Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.10.1975, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1975 7 . . n Framkvæmda- stofnun ríkisins í stjórnarsáttmála nú- verandi ríkisstjórnar er fyrirheit um endurskoðun núgildandi laga um Fram- kvæmdastofnun ríkisins og nýtt stjórnarfrumvarp til laga um stofnunina. Stjórnarflokkarnir settu á fót þingmannanefnd, sem gert hefur drög að laga frumvarpi, sem nú er í athugun hjá rikisstjórn- inni. Forsætisráðherra hefur gefið um það yfir- lýsingu á Alþingi að stjórnin muni, í samræmi við ákvæði stjórnarsátt- málans, leggja fram á yfir- standandi þingi frumvarp um þetta efni. Á meðan umrædd lög eru i endurskoðun og þar til þeim verður breytt, lá beint við, að þessari stofnun væri sett stjórn og til hennar ráðið starfs- lið í samræmi við þau lög, sem vinstri stjórnin setti á sínum tíma, og þinglið Al- þýðuflokksins greiddi „allt" atkvæði með. Þrátt fyrir þessar stað- reyndir málsins, sem þing- mönnum Alþýðuflokksins eru að sjálfsögðu kunnar (en einn þeirra er ritstjóri Alþýðublaðsins), rjúka þeir nú til með frumvarps- flutning um stjórnun stofnunarinnar og dylgju- skrif I blaði sinu, þess efnis, að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi skipt um skoð- un í þessu efni. Það er að vísu góðra gjalda vert, að Alþýðuflokkurinn sé óþreyjufullur um fram- gang sjónarmiða Sjálf- stæðisflokksins, og telji sér það til giftu og gengis að ganga fram fyrir skjöldu í baráttu fyrir þeim, en að fyrsta þing- mál flokksins (2. mál þingsins, næst á eftir fjár- lögunum) sé af þvi tagi er meiri viðbragðsflýtir en búast mátti við, jafnvel þótt vitað væri um boðað stjórnarfrumvarp um hlið- stætt efni! Verðbólga og kjarabætur Þeirri skoðun vex fylgi, að aðsteðjandi efnahags- vanda hafi á umliðnum ár- um verið um of mætt með verðbólguhvetjandi aðgerðum, þann veg að verðbólguafleiðingar eða aðgerðir gegn þeim hafi leitt til enn aukins verð- bólguhraða Hvorki stjórn- málamenn né forystu- menn launþega samtaka hafa spyrnt við fæti I þessum efnum, amk. ekki á nægilega raunhæfan hátt. Á tlmabilinu 1963 til 1973 vóru raunhæfar kjarabætur launþega í landinu, þ.e. kaupmáttar aukning launa, aðeins 1/12 hluti krónutölu- hækkunar kaups. Það er þvl að vonum, að forseti ASÍ hvetur nú til baráttu gegn orsökum verðbólg- unnar, ekki siður en af- leiðingum hennar. Krónu- töluhækkun kaups er sem sé ekki einhllt til kjara- bóta. Brezka verkalýðs- hreyfingin hefur nu lýst yfir samstöðu með þar- lendri rlkisstjórn jafnaðar- manna, sem I senn á við að kljást mikinn verð- bólguvöxt, þó mun minni sé en hér, og viðtækt at- vinnuleysi. Mótaðgerð- irnar koma m.a. fram I þvi, að kaupgjald þeirra lægst launuðu hækki aðeins að vissu þaki, I áföngum á 12 mánuðum, en laun betur settra alls ekki. Bæði þjóðartekjur og kaupmáttur útflutnings- framleiðslu okkar hafa lækkað verulega siðast liðið eitt og hálft ár. Við slikar aðstæður er naumast jarðvegur fyrir krónuhækkun kaupgjalds. A.m.k. er hætt við að slik óraunhæf krónuhækkun hverfi i verðbólguna. sem ýmsar fyrri. Frumvarp að fjárlógum fyrir komandi ár felur i sér stefnubreytingu um stjórnun rikisfjármála, að- haldsstefnu, sem er eða gæti orðið, jákvætt upp- haf raunhæfrar baráttu gegn verðbólgunni. Fái þessi aðhaldsstefna byr á Alþingi, sem vonandi verður, þurfa aðilar vinnu- markaðarins og starfshóp- ar þjóðfélagsins að fylgja henni eftir með nýjum viðhorfum i svokallaðri kjarabaráttu. Forsendur kjarabóta, sem verða varanlegar, ekki eidsmatur verðbólgu, er aukin verðmætasköpun i þjóðarbúinu. vaxandi þjóðartekjur, svo meira verði til staðar og skipta. