Morgunblaðið - 26.11.1975, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÖVEMBER 1975
31
— Ægir klippti
Framhald af bls. 32
dreifðir og flestir að veiðum —
gagnstætt því sem áður var, er
þeir voru yfirleitt allir í hnapp.
Togararnir voru sumjr hverjir á
siglingu í norðurátt og bjöst
Landhelgisgæzlan við þvf að þeir
myndu fara að skipta um veiði-
svæði og jafnvel færa sig vestur
fyrir land. Eftirlitsmaður sjávar-
útvegsráðuneytisins i London,
Davies, staðfesti í samtali við Mbl.
í gær, að í athugun væri að skipta
um veiðisvæði, en i gærkveldi
hafði ekki verið tekin ákvörðun
um slíkt.
Landhelgisgæzlan varð ekki vör
við nærvist Nimrod-
njósnaþotanna brezku í gær, en
samkvæmt upplýsingum flugum-
ferðarstjórnarinnar kom ein slik
þota upp að landinu rétt fyrir
hádegisbil i gær og fékk heimild
til lágfíugs á svæðinu austur af
landinu. Var hún í hálfa fjórðu
klukkustund á svæði sem tak-
markaðist að vestan af 12 gráðum
vestur og 07,30 vestur að austan
og65gráðum norður að sunnan og
67 gráðum norður að norðan. Þot-
an hélt heim til Bretlands klukk-
an 15.30.
— Pétur
Sigurðsson
Framhald af bls. 32
freigátunni Leopard og fjórum
hjálparskipum.
Pétur Sigurðsson sagði, að
Ægir ætti stóran hlut í þvf sem
áunnizt hefði í landhelgismál-
um siðustu árin, þvi án góðra
skipa væri lítið hægt að gera
og skipið ætti stóran hluta
klippinganna, líklega meira en
helming af öllum klippingum
frá því að þær hófust árið
1972.
Þá kom það fram f spjallinu
við Pétur, að Landhelgis-
gæzlan styrkist á næstunni,
Óðinn er væntanlegur til
landsins á næstu dögum og
eins og komið hefði fram hjá
dómsmálaráðherra þá væri lfk-
legt að skuttogari bættist í hóp
varðskipanna á næstunni.
— Þingsálykt-
unartillaga
Framhald af bls. 32
0 skv. samkomulaginu fá
Þjóðverjar að veiða 60 þús-
und tonn á ári, þar af 5000
tonn af þorski en að öðru
leyti ufsa og karfa en....
• á árinu 1973 veiddu þeir
91.700 tonn og...
0 á árinu 1974 veiddu þeir
68.100 tonn en það ár ein-
beitti Landhelgisgæzlan sér
að þýzku togurunum einum
vegna samkomulagsins við
Breta frá nðv. 1973.
Þá kemur fram I athuga-
semdum, að þýzkum togurum
er óheimilt að stunda veiðar,
sem fslenzkum skipum eru
bannaðar á tilteknum tfmum
og svæðum og að sömu ákvæði
skulu gilda um möskvastærð og
um stærð og þyngd fiskteg-
unda, sem veiða má.
Þýzkum togurum er skylt að
tilkynna staðsetningu sína dag-
lega til Landhelgisgæzlunnar.
Skip sem brotleg verða missa
veiðileyfi sfn á Islandsmiðum.
Loks er ákvæði um það I sam-
komulagsdrögunum, að fram-
kvæmd samkomulagsins frest-
ist, ef bðkun 6 hefur ekki tekið
gildi innan 5 mánaða. Verði um
frestun að ræða mundi svæðið
úti fyrir Vestfjörðum, sem
veiða má á skv. samkomulaginu
frá 1. júnf til 30. nðv., ekki
opnast.
— Bing
& Gröndahl
Framhald af bls. 10
sem hún hefði áður fengizt við.
Þá hefði verið mjög lærdóms-
rikt að íylgjast með þvf hvernig
unnið er að þessu hjá fyrirtæk-
inu. Vandvirknin sæti í fyrir-
rúmi frá byrjun og nefndi hún
sem dæmi að hún hefði sent
skissur af veggmyndunum út i
apríl 1973 en nú væru þær fyrst
að koma á markað. „Þarna er
ekki kastað höndum til neins,"
sagði Sigrún.
