Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1975 13 _____Yfirlýsing Sakharovs:_ „Náðun sovézkra fanga tryggir framtíð ykkar” Símamynd AP SPYRJENDUR — Nokkrir spyrjendanna I Sakharov-vitnaleiðslunum f Kaupmanna- höfn f gær. 1 miðju er Simon Wiesenthal, sá sem manna mest hefur reynt að hafa upp á stríðsglæpamönnum nasista. Kaupmannahöfn, 17. október Frá Birni Jóhannssyni fréttastjóra og Ingva Hrafni Jönssyni blaðamanni. RÚSSNESKI vfsindamaðurinn og friðar- verðlaunahafi Nóbels, Andrei Sakharov, fékk ekki leyfi sovézkra yfirvalda til að fara til Kaupmannahafnar til að vera viðstaddur réttarhöldin sem við hann eru kennd og fjalla um mannréttinda- leysi f Sovétrfkjunum. Andrei Sakharov tókst hins vegar að koma áleiðis til Kaupmannahafnar sérstakri yfirlýsingu í sambandi við réttarhöldin og var hún birt í salarkynnum danska þjóðþingsins, þar sem réttarhöldin fara fram. Yfirlýs- ing Sakharovs fer hér á eftir orðrétt: „Ég er þakklátur fyrir það tækifæri að geta ávarpað réttarhöldin og fyrir það að þau eru kennd við nafn mitt. Ég lít ekki á þetta einungis sem viðurkenningu á mér sjálfum heldur einnig öllum þeim í landi mínu sem berjast fyrir málfreisi, fyrir mannréttindum og alveg sérstak- lega öllum þeim sem hafa orðið að þola frelsissviptingu fyrir þessa baráttu. Ég er sannfærður um að vitnin við réttar- höldin sem byggja á fjölda skjala og persónulegri reynslu muni geta dregið upp sannfærandi mynd af því hvernig fólk er ofsótt í krafti laga sem ólaga og hneppt í gæzlu á geðveikrahælum fyrir skoðanir sínar, fyrir trúna á þjóð sína og fyrir óskir um að flytjast úr landi. Ég vona að vitnin geri heyrum kunnugt þær hræðilegu aðstæður sem eru í fanga- búðunum og eru óafsakanlegar nú á dögum, að vitnin skýri frá þeirri mann- réttindaníðslu sem tatararnir á Krfm- skaga og önnur þjóðarbrot búa við, að skýrt verði frá þeirri skoðanakúgun sem á sér stað og ofsóknum á hendur fólki vegna trúarskoðana þess. Meðal þeirra skjala sem eru mikilvæg fyrir þessi réttarhöld vil ég sérstaklega benda á fréttablað sem gefið er út neðan- jarðar í Sovétrikjunum. Þau vandamál sem ég hef minnzt á eru rædd þar í einstökum atriðum og hlutlægt að minu mati. Sérstök útgáfa þessa blaðs er helguð hinum sorglegu og hörmulegu aðstæðum sem erií í fangabúðum og fangelsum okkar. í sambandi við þetta vil ég beina athygli þátttakenda í réttar- höldunum að síaukinni kúgun póiitiskra fanga. Síðustu mánuði hefur fjöldi þeirra verið fluttur í Vladimir-fangelsið, meðal þeirra eru Rode, Superfin, Antonyuk, Khnokh og Torik. Gluzman er hótað með áframhaldandi réttarhöldum i fanga- búðunum. Ég tel, að höfuðmál réttarhaldanna í Kaupmannahöfn eigi að vera krafan um allsherjaruppgjöf pólitiskra saka í So- vétríkjunum, eins og lagt er til í nýlegri yfirlýsingu Larisa Bogoraz, Anatoli Marehenko, og annarra. Pólitísk sakar- uppgjöf yrði mjög mikilvægur liður í þvi að breyta hinu siðferðilega og stjórn- málalega andrúmslofti í landi okkar og myndi vera mikilvægt til að slaka á spennunni jafnt innan lands sem utan. Ég er sannfærður um það, að sérhver Vesturlandsbúi tryggir eigin framtíð og barna sinna með kröfunni um alisherjar uppgjöf pólitískra saka og kröfunni um mannréttindi og skoðanafrelsi i Sovét- ríkjunum. Nú eftir