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja rekstrar- grundvöll atvinnuveganna og atvinnuöryggi almenn ings, jafnframt þvi sem standa þarf trúrri vörð um verðgildi launa og pen- inga, gjaldmiðils okkar, en hingað til. DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11 árd. Ferming og altarisganga. Séra Þórir Stephensen. Messa kl. 2 síðd. Ferming og altaris- ganga. Séra Óskar J. Þorláks- son. Barnasamkoma kl. 10.30 í Vesturbæjarskólanum við Öldugötu. Hrefna Tynes. NESKIRKJA. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Fermingarmessa kl. 2 síðd. Séra Frank M. Halldórsson. HATEIGSKIRKJA. Barnaguð- þjónusta kl. 10.30 árd. Séra Jón Þorvarðsson. Messa kl. 2 siðd. Séra Arngrímur Jónsson. Bibliulestur verður í kirkjunni n.k. þriðjudagskvöld kl. 9 siðd. Séra Arngrímur Jónsson. BÚSTAÐAKIRKJA. Barnasam- koma kl. 11 árd. Séra Ólafur Skúlason. FÍLADELFlUKIRKJAN. Safn- aðarguðþjónusta kl. 2 síðd. Al- menn guðþjónusta kl. 8 síðd. Einar Gislason. FRÍKIRKJAN I REYKJAVÍK. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. DÓMKIRKJA KRISTS KON- UNGS. í Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 2 síðdegis. GRUND elli- og hjúkrunar- heimili. Messa kl. 2 siðd. Séra Þorsteinn Jóhannesson fyrrv. prófastur messar. Fél. fyrrv. sóknarpresta. LANGHOLTSPRESTAKALL. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Arelíus Níelsson. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Ræðu- efni: Dauðinn? Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. KIRKJA ÓIIAÐA SAFNAÐARINS. Messa kl. 2 síðd. Væntanleg fermingarbörn ársins 1976 komi til messunnar og innritunar. Séra Emil Björnsson. IIALLGRlMSKIRKJA. Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigur- björnsson. Fjölskyldumessa kl. 2 siðd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. HJALPRÆÐISHERINN. Helgunarsamkoma ki. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 síðd. Kapt. Daniel Óskarsson. Arbæjarprestakall. Barnasamkoma í Árbæjarskóla kl. 10.30 árd. Fermingarguð- þjónusta og altarisganga i Ár- bæjarkirkju kl. 1.30 síðd. Séra Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Fermingarguðþjónusta kl. 1.30 í Bústaðakirkju. Altarisganga. Sunnudagaskóli i Breiðholts- skóla kl. 10.30 árd. Séra Lárus Halldórsson. GRENSÁSKIRKJA. Barnasam- koma kl. 10.30 Guðþjónusta kl. 2. Séra Haildór S. Gröndal. FELLA- OG HÓLASÓKN. Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 árd. Fermingaguðþjónusta i Bústaðakirkju. Altarisganga. Sóknarpresturinn. LAUGARNESKIRKJA. Messa kl. 2 siðd. Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Séra Garðar Svavars- son. ÁSPRESTAKALL. Barnasam- koma í Laugarásbiói kl. 11 árd. Messa að Norðurbrún 1 kl. 2 siðd. Safnaðaraðalfundur að lokinni guðþjónustu. Séra Grimur Grimsson. DIGRANESPRESTAKALL. Barnasamkoma i Vighólaskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta i Kópa- vogskirkju kl. 11. Séra Þorberg- ur Kristjánsson. KÓPAVOGSKIRKJA. Ferming- arguðþjónusta kl. 2 siðd. Altar- isganga. Séra Árni Pálsson. GARÐASÓKN. Barnasamkoma 1 skólasalnum kl. 11 árd. Séra Bragi Friðriksson. BESSASTAÐAKIRKJA. Messa kl. 2. síðd. Séra Garðar Þor- steinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA. Bjarnaguðþjónusta kl. 11 árd. Séra Garðar Þorsteinsson. FRlKIRKJAN I HAFNAR- FIRÐI. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónustá kl. 2 siðd. Séra Haukur Ágústsson annast messugerð. Kirkjukaffi kvenfélagsins að lokinni messu í Góðtemplarahúsinu. Safnaðarprestur. LÁGAFELLSKIRKJA. Guð- þjónusta kl. 2 síðd. Séra Bjarni Sigurðsson. kalfatjarnarkirkja. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Bragi Friðriksson. INNRI-NJARÐVÍKURSÓKN. Guðþjónusta kl. 5 siðd. og sunnudagaskóli i safnaðar- heimilinu á sama tima. Séra Ólafur Oddur Jónsson. YTRI-NJARÐVlKURSÓKN. Sunnudagaskóli í Stapa kl. 11 árd. Séra Ólafur Oddur Jóns- son. KEFLAVÍKURKIRKJA. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Ólafur Oddur Jónsson. KIRKJUVOGSKIRKJA. Messa kl. 2 síðd. Séra Jón Árni Sig- urðsson. UTSKALAKIRKJA. Messa kl. 2 siðd. Séra Guðmundur Guðmundsson. GRINDAVlKURKIRKJA. Barnaguðþjónusta kl. 11 árd. Séra Jón Árni Sigurðsson. SAURBÆJARKIRKJA á Kjalarnesi. Messa kl. 2 siðd. Séra Einar Sigurbjörnsson. INNRA-HÓLMSKIRKJA. Barnaguðþjónusta kl. siðd. Séra Jón Einarsson. AKRANESKIRKJA. Barna- samkoma kl. 11 árd. Messa kl. 2 siðd. Séra Björn Jónsson. Sýningin „Impressionista listmálararnir" stendur nú yfir í franska bókasafninu, Laufás- vegi 12, og verður opin til sunnudagsins 26. október 1975 að honum meðtöldum. Sýningin er opin frá kl. 1 7 — 22 alla daga. Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra að Hallveigarstöðum (báðir salir) kl. 1 5 i dag. Ótrúlegt úrval af nýjum fatnaði og öðrum varningi. Auk þess útvarpstæki, barnarúm, barnavagga, ryk- suga, eftirprentanir, matvara, leirtau og kristalsvörur, leikföng glæsilegur silfurrefur og pelskápa úr ekta skinni. Lukkupakkar á 100 krónur. Komið og gerið reyfara- kaup. Verið öll velkomin. Nefndin. Vorboðakonur, Hafnarfirði Aðalfundur félagsins verður haldinn 1 Sjálf- staeðishúsinu mánudaginn 20. október kl 8.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á þing landssambands sjálf- stæðiskvenna. Frú Ragnhildur Helgadóttir verður gestur fundarins Stjórnin Launþegaráð Reykjaneskjördæmis Framhaldsstofnfundur Launþegaráðs Reykjaneskjördæmis, verður haldinn i Sjálfstæðishúsinu. Hafnarfirði, þriðjudaginn 21 október 1975 kl. 20.30. Matthias Á. Mathiesen, fjármálaráðhérra og Gunnar Helgason. for- maður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins mæta á fundinn MatthiasÁ. Mathiesen Gunnar Helgason. AHt Sjálfstæðisfólk i kjördæminu i launþegastétt, velkomið á fundinn meðan húsrúm leyfir. ., .. . . . Undirbunmgsnefndin. Aðalfundur kjördæmisráðs sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi Vestra, verður haldinn laugardaginn 25. okt. n.k. kl. 14 i sjálfstæðishúsinu á Siglufirði. Aðalfundur félags sjálfstæðismanna í Langholti, verður haldinn sunnudaginn 19. okt. kl. 4 e.h. að Langholtsveg 124 Rvik. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Styrmir Gunnarsson ritstj. flytur ræðu og svarar fyrirspurnum. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.