Þá ræddi Mbl. einnig við
Preben Hansen útflutnings-
stjóra Bing & Gröndahls. Hann
sagði að fyrirtækið væri ákaf-
lega ánægt með verk Sigrúnar.
Þarna væri verið að fara inn á
nýjar brautir og árangurinn
væri jafnvel betri en menn
hefðu þorað að vona. Kvaðst
hann vonast til að áframhald
yrði á því að Sigrún ynni að
verkefnum fyrir fyrirtæki sitt.
Hann sagði að lokum að verk
Sigrúnar yrðu seld um allan
heim. Þau væru væntanleg á
markað á Islandi fyrri hluta árs
1976 og væri meiningin að
halda hér mikla sýningu þegar
verkin kæmu á markað.
— Myndum
órofa . . .
Framhald af bls. 1
jafnóðum og nauðsynlegri könn-
un og undirbúningi lýkur.
Lúðvfk Jðsepsson sagði
formleg mótmæli af þessu tagi
góðra gjalda verð, en ekki nægi-
leg. Orðalagið „a.m.k. unz hin
brezku herskip hverfa af tslands-
miðum“ gæfi auk þess til kynna,
að viðræðumöguleikar við Breta
kynnu að verða fyrir hendi. Hann
ítrekaði það sjónarmið sitt, að
kalla ætti þegar heim sendiherra
okkar í Bretlandi og slíta stjórn-
málasambandi við yfirgangsrikið.
Síðar mætti grípa til frekari að-
gerða, sem Bretar skildu enn bet-
ur.
Geir Hallgrfmsson forsætisráð-
herra, skoraði á þing og þjóð að
mynda órofa samstöðu, þjóðarein-
ingu um viðbrögð og mótaðgerðir
gegn þeirri valdbeitingu, sem nú
ætti sér stað.Við þurfum að íhuga
vel hvert það skref sem við tök-
um, svo það verði stigið í styrk-
leika en ekki veikleika; taka allar
ákvarðanir að vel grunduðu máli,
svo við megum ná þeim tilgangi,
sem að er stefnt í landhelgismál-
um okkar, að ná í raun fullum
yfirráðum yfir íslenzkum fiski-
miðum og vernda þá auðlind sjáv-
ar, sem framtíð og velferð þjóðar-
innar er svo samofin.
— Samningar
Framhald af bls. 3
„Það er þá fyrst að sam-
kvæmt þessu samkomulagi yrði
þýzkum togurum heimilaðar
veiðar á stórum skipum innan
gömlu 50 mílna markanna og
þessir skikar eru þannig úr
garði gerðir að þar er um að
ræða þýðingarmikil mið ís-
lenzkra skipa,“ sagði Magnús
Torfi ennfremur. „Þá er það
atriði þýðingarmikið í mínum
augum að gert er ráð fyrir að
semja um aflamagn sem er nær
hið sama og Þjóðverjar tóku
hér 1974 og virðist geta orðið
allt að þriðjungi meira en horf-
ur eru á að þeir afli f ár, og að
samkvæmt þessu samkomulagi
yrði í rauninni um veiðiaukn-
ingu Þjóðverja að ræða á ís-
landsmiðum frá því sem nú er.
Svo er enn það atriði að það er
þvert á móti að nokkur viður-
kenning fáist í samkomulaginu
á útfærslunni í 200 mílur. Þjóð-
verjar taka það fram, að þeirra
afstaða í hafréttarmálum al-
mennt sé óbreytt. Loks vil ég
nefna að mér virðist einsætt að
samkvæmt þessu samkomulagi
sé áfram undir hælinn lagt
hvort nú fáist viðskiptahlunn-
indin sem Efnahagsbandalagið
lofaði Islandi en það hefur
haldið fyrir í þrjú ár. Mér virð-
ist einnig eins og málin eru hér
sett upp, sem það myndi einnig
þurfa að kosta samning við
Breta að gera þessi viðskipta-
hlunnindi virk, og lít því á
þessa tillögu um samninga við
Þjóðverja sem áfanga að samn-
ingum við Breta um veiðar, sem
eins og allir vita mundu eink-
um beinast að þorskstofninum.
