Morgunblaðið - 12.12.1975, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975
Vitstola aðgerð
„Vesturlönd mega
ekki missa áhugann”
— sagði Yelena Sakharova á blaðamannafundi í gær
Fame, eftir að hafa setið f varð-
haldi á Norðfirði.
McPhee segir f frétt sinni, að
Lloydsman hafi leitað vars til að
fá nýjar birgðir úr Star Aquarius.
Ekkert varðskip hafði sézt allan
morguninn, en um klukkan 12,30
sást Þór nálgast og hafði hann þá
uppi alþjóðlegt flagg, sem gaf til
kynna skipun til Star Aquarius
um að nema staðar. McPhee sagð-
ist hafa séð vopnaða uppgöngu-
sveit á dekki Þórs. Þeir voru við-
búnir að setja út bát. Star
Aquarius hélt beinni stefnu en
varðskipið sigldi á hann. Lloyds-
man sigldi þá á milli skipanna til
verndar en Þór kom aftur og ann-
ar árekstur varð, í þetta sinn við
Lloydsman.
Um tíma voru skipin föst sam-
an. „Ég sá hvernig Lloydsman
sargaði niður Þór að ofan. Þegar
skipin losnuðu virtist loftventill
og bóma á Þór hafa skemmzt, og á
stjórnborðshlið hafði þyrluþilfar
laskazt ilia. Enn ekki nóg með
það, þvf eins og um vitstola að-
gerð skipherra varðskipsins væri
að ræða stefndi Þór aftur á
Ósló, Moskvu 11. des.
NTB.—AP.
„ÉG HELD ég muni tæpast lenda
f vandræðum þegar ég kem aftur
til Sovétrfkjanna ef fólk á Vestur-
löndum heldur áfram að láta sig
örlög Sakharov-f jölskyldunnar
nokkru varða. En ef það hættir að
sýna áhuga geta komið upp
vandamál," sagði Yelena Sakhar-
aova á blaðamannafundi f ösió í
dag. Hún sagði að Sakharov hefði
enn ekki ákveðið hvernig hann
hygðist verja verðlaunafénu sem
hann fær sem friðarverðlauna-
hafi Nóbels. „Það er hvort sem er
móðir mfn sem er höfuð fjöl-
skyldunnar og hún hefur loka-
orðið,“ sagði frú Sakharova hlæj-
andi.
Hún sagði ennfremur, að höfuð-
vandi andófsmanna í Sovétríkjun-
um væri örlög barna þeirra.
„Börnin lenda í vandræðum strax
og þau komast á skólaaldur og
þau geta sjaldan fengið þá mennt-
un sem þau vilja. Fjölskylda mín
hefur mörgum sinnum fengið
hótanir. Tengdasonur minn mætti
einu sinni KGB-manni á götunni.
Maðurinn sagði að ef Sakharov
hætti ekki iðju sinni myndi
tengdasonur minn og sonur hans
senn liggja á sorphaugunum."
Frú Sakharova upplýsti að hús
þeirra i Moskvu væri undir stöð-
ugu eftirliti. „Ef eitthvað kemur
fyrir einhvern úr fjölskyldunni
ber KGB beina ábyrgð á því,“
sagði hún.
Andrei Sakharov er sjálfur enn
í Vilnius í Lithaugalandi þar sem
hann reyndi f þriðja sinn að fá að
vera viðstaddur réttarhöldin yfir
vini sfnum, lfffræðingnum
Sergei Kovalev, en honum var
enn vfsað frá. Kovalev sagði í gær,
að hann myndi fara f hungurverk-
fall til að mótmæla því að yfirvöld
meina vinum hans að vera við
réttarhöldin.
ÞAÐ VAR ekki nóg með að Þór
sigidi á dráttarbátana Lloydsman
og Star Aquarius heldur gerði
hann sig Ifklegan tii að taka þann
sfðarnefnda, segir í frétt, sem
fréttamaður BBC um borð f
Lloydsman sendi til Bretlands f
gær. Fréttamaðurinn sem heitir
Archi McPhee, er kunnur af frétt-
um eftir að hann var handtekinn
fvrir að hafa stigið ólöglega hér á
land, þegar brezka eftirlitsskipið
Miranda kom inn til Norðfjarðar
f fyrri viku með slasaðan mann.
Mike Smartt, fréttaritari Morgun-
blaðsins í Hull sendi okkur frá-
sögn af frétt McPhees, sem reynd-
ar er meðal samstarfsmanna hjá
BBC kallaður McPhee of Jail
Lloydsman. Ég sá skipverja á
varðskipinu miða fallbyssunni á
brúna á Lloydsman. Skotið var
lsusu skoti af stuttu færi og ég
fann púðurlyktina, þegar reykur-
inn fór yfir. Aftur rákust skipin
saman og f þetta sinn virtist kinn-
ungur Lloydsman hafa hitt varð-
skipið undir sjávarmáli."
McPhee hélt áfram með að
segja að Þór hafi gert aðra atlögu
áður en hleypt var af aftari byssu
skipsins. Skotin annaðhvort geig-
uðu eða um púðurskot var að
ræða,“ sagði hann. Eftir nokkurn
eltingarleik sneri Þór við og hvarf
f éljarganginum.
