Morgunblaðið - 26.11.1975, Page 29

Morgunblaðið - 26.11.1975, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÖVEMBER 1975 29 Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags 0 Hver fær umráðarétt yfir barni einstæðrar móður við fráfail hennar? Einstæd móðir 3207-0280 skrif- ar: „Sæll Velvakandi. Þakka þér fyrir allt það fróð- lega efni, sem þú hefir birt und- anfarið, en nú upp á siðkastið hef ég fylgzt all rækilega með því i ieit að spurningu, sem er allofar- lega á baugi hjá mér þessa dag- ana. Spurningin er þessi: Hver fær umráðarétt yfir óskilgetnu barni þegar og ef móðir þess fellur frá áður en það nær lög- aldri eða er fjárráða? Eg er semsagt einstæð móðir, en eftir þá banaslysaöldu sem gengið hefur yfir að undanförnu hef ég farið að velta þvi fyrir mér hvað yrði um dóttur mina ef ég félli óvænt frá. Fengi faðirinn þá umráðaréttinn, foreldrar eða fjöl- skylda mín, guðforeldri barnsins eða mundi málið koma til kasta yfirvalda? Get ég látið eftir mig vottfest skjal þar sem ég læt í ljós skoðun mína á því hvar hún væri bezt komin? Ég vonast eftir þvi að fá eitt- hvert svar við þessu. Að endingu langar mig til að koma á framfæri með þinni hjálp ábendingu til Colgate-Palmolive umboðsmanna hér og annarra þeirra, sem kynnu að dreifa ókeypis sýnishornum i hús. Eg héld það væri heillavænlegra að hringja eða banka til að gera hús- ráðendum viðvart þegar komið er með slík sýnishorn. Hér fyrir 1 — l'/j mánuði var dreift pökkum með hreinlætisvör- um hér í vesturbænum og kannski viðar. Þarna voru ungir piltar á ferð, en sennilega hefur þeim legið anzi mikið á. Alla vega virðast þeir ekki hafa veitt at- hygli hópi 10—13 ára unglinga, sem þræddu slóðina og hirtu pok- ana jafnóðum af hurðarhúnun- um. Einstæð móðir.“ Við snerum okkur til Ólafar Pétursdóttur fulltrúa i dómsmála- ráðuneytinu og báðum hana að svara spurningunni um yfirráða- rétt yfir barni. Ólöf sagði, að í lögum væri kveðið svo á, að félli móðir óskil- getins barns frá hefði faðirinn rétt til að fá umráðarétt þess, hefði barnið erfðarétt eftir hann og ta>ki hann þátt i að framfæra það. ég hefði ekki vitað um afstöðu hans til trúar hefðí ég næstum því hyllzt til að halda hann væri snortinn af þvf sem fram hafi farið inni f kirkjunni... Einkennileg framkoma Bar- böru hafði átt eftirtekt rnfna alla og ég uppgötvaði, þegar við sner- um aftur heim á prestssetrið að mig rétt rámaði f jarðarfararat- höfnina sjálfa. Ég var döpur og örvæntingarfull og meðan ég hjáipaði við að bera fram kaffið reyndi ég að fvlgjast með ekkj- unni ungu. Eg sá að hún skiptist á nokkrum elskulegum orðum við flesta viðstadda, en þegar hún hafði staðið á tali við Susann úti í horni í fáeinar mfnútur, gat ég ekkí varizt því að brjóta heilann um, hvað hún hcfði sagt, sem gerði ungu stúlkuna svona hissa og undarlega á svipinn. Það sem eftir lifði dagsins sá ég hana endurtaka þessar kúnstir nokkrum sinnum og jafnan með sömu áhrifum. Við höfðum farið til guðsþjónustu f kirkjunni klukkan sex og við höfðum hlýtt á nýárssálmana lcikna og ég horfði á Barböru og sá fyrir mér nýju gröfina úti f garðfnum og ég re.vndi að gera mér grein fvrlr Þá kvað hún tvímæialaust tekið t tillit til óska móðurinnar i þessu sambandi, hefði hún gert ráðstaf- anir til að þær lægju fyrir. Að öðru leyti taldi hún einsýnt, að tekið yrði tillit til aðstæðna í hverju einstöku tilfelli. Í þessu sambandi dettur okkur i hug atvik, sem gerðist hér á landi fyrir nokkrum árum. Stúlka varð barnshafandi, en síðan slitnaði upp úr