Morgunblaðið - 12.12.1975, Side 29
Rauða kross
deild Borgar-
neslæknis-
héraðs stofnuð
20. J(JLl 1963 var stofnuð Rauða
kross deild ( Borgarnesi. Á aðal-
fundi deildarinnar f Borgarnesi
9. nóv. sl. kom fram að starfsemi
deildarinnar vaeri of þröngur
stakkur sniðinn þar sem þjón-
ustusvæði hennar væri bundið við
Borgarnes eingöngu. Var talin
þörf á að starfsemi Rauða kross-
ins næði einnig til nágrannasveit-
anna. Þvf var samþvkkt að leggja
niður Borgarnesdeildina og
stofna aðra, Rauða kross deild
Borgarnesslæknishéraðs. Var
starfssvæði hinnar nýju deildar
samræmt umdæmi heilsugæslu-
stöðvarinnar í Borgarnesi en það
nær vfir 5 hreppi í Snæfellsnes-
sýslu, alls 15 hreppi.
Fundarstjóri á fundinum var
Guðmundur Sigurðsson, kennari,
Borgarnesi. í stjórn voru kosin:
Formaður Sigurþór Halldórsson,
Borgarnesi, gjaldkeri Guðmund-
ur Sigurðsson, ritari, Guðrún
Broddadóttir, Borgarnesi, með-
stjórnendur Leópold Jóhannes-
son, Hreðavatnsskála, og Bjarni
Guðráðsson, Nesi II, Reykholts-
dal. Endurskoðendur eru Páll
Guðbjartsson og Ásta Ragnars-
dóttir, Borgarnesi.
Fulltrúar Rauða kross Islands,
Eggert Asgeirsson og Dóra Jak-
obsdóttir, gerðu grein fyrir starfi
RKI og deilda hans. Miklar um-
ræður urðu um verkefni deildar-
innar. Guðmundur Ingimundar-
son, oddviti, Borgarnesi, gerði
grein fyrir sjúkraflutningamálum
á svæðinu. Fyrirhuguð eru kaup á
nýjum sjúkrabíl og var f því sam-
bandi rætt um rekstrarfyrirkomu-
lag og námskeið fyrir sjúkraflutn-
ingamenn. Einnig var rætt um
svæðisfundi Rauða kross félaga
um sjúkraflutninga og neyðar-
varnir og gerð grein fyrir nám-
skeiðum Rauða krossins f skyndi-
hjálp og aðhlynningu sjúkra.
Stofnfélagar hinnar nýju deild-
ar teljast félagar eldri deildarinn-
ar og nýir félagar, alls 125 talsins.
Félagasöfnun verður haldið
áfram og lagt kapp á að fá félaga
sem víðast að á starfssvæði deild-
arinnar.
Vatnsmagn jókst
við Laugaland
VATNSMAGNIÐ í borholunni við
Laugaland í Eyjafirði hefur
haldið áfram að aukast frá því i
fyrradag. Uppstreymið var mælt
um hádegi í gær, miðvikudag, og
reyndust þá koma 27 sekúndulftr-
ar úr holunni. Rennslið hefur
þannig vaxið um 4 sekúndulítra á
einum sólarhring. Talið er víst að
vatnsaukningin stafi af nýjum
vatnsæðum milli berglaga, sem
borinn hefur farið í gegnum sfðan
f fyrradag. Þessi þróun mála
hefur enn aukið á bjartsýni
manna hér nyrðra um árangur
borunarinnar. Hiti vatnsins var
ekki mældur f gær, en talið er að
hann hafi lftið breytzt og sé allt að
90 gráður.
Sv.P.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1975
29
TTmtnrrhrKh-JnrtfrT,
•iTrp’mpTM-
denini
denimpils
bölir — skó'i4
peysur — btó
röndóttir so
OPIÐ TIL KL. 10 I KVOLD
/ÖdhÍi ráTuftji Jíjatfiujhiiiiinti