YELENA Sakharova heldur hér á verðlaunaskjali Friðarverðlauna
Nóbelsnefndarinnar, sem hún veitti viðtöku fyrir hönd manns sfns. Að
baki hennar sést formaður Friðarverðlaunanefndarinnar, Aase
Lionaes.
Afram unnið að rann-
sókn Alþýðubankamálsins
MÁLEFNI Sunnu voru enn til
athugunar í samgönguráðuneyt-
inu f gær. Leitað hafði verið eftir
viðbótarupplýsingum til Guðna
Þórðarsonar, sem fengust sam-
dægurs, og að sögn Brynjólfs
Ingólfssonar, ráðuneytisstjóra f
samgönguráðuneytinu, má vænta
þess að ráðherra felli f dag árdeg-
is úrskurð um gildi þessara gagna
varðandi það hvort Sunna fái að
flytja farþega til Kanaríeyja
fram til 10. janúar er ferðaskrif-
stofuleyfið rennur endanlega út.
— Kærðir
Framhald af bls. 32
á fundinum um ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar en einnig hefði
verið rætt um aðrar aðgerðir en
ákvarðanír um þær yrðu ekki
teknar fyrr- en utanríkisráðherra
kemur heim á laugardag eða
sunnudag.
Sunna fyrirhugar næstu ferð til
Kanarfeyja á morgun. Þegar
Morgunblaðið hafði samband við
Guðna f gær kvað hann allt tfð-
indalftið eða „stund milli strfða“
eins og hann orðaði það.
Hjá dr. Jóhannesi Nordal,
bankastjóra Seðlabankans, fékk
Morgunblaðið þær upplýsingar,
að unnið væri kappsamlega að
rannsókn lánamála Alþýðubank-
ans bæði af hálfu bankans sjálfs
og Seðlabankans. Hins vegar
væru þetta ákaflega umfangs-
mikil mál og tæki langan tíma að
upplýsa þau og vinna úr öllum
gögnum.
Þá kom ennfremur fram hjá dr.
Jóhannesi, að hann taldi Seðla-
bankann á engan hátt hafa farið
út fyrir starfssvið sitt er banka-
eftirlitið veitti samgönguráðu-
neytinu upplýsingar um fjárhags-
stöðu Sunnu, éins og kom fram í
blaðinu í gær, en á þeim upp-
lýsingum var úrskurður ráðu-
neytisins um að svipta Sunnu
ferðaskrifstofuleyfi ekki sfzt
byggður. Sagði dr. Jóhannes að
Seðlabankinn hefði fyrst og
fremst gert viðskiptaráðherra að-
vart um þetta mál, eins og lög
bankans gerðu ráð fyrir, en sam-
gönguráðherra hefði fyrst haft
fréttir af málinu frá Alþýðubank-
anum sjálfum. Seðlabankinn
hefði haft vitneskju um að sam-
gönguráðherra hefði haft fregnir
af þessu máli og afskipti Seðla-
bankans af því hefðu verið á þá
leið, að bankaeftirlitið hefði
hringt til ráðuneytisstjórans til að
spyrja hvort samgönguráðuneytið
hefði gögn um Sunnu, þar sem
ráðuneytið hefði átt að hafa undir
höndum reikninga Sunnu. Það
hefði komið í ljós að svo var ekki
en samgönguráðuneytið í þess
stað óskað eftir upplýsingum frá
Seðlabankanum.
Einnig ræddi Morgunblaðið við
Hermann Guðmundsson, formann
bankaráðs Alþýðubankans. Hann
kvað öll viðskipti bankans ganga
með eðlilegum hætti eftir allt um-
stangið síðustu daga og hefðu þau
raunar aldrei farið úr skorðum
þótt mikið gengi á. Hefði út-
streymi úr bankanum ekki verið
meira en gerðist og gengi I desem-
bermánuði og segði það sitt um
þann skilning sem bankinn hefði
átt að mæta á erfiðum tímum.
Morgunblaðið spurði hversu
lengi hann teldi að bankaráðið
sjálft myndi fara með stjórn
bankans og kvað hann þá skipan
er nú ríkti vafalaust mundu gilda
þar til niðurstöður þeirrar rann-
sóknar er yfir stæði lægi fyrir og
að öllum líkindum fram yfir aðal-
fund bankans, en ákvörðunum
hans yrði bankaráðið að hlíta í
einu og öllu. Hermann sagði enn-
fremur að nú yrði aðeins beðið
eftir niðurstöðum þeirrar opin-
beru rannsóknar er bankinn
hefði óskað eftir og saksóknari
hefði nú sent sakadómi til með-
ferðar. Sagði Hermann að með
þeirri ákvörðun að óska eftir
rannsókninni hefði bankaráð Al-
þýðubankans um leið sett sjálft
sig undir þá rannsókn og hlítti því
er út úr henni kæmi.
