Morgunblaðið - 18.10.1975, Page 17

Morgunblaðið - 18.10.1975, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTOBER 1975 17 félk í fréttum Tfzkusýning kvenstúdenta ásunnudag + Fastur liður f skemmtanalffi Reykjavíkur er hin árlega kaffisala og tf/kusýning Kven- stúdentafélags tslands. Ágóð- inn rennur í stvrktarsjóð félagsins. Að þessu sinni fer skemmtunin fram í súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 19. okt. kl. 15.00. Verða á boðstólum gómsætar kökur og brauð, bakað af félagskonum. Stúlkurnar sem sýna eru einnig úr hópi félagskvenna. Fatnaður, sem sýndur verður, er frá Bernharð Laxdal, Kjör- garði, og tfzkuverzlununum Parinu og Sonju, Suðurveri. Kvnnir á sýningunni verður Ragna Ragnars. BOBB & BO 3£V-9~?Í> l^3?<orMOAJO ■■■ — BSRB Framhald af bls. 24 Augljóst sé þvi að ríkisvaldið áformi ekki að bæta úr réttleysi samtakanna i «amningamálum og leitist við í skjóli þess að viðhalda því misrétti f launamálum, sem þegar sé orðið milli opinberra starfsmanna og annarra. Þá segir: „I skoðanakönnun á fjölsóttum fundum á . vegum BSRB um land allt kom fram ótví- rætt sá vilji að leggja kjaramál opinberra starfsmanna ekki fyrir Kjaradóm, sem margoft hefur brugðist því hlutverki sínu að vera hlutlaust úrskurðaraðili i kjaradeilum. BSRB vill áfram leitast við að ná samningum við ríkisstjórnina um kjaramál og af- greiðslu verkfallsréttarmálsins. Bandalagið hefur margoft áður sýnt og sannað, að það er reiðubú- ið til að gera ábyrga kjarasamn- inga. Má I því sambandi minna á samninga BSRB í desember 1973, sem mörkuðu þá stefnu í kjara- málum, sem siðar var illu heilli hvikað frá af öðrum. — Sölur erlendis Framhald af bls. 24 til olíukaupa, því að togari eyðir ekki undir 2000 lítrum af olíu á sólarhring og einir 6 dagar skrif- ast sem hreint veiðitap. Að sögn Ágústs, kæmi dæmið enn verr út, ef þessi sala hefði verið í Þýzkalandi eða Belgíu, en þar eru tollar hærri en í Bret- landi, en tollar munu hækka á næstunni til jafns við það, sem er í Belgíu og Þýzkalandi. — Lánasjóður Framhald af bls. 24 — áætlaður 555 þúsund krónur hér innanlands og fær náms- maður þvi aðeins greiddan fram- færslukostnað 5 mánaða í stað 7 undanfarin ár. Þegar frá hafa verið dregnar sumartekjur náms- manna, hefur þetta veruleg áhrif á haustlánin og sagði Sigurjón að þeir námsmenn, sem gert hefðu ráð fyrir 70—100 þúsund króna haustláni, fengju aðeins 20 til 40 þúsund krónur. Sá námsmaður, sem gat vænzt 200 þúsund króna láns i haust fær 70—80 þúsund króna lægri upphæð. Námslán til manna eru ákaf- lega misjöfn, eftir þvi i hvaða löndum viðkomandi stundar nám og ekki er unnt að tala um neitt hámarkslán í þessu sambandi. Öll starfsemi sjóðsins miðar að því að meta þá fjárþörf, sem fyrir er, og fylla upp í hana. Lánsfjárhæðin fer t.d. eftir þvi, hver hjúskapar- stétt viðkomandi er, hversu mörg börn hann hefur á framfæri sínu o.s.frv. Eignir manna hér á landi hafa engin áhrif á námslán, nema um sé að ræða einhvern arð af eignum, svo sem húsaleigutekjur og annað. Þá er tekið tillit til arðsins sem hverra annarra tekna. Námsmaður, sem fær lán hjá LÍN, greiðir enga vexti af lánunum á meðan hann stundar nám. Þegar námi lýkur eru lán hvers árs lögð saman og upphæð- in byrjar að bera vexti, 5% á ári. Afborganir eru þó engar fyrr en 5 ár eru liðin