Morgunblaðið - 26.11.1975, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÖVEMBER 1975
HIN ÞEKKTA danska postu-
línsverksmiðja Bing & Griin-
dahl hefur fyrir nokkru sent
frá sér fyrstu eintökin af nýj-
um veggmyndum og bökkum
með teikningum íslenzku lista-
konunnar Rúnu, en hennar
rétta nafn er Sigrún Guðjðns-
dóttir. Er ráð fyrir þvf gert að
þessir munir verði seldir um
allan heim. Þegar Bing & Grön-
dahl hófu framleiðslu fyrir 125
árum var fyrsta verkefnið gerð
diska með upphleyptum mynd-
um eftir Bertil Thorvaldsen, en
hann var sem kunnugt er fs-
lenzkur I föðurætt. Er ekki vit-
að til að listamaður af íslenzk-
um ættum hafi hannað list-
muni fyrir þessa þekktu postu-
línsverksmiðju fyrr en nú, að
Sigrúnu voru falin þessi verk-
efni. Verksmiðjan hefur nú í
athugun skissur sem Sigrún
sendi utan og mun vera afráðið
að framleiddir verði diskar af
sérstakri gerð með myndum
Sigrúnar og fleira mun fram-
leiðsluráð verksmiðjunnar
hafa I athugun. Hin nýju verk
Sigrúnar sem Bing & Gröndahl
hafa sent frá sér verða á næstu
dögum til sýnis hjá umboðs-
manni verksmiðjunnar, Karli
K. Karlssyni, Tjarnargötu ÍOA,
og þar verður einnig útflutn-
ingsstjóri verksmiðjunnar,
Preben Hansen, til viðtals.
Karl K. Karlsson efndi til
blaðamannafundar I gær til að
kynna nýju veggmyndirnar og
borðbakkana, en þar voru m.a.
viðstödd listakonan Sigrún
Guðjónsdóttir og Preben Han-
sen útflutningsstjóri Bing &
Gröndahls. Sigrún útskýrði þar
verk sín, en veggmyndirnar eru
þannig gerðar, að teikningarn-
ar eru silkiprentaðar á veggflís-
ar og eru sex flísar saman í
tréramma og mynda þær saman
eina skreytingu. Tegundir eru
þrjár og bera heitin Jónas í
hvalnum Pomona og Marbend
ill. Litafbrigði eru þrjú og vegg-
myndirnar því alls níu að tölu.
Litameðferð er með svipuðum
hætti og á þjóðhátíðarplöttum
Sigrúnar en þeir voru fram-
leiddir hjá Bing & Gröndahl. Á
bökkunum eru aftur á móti
fjórar mismunandi teikningar
og þar eru einnig mismunandi
litir. Danskur listamaður, Bo
Bonfils, hefur hannað bakkana
og gert teikningar ásamt Sig-
rúnu. Bakkarnir eru ný fram-
leiðsla hjá Bing & Gröndahl
alveg eins og veggmyndirnar.
Kallar verksmiðjan bakkana
„alt mulig“-bakka og sam-
kvæmt því ætti notagildi þeirra
að vera mikið.
Á fundinum í gær hafði um-
boðsmaðurinn Karl K. Karls-
son, á reiðum höndum ýmsar
upplýsingar og hér á eftir fer
sumt af því sem kom fram hjá
Karli:
Eins og alkunna er, efndi
þjóðhátíðarnefnd 1974 til sam-
Karl K. Karlsson, umboðsmaður, Preben Hansen, útflutningsstjóri,
og danski sendiherrann á fslandi, Sven Age Nielsen, virða fyrir sér
framleiðslu Bing & Gröndals.
Bing og Gröndahl hefur haft
mikið samstarf við Island og
Islendinga frá fornu fari og má
geta þess að fyrirtækið gaf út
stóran og fallegan veggskjöld
1907 í tilefni af konungskom-
unni, en sá platti er að sjálf-
sögðu löngu uppseldur og í háu
verði. Síðan hefur fyrirtækið
gefið út nokkra veggskildi aðra
í sambandi við Island og nú
slðast veggskjöld, sem Thor-
valdsensfélagið gaf út I tilefni
af 100 ára afmæli sínu og
teiknaður var af Halldóri
Péturssyni.
