Morgunblaðið - 21.12.1975, Side 5

Morgunblaðið - 21.12.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 5 Miklar annir í innanlands- flugi um jólin 100% aukning hjá Vængjum SÉRSTÖK jólaáætlun var sett upp fyrir innanlandsflug Flug- félags íslands og gildir hún frá 17. — 24. desember. Samkvæmt þessari áætlun verða flognar rúm- lega 30 aukaferðir til viðkomu- staða Flugfélags Island. víðs- vegar á landinu. Þann 17. des- ember hófust aukaferðirnar jafn- hliða áætlunarfluginu, en mesta annríkið mun verða frá föstudeg- inum 19. desember til þriðjudags 23. desember, Þorláksmessu. Á aðfangadag verður flogið til eftirtalinna staða: Akureyrar, Vestmannaeyja, Isafjarðar, Patreksfjarðar, Húsavíkur, Egils- staða og Sauðárkróks. Þess skal getið, að á aðfangadag verður flugferðum til Egilsstaða og Sauð- árkróks flýtt frá venjulegri áætl- un. Síðasta brottför frá Reykjavík fyrir jól verður kl. 15.00. Á jóla- dag verður ekkert flogið innan- lands, en 26. desember, annan dag jóla verður svo flogið samkvæmt 'aætlun. A nýársdag verður ekkert flug flogið innanlands, en frá og með 2. janúar samkvæmt áætlun. Einnig munu verða flognar auka- ferðir til nokkurra staða. Hjá Flugfélaginu Vængjum er einnig mikil aukning á ferðum um hátíðirnar, eða um 100%, og er bæði um að ræða farþega og vöruflutninga víða um land. Flug hefur gengið nokkuð eðlilega fyrir sig og veður hefur lítið tafið. Kveikt á jólatré í Kópavogi I DAG, sunnudag, kl. 5, verður kveikt á stóru jólatré í Kópavogi, en tréð er gjöf til Kópavogs frá Nordkjöping í Svíþjóð. Sænski sendiherrann, Olav Kaiser, af- hendir tréð en við því tekur Jó- hann, H. Jónsson forseti bæjar- stjórnar. Skólahljómsveit Kópa- vogs mun leika við athöfnina. Jólasveinarnir á Austurvelli ASKASLEIKIR og slangur af öðr- um jólasveinum verða á Austur- velli í dag kl 4 og munu þeir verða í horninu hjá bókaverzlun Isa- foldar. Jólasveinarnir munu syngja þar og leika og gera ýmis- legt skemmtilegt eins og þeirra er von og vísa. „Séra Pétur” þrotinn hjá forlaginu NÝJASTA skáldsaga Guðmundar G. Hagalfn, Segið nú amen séra Pétur, sem kom út hjá Almenna bókafélaginu í nóvember er nú uppseld hjá forlaginu. Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins kvað bókina hafa selzt mjög vel en Baldvin kvað þetta aðra bókina sem hefði komið út á árinu hjá Almenna bókafélaginu, hin fyrri var Ijóðabókin Dagur ei meir eftir Matthías Johannessen skáld og ritstjóra. peysur — kjoi blússur — pils gallabuxur — kúrekastígvél TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS ^ KARNABÆR AUSTURSTR/ETI 22 LAUGAVEG66 LAUGAVEG20a SÍMI FRA SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.