Morgunblaðið - 12.12.1975, Side 19

Morgunblaðið - 12.12.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975 19 Viö afgreiöum litmyndir yöar á0 dögum Umboösmenn um land allt Kodak — ávallt feti framar. Hans Petersenf Bankastræti — Glæsibfe S 20313 0 S 82590 TOSHIBA TOK YO SHIBAURA ELECTRIC CO., LTO. 1875—1975 Einstakt tækifæri Toshiba verksmiðjurnar í Japan eru stærstu verksmiðjur í heimi i framleiðslu elektroniskra tækja. Starfslið Toshiba er 1 30.000 og þar af eru um 20.000 vísindamenn sem vinna að stöðugum og tækninýjung- um. Toshiba framleiðir allt frá rafhlöðum til kjarnorkurafstöðva. í tilefni afmælisins hefur Toshiba boðið okkur þessa stereosamstæðu á einstaklega lágu verði aðeins kr. 84.670.00 (án pick-ups, pick-up frá 2.645.00) Tak- markað magn. tfoóhiba SX 150 stereosamstæðan samanstendur af Útvarps- magnara 18 watta með langbylgju, miðbylgju og FM bylgju. Reimdrifnum plötuspilara með vökvalyftum arm og 2 stórum hátölurum. Látið ekki þetta einstaka tækifæri ganga yður úr greipum. Við fengum takmarkað magn tækja á þessu einstaklega lága verði. EINAR FARESTVEIT & CO. HF Bergstaðastræti 10 A Sími 16995. Nemendur 7. bekkjar Barna- og miðskóla Patreksfjarðar mótmæla öllum samningum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá nemendum 7. bekkjar Barna- og miðskóla Pat- reksfjarðar, þess skal getið að 1 7. bekk eru 13 ára gömui börn: 7 :bekkur Barna- og miðskóla Patreksfjarðar. Anna Guðmunds., Eygló Aradótt- ir, Gríma Elfa Ársælsdóttir, Guð- mundur Hallgrímsson, Guðmund- ur Sverrisson, Hjörtur Helgi Þrá- insson, Ingdís Lfndal Jensdóttir, Kristófer Kristófersson, Ólaffa Karlsdóttir, Ólafur Sæmundsson, Ómar Unnarsson, Páll Pálsson, Pétur Bjarni Gíslason, Ruth Baldvinsdóttir, Sólveig Helen Lund, Steinunn Finnbogadóttir, Sveinn Pétursson, Unnur B. Svav- arsdóttir, Þuríður Guðmundsdótt- ir. Til utanríkismálaráðuneytisins Reykjavík. 7. bekkur Barna- og miðskóla Patreksfjarðar mótmælir harð- lega fiskveiðisamningunum við Vestur-Þjóðverja, þar sem þeim er leyft að veiða innan fsl. land- helgi i allt að 2 ár. Ennfremur er okkar álit, að ekki komi til greina að semja við Breta eftir þann yfir- gang, sem þeir hafa sýnt okkur með vopnaðri íhlutun, ásamt al- geru skilningsleysi á skýrslu fiskifræðinga okkar um hættu á gereyðingu þorskstofnsins. Afkoma okkar Patreksfirðinga byggist svo til einvörðungu á fisk- veiðum og berum við kvíðboga fyrir því, að þegar við að nokkr- um árum liðnum, förum að sækja sjó, verði fiskveiðar ekki lengur arðvænlegar og lífskjör okkar gætu þá orðið verri en foreldra okkar nú. Er þvi sjáanlegt að brýn nauð- syn er að vernda fiskstofnana og nýta þá skynsamlega. Hörmulegt er ef kjarkleysi og óstjórn af mannavöldum eiga eft- ir að valda eyðileggingu og skaða í þessum málum. I Veski tapast KONA varð fyrir þvf óhappi að tapa peningaveski á Laugavegin- um f gær. Voru f þvf um 40 þúsund krónur og skiirfki. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við lögregluna. Skodsborgarstóllinn Hátt sæti. Háir armar, höfuðpúði og íhvolft bak fyrir góða hvíld Ný stóltegund hönnuð fyrir þá, sem erfitt eiga með að risa upp úr djúpu sæti, þurfa góðan stuðning og þægilega hvíldarstell- ingu. Stóllinn er framleiddur fyrir áeggjan forstöðumanna elli- og endurhæfingarstofnanna hér á landi. Nafnið gáfum við honum, án nokkurrar hugmyndar um hvort svo góður stóll sé til á því fræga hvíldarsetri. LSI<ei&n__________________ ____ M.KJÖRGARDI SÍMI16975 SMIDJUVEGI6 SÍMI44544 0 KAUPFELAGIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.