Morgunblaðið - 21.12.1975, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975
Ekkert bendir til
þess að mennirnir
hafi drukkið ólyfjan
AÐ SÖGN rannsóknarlögreglunnar
hefur ekkert komið fram við fram-
haldsrannsókn, sem bendir til þess
að skipverjar á skuttogaranum
Bjarna Benediktssyni hafi drukkið
ólyfjan, en eins og fram kom í
blaðinu f gær, voru nokkrir þeirra
fluttir á slysadeild f fyrrakvöld og
einn skipverja lézt. Hann hét
Þórarinn Þorsteinsson, Vallarbraut
10, Seltjarnamesi. Þórarinn var 32
ára gamall, fæddur 4. júlf 1943,
ókvæntur og barnlaus.
Við rannsóknina kom fram, að skip-
verjar höfðu verið að drekka vfn um
borð. Höfðu þeir blandað saman
íslenzku brennivíni og vlni sem nefnist
Southern Comfort, en þessi blanda er
allsterk hvað vínanda viðkemur. Virðist
svo sem Þórarinn heitinn hafi verið
veill fyrir og ekki þolað að drekka vínið
og félagar hans tveir, sem veiktust
einna mest, munu einnig hafa verið
veilir fyrir í maga Skipverjar þeir sem
fluttir voru á slysadeild eru allir á
batavegi.
15 starfshópar jarð-
fræðinga vinna eftir
fyrirframgerðri áætlun
ÞEGAR fréttin af gosinu f Leirhnúki
barst f dag hófu fslenzkir jarðfræð
ingar þegar starf eftir fyrirframgerðri
áætlun, sem samin var að tilhlutan
Jarðfræðifélags íslands til að starfa
eftir ef til goss kæmi á Mývatns-
sveitarsvæðinu. Má telja Ifklegt að
þetta gos verði hið mest rannsakaða
f sögu fslenzkrar eldfjallafræði. ís-
lenzkir jarðfræðingar hafa skipt sér f
um 15 starfshópa og vinnur hver
Júgóslavar
unnu 25:20
JÚGÓSLAVÍA sigraði fsland I lands-
leik i handknattleik I gærkvöldi
25:20. eftir að staðan hafði verið
16:11 I hálfleik.
íslenzka liðið átti mjög góða kafla
um miðbik seinni hálfleiks og náði þá
að breyta stöðunni úr 15:19 I 19:19
og síðan var aftur jafnt 20:20, er 7
mínútur voru til loka leiksins. Siðasti
kaflinn var slakur hjá (slendingum og
unnu Júgóslavar öruggan sigur
hópur að ákveðnu verkefni og ber
ábyrgð á þvi að ákveðnar rannsóknir
verði gerðar.
Guðmundur Sigvaldason. forstjóri
Norrænu Eldfjallastofnunarinnar, tjáði
Mbl i gærkvöldi að þá hefðu allir
starfshóparnir verið búnir að koma
saman og flestir jarðfræðingarnir
komnir á gosstað eða á leiðinni þangað
til að hefja rannsóknir.
Nefndi Guðmundur að 1 hópurinn
rannsakar goshegðun, annar sér um að
taka sýnishorn af efnum og fram-
kvæma efnagreiningar, þriðji um að
taka sýnishorn af lofttegundum, sá
fjórði að taka öskusýnishorn og efna-
greina þau, fimmti um hitamælingar
og sjötti um skjálftamælingar, svo eitt-
hvað væri nefnt Áætlun þessi er hin
fyrsta skipulagða, sem gerð hefur ver-
ið og á að auðvelda mjög upplýsinga-
söfnun og miðlun og jafnframt tryggja
að rannsóknir á gosinu verði fram-
kvæmdar á umfangsmikinn og ná-
kvæman hátt og er i áætluninni einnig
gert ráð fyrir ákveðinni upplýsingamið-
stöð, sem menn geta snúið sér til i
Jarðfræðihúsinu.
Pessa mynð tók Sverrir PAisson fréttaritari Mbl. á Akureyri yfir gosstöðvunum snemma i
gær og sést eldurinn úr einum gíganna greinilega á miðri mynd.
í fyrsta skipti sem vitað
er með töluverðri vissu
að eldgos væri í aðsigi
Vitað í september s.l. að eitthvað óvenjulegt væri á seyði
RARIK bíður átekta með
efni til háspennulímmnar
SKV. UPPLÝSINGUM Valgarðs
Thoroddsens, forstjóra Rafmagns-
veitna rfkisins, á RARIK enga aðild
að Kröfluvirkjun. Hins vegar hefur
orkumálaráðuneytið falið RARIK að
leggja háspennulfnu frá Kröflu til
Akureyrar. Sagði Valgarð. að þar
sem hraða hefði átt verkinu eftir
föngum og afgreiðslufrestur væri
langur á ýmsum efnisþáttum til lagn-
ingarinnar hefði verið búið að gera
nokkrar ráðstafanir, en RARIK hefði
f dag sent nokkrum af viðskiptaaðil-
um sfnum erlendis skeyti og beðið
þá að bfða átekta fram f byrjun
næstu viku vegna óvissuástandsins.
ELDGOSIÐ f Leirhnúk hefur þá sér-
stöðu á við önnur gos, að nú var f
fyrsta skipti vitað með töluverðri
vissu og með nokkrum fyrirvara að
eldgos væri f aðsigi og hægt var að
gera viðeigandi ráðstafanir f tfma.
Að sögn Ragnars Stefánssonar jarð-
skjálftafræðings benti hin ákafa jarð-
skjálftahrina I gærmorgun til þess að
gos væri f aðsigi, en á tfmabilinu frá
klukkan 10,18 til 11 mældust 8
kippir á Kröflusvæðinu á mælum f
Reykjavfk. Gosið hófst svo um
klukkan 11,30.