Helsinkiráðstefnuna eru slíkar kröfur sérstaklega viðeigandi. Ég tel það mikilvægt að réttarhöldin taki upp málstað þeirra sem fangelsaðir hafa verið í Sovétríkjunum vegna skoðana sinna og vitað er um, — manna eins og Leonid Plyusch, sem verið er að gera vitskertan i Dnepropetrosk- geðveikrahælinu og einnig þær hetjur sem dveljast i Vladimir-fangelsinu og Perm og Mordovian-fangabúðunum. Ein þeirra er Vasili Romanyuk, prestur sem dæmdur hefur verið við leynileg réttar- höld i tiu ára þrælkun fyrir trúmálastörf sin og fyrir að beina nokkrum samúðar- orðum til Valentyn Moroz. Fyrsta hand- taka Romanyuks árið 1944 og fyrsti 10 ára fangelsisdómur hans var ekki af- sakaður með svo léttvægri átyllu né hungurdauði föður hans og morð á yngri bróður hans. Árið 1959 var Romanyuk endurreistur en við seinni réttarhöldin yfir honum árið 1972 var hann samt ásakaður um að vera sérstaklega hættu- legur siðbrotamaður. Romanyuk hefur verið í löngu hungurverkfalli til að mót- mæla þeim órétti sem hann hefur verið beittur. Líf hans er nú í hættu. Ég skora á þátttakendur í réttarhöldunum til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga Romanyuk og létta á hörmungum fjölskyldu hans. Örlög séra Romanyuk er sönn mynd af stöðu trúarlífs í landi okkar. Það er sérstaklega mikilvægt að rétt- arhöldin taki upp vörn fyrir Sergei Kovalyov og Andrei Terdokhlcbov, sem starfa fyrir Amnesty International í Sovetríkjunum, og voru handteknir árið 1974 og 1975 og bíða nú dóms. Mál er höfðað gegn þeim vegna langs og opins starfs í þágu mannréttinda og sannleika. Ein af ákærunum gegn Sergei Kovalyov er að hann hafi dreift bók Solzhenitsyns, Gulageyjahafið. Þetta á ljóslega að vera ein helzta ákæran á h'endur honum. Hið mikla verk Solzhenitsyns er talið óhróður. Slik afstaða er mannskemm- andi og ég get aðeins vonað að sá dagur renni að breytinc vorði á. Kovalyov, sem er frábær líffræðingur og sér- staklega heiðvirður, er hótað með sjö ára fangelsi og fimm ára útlegð. Ég skora á þátttakendur í réttarhöld- unum að samþykkja sérstaklega ályktun til stuðnings við Kova- lyov, Tverdokhlebov og Mustafa Dzhe- milev, sem er að deyja af næringar- skorti vegna margra mánaða hungur- verkfalls og á yfir höfði sér fjórða dóminn, svo og Vladimar Osipov, sem nýlega var dæmdur i annað skiptið og dæmdur i átta ára fangelsi. Sérstaklega þýðingarmikil er einnig krafa um umsvifalausa frelsun kvenna sem fangelsaðar hafa verið af pólitiskum ástæðum jafnframt frelsun allra þeirra, sem hlotið höfðu 25 ára fangelsisdóma áður en nýju lögin komu til sögunnar, þá er krafan um bætta aðbúð fanga, bættur aðbúnaður á vinnustöðum, aflétting þrælkunarvinnu, bætt mataræði og læknaþjónusta og heimild fyrir fanga til að taka á móti pökkum með lyfjum og vítamínum. Pólitísku fangarnir i Mordovia- búðunum hafa falið mér að tala fyrir þeirra hönd við réttarhöldin nú. Ég get ekki skýrt frá nöfnum þessara fanga, en ég tel það skyldu mina að gera heimin- um grein fyrir óskum þeirra. Ég vona, að þessi réttarhöld hljóti verðugan sess i dönskum og alþjóðlegum dagblöðum og muni verða merkur áfangi í aukinni baráttu fyrir mannréttindum í Sovét- ríkjunum. Andrei Sakharov. Leiðindaatvik við Sakharov-réttarhöldin: Einum spyr jenda vísað út úr salnum og kona hans