Um flotaíhlutunina í gær
sagði Magnús Torfi: „Mér kem-
ur það ekki á óvart að Bretar
skuli enn vega í sama knérunn
en ég er fullviss um að það
vérður þeim ekki frekar til
sæmdar eða ávinnings en áð-
i>r “
Ragnar Arnalds,
f ormaður Al-
þýðubandalags-
ins, sagði; „Mér
er það með öllu
óskiljanlegt að
ríkisstjórnin
skuli láta sér til
hugar koma að
gera slikan samning. Forsætis-
ráðherra er margbúinn að lýsa
því yfir að ekki verði gerðir
samningar um veiðiheimildir
erlendra togara nema það feli i
sér verulega minnkun á afla
þeirra. V-Þjóðverjar veiddu 68
þúsund tonn 1974 og áætla að
veiðin verði um 40 þúsund tonn
á þessu ári en samningur
hljóðar upp á 60 þúsund tonn.
1 samningnum felst engin
viðurkenning á 200 mílna fisk-
veiðilögsögu okkar heldur er
þvert á móti tekið fram í sér-
stöku skjali að Þjóðverjar
viðurkenni ekki útfærslu
okkar.
Tollalækkun Efnahagsbanda-
lagsins er að vísu lítils virði í
samanburði við landhelgismál
okkar en Islendingar fá þó ekki
einu sinni tryggingu fyrir tolla-
lækkun bandalagsins þrátt
fyrir þessa eftirgjöf af Islands
hálfu.
Augljóst er að Islendingar
gætu dregið miklu meira úr
veiðum V-Þjóðverja hér við
land með harðari landhelgis-
gæzlu en með þessum fráleita
samningi. En hitt er verra að
með þessum samningi er rudd
brautin fyrir svipuðum samn-
ingum við Breta, Belgíumenn,
Norðmenn, Færeyinga og e.t.v.
ýmsar aðrar þjóðir.
Það er von min að almenn
mótmælaalda sem greinilega er
að rísa gegn þessum samningi
forði ríkisstjórninni frá því
glapræði að skrifa endanlega
undir hann.
Vegna ákvörðunar Breta um
að senda herskip á Islandsmið
ríður okkur enn frekar á því en
áður að sýna þeim og öðrum
ofríkisþjóðum festu okkar og
einbeittan vilja til að vernda
fiskimiðin við landið. Eftir
þessar aðgerðir Breta hér er
sem sagt enn mikilvægara en
áður að ekki verði gerður samn-
ingur við V-Þjóðverja sem felur
í sér óbreyttan afla þeirra hér
við land.“
— Bátur sökk
Framhald af bls. 2
samband við skip úti af Stokks-
nesi. Brátt kom f ljós, að Skinney
SF 20 var nærstödd og sagðist
skipstjóri togarans sjá bátinn i
átta sjómílna fjarlægð. Fylgdust
skipverjar á Skinney með Hauki í
ratsjánni þar til hann sökk, sfðast
heyrðist frá bátnum kl. 19.30.
— Portúgal
Framhald af bls. 15
Queluz-fótgönguliðsherdeildinni
skammt frá miðborginni.
Herlögregludeildin, sem einnig
styður vinstriöfgamenn, tók sér
stöðu í húsakynnum ríkisfrétta-
stofunnar, var á verði í útvarps-
stöðvum, en virtist ekki taka þátt
í uppreisninni.
Clemente höfuðsmaður las upp
stuðningsyfirlýsingu frá járn-
iðnaðarmönnum, sem skoruðu á
verkamenn að sækja til útvarps-
stöðva og annarra hernaðarlega
mikilvægra staða. Hann sagói að
hægt væri að binda enda á út-
sendingar sjónvarpsins ef árás
væri gerð á loftnet stöðvarinnar.
Hann sagði að stöðin „þjönaði
sigri sósíalistabyltingar". Á eftir
ávarpi hans var fluttur byltingar-
ballett.
— Varðskipin
Framhald af bls. 2
ráðnir f að halda veiðunum
áfram, hvar sem unnt er sam-
kvæmt samkomulaginu, sem Is-
lendingar og Bretar gerðu fyrir
tveimur árum, sem Bretar virða
enn.“
Davies eftirlitsmaður sagði að-
spurður að í athugun væri, hvort
togaraflotinn flytti slg á önnur
fiskimið. Hann sagði: „Akvörðun
um það, hvert fiskimennirnir
fara, hefur enn ekki verið tekin,“
sagði eftirlitsmaðúrinn.
