Morgunblaðið - 05.11.1975, Side 28

Morgunblaðið - 05.11.1975, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÖVEMBER 1975 Valemon konungur hvítabjörn „Góðan daginn“, svöruðu þær á móti. „Hafið þið séð nokkuð til Valmon kon- ungs Hvítabjarnar?“ spurði konungs- dóttir. „Ojá, hann fór hér framhjá í fyrradag, en svo hratt fór hann, að aldrei munt þú ná honum“, sagði gamla konan. Litla telpan var að leika sér að dúk, sem hafði þá náttúru, að þegar sagt var við hann: „Breiddu úr þér dúkurinn góði! “ þá breiddi hann þegar úr sér og komu á hann allir hugsanlegir ágætis réttir og þar sem hann var, var aldrei skortur á bezta mat. „O, ég kenni svo í brjósti um aumingja konuna, sem þarf að fara svona langar leiðir. Ég vil gefa henni dúkinn, ef ég má það. Hún hefir miklu meiri þörf fyrir hann en ég“. Og fóstra hennar leyfði henni að gefa konungsdóttur dúkinn. Síðan tók konungsdóttir dúkinn og þakkaði fyrir sig, og hélt áfram ferðinni langar leiðir, allan daginn og heila nótt gekk hún um dimman skóginn, en um morguninn kom hún að bergi, sem yar bratt eins og veggur og svo hátt og langt, að ekki sá fyrir endann á því. Þar var líka kot eitt lítið hjá berginu og um leið og hún gekk inn i kotið, sagði hún: „Góðan daginn, hafið þið séð Valemon konung hvítabjörn fara hér framhjá?" „Góðan daginn stúlka mín“, sagði kon- an í kotinu. „Já hann Valemon konungur hann fór hérna upp yfir bergið fyrir þremur dögum síðan, en upp það kemst enginn annar en fuglinn fljúgandi“, sagði hún. í þessu koti var svo fullt af smábörn- um, að það var alveg dæmalaust, og öll héngu þau í pilsum móður sinnar og hrópuðu á mat. Kerling setti þá á hlóðir pott með steinvölum í. Konungsdóttir spurði hvað þetta ætti að þýða. Konan sagði þá að hún væri svo fátæk, að hún hefði hvorki neitt að borðá né fötin á hópinn, en það væri svo þreytandi að heyra börnin hrópa á mat, að hún setti upp pottinn og segði, að nú væru kartöfl- urnar bráðum soðnar, þá væri eins og sulturinn í krökkunum rénaði örlítið og þau væru til friðs nokkra stund, sagði hún. Konungsdóttir var nú ekki sein á sér að taka fram dúkinn og flöskuna og þegar börnin voru södd og kát, sneið hún á þau föt með gullskærunum. „Jæja“, sagði konan í kotinu, „fyrst þú varst svona skelfing væn við mig og börnin, þá væri skömm, ef ég reyndi ekki að hjálpa þér svolítið í staðinn, til þess að komast upp í bergið. Maðurinn minn er afar mikill smiður. Nú skalt þú fara að hvíla þig, þangað til hann kemur heim, svo skal ég fá hann til þess að smíða klær handa þér, bæði á hendur og fætur og með þeim geturðu kannski klifrað upp bjargið. Þegar smiðurinn kom heim, fór hann strax að fást við klærnar, og eftir sólar- hring var hann búinn með þær. Þá þakk- aði konungsdóttir fyrir sig og lagði af stað upp bjargið, hjó í það stálklónum og skreið og skreið upp eftir berginu heilan dag og heila nótt og var orðin svo dauð- þreytt að hún gat varla hreyft sig og hélt DRÁTTHAGI BLÝANTUREMN vtw MORöJKí KAFMNU Ég sagði undir klukkunni — ekki.... og hlusta þar á 6 gfra steríö. Stfgðu ekki strax niður þvf þá get ég vigtað mig lfka fyrir sama fimmkailinn. Hvernig gengur fjársöfnunin fyrir nýju þaki á kirkjuna? Gamall negri var að segja kunningja sfnum draugasögu. — Það var alveg agalegt. Ég var að koma úr maíbúrinu með fulla fötu af rjóma f hendinni, þegar draugurinn skauzt fram hjá mér af voða krafti. — Varstu hræddur? spurði kunninginn. Skaifstu af hræðslu? — Ég veit ekki hvort ég skalf af hræðslu. Ég veit ekki, hvort ég skalf yfirleitt. En þegar ég kom inn f eldhús, var enginn rjómi f fötunni, bara pund af smjöri. X — Hugsaðu þér, hvað hann var agalega dónalegur. Hann spurði mig, hvort ég myndi eftir frostavetrinum 1918. V_______________________________ Það var haldið happdrætti um bfl í bæ einum f Skotlandi. Sandy, sem keypti tvo happ- drættismiða, fékk bflinn. Þegar vinur hans kom til hans til þess að óska honum til hamingju með bflinn, var Sandy mjög áhyggjufullur. — Hvað gengur að þér, maður, spyr vinurinn. — Æ, sagði Sandy. Ég get ekki fyrirgefið mér að vera svo vitlaus að kaupa tvo miða fyrst einn dugði. X Tveir snáðar tala saman. — Hvernig líkar þér við nýja pabbann þinn? — Svona og svona, en hvernig lfkaði þér við hann, þegar hann var pabbi þinn? Morðíkirkjugarðinum 25 óskaði