sambandi hennar og barnsföðurins. Skömmu siðar ákvað stúlkan að Iáta frá sér barnið til ættleiðingar. Vissi barnsfaðirinn um þessi áform stúlkunnar og fór fram á það við hana að hann og foreldrar hans fengju að taka að sér barnið. Stúlkan var mjög bitur út f elsk- hugann fyrrverandi og hafnaði þessari málaleitan. Þá gerist það, að maðurinn ferst af slysförum. Hann hafði verið einkabarn for- eldra sinna, sem nú urðu enn áfjáðari i að fá að taka að sér barnið, sem enn var ófætt. Stúlk- an aftók þetta með öllu og var barnið siðan látið til óviðkomandi aðila. Það fylgir sögunni, að að- stæður föðurforeldra barnsins voru kannaðar i þessu sambandi, en þar var ekkert því til fyrir- stöðu að þau gætu tekið að sér barnið. Aðeins stóð á samþ.vkki móðurinnar, og á afstöðu hennar valt niðurstaða málsins. % „Upp er skorið, engu sáð“ Fanne.v Guðmundsdóttir, Akur- eyri, skrifar: „Enn um vfsuna: Upp er skorið, engu sáð, allt er i vargaginum. Þeir, sem aldrei þekktu ráð, þeir eiga að bjarga hinum. Systir mín, sem er 79 ára, segist vel muna þegar faðir okkar kom glaðklakkalegur heim eitt sinn og hafðí yfir þessa vísu, sem áður getur, hann hafði verið i heim- sókn hjá Sigmundi Sigurðssyni úrsmið, sem var nágranni okkar. Faðir okkar sagði móður minni og systur að Sigmundur hefði gert vísuna og pabbi lærði visuna strax, honum fannst hún snjöll og var talsvert stoltur fyrir Sig- mundar hönd, segir systir mín. Af sérstökum ástæðum man systir mín að það eru að minnsta kosti 55 ár liðin siðan þetta var. Siðan hefir hún kunnað þessa vísu. Fanney Guðmundsdóttir." — Þjóðhags- stofnun Framhald af bls. 23 settar voru fram allt til ársloka, var ennfremur gert ráð fyrir, að efnahags- þróunin snerist til hins betra þegar á fyrra helmingi ársins 1975 Þessar spár hafa hins vegar ekki rætzt, þvert á móti var samdráttur þjóðarframleiðslu mun meiri á fyrra árshelmingi 1 975 en á árinu 1 974 Ástæður þessa eru marg- víslegar, en þó má telja víst, að áhrif samdráttaraðgerða í nær öllum rikjum og áhrif olíu-og hráefnaverðhækkunar- innar hafi verið mjög vanmetin fyrst í stað Birgðabreytingar áttu einnig tals- verðan þátt j samdrætti framleiðslu, er fyrirtæki minnkuðu birgðir vegna óvissu um sölu afurða Einnig má nefna að i ýmsum rikjum hefur sparn- aður einstaklinga aukizt og dregið hef- ur úr neyzlu vegna ótta við atvinnuleysi eða skerta tekjuöflunarmöguleika Þetta hefur m a leitt til þess að aðgerð- ir stjórnvalda til þess að örva eftir- spurn, t d með skattalækkun til þess að auka einkaneyzlu, hafa haft mun minni áhrif en búizt var við Siðustu spár OECD gera ráð fyrir 2% minnkun þjóðarframleiðslu allra aðildarrikjanna á árinu 1975, og er þá búizt við talsverðri framleiðsluaukningu frá fyrra árshelmingi til seinna árshelmings. Þróunin síðustu mánuði bendir hins vegar til þess, að sú aukning verði mun minni en spáð var, einkum i Vestur-Evrópu VERÐBÓLGA OG ATVINNULEYSI Verðbólgan var tvímælalaust sá efnahagsvandi, sem aðgerðir stjórn- valda i helztu iðnaðarrikjum beindust fyrst og fremst gegn á árinu 1974 Það, sem af er árinu 1975, hefur nokkuð dregið úr verðbólgu i heimin- um, þótt sú þróun hafi í senn verið hægari en við var búizt og ýmsar þjóðir glimi enn við mikla verðbólgu, eins og t d Bretar Atvinnuleysið hefur hms vegar farið vaxandi i flestum löndum og er nú viða meira en það hefur verið síðustu tvo áratugi Þetta hefur m a leitt til þess, að stjórnvöld hafa breytt efnahagsstefnu sinni og leggja nú meiri áherzlu á aðgerðir til þess að örva eftirspurn og þar með