Morgunblaðið - 21.12.1975, Síða 1

Morgunblaðið - 21.12.1975, Síða 1
60 SÍÐUR (TVÖ BLÖÐ) 293. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Þessa mynd tók Ólafur K. Magnússon, Ijósmyndari Mbl., úr lofti yfir gosstöðvunum og til hægri á myndinni sést norður Graddabungu og Hágöng en t.v. Grjótstvkkisbunga. Hætta á sprengigosum á öllu Mýyatnssvæðinu □-----------------------------□ A bls. 14 I blaðinu f dag eru frásagnir um eldgos við Leirhnjúk og á Mývatnssvæðinu úr bók Ólafs Jónssonar. ódáðahraun. en Mbl. hafði einnig samband við Steindór Steindórs- son, sem skrifaði Arbók Ferðafélagsins 1934 um eldgos við Leirhnjúk og sagði hann. að hann hefði byggt á heimildum Þorvalds Thoroddsens í eldfjallasögu hans. Steindór sagði, að samfellt gos hefði verið frá 1724 og langt fram á árið 1729, en 10. júní 1746. hrauzt aftur út jarðeldur við Leirhnjúk. sagði Steindór, og er frá því sagt í sýslulýs- ingu eftir sr. Jón Benediktsson, það stóð skammt. Það eru síðustu eldsbrotin sem sög- ur fara af. En hinir eiginlegu Mývatnseldar eru frá 1724—1729. sagði Steindór Steindórs- son frá Hlöðum. □ ------------------------— □ JARÐFRÆÐINGAR hafa nú mestar áhyggjur af þvf að sprengigos geti orðið á Mývatns- svæðinu í kjölfar eldsumbrot- anna í Leirhnjúk á Mývatnsöræf- um sem hófust í gær og eru um 3—4 km fjarlægð frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem nú er verið að reisa. Mikil hætta er talin á öllu þessu svæði á sprengigosum, og er að vænta ákvörðunar Al- mannavarnaráðs hvort ástæða þyki til að flytja fólk sem er f nærliggjandi byggð. Eldsumbrot þessi þykja þó í upphafi heldur smávægileg miðað við sfðustu eld- Brezku togar- arnir flytja sig á ný mið Húll, 20. desember — Frá Mike Smartt, fréttaritara Morgurtblaðsins. BREZKI togaraflotinn ætlar að flytja sig á ný mið fyrir norðaustan land, þar sem gert var ráð fyrir að þeir veiddu samkvæmt bráðabirgðasam- komulaginu, sem Bretar og íslend- ingar gerðu 1 973. Þetta var ákveðið með atkvæða- greiðslu skipstjóranna Þó að sam- komulagið sé runnið út, ætla togar- arnir að veiða samkvæmt þeim verndarsjónarmiðum, sem komu fram i þvi. Togararnir munu flytja sig fyrir 1. janúar og samkvæmt þvl sem Eric Thundercliffe, milligöngumaður stjórnarinnar og togaramanna, um borð i freigátunni Leander segir, ætla togararnir að veiða i tveim hópum til að vera öruggari gagnvart islenzku varðskipunum. „Sá sem fer eins síns liðs, gerir það á eigin reikning," sagði Thund- ercliffe gos hér á landi, enda kallar Arni Johnsen, blaðamaður Morgun- blaðsins, þau vasaútgáfu af Heklu- og Vestmannaeyjagosun- um. Tók fréttaritari Mbl. á Akur- eyri Sverrir Pálsson, f sama streng. Það segir þó ekki alla sög- una, þvf að sfðari hluta dagsins var sprungan tekin að teygja úr sér og hafði lengst úr 500—600 metrum f upphafi f um 1500 metra, og f stefnu á byggðina f kringum Reykjahlfð f Mývatns- sveit. Er gosið nú að sögn kunn- ugra f sömu sprungu og gaus úr á árunum 1724—29, en þá náði hraunstraumurinn að umkringja Revkjahlfðarkirkju, eins og fram kemur á bls. 14. Þá telur Guð- mundur Sigvaldason, forstöðu- maður Norrænu eldfjallastöðvar- innar, ýmsilegt benda til þess að þetta geti orðið langvinnt gos enda þótt það hafi hægt um sig f bvrjun. I fvrstu var talið að eldgosið hefði byrjað um kl. 11.30 en nú hefur komið í Ijós að ung stúlka, Stefánfa Þorgrfmsdóttir Garði f Mývatnssveit, taldi sig hafa séð eld á þessum slóðum um kl. 10.30 f gærmorgun og tilkvnnti sfm- stöðinni um það. Frásögn hennar Framhald á bls. 34 Myndin er tekin f vestur yfir Kröfluvirkjun og gosstöðvarnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.