Fjölmargir listamenn hafa
unnið á vegum Bing &
Gröndahls í langri og merkri
sögu fyrirtækisins og hafa þeir
komið hvaðanæfa að úr heimin-
um og til að mynda vinna nú
grænlenzkir listamenn að fram-
leiðslu fyrirtækisins auk
ýmissa annarra. Má þar nefna
Björn Wienblad, Karl-
Harry-Staalhane, Henning
Koppel og fleiri.
Sigrún sýnir blaðamönnum og fleiri gestum borðbakkana með
teikningum hennar.
keppni um þjóðhátíðarplatta,
sem út kæmu í tilefni af ellefu-
hundrað ára afmæli Islands-
byggðar. Sérstök nefnd, sem
skipuð var af þessu tilefni
veitti frú Sigrúnu Guðjónsdótt-
ur fyrstu verðlaun fyrir vegg-
skildi hennar, þrjá að tölu, og
voru þeir síðan framleiddir hjá
einu helzta postulínsfyrirtæki í
heiminum, Bing & Gröndahl
postulínsverksmiðjunni í Kaup-
mannahöfn, ásamt öskubakka
þjóðhátíðarnefndar, sem löngu
er uppseldur, en hann var með
merki nefndarinnar eins og
kunnugt er.
Forráðamenn Bing &
Gröndahls lýstu því yfir að
islenzku þjóðhátíðarplattarnir
væru upphaf að nýrri fram-
leiðslu á nýrri gerð veggskjalda
á vegum fyrirtækisins og vöktu
plattar Sigrúnar mikla athygli,
ekki einungis á tslandi heldur
einnig víðar, ekki sízt f Dan-
mörku. Með þessum plöttum
var brotið blað í gamalli og
fastri erfðavenju Bing &
Gröndahls í gerð veggskjalda
og var íslenzka listamanninum
boðið til verksmiðjunnar á því
skyni að starfa í nánum tengsl-
Bing & Gröndahl
sendir á markað
ný verk með teikn■
ingum Sigrúnar
Guðjónsdóttur
Verkin verða til sgnis á nœstunni
um við forráðamenn hennar að
nýrri listframleiðslu á vegum
Bing & Gröndahls.
Við aðalstöðvar fyrirtækisins
í Kaupmannahöfn er sérstakt
vinnusvæði fyrir listamenn þar
sem þeir hafa öll skilyrði til
þess að vinna að hugmyndum
sínum og starfaói Sigrún
Guðjónsdóttir þar um nokkurra
mánaða skeið, eftir að þjóð-
hátiðarplattarnir voru fram-
leiddir og hefur verið boðið
þangað æ ofan i æ síðan og nú
síðast i sumar sem leið.
Allt hefur þetta samstarf
Sigrúnar, eða Rúnu eins og hún
kallar sig, eða eins og hún
skrifar á postulínsverk sín, leitt
til þess að henni hafa nú verið
falin fjölmörg verkefni á veg-
um þessarar heimsfrægu postu-
linsverksmiðju og var fram-
leiðsla á verkum hennar hafin í
byrjun þessa árs.
Ýmis verka hennar á vegum
Bing & Gröndahls hafa verið
sett á markað, bæði veggmynd-
ir úr postulíni og borðbakkar
ýmiskonar. Allar eru þessar
myndir RtJNU með svipuðu
handbragði og er á þjóðhátíðar-
plöttunum: Persónuleg ein-
kenni listamannsins Ieyna sér
ekki.