frá því er námi lauk og eru þá vextir afborgunarlausa tímabilsins lagðir við höfuðstól lánsins. Skuldi námsmaður 500 þúsund krónur við námslok, skuldar hann 525 þúsund krónur, er afborganir hefjast og þessa upphæð greiðir hann með jöfnum árlegum afborgunum næstu 15 árin með 5% vöxtum eins og fyrr greinir. Sigurjón Valdimarsson sagðist ekki hafa neina útreikn- inga um verðmæti þess fjár, sem lánað væri og þess fjár sem skilaði sér til baka í afborgunum, en samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur fengið er talið líklegt að hin endurgreidda fjárhæð sé aðeins um 7% af hinum lánuðu upphæðum, vegna þeirrar óða- verðbólgu, sem geisað hefur undanfarin ár. Öll starfsemi Lánasjóðs fslenzkra námsmanna miðar að því að meta þá lánsfjárþörf sem fyrir hendi er hjá námsmanni og síðan reynir sjóðurinn að upp- fylla hana. Til þess að gefa mönn- um hugmynd um lán til einstakl- ings, tók Sigurjón dæmi um náms- mann i Svíþjóð, þar sem fram- færslukostnaður er áætlaður 652 þúsund krónur. Þessi maður hefur gefið upp sumartekjur að upphæð 162 þúsund krónur og til þess að afla sér teknanna hafði hann 2ja mánaða atvinnuleyfi. Vinnutekjurnar reiknast síðan á sérstakan hátt. Fyrir þessa tvo mánuði á maðurinn að hafa einhverjar lágmarkstekjur og þótt hann hefði engar tekjur gefið upp, yrðu honum áætlaðar 50 þúsund krónur á mánuði, en þar sem hann fær hálfan mánuð til þess að jafna sig eftir námsár, eru.lágmarkstekjurnar í þessa tvo mánuði 75 þúsund krónur. Helm- ingur þessara tekna er síðan dreg- inn frá uppgefnum tekjum og kemur þá upp talan 118.500 krón- ur, sem dragast frá framfærslu- kostnaðinum og er þá fundin svo- kölluð umframfjárþörf mannsins, sem i tilfelli námsmannsins frá Sviþjóð er 533.500 krónur. Ef maðurinn er á fyrsta náms- ári, fær hann 80% af umframfjár- þörfinni í námslán (samkvæmt ofangreindu dæmi 425.000 krón- ur), ef hann er á 2. til 5 námsári fær hann 85% af umframfjárþörf i lán (452.500) ef hann er á 6. námsári fær hann 90% af umframfjárþörf (480.000) og ef hann er á 7. námsári fær hann 100% af umframfjárþörf eða 533.500 krónur. Lánin eru látin hlaupa á 2.500 krónum. Ef viðkomandi námsmaður hefur áður fengið lán og gefið upp tekjur, verður hann við næstu úthlutun að skila skatt- stofuvottorði um tekjur ársins á undan. Hafi hann samkvæmt skattavottorði gefið of litlar tekj- ur upp, dregst það frá láninu, en hafi hann gefið upp of miklar tekjur leiðréttist það ekki. Leitað er eftir skattvottorðum bæði heima og erlendis. Er námsmaður með þessu gjörður algjörlega ábyrgur fyrir réttum upplýs- ingum. Ef um grófleg brot er að ræða og námsmaður hefur skotið undan miklum tekjum, er beitt refsiaðgerðum. Ef borinn er saman við náms- manninn i Sviþjóð námsmaður sem stundar nám hér innanlands og gert ráð fyrir að hann hafi haft sömu tekjur í 2 mánuði og sá í Svíþjóð, dragast 118.500 krónur frá 555.000 krónum, sem er fram- færslukostnaður á Islandi. Náms- maður á fyrsta námsári hér heima fengi þá í lán 350 þús. kr., á 2. til 5. námsári fengi hann 370 þúsund krónur í lán, á 6. námsári fengi námsmaðurinn 392.500 krónur og á 7. námsári 436.500 krónur. sem er öll umframfjár- þörf hans. Framfærslukostnaði hér innanlands er þó skipt í tvennt. Annars vegar er 555 þús- und króna framfærslukostnaður fyrir þá, sem ekki búa