins vegar ekki nema tvö lið,
Vfkingur og Þróttur, og verður
það því hreinn úrslitaleikur.
Hefst hann um kl. 13.00 á sunnu-
dag. — Dregið hefur verið í riðla
og skiptist sem hér segir: A-riðiIl
IS-a, Þróttur-a, KHl, og Vfkingur-
b.
B-riðiIl Vfkingur-a, ML, IS-b, og
Þróttur-b.
vikudagskvöld gegn UMFN, og
sýndi þá ýmislegt sem fslenskir
áhorfendur eru ekki vanir að
horfa á. Hann er nær einráður
undir körfunum, og ef boltinn
kemur inn á miðjuna til hans f
sókninni er erfitt að verjast
körfu. Hann er geysilega sterkur
leikmaður með mikinn stökk-
kraft og ekki ósennilegt að stiga-
metin fari að fjúka á næstunni.
En annað kvöld verður það verk-
efni Torfa Magnússonar og félaga
hans f Val að kljást við Carter
hinn svarta. —gk.
Keppninni verður nagað þannig
að fyrst verða leiknir leikir í A-
riðli og verður fyrsti leikurinn á
milli ÍS-a og KHÍ og er áætlað að
hann hefjist kl. 14.00. Leikið er
upp á tíma 2x10 mín. Fyrsti leikur
í B-riðli á að hefjast um kl. 17.00
og eru það Víkingar-a og ML sem
eiga fyrsta leik. — I dag (laugar-
dag) verður leikið í íþróttahúsinu
á Seltjarnarnesi, en á morgun
verða leikirnir f iþróttahúsi
Kennaraháskóla Islands. Búast
má við mörgum skemmtilegum
leikjum og verður forvitnilegt að
fylgjast með f hvernig „formi“
blakmenn eru því ekki er nema
mánuður til fyrstu landsleikja
sem eru við Englendinga f byrjun
nóvember, og verða þeir leiknir
hér heima.
Hraðmót í blaki
Fremstu liðin
á fjöinnum
í Firðinum
Á ÞESSU hausti hefur FH-
liðið aðeins leikið í Reykjanes-
mótinu og fáir hafa séð til liðs-
ins sfðan í fyrravor. Þeir eru
því örugglega margir sem fýsir
að sjá til liðsins, er það mætir
Víkingum í meistarakeppninni
í handknattleik í Hafnarfirðin-
um í dag. Dagskráin byrjar
klukkan 15 í Hafnarfirðinum
og fara fram þrír leikir, eldri
leikmenn félaganna mætast og
sfðan þeir yngstu áður en aðal-
leikur tslands — og bikar-
meistaranna hefst.
Leik þessum er komið á að
tilstuðlan HSÍ, sem með þessu
gefur liðum þeim, sem taka
þátt í Evrópumótunum í hand-
knattleik, tækifæri til að ná sér
í nokkurn pening áður en farið
er út í kostnaðarsama keppni.
Er þetta í fyrsta skipti, sem
keppni sem þessi fer fram.
FH-ingar hafa ráðið til sín
nýjan þjálfara, þar sem er
Reynir Ólafsson, en hann gerði
Viggó Sigurðsson smeygir sér
inn úr horninu f leik Vfkings
og KR f Reykjavfkurmótinu á
miðvikudaginn. 1 dag mæta
Víkingar liði FH f meistara-
keppninni f handknattleik og
fer leikurinn fram f Hafnar-
firði.
Val að stórveldi í handknatt-
leiknum fyrir nokkrum árum
og verður fróðlegt að sjá
hvernig honum tekst til með
FH-ingana. Margir koma ef-
laust til þess að sjá þá Geir
Hallsteinsson og landsliðs-
þjálfarann Viðar Sfmonarson í
leik og sömuleiðis til að sjá
hvernig Guðmundur Sveins-
son „Framari" stendur sig með
sfnu nýja félagi.
Vfkingum hefur ekki bætzt
liðsauki, þeir hafa misst Einar
Magnússon og Sigurgeir Sig-
urðsson, en eigi að siður er
liðið mjög sterkt um þessar
mundir og breiddin góð hjá
félaginu.