Þá sagði hann, að ekki hefði
verið tilkynnt, hvaða freigátur
kæmu til viðbótar Leopard næst-
komandi laugardag — aðeins
hefði verið tilkynnt að tveggja
væri að vænta. Davies sagði að
mótmæli togaraskipstjóranna um
að vera eigi að veiðum í mótmæla-
skyni við það að ákvörðun um
herskipavernd hefði ekki verið
tekin hefði verið aflétt um há-
degisbilið og þá hefðu veiðar haf-
izt að nýju.
— Kissinger
Framhald af bls. 15
Hann sagði að þessi möguleiki
væri fyrir hendi þótt engin
ákvörðun hefði verið tekin og
renndi þar með stoðum undir
fréttir um að hann fari til Moskvu
á næstunni.
Kissinger sagði að fljótlega
mætti ná samkomulagi í kjarn-
orkuvopnaviðræðunum ef takast
mætti að finna leið út úr ógöngum
sem samningar um sovézkar
sprengjuflugvélar og bandarísk
eldflaugabeitiskip væru komnir f.
Hann kvaðst ekki hafa í hyggju
að láta af starfi utanríkisráðherra
en lagði áherzlu á að hann væri
uggandi um að flokkadrættir
gætu grafið undan þeim
„myndugleika" sem væri
nauðsynlegur til að stjórna
bandarískum utanríkismálum.
— Birgðir
umbúða
Framhald af bls. 2
ingu frystra afurða, en komið
hefur í ljós að ekki er unnt að
nota sama dreifingarkerfið fyrir
.lagmeti.
Þá hafði fráfarandi stjórn og
framkvæmdastjóri S.L. gert
samning við danskt fyrirtæki um
uppskriftir. Hefur nýja stjórnin
nú hætt viðskiptum við þennan
danska aðila að því er varðar föst
laun og þóknun. Danski aðilinn
hefur hannað fjölda uppskrifta
fyrir S.L. og hefur stofnunin alls
greitt 15 milljónir fyrir. Þótt
stjórnin telji þessa fjárfestingu
allt of háa, standa þó vonir til að f
framtíðinni verði unnt að nýta
þessar uppskriftir, þótt þær
jafnvel framan af hafi ekki verið
samdar með tilliti til neins ákveð-
ins markaðar.
Ákveðin grundvallarþóknun
var greidd árlega, sem nam 700
vinnustundum og voru greiddar
200 krónur danskar á hverja
vinnustund. Eru það 140 þúsund
danskar krónur eða 3.780.000.—
krónur á ári. Fyrrverandi stjórn
gagnrýndi þennan hönnunaraðila
fyrir að semja uppskriftirnar
ekki með tilliti til ákveðinna
markaða, og fór þá aðilinn á stúf-
ana í Þýzkalandi, Frakklandi og
Belgíu. Ein uppskrift, sem vel
tekst til um, getur þó skipt sköp-
um fyrir stofnunina.
Þá hefur stofnunin fjárfest
óeðlilega i umbúðum, en samt
hefur sú fjárfesting ekki verið
algjörlega út í bláinn, þar sem
talsverður afgreiðslufrestur
hefur verið á nýjum umbúðum,
auk þess sem dósir t.d. hafa
hækkað í verði um 30% Birgðir
umbúða nema nú 57,3 milljónum.
Þrátt fyrir þetta telur nýja stjórn-
in lagerhald stofnunarinnar hafa
verið allt of viðamikið.
Sjá greinargerð stjórnar Sölu-
stofnunar lagmetisins á bls. 14 í
dag.
— 40 ísfisk-
togarar
Framhald af bls. 17
mánaða frá gildistöku þessa
samkomulags.
Ef rikisstjórn yðar fellst á ofan-
greint, leyfi ég mér að leggja til,
að þessi orðsending og staðfesting
yðar skoðist sem samkomulag
milli ríkisstjórna okkar, er gangi
þegar í gildi og verði skrásett hjá
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, skv. 102. gr. stofnskrár
Sameinuðu þjóðanna.
Ég leyfi mér að votta yður,
herra sendiherra, sérstaka virð-
ingu mfna.