hjá for- eldrum og 423 þúsund króna framfærslukostnaður fyrir þá sem búa í foreldrahúsum. Dæmið um námsmann í foreldrahúsum er þá reiknað út frá framfærslu- kostnaðinum 423 þúsund krónur á sama hátt og hér hefur verið lýst. Sjóðurinn tekur ekki sérstakt tillit til maka námsmanns, nema viðkomandi eigi tvö börn eða fleiri. Tekið er hins vegar tillit til framfærslu barna og hækkar framfærslukostnaðurinn við fyi;sta barn um 25% og yrði því fyrir mann, sem stundar nám inn- anlands 694 þúsund krónur. Við annað barn hækkar framfærslu- kostnaður um 37.5%, við hið þriðja um 50% en séu börnin fleiri hækkar prósentan, sem framfærslukostnaðurinn er um- fram framfærslukostnað ein- staklings um 16,7% fyrir hvert barn. Hafi maki namsmanns veru- legar tekjur, eru tekjurnar dregn- ar frá láni námsmannsins. Hafi t.d. maki námsmanns, sem stund- ar nám hér innanlands einnar milljónar króna árstekjur, er framfærslukostnaðurinn 555 þús- und krónur fyrst dreginn frá tekj- unum og af afganginum, 445 þús- und krónur, eru 35% þeirrar upp- hæðar, 155.700 krónur dregnar frá umframfjárþörf mannsins. Því hafa tekjur maka mikil áhrif á lánin. Þá ber þess að geta, að eigi námsmaður meðlagsskylt barn fær hann reiknáðan aukinn framfærslukostnað sem nemur meðlagsgreiðslum fyrir starfsár sjóðsins, sem er frá 1. júní til 31. maí. Til þess að fá lán úr sjóðnum gilda engin aldurstakmörk og er hugmyndalegur möguleiki á að maður á sjötugs- eða áttræðisaldri geti fengið lán úr sjóðnum, stundi hann nám og séu tekjur hans undir ákveðnu marki. Samkvæmt upplýsingum Sigurjóns Valdi- marssonar mun eigi hafa reynt á það, að verulega roskinn eða aldraður maður hafi sótt um lán hjá sjóðnum. Hins vegar sagði Sigurjón að í Svíþjóð væru aldursmörk á lánasjóði náms- manna, en rosknu fólki væri þó gefinn kostur á skammtíma- lánum, ef það stundar nám. Þeir innlendu skólar, sem eiga aðild að Lánasjóði íslenzkra námsmanna og nemendur er geta fengið lán úr sjóðnum, eru þessir: Háskóli Islands, Kennaraháskóli Islands, Tækniskóli Islands, Vél- skóli íslands, Stýrimannaskólinn og nemendur framhaldsdeildar Búnaðarskólans á Hvanneyri. — Minning Júlíus Framhald af bls. 22 sem timinn einn er fær um að græða. Júlíus Gunnar Svein- björnsson heitir hann, sonur hjónanna Vilborgar Valgeirsd. og Sveinbjörns Júliussonar á Höfn í Hornafirði. Þessi myndar hjón hafa lagt þjóð sinni til 9 mann- vænleg börn, sem öll hafa gengið beint inn í lffæðar þjóðarinnar um leið og þau hafa vaxið úr grasi, og eru nú aðeins tvö ófermd. Þannig eru aðstæður þegar elsta syninum er fylgt til grafar. Amma og afi sem einnig dvelja hér á Höfn verða að þola þá þungu raun að kveðja sonarson- inn og nafnann, sem hafði verið lýsandi stjarna á þeirra himni í 22 hamingjurik ár. Að öllu þessu fólki steðjar nú þungur harmur, og raunar miklu fleirum, því allir sem kynntust Júlla hljóta að bera tr»ga í brjósti nú við fráhvarf hans. Þyngstur verður þó treginn hjá ekkjunni ungu, sem nú verður að sjá af ástvini sínum, er hún hafði bund- ist lifstíðarböndum, þeirra fram- táðarvonir brostnar, en sælar endurminningar lifa, og þau höfðu reist sér þann minnisvarða, sem minnir framtíðina á dugnað þeirra, smekkvfsi og framtaks- semi, en minnisvarðinn er íbúðar- hús, sem þau áttu i smiðum á einum fegursta stað hér á Höfn. En henni er