Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Hreyfing á landhelgismálum Utfærsla fiskveiðilög- sögunnar í 200 sjó- mílur hefur oróið til þess, að veruleg hreyfing hefur komizt á deilumál í sam- bandi við landhelgi okkar, sem segja má að hafi staðið föst um nokkurra missera skeið. Vestur-þýzka ríkis- stjórnin hefur beitt sér fyr- ir því, að löndunarbanni á íslenzkum fiski í þýzkum höfnum hefur verió aflétt og í kjölfar þeirrar ákvörð- unar, hefur íslenzka ríkis- stjórnin f.- l'izt á, að eigá viðræður við fuiluúa vest- ur-þýzku ríkisstjórnar- innar um fiskveiðideiluna milli landanna. í þessu sambandi er ástæða til að minna á, að fyrir nokkrum vikum lét Morgunblaðið í ljós þá skoðun í forystu- grein, að ekki kæmi til mála aö ræða við Vestur- Þjóðverja fyrr en lönd- unarbanninu hefði verið aflétt. Það hefur nú verið gert og þar með skapaður grundvöllur fyrir við- ræðum milli þjóðanna. Jafnframt hefur sú at- hyglisverða þróun orðið á fiskimiðunum í kring um landið, að í fyrrakvöld höfðu langflestir vestur- þýzkir togarar hypjað sig út fyrir 200 mílna mörkin og allir höfðu þeir hætt veiðum i hinni nýju fisk- veiðilögsögu. Vera má, að togararnir hafi ekki talið sig geta haldið áfram veiðum vegna áreitni varð- skipanna, en ekki er ólík- legt, að hér sé um að ræða samræmdar aðgerðir af hálfu Vestur-Þjóðverja til þess að skapa jákvætt and- rúmsloft áður en viðræðu- fundir verða hér í Reykja- vík hinn 28. október næst- komandi. Hver svo sem til- gangurinn er, þá má ljóst vera, að 200 jnílna úí- færslan hefur þegar haft jákvæð áhrif fyrir okkur og nú skiptir mestu, að á næstu vikum verði haldið vel á spöðunum af okkar hálfu. Menn ræða um það sin á milli, hvort semja eigi eða ekki, um veiðiheimildir öðrum þjóðum til handa innan hinna nýju fiskveiði- marka. Það verður aldrei of oft undirstrikað, að til- gangurinn með útfærslu fiskveiðilögsögunnar er í fyrsta lagi að ná í okkar hendur algerri yfirstjórn þessara auðlinda þjóöar- innar, í öðru lagi að beita þeirri yfirstjórn til þess að vernda fiskstofnana og friða þá fyrir rányrkju og of mikilli sókn og i þriðja lagi, að við getum sjálfir hagnýtt þessar auðlindir okkur til hagsbóta og á þann veg, að ekki hljótist skaði af. Af þessum ástæðum hlýt- ur afstaða okkar til samninga eða ekki samninga, fyrst og fremst að byggjast á því, hvort við náum þessum markmiðum með útfærslunni betur með eða án samninga. Um það verður ekkert sagt, fyrr en ljóst liggur fyrir, hverra samninga kostur er við þjóðir eins og Breta og Þjóðverja. En við getum gert okkur nokkrar hug- myndir um þetta sam- kvæmt fenginni reynslu af samningum við þessar þjóðir. í því sambandi er nærtækast að benda á, að árið 1973 veiddu Bretar um 155 þúsund tonn af fiski á íslandsmiðum. Samningar við þá voru ekki gerðir fyrr en um miðjan nóvember það ár, þannig að megnið af þessu aflamagni er tekið á þeim tíma, þegar brezku togararnir urðu fyrir stanzlausri og stöðugri áreitni varðskipanna og veiddu að lokum undir her- skipavernd. Þessar tölur um aflamagn benda til þess aö kenningar þeirra, sem halda því fram, að ekki sé hægt að fiska vegna áreitni varðskipa eða undir her- skipavernd standist ekki í raun. Eftir að samningar voru gerðir minnkaði afla- magn Breta um 15—25 þúsund tonn. Þetta er nokkur vísbend- ing um þann árangur, sem hægt er að ná, en þó verður bæði Bretum og Þjóð- verjum að vera alveg ljóst, að þeir hafa fengið svo langan umþóttunartíma innan gömlu 50 mílna markanna, að tölur á borð viö þær sem samið var um við Breta 1973 og til um- ræðu hafa verið við Þjóð- verja, þegar viðræður hafa farið fram milli þessara landa, eru úr sögunni. Af hálfu íslendinga er engra samninga kostur nema um verði að ræða stórfellda minnkun aflamagns þessara þjóða tveggja á Is- landsmiðum, verulega breytingu á veiðisvæðum og að veiðar þeirra færist miklu fjær landi heldur en verið hefur að undanförnu. Kínversku fjöl- listamennirnir eru komnir til landsins I hcimildarriti um kínverska loftfimlcika og fjöllistafólk er sagt að kínverskt fjöllistafólk nútímans hafi gagnrýnt