Fylgiskjal III.
Orðsending til utanrfkisráðherra
Islands frá sendiherra Sambands-
lýðveldisins Þýskalands.
Herra utanríkisráðherra.
1 sambandi við erindaskipti
milli ríkisstjórna okkar, sem ráð-
gerð eru í dag um samkomulag
varðandi fiskveiðar og verndun
lifrænna auðlinda á hafsvæðinu
umhverfis Island, sem gert er
vegna fiskveiðideilunnar milli
landa okkar og með hliðsjón af
því, hversu sérstaklega afkoma og
efnahagsleg þróun íslensku
þjóðarinnar er háð fiskveiðum,
leyfi ég mér að taka fram það,
sem hér fer á eftir:
Ofangreind erindaskipti hafa
engin áhrif á afstöðu rfkisstjórna
aðila til hafréttarmála.
Ég leyfi mér að votta yður,
herra utanríkisráðherra, sérstaka
virðingu mína.
Fylgiskjal IV.
Orðsending frá sendiherra Sam-
bandslýðveldisins Þýskalands til
utanrfkisráðherra tslands.
Herra utanrfkisráðherra.
Ég leyfi mér að vísa til erinda-
skipta milli ríkisstjórna okkar um
fiskveiðar og verndun lífrænna
auðlinda á hafsvæðinu umhverfis
Island og að taka fram það sem
hér fer á eftir:
Með hliðsjón af hinu nána sam-
bandi, sem er milli lausnar á fisk-
veiðideilunni og þess að bókun
nr. 6, sem er fylgiskjal við samn-
ing milli Islands og Efnahags-
bandalagsins frá 22. júlí 1972 taki
gildi, eru báðir aðilar ásattir um,
að þrátt fyrir gildistímabil það,
sem greint er í 9. lið samkomu-
lagsins, megi fresta framkvæmd
þess, ef bókun nr. 6 hefur ekki
tekið gildi innan 5 mánaða.
Ég leyfi mér að votta yður,
herra utanríkisráðherra, sérstaka
virðingu mína.
— Sölustofnunin
Framhald af bls. 14
Þá er eitt brýnasta verkefnið í
þróunarmálum að vinna að nýt-
ingu þeirra uppskrifta, sem
Gastronomiske Institut hefur
skilað, en starfi þeirra í þágu S.L.,
sem staðið hefur í 2'A ár, lýkur nú
um áramótin. Hafa þeir þá
hannað 43 vörutegundir fyrir mis-
munandi markaði. Kostnaður við
þetta verk er nú um 15 m.kr.
Hluti uppskriftanna hefur þegar
verið reyndur í íslenzkum verk-
smiðjum og er fyrirhugað að
hefja framleiðslu og markaðssetn-
ingu 3—4 vöruflokka á fyrri hluta
árs 1976 og auka þannig fjöl-
breytni vöruframboðs S.L. Nokkr-
ar þessara uppskrifta eru síldar-
afurðir, sem ætlað er að nota ís-
lenzka síld sem hráefni og er nú
fyrst grundvöllur fyrir þessari
framleiðslu eftir að síldveiði-
banninu var aflétt og mun verða
unnið að því að ná aftur fótfestu á
mörkuðum, þar sem íslenzk síld
var eftirsótt vara áður fyrr.
BREYTT
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Vegna ágreinings um vinnu-
brögð og um stefnu S.L. varð það
að samkomulagi milli stjórnar
S.L. og Arnar Erlendssonar, að
hann léti af störfum hjá stofn-
uninni. Eysteinn Helgason, sem
var sölustjóri, annast nú fram-
kvæmdastjórn sölumála, en Gylfi
Þór Magnússon, sem var skrif-
stofustjóri, annast aðra almenna
framkvæmdastjórn, og gildir
þessi skipan framkvæmdastjórn-
ar þar til öðru vísi verður ákveðið.
Stjórn og varastjórn Sölustofn-
unar lagmetis er þannig skipuð:
Lárus Jónsson, formaður
Heimir Hannesson,
varaformaður,
Hörður Vilhjálmsson
Jón Árnason
Tryggvi Jónsson.
Varamenn:
Benedikt Antonsson
Eggert Isaksson
Egill Thorarensen
Kristján Jónsson
Stefán Gunnlaugsson