mikil huggun í hans stóra systkinahóp, og svo er alltaf athvarf hjá tengdaforeldr- um, sem ætíð hafa opnað hús sitt og hjarta fyrir henni einsog öðr- um tengdabörnum sinum. Júlíus var glæsimenni í sjón og raun, hann var góður vinur vina sinna, og hugleikinn þeim er kynntust honum, hann var glaðsinna og gat alltaf lífgað upp á þann hóp, sem hann var í hverju sinni, hann var harðduglegur og horfðist i augu við framtíðina með bjartsýni og karlmennsku dug ungmennis. Þegar slíkir atburðir gerast, er einsog slokkni ljós, við stundum á svipstundu í myrkri, og vitum ekki okkar rjúkandi ráð, við get- um ekkert, ekki einu sinni fært huggunar orð til þeirra sem þyngstan harminn bera. En þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst. Sennilega þau mestu huggunar orð, sem sögð hafa verið á þessum dimmu dögum, sagði yngsti bróðir hans aðeins 6 ára, þegar hann hafði séð bróðir sinn á likbörum. Hann sagði: „Mamma við þurfum ekki að gráta nú er hann litill fallegur engill hjá Guði.“ Hver skyldi hafa látið þessi orð koma i hug 6 ára gamals barns, skyldi það hafa verið sá sem sagði. „Leyfið börnunum að koma til min en bannið þeim það ekki.“? Við skiljum það ekki fremur en við skiljum hver er tilgangur með þvi að ungum manni er svo snögg- lega kippt burt. Við sendum for- eldrum, systkinum, afa og ömmu og hugljúfri yndislegri eiginkonu hjartans samúðarkveðjur, og biðj- um þau á þyngstu stundum, að minnast orða litla bróðurins. Vinir og vandamenn. — Minning Magnús Framhald af bls. 22 Á þessum árum voru oft vand- kvæði i að koma fólki, sem hafði slasast i umferðinni, til læknis- meðferðar án tafar. Til þess ac ráða bót á þessu annaðist hann sjálfur sjúkraflutninga fyrir slasað fólk á aðalleiðum sunnan- Iands um mestu umferðarhelgar á sumrin. Sinnti hann þessari þjónustu um árabil og reyndist hún oft kærkomin hjálp. Eitt veigamikið stefnumál F.I.B. í framkvæmdastjórnartið Magn- úsar, var að vinna að þvi að tek- in yrði upp hægri umferð hér á landi. Þetta sjálfsagða fram- faraspor í umferðarmálum hafði áður verið reynt að stiga og raunar löngu áður verið samin Iög um hægri umferð en skiptar skoðanir voru um málið og lögin dagaði uppi. Þeg- ar breytingin i hægri umferð var aftur tekin tilalvarlegrar umræðu 1965 og endanlegra framkvæmda 1968 þá var ötull og óþreytandi stuðningur fram- kvæmdastjóra F.I.B. fyrir mál- stað þessum ómetanlegur, enda vann hann ótrauður að þvi að afla þessu mikilsverða stefnumáli F.I.B. fylgis með sér- stöku persónulegu sambandi, sem hann hafði beint eða óbeint við nær alla félaga F.I.B., sem þá voru þriðji hluti allra bifreiða- eigenda í landinu. Hann er þvi einn meðal þeirra mörgu sem þakkir eiga skilið fyrir að þetta mál komst heilt i höfn á réttum tima. Á þeim áratug sem Magnús Valdimarsson var framkvæmda- stjóri F.Í.B. fimmfaldaðist félaga- tala og komst hæst í nær fjórtán þúsund og var F.I.B. þá hlutfalls- lega fjölmennasta bifreiða- eigendafélag i Evrópu. Áð sjálf- sögðu stuðluðu margir aðilar og mörg atriði að þessum sérstæða árangri en þáttiu framkvæmda- stjórans verður ætíð talinn ótvíræður og mun lengi i minnum hafður sérstaklega af F.I.B. sem nú flytur sinum fyrsta fram- kvæmdastjóra hinstu kveðjur, og vottar samúð aðstandendum hans öllum. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.