Morgunblaðið - 05.11.1975, Síða 14

Morgunblaðið - 05.11.1975, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÖVEMBER 1975 Keflavíkurflugvöllur: Framkvæmdir 19751535 m.kr. Áætlaðar framkvæmdir 1976 2530 — 2890 millj. kr. ISLENZK fyrirtæki munu á þessu ári vinna fyrir 1535 m.kr. á Keflavíkurflugvelli (efni og vinna) — 270 fjölskyldur varnar- iiðsmanna og erlends starfsliðs á Keflavfkurflugvelli búa nú utan vamarsvæðisins — eða jafnmarg- ar og á árinu 1974. Á varnar- svæðinu eru nú 3007 hermenn eða 310 færri en f fyrra. A launa- spurn Gils Guðmundssonar um þetta efni. Búseta utan varnarsvæðis. Varnarliðið hefur heimild til að hafa 270 fjölskyldur búsettar utan varnarsvæðis. Samkvæmt upplýsingum ráðherra skiptist sú búseta sem hér segir árin 1974 og 1975: I þessum tölum eru ekki taldar rúmlega 30 fjölskyldur, þar sem annar hvor makinn er fslenzkur ríkisborgari og á skv. lögum rétt til búsetu hér á landi. Islendingar, sem starfa f þjónustu varnarliðs Fyrirspurn um fjölda íslend- inga, er voru við störf á Kefla- skrá hjá varnarliðinu eru 218 óbreyttir borgarar, aðallega konur og aðstandendur varnar- liðsmanna. Hinn 1. október sl. voru 121 bandarfkjamaður á verk- samningi við varnarliðið, sér- fræðingar f tækjabúnaði, kennarar, starfsfólk Rauða-kross og annað sérhæft fólk. Þetta kom fram f svari Einars Agústssonar utanrfkisráðherra f sameinuðu þingi f gær, er hann svaraði fyrir- Keflavík ...........1974 Njarðvík ...........1974 Sandgerði ..........1974 Hafnarfjörður ......1974 Reykjavík ..........1974 Vogar...............1974 Hafnir .............1974 Kópavogur ..........1974 Garðahreppur .......1974 Samtals 166 fjölsk. 1975 166 fjölsk. 74 fjölsk. 1975 74 fjölsk. 6 fjölsk. 1975 10 fjölsk. 5 fjölsk. 1975 9 fjölsk. 9 fjölsk. 1975 5 fjölsk. 2 fjölsk. 1975 3 fjölsk. 4 fjölsk. 1975 2 fjölsk. 2 fjölsk. 1975 1 fjölsk. 2 fjölsk. 1975 0 fjölsk. 270 fjölsk. 270 fjölsk. Teeny flip Teeny flip Slip Doreen Poesie decor V Poesie extra soft Jane Set Pony H Sloggi mini Amor teen 1111 Fabienne Amor teen 1112 Fabienne Slip Amor teenlllS Amourette click Amor teen V Jolly cotton Butterfly FT ____ Butterfly V Trhimflh AGUST ARMANN hf. UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN - SUNDABORG - REYKJAVÍK Einar Agústsson utanrfkisráðherra. víkurflugvelli í október 1974 og á sama tíma 1975, svaraði ráð- herrann þannig: „Miðað við 1. október 1974 störfuðu alls 1094 fslendingar ýmist í þjónustu varnarliðsins sjáifs eða aðila, sem unnu fyrir varnarliðið samkvæmt verk- samningum. Sambærileg tala 1. október 1975 var 1422. Aukning á einu ári því 328 manns. Fyrst og fremst vegna aukinna byggingar- umsvifa. Hér eru ekki taldir með þeir sem að hluta vinna fyrir varnarliðið með ýmsum hætti svo sem t.d. starfsmenn flugfélaga, skipafélaga, opinberir starfs- menn o.þ.h.“ Bandarfkjamenn sem starfa á Keflavfkurflugvelli. Fyrirspurn um fjölda banda- ríkjamanna, hermanna og annarra, er störfuðu á varnar- svæðinu í október 1974 og á sama tíma 1975 svaraði ráðherrann þannig: „Hermenn voru 1. október 1974 alls 3.317. Þeir voru 3.007, 1. október s.l. Hefur þeim því fækkað á einu ári um 310. Á launaskrá hjá varnarliðinu voru 218 óbreýttir borgarar 1. október 1974. Þeir voru 205 ári síðar. Langstærsti hópur þessa fólks eru konur og aðrir aðstandendur varnarliðsmanna. Hinn 1. október 1974 voru sam- tals 113 bandaríkjamenn á sér- stökum verksamningum við varnarliðið. Þeir voru 121 nú 1. október s.l. Hér er um að ræða tæknimenn eða sérfræðinga í hvers konar tækjabúnaði, kennara, Rauða- kross starfsfólk og annað sérhæft fólk.