Ragnar Stefánsson sagði að
snarpasti kippurinn hefðu mælst
klukkan 10,33 og var hann 3,8 stig á
Ricterkvarða. Fimm kippir mældust
svo sem voru nærri þvl eins snarpir og
þessi. Þegar Ragnar var að því spurður
hvort hann teldi að eitthvert samband
væri milli gossins og framkvæmda við
Kröflu taldi hann þaðafar óliklegt
Slðdegis I gær barst Morgunblaðinu
eftirfarandi fréttatilkynning frá Raun-
vlsindastofnun islands og jarðskjálfta-
deild Veðurstofu fslands um að-
draganda gossins I Leirhnúk:
Áköf jarðskjálftahrina samfara
stöðugum titringi var undanfari eld-
gossins, sem byrjaði á Kröflusvæði I
morgun. Þessi órói kom fram á mörg-
um jarðskjálftamælum viða um land,
en var sterkastur nálægt Kröflu. Jarð-
skjálftaverðir höfðu því þegar um kl.
1 1 samband við Almannavarnaráð og
töldu að sterkar llkur bentu til þess, að
eldgos væri I aðsigi.
Undanfarið á: hafa Raunvisinda-
stofnun Háskólans, Veðurstofa fslands
og Orkustofnun unnið að uppsetningu
jarðskjálftamæla á Norðurlandi Mælar
þessir mynda heilsteypt net, sem gerir
kleift að staðsetja upptök jarðskjálfta
með meiri nákvæmni en áður. Skjálfta-
virkni hefur verið fremur mikil á
Norðurlandi undanfarið ár, og óvenju
há á tiltölulega þröngu svæði nálægt
Leirhnúk á Kröflusvæði I september
s.l var orðið Ijóst, að eitthvað óvenju
legt væri á seyði á þessu svæði.
Nokkru seinna var bætt við tveimur
mælum á svæðið til að kanna þetta
nánar, einkum dýpt skjálftanna.
Um kl. 11 i morgun var Almanna-
varnaráði tilkynnt að óvenju mikill órói
og skjálftavirkni hefði komið fram á
mælinum á Húsavlk, einnig að stöðug-
ir skjálftar fyndust I Mývatnssveit. Um
svipað leyti var einnig tilkynnt að
óvenju tiðir skjálftar hefðu mælst I 270
km fjarlægð frá Skammadalshóli I Mýr-
dal Þessi ákafa hrina og hinn stöðugi
titringur á mælum á Norðurlandi bentu
til þess að meiri tiðinda væri að vænta.
Um kl. 11.20 bárust Almannavarna-
ráði fregnir frá flugvél um eldgos við
Leirhnúk
Myndin er tekin yfir gosmökkinn til austurs
Ljósmynd Öl.K.M.
Aðalsteinn Norberg
umdœmisstjóri látinn
LÁTINN er I Reykjavlk Aðalsteinn
Norberg umdæmisstjóri I umdæmi I
hjá Pósti og slma. Hann var 58 ára
gamall þegar hann lézt.
Aðalsteinn Norberg var fæddur I
Reykjavlk 26 janúar 1917. Fósturfor-
eldrar hans voru Einar Helgason garð-
yrkjustjóri og kona hans Kristín Guð-
mundsdóttir. Hann lauk stúdentaprófi
1937 og stundaði tækninám I Þýzka-
landi frá 1937 til 1939 Hann starfaði
hjá Pósti og sima frá 1944, fyrst sem
fulltrúi, siðar sem yfirmaður starfs-
mannadeildar, sem ritslmstjóri frá
Tilviljun?
FURÐULEGAR tilviljanir verða oft við
meiriháttar atburði og sumir menn
virðast stöðugt eltir af tilviljunum. Eins
og kunnugt er starfaði hér um skeið
árið 1971 bandaríkjamaður að nafni
Will H. Perry á vegum Saméinuðu
þjóðanna við að skipuleggja neyðar-
og björgunaráætlanir fyrir Almanna-
varnir rikisins.
Perry kom svo aftur til fslands fyrir 3
árum slðan og ekki hafði hann dvalið
lengi þegar gjósa tók I Heimaey Unnu
almannavarnir þá I fyrsta sinn eftir
skipulaginu, sem hann hafði gert.
f fyrra fór Perry svo til Hawai ásamt
eiginkonu sinni, sem er íslenzk Tveim
dögum eftir komu þeirra þangað hófst
eldgos I augsýn frá þeim og hafði þá
ekki gosið á þeim stað I 300 ár.
f gær fór svo að gjósa við Kröflu, og
hver skyldi ekki hafa komið til landsins
I fyrradag, nema Will H Perry og frú.
1968 til 1. janúar 1975 er hann tók
við starfí umdæmisstjóra I umdæmí
I (Reykjavík og nágrenni) þegar það
embætti var sett á stofn samfara
umfangsmiklum skipulagsbreytingum
hjá Pósti og slma.
Aðalsteinn Norberg starfaði I full-
trúaráði Sjálfstæðisflokksins I yfir 20
ár Hann lét ýmis önnur félagsmál til
sin taka, svo sem innan Iþróttahreyf-
ingarinnar og félags símamanna. Þar
var hann I stjórn I yfir 20 ár og
formaður Félags forstjóra Pósts og
slma slðustu árin.
Aðalsteinn var kvæntur Ásu Nor-
berg, og lifir hún mann sinn. Þau áttu
þrjár dætur og eru barnabörnin orðin 8
að tölu
Aðalsfeinn Norberg.