það slæma í fimleikum fortíðarinn- ar með þeim árangri að nú bjóði kínverskir fjöllistamenn upp á betri fimleika, þar sem því góða frá gömlum dögum hafi verið haldið til haga, en skaðlegar og beinlínis hættu- legar hreyfingar látnar falla niður. Er það I samræmi við grundvallarregluna sem að sjálfsögðu má finna fót í bók- menntum Maó formanns, þar sem segir: „yaache maua mia yachanue, na yasiyofaa ya zam- ani yaondoshwe na yaletwe mepya,“ sem útleggst: „Látið hundrað blóm blómstra, upp- rætið illgresið meðal þeirra gömiu til að rækta þau nýju,“ og svo áfram sé vitnað í Maó formann: „ya kale yayatumikie ya kisasa, ya ng’ambo yayatu- mikie ya China,“ sem og út- leggst: „Virkjum fortíðina í þágu nútfðarinnar og það er- lenda í þágu Kfna.“ 1 riti kínverska sendiráðsins í Reykjavík, Fréttir frá Kína, rit- ar Hsíaó Fú grein um þróun kínverskra loftfimieika og koma þar fram ýmsar upplýs- ingar um hina rótgrónu fjöl- leikalist Kínverja. Hin forna kínverska loftfim- leikalist á sér meira en tvö þús- und ára gamla sögu og hefur á sér mjög þjöðlegt yfirbragð. Meðal fjölmargra sýningaratr- iða áttu mörg rót sína að rekja til starfa vinnandi fólks f Kína inu forna. Til dæmis varð „stangarklifur" til við að menn klifruðu upp í tré til að tína ávexti og „spjótflug" þróaðist í sambandi við veiðar. Við sýn- ingaratriðin eru venjulega not- aðir algengir húsmunir og hús- gögn: borð, stólar, postulíns- krukkur, blómavasar og bamb- usumgjarðir af sáldum sem not- uð eru til að hreinsa korn. Snjallir loftfimleikamenn hafa um aldaraðir unnið að endur- bótum sem hafa leitt til flók- inna og erfiðra hreyfinga sem nú tíðkast svo sem „skál í jafn- vægi“, „kringluskopp" og „handstaða á píramíta úr stól- um“. Mörg önnur atriði, eins og „á tæpasta vaði“ og „fram og aftur“, þróuðust upp úr alþýðu- leikjum. Þar sem þau eiga sér öll uppruna í hversdagslífinu. I samræmi við grundvallar- regluna „látið hundrað blóm blómstra; upprætið illgresið meðal þeirra gömlu til að rækta þau nýju“, hefur loftfimleika- fólkið gagnrýnt það sem var slæmt í loftfimleikum áður fyrr og haldið því til haga sem gott var. Hreyfingar sem voru skað- legar heilsu eða óhollar voru aflagðar. Áður fyrr var atriðið „að hoppa í gegnum gjörð", oft stór- hættulegt, leikið af hálfklæð- lausum loftfimleikamönnum sem hoppuðu í gegnum hringi úr eldi eða hnffum til þess að auka aðsókn. Nú svífa loftfim- Ieikamenmrnir í hvftum loft- leikfimisbúningum í gegnum umgjarðirnar, sem eru ekki mikið stærri um sig heldur en lfkamar þeirra, hver á eftir öðr- um, fagurlega og i ýmsum stellingum. „Handstaða á píramíta úr stólum” er eitt þeirra atriða sem hafa verið betrumbætt. Áð- ur fyrr var þetta atriði miklu einfaldara með aðeins einum loftfimleikamanni sem stóð á höndum efst á fimm litlum borðum sem staflað var hverju ofan á annað. Nú hafa stólar komið í stað borðanna og einn eða fleiri loftfimleikamenn framkvæma atriðið. Hreyf- ingarnar eru erfiðari og fegurri en áður. „Ljónadansinn" er hefðbund ið sýningaratriði. í þúsundir ára hefur verið litið á ljónið sem tákn hugrekkis og vináttu í Kina. Atriðið hefur verið endurbætt nú á síðustu árum og dýrið hefur verið gert líf- legra og viðkunnanlegra. Ljón- ið, sem tveir loftfimleikamenn leika, er fullt af leikaraskap og sýnir hugrekki sitt og leikni með því að hoppa upp á stengur og halda jafnvægi á feiknastór- um bolta sem rúllar fram og aftur á planka sem vegur salt. Hinn kunni og fjölmenni sýningarflokkur frá Kina, sem sýnir í Reykjavík um helgina mun í dagskrá sinni gefa góða mynd af þessari rótgrónu list Kínverja, sem þeir hafa einnig aukið og bætt með auknum kynnum við aðrar þjóðir, en auk þess að flokkar fjöllista- manna hafa ferðast vítt og breitt um Kfna til að sýna listir sínar hafa þeir einnig ferðast víða um Iönd og hingað koma þeir úr sýningarferðalagi um Norðurlönd þar sem þeir hafa kynnt iþrótt sýna og list. Sýningarnar í Reykjavík verða í Laugardalshöllinni á laugardag kl. 3, á sunnudag kl. 3 og á þriðjudag og miðvikudag kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.