Það þykir mikill heiður
hverjum Iistamanni að fá slík
verkefni á vegum svo frægrar
og rótgróinnar postulínsverk-
smiðju sem Bing & Gröndahl er
og þegar veggmyndir íslenzka
listamannsins og borðbakkar
voru á sýningu i Danmörku
fyrr á þessu ári var þeim vel
tekið af fjölmiðlum og vöktu
athygli. Það var vel skrifað um
þá i blöð og mun ráðgert að
RÚNA fái áfram verkefni á
vegum Bing & Gröndahls, svo
góðar sem viðtökurnar hafa
verið. Þess má geta að af hverri
veggmynd er ákveðið upplag
eins og af allri framleiðslu Bing
& Gröndahls og á það sama að
sjálfsögðu við um borðbakkana.
Bing og Gröndahl gefur út
upplýsingarit á vegum fyrir-
tækisins sem nefnist Dialog og i
ágústhefti þess er mynd af Sig-
rúnu Guðjónsdóttur að störfum
hjá fyrirtækinu og skýrt frá
starfi hennar hjá Bing og
Gröndahl. Þar segir meðal
annars að Rúna sé alhliða lista-
maður, fædd i Reykjavík 15.
nóvember 1926 þar sem hún
menntaði sig í listiðnaði. Siðar
lagði hún stund á listnám við
Konunglegu akademíuna i
Kaupmannahöfn. Þá er þess
getið að hún hafi kennt við
ýmsa skóla i Reykjavík. Sýnt
keramík, málverk og högg-
myndir ásamt eiginmanni sín-
um Gesti Þorgrímssyni auk
þess sem hún hafi skreytt
barnabækur og teiknað bóka-
kápur. Loks er þess getið með
hverjum hætti samstarf hennar
og Bing & Gröndahls hófst. Þá
er að sjálfsögðu minnzt á þjóð-
hátíðarplattana 1974: „Vegg-
skildirnir voru framleiddir hjá
Bing & Gröndahl,“ segir I
greininni, „þar sem mögu-
leikarnir í hinum skemmtilega
stfl Rúnu fóru ekki framhjá
neinum og var hún beðin um
hugmyndir í nokkrar vegg-
myndir." Þessi ósk Bing &
Gröndahls um að fá veggmynd-
ir byggðist á löngun fyrirtækis-
ins til að auka fjölbreytni í
heimilisprýði. Keramík á
síauknum vinsældum að fagna
sem málamiðlun milli endur-
prentana og málverka segir í
fyrrnefndri grein í Dialog.
Rúna lagði fram röð af skissum
með hugmyndum sem Bing &
Gröndahl hélt síðan áfram að
Sigrún Guðjónsdóttir við veggmynd sfna Jónas 1 hvalnum.
vinna.
Niðurstaðan eru fyrrnefndar
þrjár myndir í fleiri litum:
Jónas í hvalnum, Pomona og
Marbendill.
Nú í haust komu á markaðinn
þrjú ný stell frá fyrirtækinu,
Delfi, Korinth og Troja. Ungur,
enskur teiknari, Martin Hunt,
hannaði formin, en skreyt-
ingar á Korinth og Delfi
hannaði Karl-Harry Stálhane,
sem er heimskunnur hönnuður.
Ensk listakona, Cynthia Scrace,
teiknaði skreytinguna á Troja.
Verksmiðjan ábyrgist, að hægt
verður að kaupa einstaka hluti
í þessi stell næstu 25 árin, sem
og í önnur stell sem framleidd
eru.
1 haust komu á markaðinn
styttur eftir þrjá Grænlend-
inga, sem allir eiga heima i
Godtháb, þá bræðurna Simon
og Karl Kristoffersen og
Mathias Lövström. Þeir byggja
á gamalli hefð Grænlendinga,
sem hafa frá ómunatíð unnið
forkunnarfagra hluti i hval-
tennur og tálgustein, og aðhæfa
listamennirnir myndir sinar
postulininu á skemmtilegan
hátt.
1 stuttu samtali við Morgun-
blaðið I gær sagði Sigrún Guð-
jónsdóttir að hún hefði haft
mikla ánægju af starfi sínu
fyrir Bing & Gröndahl. Þetta
hefði verið svo ólíkt öllu þvi
Framhald á bls. 31.