Morgunblaðið - 26.11.1975, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1975
25
+ Styrktarfélag Landakots-
spítala hefur á undanförnum
árUm fært spftalanum ýmsar
góðar gjafir svo sem leikstofu á
barnadeild, tæki til barnadeild-
ar og einnig tjöld og útvörp
fyrir hvert sjúkrarúm
spftalans. Nú í haust var afhent
setustofa fyrir sjúklinga á
fyrstu hæð. — Myndin er úr
setustofunni.
m
feíauáy fct”. v< • 4*<®lí.Þ-w - l'. *Vi é , 1
+ Við leyfum okkur hér með
að kynna fyrir lesendum
dálksins Bones Kah og Harley
Davidson son hans. Mvndin er
tekin á veitingahúsi f Osló ný-
lega. Kjötfjallið Boens Kah er
leiðtogi stórs hóps manna, sem
stunda það helzt að þvælast um
á mótorhjólum. Fasta atvinnu
hefur Bones Kah enga, hann
lifir á styrkjum, bótum og
ýmiss konar- tryggingum frá
hinu opinbera. Auk þess er
hann snjall við að fá fólk til að
gefa sér peninga. Þeir sem
reynt hafa segja að það sé ótrú-
Iega erfitt að segja nei við
kappann þegar hann biður um
nokkrar krónur — nema maður
sé þá þeim mun fljótari á
sprettinum. Það þarf varla að
taka það fram að Bones Kah
kallar son sinn Harley David-
son eftir mótorhjólinu sínu.
05
+ Súperstjarnan Liza Minelli
— frægust fyrir frábæran leik í
„Kabarett" — átti ekki aðeins
móður sem var fræg. Faðir
hennar er kunnur mjög og vel
metinn leikstjóri og Liza hefur
sagt að hún hafi óskað þess
síðan hún var fimm ára að fá að
Ieika f einni af myndum hans.
Nú hefur henni loks orðið að
ósk sinni og mótleikari hennar
í þessari nýjustu mvnd
Vincente Minelli verður eng-
inn önnur en Ingrid Bergmann.
Myndin á að bera nafnið „A
Matter of Time“ og á Ingrid
Bergmann að leika aldna greif-
ynju, sem ásamt Lizu Minelli
rifjar upp ævi sína á hótelher-
bergi f Róm. Liza gefur hug-
myndafluginu lausan tauminn
í myndinni og setur sjálfa sig f
spor greifynjunnar.
Sölusýning
á Hallveigarstööum
Aðeins miðvikudag til sunnudagskvölds. Opið
2 —10. Nýtt á íslandi Alu Flex myndir. Ég bíð
myndir framtíðarinnar á nútíma verði. Alu Flex
myndir eru álmyndir tækniafrek útfært af
tveimur tæknimenntuðum listamönnum. Einnig
eftirprentanir. Myndir eftir frægum málverkum
og vinsælum sama verð og á síðustu sýningu
(Gylltir rammar). Nokkrar frábærar litljósmyndir
teknar af Mats Wibe Lund, myndirnar eru
stækkaðar í Noregi.
Gott verð.
VHmundur Jónsson.
Svarta María
Radionette Soundmaster 40 Cassettutækið i svörtum lit
er nýtt glæsilegt stereotæki.
í tækinu er sterkur stereo magnari, 2x20 Sinus Wött,
sérstakir bassa og diskant stillar (sleiðarofar), sér styrkstillar
fyrir sín hvora rás. Útvarpstæki með FM. lang-, og mið-
bylgju. Ljósfærsla á kvarða Stereo Hl Fl cassettu upptæku
og afspilunartæki fyrir bæði chrome og venjulegar cassett-
ur. Magnarann má nota sem kallkerfi.
Verð kr. 1 24.205 -
Stórglæsilegt nýtisku tæki á góðu verði.
Mjög góðir greiðsluskilmálar.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
B ERGSTAÐASTRÆTI 10A
Sími 1-69-95 Reykjavik
J