Fleiri þátttakendnr en nokkrn sinni fyrr
íslandsmótið hefst næsta miðvikndag
Langfjölmennasta
handknattleiksmót, sem
haldið hefur verið hér á
landi, hefst á miðviku-
daginn í næstu viku —
íslandsmótið 1975-76.
Alls verða keppendur um
2900, reikna má með að
liðsstjórar og þjálfarar
verði um 450 manns og
dðmarar verða um 150.
AUs eru þátttökuliðin f
mótinu 192 og leikir sam-
tals 900.
Mótið hefst með tveimur
leikjum f 1. deild karla, Valur
mætir Gróttu og Vfkingur leik-
ur gegn Armanni og fara þessir
leikir fram f Laugardals-
höllinni á miðvikudaginn.
Keppnin f 2. deiid hefst á Ákur-
eyri 18. október. Keppnin í
oðrum flokkum og deildum
hefst svo f nóvember og desem-
ber. Mótið fer fram á 7 stöðum
á landinu, Reykjavfk, Sel-
tjarnarnesi, Garðahreppi,
Hafnarfirði, Njarðvík og Ákur-
eyri.
Fyrirkomulagið á 1. deildar-
keppninni er nú með nokkuð
öðrum hættí en áður. Þannig
verður fyrri umferðinni lokið
30. nóvember og síðari umferð-
in fer fram á tfmabilinu frá 3.
janúar til 22. febrúar. Er þvf
áætlaður mun skemmri tfmi til
keppninnar en áður og er það
gert með undirbúning og þátt-
töku landsliðsins f undan-
keppni Úlympfuleikanna f
huga.
Eru skoðanir mjög skiptar
um ágæti þessarar breytingar.
Ýmsir telja að aðsókn verði
Jftil að leikjum vegna þess að
of stutt sé á milli leikja og
ágóði félaganna verði lítill af
mótinu. Þá sé það Iftið spenn-
andi fyrir handknattleiks-
mennina að standa uppi verk-
efnalausir f lok febrúar.
1 fréttatilkynningu frá HSl
segir að við niðurröðun móts-
ins hafi verið haft f huga, að tvö
liðanna úr 1. deild taka þátt f
Evrópukeppni á sama tfma og
að einnig yrði reynt að hafa
leikfjölda liðanna sem jafn-
astan á hverjum tfma.
DÓMARAR
Fyrir nokkru var skýrt frá
þvf f hlaðinu hvaða dómarar
dæma leikina f 1. deild. Þeir
eru Hannes Þ. Sigurðsson og
Karl Jóhannsson, Björn
Kristjánsson og ÓIi Olsen,
Valur Benediktsson og Magnús
Pétursson, Gunnlaugur
Hjálmarsson og Jón Friðsteins-
son, Helgi og Haukur Þorvalds-
son, Kristján örn Ingibergsson
og Kjartan Steinback. Þeir
Gunnlaugur, Helgi, Haukur og
Kjartan dæmdu ekki f 1. deild-
inni f fyrra. Hins vegar hefur
eitt parið, sem dæmdi í fyrra f
deildinni, tekið sér frf frá störf-
um í bili að minnsta kosti,
Sigurður Hannesson og Gunnar
Gunnarsson.
Eins og sjá má af upptalning-
unni hér að framan er að
minnsta kosti annar dómar-
anna f hverju pari félagsbund-
inn í Fram eða Þrótti. Vaknar
þvf sú spurning hverja dómara-
nefndin ætlí sér að láta dæma
leiki þessara liða f 1. deildinni f
vetur.
FYRRI UMFERÐIN.
Islandsmótið 1975—1976
1. deild karla (fyrri umferð)
ftliðvikudagur 15. október, Laugardals-
höilkl. 20.15
Valur —Grótta
Vfkingur — Armann
Laugardagur 18. október, Hafnar-
fjörður kl. 15.00
FH —• Grótta
Haukar — Vfkingur
Sunnudagur 19. október, Laugardalur
kl. 20.15
Valur — Þróttur
Armann — Fram
Miðvikudagur 22. október, Hafnar-
fjörður kl. 20.15
Grótta — Fram
FH — Haukar
Sunnudagur 26. október, Laugardalur
ki. 20.15 Framhald á bls. 23