borin út Maksimov var meinað að mæta Kaupmannahöfn, 17. október RÚSSNESKI rithöfundurinn Vladimir Maksimov gat ekki verið viðstaddur Sakharov- réttarhöldin hér vegna þess, að hann hlaut ekki vegabréfsárit- un til Danmerkur í tfma. Maksimov dvelst í París og er með rússneskt vegabréf. Þarf tveggja mánaða fyrirvara til þess að fá vegabréfsáritun á rússnesk vegabréf. Við Sakharov-réttarhöldin, sem hófust hér í morgun, var birt opið bréf frá Maksimov, þar sem hann segir: Með sorg í huga verð ég að skýra frá því, að dönsk yfirvöld, einungis vegna skrifstofu- mennsku, hafa neitað mér um leyfi til að koma til landsins. Á sama tíma hafa sjö svonefndir fulltrúar sovézkra mennta- manna. sem eru í raun ekkert annað en yfirmenn ýmissa deilda í öryggisþjónustunni, fengið leyfi til að koma til Dan- Vladimir Maksimov merkur, f þeim tilgangi einum að sverta alþjóðlegu Sakharov- réttarhöldin með stuðningi ákveðinna fjölmiðla. Það virðist sem hugmyndin um Sakharov-réttarhöldin falli ekki í geð ákveðinna manna jafnvel i háum stjórnarstöðum. Vonandi mun danska þjóðin og allir þeir, sem berjast fyrir mannréttindum, meta þetta ástand í réttu ljósi. Ég sendi minar beztu óskir til þátttakenda í Sakharov- réttarhöldunum og ég trúi þvi einlæglega, að þau muni hafa mikla þýðingu við að draga úr spennu í heiminum og auka á gagnkvæman skilning milli allra þjóða. Vladimir Maksimov. Kaupmannahöfn 17. október. Frá Birni Jóhannssyni frétta- stjóra og Ingva Hrafni Jónssyni blaðamanni. MIKIÐ uppþot varð við Sakharov réttarhöldin I morgun I fyrsta hléinu sem gefið var milli þess að vitnin komu fram, er fram- kvæmdanefnd réttarhaldanna vísaði einum spyrjendanna, Michael Wurmbrand úr salnum eftir að tveir spyrjendanna höfðu mótmælt setu hans. Wurmbrand er sonur hins kunna rúmenska útlagaprests William W’urm- brands, sem heimsótti Island f sumar. Mjög klaufalega var haldið á þessu máli af framkvæmdanefnd- inni og varð úr málinu mikill hávaði og stimpingar er öryggis- verðir danska þingsins færðu frú Wurmbrand úr salnum með valdi. I kvöld hafði þetta mál enn ekki verið til lykta leitt er Wurmbrand neitaði að taka afsökunarbeiðni eins af forráðamönnum réttar- haldanna til greina og krafðist þess að hann yrði beðinn afsök- unar af öllum framkvæmdar- nefndarmönnum inni í salnum. Það sem virðist hafa gerzt er að Wurmbrand ákvað svo seint að taka boði stjórnenda um að vera einn af spyrjendum. Upphaflega var föður hans boðið en hann gat ekki komið og þá var Michael boðið. Munu umræddir tveir spyrjendur hafa hótað að ganga úr salnum ef Wurmbrand yrði ekki látinn víkja og þar sem stjórnendur vildu heldur missa einn en tvo ákváðu þeir að fara þess á leit við Wurmbrand að hann færi. Ástæðan fyrir fjaðra- fokinu var að i öllum látunum komust forráðamennirnir ekki að til að gefa skýringu á málinu og olli þar kona Wurmbrands mestu, en hún reiddist mjög illa i fyrstu. Wurmbrand féllst síðan á að ganga sjálfviljugur úr sal, en bera varð konu hans að nokkru leyti. Setti þessi atburður nokkurn blett á réttarhöldin og sem fyrr segir er ekki útséð um málið enn. Er samúð manna eðlilega með Wurmbrand-hjónunum. Símamynd AP Rúmenski presturinn Michael Wurmbrand sem var rekinn úr salnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.