Morgunblaðið - 26.11.1975, Síða 1
32 SÍÐVR
271. tbl. 62. árg.
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Flotaíhlutun
London, Grimsby, Hull 25. nóv.
Reuter. Mike Smartt. AP
• WILLIAM Rodgers,
flotamálaráðherra Breta,
sagði á fundi f Neðri mál-
stofunni, er hann skýrði
frá þvf að floti Breta-
drottningar hefði verið
sendur á tslandsmið, að sú
ákvörðun hefði verið tekin
„með harm í huga, ekki f
bræði, heldur með trega“.
Hann sagði einnig: „Við
verðum að tryggja að
brezkir togarar geti haldið
áfram að stunda löglegar
veiðar sfnar á alþjóðahaf-
svæðum, en brezka stjórn-
in er til viðræðu hvenær
sem er um að hefja að nýju
samninga við fslenzku
ríkisstjórnina.“
% Um svipað leyti og
William Rodgers mælti
þessi orð lagði brezka frei-
gátan „Leopard“ af stað til
íslandsmiða og var komin
þangað síðdegis. Skipið er
2300 lestir að stærð, útbúið
fjórum 115 þumlunga fall-
byssum, einni 40 mm
byssu svo og djúpsprengju-
vörpu. Frá því var samtfm-
is skýrt að tvö herskip til
viðbótar kæmu á tslands-
mið á laugardaginn.
# Roy Hattersley, aðstoð-
arutanríkisráðherra Breta,
kvaddi Níels P. Sigurðsson,
sendiherra Islands f
London, á sinn fund til að
segja honum frá ákvörðun
stjórnarinnar. Þar ftrekaði
Hattersley samningsvilja
stjórnar sinnar. Vikið
verður nánar að yfirlýs-
ingu Hattersleys hér á
Framhald á bls. 11
Leopard kominn f togarahópinn — Myndin er tekin af freigátunni f
sfðasta þorskastrfði, en þá átti hún oft f útistöðum við varðskipin.
Myndin er tekin frá Ægi og ef grannt er skoðað má sjá að failbyssurn-
—Ljósm.: Friðgeir Olgeirsson.
ar bæði að aftan og framan eru mundaðar að Ægi, en þetta var eina
freigátan sem þá sýndi af sér slfka ógnun. Byssurnar eru ratsjárstýrð-
ar og sé hleypt af þeim, geiga þær ekki.
Geir Hallgrímsson í ræðu á Alþingi í gær:
Myndum órofa samstöðu
þjóðareiningu
1 STUTTRI ræðu á Alþingi sfðdegis í gær
skoraði Geir Hallgrfmsson forsætisráð-
herra á þing og þjóð að mynda órofa
samstöðu, þjóðareiningu um viðbrögð og
mótaðgerðir gegn valdbeitingu Breta.
Við þurfum að fhuga vel hvert það skref,
sem við tökum, svo að það verði stigið í
styrkleika en ekki veikleika, taka allar
ákvarðanir að vel athuguðu máli, svo að
við megum ná þeim tilgangi, sem að er
stefnt f landhelgismálum okkar, að ná f
raun fullum yfirráðum yfir fslenzkum
fiskimiðum og vernda þá auðlind sjávar,
sem framtfð og velferð þjóðarinnar er
svo samofin, sagði Geir Hallgrfmsson.
Forsætisráðherra mælti þessi orð í um-
ræðum utan dagskrár en Lúðvfk Jóseps-
son kvaddi sér hljóðs og sagði:
Luns framkvæmdastjóri NATO:
Hvetur Islendinga og
Breta að sýna stíllíngu
BrUsseJ 25. nóv. Reuter.
Einkaskeyti tii Mbl. frá AP
JOSEPH Luns, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
tilkynnti f dag að hann hefði
haft samband við fulltrúa Is-
lendinga og Breta hjá Atlants-
hafsbandalaginu f þvf skyni að
reyna að draga úr stigmögnun f
fiskveiðideilu landanna. Ilvatti
Luns báða aðila til að sýna
fyllstu aðgát. I tilkynningu
Luns sagði meðal annars: „Það
er skoðun mfn, að tfmi sé til
kominn að ég láti f Ijós áhyggj-
ur mfnar og tjái þá von að
komizt verði hjá átökum milli
tveggja bandalagsþjóða.“
Joseph Luns
í tilkynningunni er og
fram að Luns hefði nú
með framvindu mála um
ÍiIIIIi urt skeið og ákveðið að hafa
samband við Tómas Tómasson,
séndiherra, og Sir John Killick,
sendiherra Breta hjá Atlants-
hafsbandalaginu.
Areiðanlegar heimildir Reut-
er-fréttastofunnar höfðu fyrir
satt að framkvæmdastjórinn
hefði frá hvorugum málsaðila
fengið formlega beiðni eftir
diplómatískum leiðum, og
áskorun sína hefði hann birt að
eigin frumkvæði.
Þá er vakin athygli á að Luns
hefði áður reynt að hafa meðal-
göngu milli Breta og tslendinga
varðandi fiskveiðideilu land-
anna.
tekió
fylgzt
nokk-
Við eigum að kalla sendiherra
okkar heim frá London, slíta
stjórnmálasamstarfi við Breta,
kunngera viðkomendum, að við
eigum ekki heima í hernaðar-
bandalagi, þar sem eitt aðildarrík-
ið beitir annað hernaðarofbeldi i
formi herskipaíhlutunar.
Lúðvfk Jósepsson spurðist fyrir
um hver yrðu viðbrögð íslenzkra
stjórnvalda við herskipaíhlutun á
tslandsmiðum.
Geir Hallgrfmsson forsætisráð-
herra, sagði, að ríkisstjórnin liti
mjög alvarlegum augum ólög-
mæta valdbeitingu Breta innan
fiskveiðilandhelgi okkar. Ríkis-
stjórnin hefói þegar mótmælt
þessum aðgerðum, m.a. með svo-
hljóöandi orðsendingu til brezku
ríkisstjórnarinnar.
„Rfkisstjórn Islands mótmælir
harðlega þeirri ráðstöfun
brezku rfkisstjórnarinnar að
beita herskipum til að vernda
ólöglegar veiðar brezkra tog-
ara innan fslenzkrar fiskveiði-
lögsögu.
Hér er um ólöglega valdbeit-
ingu að ræða, sem ekki einung-
is brýtur f bága við ákvæði
samþykkta öryggisráðstefnu
Evrópu f Helsinki, heldur sam-
Geir HallcrtauMa
ræmist hún ekki aðild beggja
þjóðanna að Atlantshafs-
bandalaginu. Slfk valdbeiting
útilokar allar frekari viðræður
við rfkisstjórn Bretlands
a.m.k. unz hin brezku skip
hverfa af Islandsmiðum.
Að sjálfsögðu munu fslenzk
varðskip halda áfram að
vernda hin fslenzku fiskimið
eftir þvf sem unnt er, enda er
varðveizla fiskstofnanna við
lsland Iffshagsmunir fslenzku
þjóðarinnar."
Ég tel ekki rétt að hafa fleiri
orð hér um sagði forsætisráð-
herra. Aðgerðir, sem til mála
koma, og i athugun eru, vegna
ofbeldisaðgerða og valdbeitingar
Breta verða kunngerðar Albingi
Framhald á bls. 31.