Morgunblaðið - 21.12.1975, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975
7
HUGVEKJA
eftirsr.
Þóvi Stephensen
FJÓRÐI og síðasti sunnudag-
ur aðventunnar er runninn
upp. Aðventukransinn stend-
ur með fjórum logandi kert-
um. Þú sérð birtu hans og
finnur hlýjuna frá honum.
E.t.v. minnir hann þig á það,
sem Jesús sagði um Jóhann-
es skírara í einu af guðspjöll-
um þessa sunnudags:
„Hann var brennandi og
sklnandi lampi."
Jóhannes skírari er mikið
til umræðu á aðventu-
tímanum. Það er eðlilegt.
Aðventan er undirbúnings-
tími fyrir komu Krists inn í
mannlegt líf nútímans. Eins
var það hlutverk Jóhannesar
að undirbúa komu hans inn á
sjónarsvið samtíðar þeirra.
Það var ekki bjart yfir
þeirra samtíð, hvorki i and-
legum né veraldlegum efn-
um. Jóhannesi má því líkja
við þjón, er fór fyrir hús-
bónda sinum og bar Ijósker
til að lýsa veg hans. En svo
þegar húsbóndinn kom á eft-
ir, þá var hann sjálfur
hið mikla Ijós, Ijós heimsins,
Ijósið sem allir aðrir hljóta að
sækja birtu sína til. Hann er
það enn i dag, en því er líka
svo fyrir komið, að hann þarf
enn í dag á mönnum að
halda, sem vilja bera Ijósið
fyrir hann út um hinn oft
dimma heim. Hann þarfnast
manna, sem vilja vera
„brennandi og skínandi
lampar."
Við höfum átt marga slika
menn sem geta verið okkur
fyrirmyndir. Einn þeirra,
kona, var beinlínis nefnd
„konan með lampann". Það
mun hafa verið Florence
Nightingale, hinn þekkti
brautryðjandi á vegum hjúkr-
unarstarfsins. Hún gekk með
lampann sinn nótt og nýtan
dag milli sjúkrarúmanna í
herspítölum Krímstríðsins og
bar með sér kærleika sinn og
líknarlund að hvers manns
beði.
Síðan eru nú liðin meira en
hundrað ár. Við höfum lifað
öld mikilla framfara og búum
í svo kölluðu velferðarriki,
þar sem öllum á að geta liðið
vel. En samt sem áður er það
svo, að þörfin fyrir „brenn-
andi og skínandi lampa" í
mannsmynd hefur ekkert
minnkað. Velferðarríkið mið-
ar alltaf við ytri aðstæður. En
eins og við ræddum hér fyrir
hálfum mánuði, þá eru hverf-
ur lifsins tvær, ytri og innri.
„Brenn-
ándi
°g
skínandi
lampi”
Innhverfan er ekkert siður
raunveruleg. Og úthverfan
verður aldrei i lagi, eignast
aldrei raunverulega velferð,
nema innhverfan sé í jafn-
vægi og skapi traustan gfu'nn
hamingjusams lifs.
Jólin, sem nú nálgast,
boða komu Krists til að
breyta öllu myrkri i Ijós. En
jafnframt eru þau köllun til
okkar, til hvers einasta ein-
staklings að gerast „brenn-
andi og skínandi lampi" fyrir
hann. Og það er ekki sama,
hvernig við bregðumst við
þessu kalli. Vitur maður
sagði eitt sinn: „Loginn í
mannssálunum sýna styrk-
leik Ijóss Guðs i heiminum."
— Kannski er öllum sama
um þettta nú á dögum, —
og þó. Ekki ef út i það er
hugsað. Okkurert.d. ekki
sama gagnvart okkar eigin
börnum, hvað að þeim snýr,
hvort við gefum þeim Ijós
eða myrkur. Sum börn fá
mest af myrkri, og áhrifin
sýna sig i misheppnuðu og
brestasömu lífi. Það borgar
sig alltaf að reyna að vinna
fyrir Ijósið. Því fylgir alltaf
birta og hlýja, það sem
mannkynið er í mestri þörf
fyrir. Sé þetta vanrækt, sækir
myrkrið eðlilega á, og það
ber í sér mestu hætturnar
fyrir mennina.
Já, jólin eru að koma. Það
er búið að undirbúa þau
lengi. Ég hef, í þessum hug-
vekjum mínum hér i blaðinu,
verið að reyna að vekja á því
athygli, að þau þurfa að vera
meira en hátið hins ytra lífs.
Það stoðar lítið, þótt búið sé
að kaupa allt sem þarf og
undirbúa og skreyta heima
fyrir, ef við höfum gleymt
okkar innra manni. Það er
enn ráðrúm til að ihuga hann
og hans þörf. Það verða eng-
in jól hjá þeim, sem
eingöngu láta sér nægja
veraldarprjálið Hin sanna
jólagleði fæðist innra með
hverjum og einum, sem
hefur opnað hugarfylgsni sín
fyrir birtunni frá Betlehem og
tendrast sjálfur, tendrast
helgri þrá og köllun til að
vera sjálfur „brennandi og
skínandi lampi", sem í senn
lofar Guð fyrir kærleika hans
i Jesú Kristi og vill af veikum
mætti lýsa þeim, sem með
honum ganga lífsveginn.
Kaj Munk talar um það í
einni af prédikunum sínum,
að hann „safni jólum". Hann
segist vera eins og „nirfill",
sem ekki megi við því að
missa af þeim eða að þau
misheppnist. Slík orð hljóta
að vekja okkur til um-
hugsunar um það, að þessi
jól gætu orðið og eru örugg-
lega hin síðustu jarðnesku jól
einhverra okkar á meðal. Við
vitum ekki hverra. En ef allir,
sem ekki lifa næstu jól, árið
1 976, vissu það.þá er ég vi;
um, að þeir mundu lifa þessi
jól á sérstakan hátt. — Eig-
um við ekki öll að reyna að
lifa þessi jól á þann hátt,
hvað snertir kærleikann til
allra þeirra, sem næstirokkur
standa eða nálægt okkur
ganga á vettvangi lifsins.
Eigum við ekki að vera þeim
„brennandi og skínandi
lampar"?
TODDÝ sófasettið er sniðið
fýrir unga tólkið
Verö aðeins kr. 109.000 -
Góðir greiðsluskilmálar.
Sendum hvert á land sem er.
Hugvekjur
Hallbjarnar
Halldórssonar
með inngángsorðum
eftir Halldór Laxness
Upplag bókarinnar er mjög takmarkað.
Fæst nú hjá
Bókabúð Máls og menningar
Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar
og skrifstofu H.I.P.
Ið
Veizlu-
brauðið j£T%y
frá Brauðbæ
er bezt
og ódýrast
Biauðbaer
Veitingahús
simar 25090-20490
Útsýn og
Veitingahúsið Glæsibæ
halda 2. nýárshátíð sína í
VEITINGAHUSINU GLÆSIBÆ
1. janúar n.k.
SÖNGKONAN:
JONI ADAMS
ásamt hljómsveit
Hermans Wegewigs skemmta
Ásar leíka fyrir dansi.
Gestir síðustu nýárshátíðar er óska eftir að
nota forkaupsréjt sinn eru vinsamlega
beðnir að hafa samband við VEITINGA-
HÚSIÐ GLÆSIBÆ í dag kl.
16.00—19.00 í síma 86220 eða á
mánudag við FERÐASKRIFSTOFUNA
ÚTSÝN.
FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN
VEITINGAHÚSIÐ GLÆSIBÆ