eftir að hitta lögreglufor- ingjann. Það hefur nú sjálfsagt ekki verið hennar orðalag að hún óskaði eftir að hitta hann. Ilún var digur og mikil um sig og hélt um plastikveski sitt krampa- kenndu taki og hún tyllti sér á blábrúnina á stólnum, og varla var hægt að segja, að hún iðaði f skinninu eftir að láta lögregluna yfirheyra sig. Hún forðaðist að lfta á Christer, meðan hún svaraði fyrstu spurningum hans. — Ju . . . jú . . . Connie kom til okkar og hélt upp á jólin . . . Hvenær hann kom? Ja, ætli það hafi ekki veríð um sexleytið, við vorum að fara að drckka kaffið þegar hann kom. En Alice Broman var bersýni- Icga af þvf sauðahúsi fólks sem ekki kann að segja ósatt. Meira að segja f daufri birtunni þarna inni sáum við að hún varð rauðflekk- ótt á hálsinum og augu hennar voru full af tárum. En svo beygði Christer sig fram og sagði í sfnum alúðlegasta tón: — Svona . . . svona frú Broman, hvernig var þetta nú f raunveruleikanum? Þér hjálpið honum ekki með þvf að segja ósatt, það hljótið þér náttúrlega að skilja . . . Bróðir yðar kom mun seinna til Persby, er það ekki rétt? Nú streymdu tárin óhindrað niður vanga konunnar og hún fálmaði f veskinu sfnu eftir vasa- klút til að þurrka sér. — Hann kom . . . hann kom ekki fyrr en klukkan hálfnfu, en hann grátbað okkur að segja að hann hefði verið kominn til okkar klukkan sex, þvf að hann stað- hæfði að elia yrði presturinn f júkandi reíður út f hann . . . — Var hann drukkinn? Hún þurrkaði sér um augun og snýtti sér og sagði dapurlcga: — Það hefur sjálfsagt runnið af honum á leiðinni. En mér sýndist sem hann hefði drukkið heil- míkið fyrr um daginn. Og hann var óskaplega taugaóstyrkur. Skyndilega var eíns og hún hefði alveg gleymt þvf að það var sjálfur yfirmaður sakamáladcild- arinnar sem hún sat og trúði fyrir mæðu sinni. Hún snökti örvænt- ingarfull: — Hamingjan góða! Ég er svo óskaplega hrædd um hvað hann getur hafa fundið upp á að gera. Connie hefur alltaf verið óút- reiknanlegur, þegar hann hefur snert áfengi. Og svo Arne Sandell af öilum mönnum ... — Hvað eigið þér við með því? spurði ég forvitnislega. — Var kalt á milli þeirra Sandells? — Ég er ósköp hrædd um það. Það er gömul saga, sem hann er alltaf að rifja upp, þegar hann er fullur og ég veit reyndar ekki almennilega hvernig f þvf liggur, en mér finnst óréttmætt að ráðast á Arne Sandell fyrir það sem gerðist. Sannleikurinn er sá að Connie var afgreiðslumaður hjá kaupmanninum, sem var á undan Arne og Arne var aukamaður f verzluninni öðru hverju, þegar hann var ekki f Kila á bflnum. Og svo þegar gamli kaupmaðurinn dó — það eru nú nfu ár sfðan — vildi Connie taka við verzluninni og hann hafði fengið Motander forstjóra til að útvega sér lán, en á sfðasta augnablíki brást for- stjórinn honum og þá kom Arne Sandell og reiddi fram féð og allt á borðið. Og ef ég á að segja hreint út eins og mér finnst, held ég það hafi verið öllum fyrir beztu, þvf að Connie hefði aldrei verið neinn maður til að hugsa um svona stóra verzlun af neinum- sóma. Og hann hefði heldur aldrei getað sinnt bókhaldi og öllu sem að þvf Iýtur. En hann er gramur yfir þvf innst ínni að þessir draumar hans skyldu að engu verða og hann var til- neyddur til að halda ófram að vera innanbúðarmaður hjá Arne Hún komst ekki lengra. Þvf að f annað skipti f dag voru nú dyrnar rifnar upp á gátt f friðsælli stof- unni okkar og Connie Lundgren kom þjótandi inn. Fyrir aftan hann sáum við náfölt andlit Hjör- disar Holm, en Lundgren bandaði henni frá sér eins og hún væri óviðkomandi og stikaði f áttina að grátandi systur sinni. — Fjárakornið! Svo að hann hefur þá læst f þig klónum? Þá veit ég Ifka upp á hár hvernig það hefur endað. Þú hefur kjaftað frá þvf að ég lagði ekki af stað að heiman fró mér fyrr en klukkan sjö. Og hvað . . . hvað ætli það stoði mér þá þótt ég sverji að það var ekki ég, sem drap Arne! Það fæst enginn til þess að trúa mér Hann steytti stóran hnefann að henni og hrópaði tryllingslega: — Enginn trúir mér þegar ég segi það! En það er satt að hann VAR STEINDAUÐUR, ÞEGAR ÉG KOM OG ÝTTI HONUM NÆR AFGREIÐSLUBORÐINU. 'N 8. kafli Þær sekúndur sem á eftir komu einkenndust af ringulreið sem var bæði hægt að sjá og skynja. Alice Broman kveinaði. Connie

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.