athafnalif Með- al annars af þessum sökum, en einnig vegna þess, að birgðahald er nú talið hafa náð lágmarki og dregið hefur úr verðbólgu, er nú reiknað með fram- leiðsluaukningu meðal aðildarríkja OECD í heild á næsta ári Þannig er búizt við 4% aukningu þjóðarfram- leiðslu frá öðrum árshelmingi 1975 til fyrra árshelmings 1 976, sem ætti m a að leiða til aukinna umsvifa i utanrikis- verzlun eftir 6—7% samdrátt i ár Þessi spá OECD frá júli sl er reist á forsendum óbreyttrar efnahagsstefnu frá þeim tima Á siðustu mánuðum hafa ýmsar þjóðir, einkum Japanir, Frakkar og ítalir, haft uppi ráðagerðir um frekari aðgerðir til þess að auka eftirspurn og i Vestur-Þýzkalandi hefur einnig verið haldið áfram á sömu braut. Þetta mun þó vart vega upp hægari framleiðsluaukningu á seinni árshelmingi i ár en gert var ráð fyrir. og því er nú útlit fyrir, að afturbatinn verði hægari en spáð var á miðju þessu ári. Þar sem framleiðsluöfl eru yfirleitt mjög vannýtt vegna samdráttar á und- anförnu hálfu öðru ári, getur orðið um talsverða framleiðsluaukningu að ræða án þess að til mikillar fjárfestingar þurfi að koma Vegna styttingar vinnutíma hjá þeim, sem eru i atvinnu, og vegna þess, að framleiðsl á hverja vinnustund eykst yfirleitt í byrjun vaxtarskeiðs, er viða um lönd ekki búizt við minnkun atvinnuleysis á næstunni og atvinnu- leysi gæti jafnvel aukizt fram á mitt næsta ár, þrátt fyrir vaxandi fram- leiðslu Af einstökum ríkjum má nefna, að afturbatinn er þegar talinn byrjaður 1 Bandaríkjunum, þar sem þjóðarfram- leiðsla jókst á ný á þriðja ársfjórðungi i ár, og er búizt við framhaldi þeirrar þróunar Sama gildir um Japan, en í Vestur-Evrópu eru horfurnar óvissari. — Vinarkveðja Framhald af bls. 20 að útgerðarmaður á Suður- nesjum, sem þekkti Braga Ölafs- son Iítið en hafði haft nokkur viðskipti við hann, hafði orð á því er hann frétti lát Braga, að hann hefði ávallt haft á tilfinningunni að Bragi hefði meiri áhuga á að hjálpa sér og fyrirtæki sínu en að selja sér dýrar véiar. Slík þjónusta er báðum í hag. Bragi Ólafsson var enginn yfir- borðsmaður. Hann kom til dyranna eins og hann var klædd- ur. Hann var heiðarlegur í við- skiptum og vænti þess einnig af öðrum. Og þó hans fyrirtæki og hans fallega heimili hafi misst góðan dreng, þá stendur hvort tveggja föstum fótum og ber honum gott vitni. Island hefur misst góðan son alltof snemma. Hann var fram- sýnn athafnamaður og mikill heimilisfaðir og eftirkomendur hans munu fylgja í fótspor hans vegna þess að fordæmið er fyrir hendi. Gæfa Braga lá í því að hann hafði vit til að búa eftir- komendur sína undir að lifa áfram þó hann hyrfi af sjónar- sviðinu. Við vottum þgr, Marta, börnum þínum, tengdadóttur, barna- börnum og ættinni allri innilega samúð við fráfall maka þíns, sem var okkur öllum sannur vinur. Hann lifi áfram meðal okkar og verði okkur hvatning til dáða. Ingrid og Hallgrfmur Björnsson Rannveig G. Ágústsdóttir og Loftur Loftsson HOGNI HREKKVISI BÍLSKÚRSHURÐIR ÚTIHURÐIR SVALAHURÐIR GLUGGAR OG LAUSAFÖG VERÐTILBOÐ HAGKVÆMT VERÐ Trésmiðjan Mosfell Hamratúni 1, Mosfellssveit sími 66606. Hann hefur alltaf haft lag á því að finna þægilegasta stólinn í húsinu... uhum... S^5 SIG&A V/GGA 2 \iLVt$AH. Psoriasis — Exemsjúklingar Fræðslufundur verður haldinn í kvöld 26. nóv. kl. 20.30. í Súlnasal Hótel Sögu, mætið vel og stundvíslega. Stjórn samtaka Psoriasis og Exemsjúklinga. VE'ífA ER V/ANN ERVAjKl JÓNAfAWS. MAMA/ ER NÝ0R9- iMfc OóV(J VÍEFOR KANN5K/ víevrt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.