Hjá Halldóri Þorbjörnssyni,
yfirsakadómara, fékk Morgun-
blaðið það staðfest, að honum
hefði borizt erindi bankaráðs Al-
þýðubankans í þessum efnum frá
saksóknara ríkisins en athugun
málsins væri enn á byrjunarstigi.
Hins vegar hafði erindi Guðna
Þórðarsonar um samskonar rann-
sókn ekki borizt embættinu
heldur kvaðst Halldór einungis
hafa lesið yfirlýsingu Guðna
Þórðarsonar þar að lútandi í
blöðunum enn sem komið væri.
— Fjaðrafok
Framhald af bls. 1
strendur Islands og stofna lífi
áhafna varðskipa okkar i hættu,
eru ekki úr hinum volduga flota
frá Kolaskaga. Þetta er skip úr
brezka sjóhernum. Og andstæð-
ingar Atlantshafsbandalagsins
eru snöggir að benda á það að
þessi sömu skip hafa verið eða
verða hluti af herafla Nato. Og
þetta eru sterk rök gegn Nato á
Islandi í dag.“
Brezku stjórninni
þykir leiðinlegt
Callaghan hélt ræðu á eftir
Einari og sagði hann að brezku
stjórninni þætti leiðinlegt að vera
flækt f deilu við Islendinga.
Stefna brezku stjórnarinnar væri
að finna lausn á málinu og að
möguleiki væri á að finna lausn.
Bilið á milli fslenzku og brezku
rfkisstjórnanna væri 65 til 110
þúsund lestir, en að hann ætlaðist
ekki til þess að samningamenn
Breta byndu sig um of við 110
þúsund eða 100 þúsunda markið
ef aftur kæmi til viðræðna við
Islendinga.
„Okkar markmið er að taka við-
ræðurnar upp á ný og við erum
reiðubúnir til þess hvenær sem er
og á hvaða embættisstigi sem er.
Eina krafa okkar er að íslenzka
landhelgisgæzlan hætti að trufla
brezka togara, þá verða herskipin
kölluð út fyrir 200 mflna mörkin
og samningaviðræður geta haldið
áfram,“ sagði Callaghan.
Einkafundur Einars
og Callaghans
Strax að loknum ráðherra-
fundinum, klukkan 16.45 að
íslenzkum tfma, hélt Einar
Agústsson til brezka sendiráðsins
f BrOssel, þar sem hann átti fund
með Callaghan. Að ósk
Callaghans var enginn aðstoðar-
manna þeirra tveggja viðstaddur
fundinn. Töluðu ráðherrarnir
einslega saman í um hálfa
klukkustund.
Strax að loknum fundinum með
Callaghan hélt Einar blaða-
mannafund, þar sem um 150
blaðamenn voru mættir. Þar mót-
mælti Einar þvf sjónarmiði
Callaghans, að skilyrðið fyrir því
að brezku herskipin færu út fyrir
200 mílurnar væri að fslenzk varð-
skip hættu að stugga við brezkum
togurum. „Við getum ekki hætt
að stugga við togurunum," sagði
Einar, „þvt þá höfum við jafn-
framt gefið frá okkur 200 mflna
fiskveiðilögsöguna.“
Þá sagði hann, að hann byggist
ekki við því að eiga annan fund
með Callaghan, og þegar hann var
spurður hvort hann væri reiðu-
búinn til að hefja á ný samninga-
viðræður, svaraði hann stuttlega:
„Nei, ég er það ekki.“
Sagði hann að í fyrsta lagi væri
hann ekki til viðræðu á meðan
brezkar freigátur væru innan við
200 mflna mörkin og f öðru lagi
vegna þess að Bretar vildu fá að
veiða allt of mikinn þorsk við
Island.
Gallaghan vill semja
Þá sagði Einar á fundinum, að
sér virtist Callaghan hafa einlæga
löngun til að leysa deiluna, enda
gerði hann sér það ljóst að núver-
andi ástand milli tveggja banda-
lagsríkja i Atlantshafsbandalag-
inu gæti ekki varað. En hann
bætti þvi við að Bretar yrðu að
lækka boð sitt áður en raunhæfar
viðræður gætu hafizt.
Hann greindi frá því, að boð
tslendinga um að Bretar fengju
að veiða 65 þúsund lestir við Is-
land, hefði verið harðlega gagn-
rýnt á Islandi sem alltof rausnar-
legt. Bretar hefðu viljað fá 110
eða 100 þúsund lestir.
„Ef farið er fram á meira en
65.000 lestir hlýtur svarið að
verða nei,“ sagði Einar.
Þá skýrði hann frá því að auð-
veldara hefði verið að semja við
Vestur-Þjóðverja m.a. vegna þess
hvað þeir legðu miklu minni
áherzlu á þorsk í sínum afla.
Hann var spurður um það af
hverju Þór hefði skotið á brezku
skipin i gær og svaraði: „Ef
brezku dráttarskipin reyna að
sigla á varðskipin eiga þau engra
annarra kosta völ en að skjóta."
Hann benti á það að atburðirnir
hefðu átt sér stað innan 4 mílna
landhelgi Islands og það hefðu
verið brezku skipin, sem hófu
árásirnar.