Morgunblaðið - 12.12.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975
3
ísl. flugst jórnarsvæðið verður þrefalt stærra
UM NÆSTU áramót tekur flug-
stjórnarmiöstöóin f Reykjavfk við
stjórn flugumferðar f efra
loftrými Sönderstromflug-
stjórnarsvæðisins, en það
nær yfir Grænland og allt upp að
norðurheimskauti. tslenzka flug-
stjórnarsvæðið verður við þessa
breytingu þrefalt stærra en nú er.
Þessi breyting fylgir í kjölfar at-
hugunar sérstakrar nefndar á veg
um alþjóðaflugmálastofnunar-
innar, en nefnd þessi hafði áður
gert úttekt á alþjóðaflugþjónustu
á tslandi og kannað hvort hennar
yrði áfram þörf á næstu árum.
Við þessa breytingu fjölgar
starfsmönnum alþjóðaflugþjón-
ustunnar hér á landi um 5.
þjónustunni á tslandi og sér um
samskipti við ICAO.
tsland greiðir um 7% af
heildarkostnaði við alþjóðaflug-
þjónustuna, en afgangurinn er
greiddur af hinum ríkjunum í
hlutfalli við flug á þeirra vegum
yfir N-Atlantshafið. Eftirfarandi
tafla sýnir áætlaðan kostnað við
rekstur alþjóðaflugþjónustunnar
á tslandi árið 1976, svo og þann
fjölda starfsmanna, sem vinna hjá
alþjóðaflugþjónustunni:
Árið 1974 fóru samtals 34.109
flugvélar um íslenzka úthafs-
flugstjórnarsvæðið, en af þeim
voru um 80% þotur. Búizt er við
að heildarfjöldinn i ár verði
svipaður.
aBili ot bjónusta rtillj.kr t starfsliB
Oufunos, fjarskiptastöB 133,1 29,8 48
RjúpnahasB, sondistöB 2Q,6 6,6 12
Vík, LORiK-stöB 27,2 6,1 10
VoBurþjónusta fyrir millilandafluy 81,1 18,1 30
Roykjavík, flurstjómamiBstöB 103,6 23,2 30
Loi?a £ sæstron- (SCOTICS/lCECMí) 72,5 16,2 -
Samtals: 4Ö7.1 100,0 130
Kort þetta sýnir flug-
stjórnarsvæði og flug-
upplýsingaþjónustu
umhverfis tsland og
Grænland. A gefur til
kynna flugupplýs-
inga- og viðbúnaðar-
þjónustu fyrir neðan
FI 195, en sú þjónusta
er veitt af flugupplýs-
ingamiðstöðinni í
Syðra-Straumsfirði. B
bendir á flugstjórnar-,
flugupplýsinga- og við-
búnaðarþjónustu fyrir
ofan FL 195, sem veitt
er af flugstjórnarmið-
stöðinni í Reykjavík. C
táknar svæði fyrir
ofan FL 195, en þjón-
usta á þvf svæði er
veitt frá flugstjórnar-
stöðinni í Gander.
Bandaríski flugherinn, sem tii
þessa hefur annazt alla flugum-
ferðarstjórn á Söndrestrom-
svæðinú í umboði danskra stjórn-
valda, tilkynnnti fyrir tveim ár-
um, að hann myndi hætta þeirri
þjónustu um mitt árið 1975, eða í
síðasta lagi í árslok 1975. Þar sem
danska flugmálastjórnin taldi
óhagstætt að reka sérstaka flug-
stjórnarmiðstöð á Grænlandi, leit-
aði hún í ársbyrjun 1974 til flug-
málastjórna íslands og Kanada
með það fyrir augum að annað-
hvort ríkið eða þau sameiginlega
tækju að sér flugumferðarstjórn
á svæðinu. Mál þetta var jafn-
framt sent til athugunar hjá sér-
stakri nefnd á vegum alþjóðaflug-
málastofnunarinnar (ICAO), en í
nefndinni hafði árið áður verið
falið að gera úttekt á alþjóðaflug-
þjónustunni á Islandi, og kanna
hvort hennar yrði áfram þörf á
næstu árum.
Að loknum rækilegum athugun-
um á öllum tæknilegum og fjár-
hagslegum þáttum þessara mála
varð niðurstaða nefndarinnar sú,
að alþjóðaflugþjónustan á íslandi
yrði starfrækt 1 núverandi mynd,
og jafnframt yrði islandi falið að
annast flugumferðarstjórn í efra
loftrými Söndrestrom-svæðisins
frá og með 1. janúar 1976. Kanada
mun áfram annast hliðstæða þjón-
ustu yfir suðurodda Grænlands,
en danska flugmálastjórnin mun
reka flugupplýsingamiðstöð i
Syðra-Straumsfirði, einkum
vegna þarfa innanlandsflugsins á
Grænlandi. Samkomulag um
þessi mál var staðfest af danska
og islenzka utanríkisráðuneytinu
10. september.
