Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1975 21 VELMAKAIMDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags % Læknisvottorð í skólum Nemi i Fjölbrautarskölanum skrifar: „Það er varðandi læknisvottorð, sem verður að koma með í skól- ann, ef maður veikist einn dag. Ætlar skólinn að borga það að fá lækni heim til að athuga hvort maður er veikur eða ekki. Og þegar maður er ekki i skyldunámi, er það þá ekki manns sjálfs hvort maður mætir í sköl- ann eða ekki? Aftur á móti eru engin mánaðarfri og þá er hægt að segja „þið eruð ekki i skyldu- námi“. Hvort erum við í skyldunámi eða ekki í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. % Þá er það strætó Hverjum þjónar hverfastrætó i Breiðholti? Hann byrjar klukkan 9, en skólarnir byrja kl. 8.10 og 8.20. Svo gengur hann tömur þangað til skólinn er búinn, þá verður hann einu sinni á dag full- ur. Hverjum þjónar hann? Nemi í Fjölbrautarskólanum." 0 Bólusetning gegn mænusótt Bergljót Líndal, forstöðukona Ileilsuverndarstöðvar Reykjavík- ur, skrifar: „1 Velvakanda miðvikudaginn 15. október er birt grein undir fyrir- sögninni: „Aðeins unnt að bólusetja 1000 Reykvíkinga við mænusótt á ári.“ Siðan koma út- reikningar til að staðfesta þessa niðurstöðu. 1 lok greinarinnar er beðið um skýringu á þvi, hví svona sé staðið að málum, þegar þjöðin öll er jafnframt hvött til að fá þessa ónæmisaðgerð. Niðurstöðurnar eru ekki réttar, enda ekki von, þar sem forsend- urnar eru rangar. Ég vil leyfa mér að útskýra, hvernig hugsað er að fram- kvæma þessa þjónustu. • Allt að 600 á dag A hverju vori stendur Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur fyrir ónæmisaðgerðum gegn mænusótt, um mánaðartíma, og leggur þá sérstaka áherzlu á að hvetja fóik til að koma. Þá er gert ráð fyrir fjölda bólusetningum og starfið skipulagt með það I huga. Hefur verið bólusett allt að 600 manns á dag. Ætlazt er til að fólk noti þennan tima fyrst og fremst. Hins vegar hefur undanfarin ár æinnig verið opið á mánudögum allan veturinn eina klst. á dag og hefur sá tími einkum verið ætlað- ur þeim, sem ekki hafa getað komið að vori. S.l. vetur komu að meðaltali 12 i þessa mánudags- tima, og með þá reynslu og undan- farinna ára í huga hefur þessi tími nægt og vel það. Þennan um- rædda dag komu að vísu 50 manns, sem er undantekning. Reynist hins vegar aðsóknin verða meiri en gert er ráð fyrir verður að auka þjónustuna. „Maður, sem kom að máli við Velvakanda" fékk út úr reikn- ingsdæminu að u.þ.b. 100.000 manns þyrftu að fá ónæmisaðgerð gegn mænusótt á ári. í fréttatilkynningum og auglýs- ingum frá heilsuverndarstöðinni kemur fram að bólusetningin er ætluð fullorðnum, þ.e. 20 ára til allt að 50 ára. Auk þess er ætlunin að þetta sé fyrst og fremst viðhaldsskammtur og hann þarf að endurtaka aðeins á 5 ára fresti. £ Hinir „Eftirlýstu“ hópar Ef dæmið er reiknað að nýju kemur í ljós að þarna er einkum um sjö árganga að ræða. Ef áætl- að er að 2000 séu að meðaltali i hverjum árgangi verða það u.þ.b. 14000, sem þarf að bólusetja ár- lega. Hér er ekki um lögboðnar aðgerðir að ræða, én fólk hins vegar hvatt til að viðhalda ónæm- isvörnum til að þær komi að gagni. En því miður of margir taka þessi hvatningarorð ekki til greina. Samborgararnir gera skipu- lagningu oft erfiða með þvi að gleyma að koma á tilskildum tíma, gleyma eða týna ónæmis- skirteinum, svo að skrifá þarf á ný, allt veldur þetta aukinni vinnu. Gott er að nota þetta tækifæri og itreka við hina eftirlýstu hópa þ.e. þá sem eru fæddir 1956, 1951, 1947 o.s.frv. (þ.e. á 5 