“ Verktakafyrirtæki og fram- kvæmdir á Keflavfkurflugvelli. Fyrirspurn um fjárhæð kostn- aðar við framkvæmdir á varnar- svæðinu á árunum 1975 og 1976 (áætlað) og íslenzk verktakafyrir- tæki var svarað sem hér segir: „Ég mun svara þessum tveim liðum fyrirspurnarinnar I einu lagi vegna þess að þetta fer saman. íslenskir Aðalverktakar annast allar nýbyggingar fyrir varnarliðið, og Keflavíkurverk- takar annast viðhaldsvinnuna. Varnarliðið sjálft annast aðeins daglegt viðhald og viðgerðir, sem unnar eru af föstum starfsmönn- um þess, auk allskonar annarra þjónustustarfa. Gert er ráð fyrir því, og má það teljast nokkuð ábyggileg tala, að fyrirtækin muni á þessu ári vinna fyrir u.þ.b. 1.535 milljónir króna. Af þessari upphæð má telja efniskostnað nema um þriðjungí, þannig að rúmlega einn milljarður króna af þessari upphæð verða greiðsla vinnulauna á einn eða annan hátt. Að því er árið 1976 varðar er erfitt að koma með nákvæmar tölur af ýmsum ástæðum. T.d. er þjóðþing Bandaríkjanna ekki enn búið að samþykkja allar fjárveit- ingar fyrir þetta tímabil. Einnig geta erfiðleikar við efnisútvegun tafið framkvæmdir. Því er gert ráð fyrir að framkvæmdir á árinu 1976 verði einhversstaðar á bilinu milli 2.530 og 2.890 milljónir króna. Er þá miðað við núverandi gengi á Bandaríkjadollar. Gert er ráð fyrir að efniskostnaður verði svipaður hundraðshluti og áður eða %. Ættu þá vinnulaun á einn eða annan hátt af starfsemi þessara tveggja verktakafyrir- tækja að nema frá 1.690 — 1.930 milljónum króna. Atvinnuástand- ið á umræddu svæði gæti einnig haft áhrif á framkvæmdir þær er hér um ræðir“ „Alþingi skipi nefnd”: A ð greiða til baka hálfa milljón Ragnar Arnalds (K) mælti í gær fyrir tillögu til þingsálykt- unar þess efnis að Alþingi „skipi 5 manna nefnd“ til að rannsaka fjárreiður stjórn- málaflokka og semja frumvarp til laga um starfsemi þeirra. Taldi hann frumvarp Eyjólfs K. Jónssonar um bókhalds- og framtalsskyldu stjórnmála- flokka og að hluta til skattfrelsi framlaga til starfsemi þeirra fela það I sér m.a., að Ármanns- fell fengi endurgreitt meir en hálfa milljón af þegar inntu framlagi til Sjálfstæðisflokks- ins. Ekki veitti félaginu af, þar sem skattskyldar tekjur þess hefðu verið um 240 þús. krón- ur! Eyjólfur Konráð Jónsson (S) taldi hérhallað verulega réttu máli. I fyrsta lagi gerði frum- varpið ráð fyrir þvi, að skatt- frjáls framlög einstaklinga gætu aldrei orðið yfir 5% af nettótekium. Að sögn R.A. væru nettótekjur Ármanns- fells, sem raunar kæmu frum- varpi sínu ekkert við, 240 þús. 5% af þeirri upphæð væri um 12 þús. kr. og skattur af þeirri fjárhæð þaðan af minni. Hér væri þvi ýkt og ósatt sagt um nokkur þúsund prósent. I öðru lagi mætti benda á það, að þál. RA fjallaði um, að Alþingi „skipaði nefnd“ o.s.frv. Hver á að skipa nefndina, spurði þing- maðurinn, forseti Alþingis, skrifstofustjóri eða sendillinn? Tillaga hans og málflutningur- inn væri því í samræmi hvort við annað. — Frumvörp sín miðuðu efnislega að þvf að setja heilbrigða löggjöf um fjárreiður stjórnmálaflokka. Um þetta efni ættu að fara fram ábyrgar og málefnalegar umræður, en ekki af því tagi, sem Ragnar Arnalds iðkaði. Nokkrar umræður urðu um tillöguna. Forseti neðri deildar. Ragnhildur Helgadótt- ir, flutti þar athyglisverðar ábendingar um hugsanlega lög- gjöf um starf og stöðu stjórn- málaflokka í lýðræðisþjóðfé- lagi, sem verða gerð ítarleg skil á þingsfðu Mbl. síðar. AIMAGI ■ /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.