Bætt verður við 5 flugumferð-
arstjórum í flugstjórnarmiðstöð-
inni í Reykjavík, þannig að frá og
með n.k. áramótum fjölgar starfs-
liði á vegum alþjóðaflugþjónust-
unnar úr 25 í 30. Fjarskiptastöð-
inni á Gufunesi og Rjúpnahæð er
ætlað að annast stuttbylgju-
flugfjarskipti á Söndrestrom-
svæðinu, en til vara verða einnig
notaðar hliðstæðar fjarskipta-
stöðvar i Kanada og í Syðra
Straumfirði.
Ef islenzka fjarskiptaþjónustan
reynist fullnægjandi á þessu stór-
aukna svæði, kæmi síðar til álita
að draga úr rekstri fjarskipta-
stöðvarinnar í Syðra-Straumfirði,
eða jafnvel leggja hana niður.
Að alþjóðaflugþjónustunni á Is-
landi standa 20 aðildarriki ICAO,
en eftirlit með framkvæmd henn
ar er á vegum ICAO. Þrjár
islenzkar ríkisstofnanir annast
framkvæmd þjópustunnar hér á
landi, þ.e. póst- og simamála-
stjórn, sem rekur flugfjarskipta-
stöðvarnar á Gufunesi og Rjúpna-
hæð, svo og LORAN-stöðina við
Vik, Veðurstofa Islands annast
veðurþjónustu fyrir millilanda-
flug, og flugmálastjórnin starf-
rækir flugstjórnarmiðstöðina í
Reykjavik, og annast jafnframt
heildarumsjón með alþjóðaflug-
FAST M.A. HJA:
Revkjavfk. Patreksf jörður ólafsfirði
Amatörverzlunin Verzlun Laufeyjar Verzlunin Valberg.
Laugaveg 55 Filmur og vélar. Tálknafjörður Akureyri
Skólavörðustíg 41. Bókáverzlun Filmuhusið,
Fókus, Lækjargötu 6B Olafs Magnussonar Hafnarstræti 104.
Hans Petersen. Isaf jörður Húsavfk
Bankastræti og Clæsibæ Bókaverzlun Kaupfélag Þingeyinga.
Myndiðjan Ástþór, Jðnasar Tómassonar Vestmannaeyjar
Hafnarstræti. Akranes. Blönduós Verzlunin Kjarni Verzlunin Miðhús.
Bókaverzlun Kaupfélag Húnvetninga Keflavfk
Andrésar Nielssonar, Sauðárkrókur Stapafell
Borgarnes Bókaverzlun Kr. Blöndal. Víkurbær
Kaupfélag Borgfirðinga. Slglufjörður Hafnarfirði
Flateyri Aðalbuðin Ljósmynda og gjafavörur,
Kaupfélag Húnvetninga. Verzl. Gests Fanndal Reykjavikurveg 64.
! • i • . .
Heíldsölubirgöir
MYNDIR HF ■ Austurstræti 17 S 30150
Polaroíd
kynnir SX-70
myndavélina
POLAROID SX-70 myndavélin
er árangur djörfustu og dýr-
ustu áætlunar sem ráð-
ist hefur verið í á sviði ljðs-
myndatækni. Það kostaði
yfir 40 milljaðra króna að
hanna þessa einu mynda-
vél með tilheyrandi filmu.
Frá upphafi hefur nafn
POLAROID verið sveipað
ljóma ævintýralegra tækni-
framfara í ljósmyndun SX-70
er meistaraverkið — mynda-
vélin sem markar þáttaskil.
Enginn sem sér og reynir SX-
70 getur verið ósnortinn.
Hin nýja POLAROID SX-70 er fullkom-
in gegnumsjáandi (single lens refles)
myndavél Hún hefur sjálfvirka ljös og
hraðastillingu og myndin sjálf skýst
fram úr vélinni með sjálfvirkum út-
búnaði, aðeins 1,5 sek. eftir að smellt
hefur verið af. Fyrst þegar myndin
kemur út úr vélinni sér aðeins á föl-
grænan flöt. Eftir andartak byrja lita-
skil að koma í ljós og hefur birtan
umhverfis myndina engin áhrif á fram-
köllunina. Hún heldur áfram að skýr-
ast í nokkrar mfnútur þar til hún hefur
náð litum og skýrleika sem engu öðru
stendur að baki.