ára fresti) að koma, og þá helzt í vor. Aðrir, sem hafa fengið ónæmisaðgerðina óreglulega eða eru í einhverri óvissu ættu að nota mánudagstim- ana í vetur. % Hætti lítilsigldu pexi „1336 — 3153“ skrifar eftirfar- andi bréf i tilefni þess að nú hefur alþingi setzt á rökstóla að nýju: „Nú hafa alþingismenn vorir verið heimtir af fjalli og væntan- lega nokkuð vænir eftir allgott sumar(frí). Þeirra bíður að takast á, ekki bara hver við annan, heldur við ýmsan vanda, sem steðjar að landsmönnum, og mun oss ekki af veita að styðja þá i hverju því máli, sem til góðs horfir fyrir heildina. Hins vegar vildum vér gjarnan að alþingismenn tækju hlutverk sitt alvarlega og ha'ttu að sólunda timanum í pex um gamlar ávirðingar sessunautsins eða andstöðuflokksins. Hættu að þrefa langtímum saman um lilils- verð mál, sbr. Utvarpsráð, á með- an stórmál eins og efnahagur þjóðarinnar eru látin dankast. Og hætti að miða málflutning sinn við þá vitgrennstu meðal vor með innantómum slagorðum og þul- um, sem fyrir löngu hafa gengið sér til húðar. 0 Láti eigin laun síga Alþingismenn mættu einnig hafa i huga að fólkið í landinu kann að meta það, sem virkilega horfir til bóta fyrir það í framtið, þótt illa komi við fyrst í stað, en þá mega vissir hópar ekki sleppa við sina bagga. Gott ráð til að fá almenning til liðs væri að byrja á að lækka laun stjórnmálamanna og embættis- manna ríkisins, en af þvi yrði trúlega lítill hávaði. Það virðist nauðsynlegt að meiri launajöfn- uður verði í landinu til þess að almenningur sætti sig við lakari lífskjör. Þar sem stjórnmálamenn hafa orðið svo mikla æfingu i því að láta krónuna síga, gætu þeir varla verið i vandræðum með að láta háu launin siga lika og þar á eftir alla verðbólguna smátt og smátt. 1336 — 3153. en ég veit þó að blóðið sem var ó lfkama hans og í kringum hann var ekki nýlt. Christer kinkaði kolli. — Læknirinn er á sömu skoðun, enda þótt hann vilji ekki kveða upp neinn endanlegan dóm að sinni. Við verðum að bíða og sjá hverjar verða niðurstöður krufningarinnar. Að þessum orðum mæltum sneri Christer sér Ögn á stólnum og horfði á Susann Motander. — Mér hefur verið sagt að þér hafið verið sfðasta manneskjan eða að minnsta kosti með þeim sfðustu, sem sáu Sandell f lifanda Iffi. Þér stóðuð á tali við hann skömmu eftir að söngæfingunni lauk. Er það ekki rétt? A þessari stundu varð mér allt í einu Ijóst að Susann hafði hingað til ekki sagt eitt einasta orð, og í nokkrar sekúndur dró ég stórlega f efa að ég myndi nokkurn tfmann upplifa að fá að heyra hana segja nokkuð. En roðinn f andliti henn- ar jókst og hún starði bæði feimin og ringluð á — þótt einkennilegt megi vírðast ekki á Christer, hcldur ekki á móður sfna, heldur áTord Ekstedt. En Tekla Motandcr skipaði fyrir með mynduglegri röddu: HÖGNI HREKKVÍSI Ástæðulaust að sækja sfðustu laufblöðin upp í topp! I VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa SjálfstæðisfloKksins i Reykjavik Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins verða til viðtals í Galtafelli Laufás- vegi 46 frá kl. 14—16. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa Laugardaginn 18. október verða til viðtals: Ellert B. Schram, alþingismaður, Ragnar Júlíusson, borgarfulltrúi, Hilmar Guðlaugsson, varaborgarfulltrúi. ENNFREMUR HENTUGIR í GANGA, STOFUR, SVEFNHERBERGI OG UTAN DYRA SENDUMí PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS &ÖRKA Suóurlandsbraut 12 sími 84488 OPIÐ TIL HÁDEGIS 70 TEGUNDIR LOFT- OG VEGGLAMPA í BÖÐ OG ELDHÚS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.