Morgunblaðið - 21.12.1975, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975
,I»oka“ eflir Þórdísi TrvRRvadótlur, hangir bcint ð móti skcnkihorðinu á Mokka.
Nokkrar súningar
| | Samsýning: Loftió.
[ J Þórdís Tryggvadóttir:
Mokka.
f J Evjólfur Einarsson:
Rammagoró G. Arnasonar.
| ] Tonv Costa: Gallcrv Output.
[ | Dagur Sigurðarson:
Bogasalur.
f | Jiirundur Pálsson:
Bvggingarþjónusta A.l.
Dcsombcrmánuður þykir
ckki vcl fallinn til sýninga-
halds, a.m.k. ckki hvað viðvíkur
m.vndlist, fóik hcfur þá annað
um að hugsa skammdcgið
grúfir yfir og þcir, scm listrýni
hafa á hcndi, halda frekar að
scr höndum
Þi'tta cr tímabil bókaflóðsíns
or tilhc.vrandi umsagna auk
umsvifa auglýsingaiðnaðarins
cr flestu lescfni ryður úr vcgi
um stund, svo að umsagnir um
sýningar ciga það til að birtast
ckki fyrr en eftir dúk og disk.
Myndlistarmcnn haetta sér
því síður út i hinar alvarlcgri
framkvæmdir. cn setja gjarnan
upp sma'rri sýningar og kynna
þá gjarnan aðrar hliðar á list-
sköpun sinni. Nokkrar slíkar
cru í gangi um þessar mundir
auk almennra sýninga, og þykir
mér rétt að geta þeirra IítiIIega
cn þó í þröngum ramma vegna
fjölda sýninganna.
Af óviðráðanlegum orsökum
hafa tvær sýningar farið fram
hjá mér, cn það eru sýningar
þeirra Jóhanns G. Jóhanns-
sonar og Ingvars Þorvalds-
sonar. og vcrður þcirra því ekki
getið hér, en rétt er að það komi
fram. að kunnugir hafa tjáð
mér að í báðum tilvikum hafi
verið um að rrcða ásjálegt fram-
tak og sé Jóhann greinilega á
þroskabraut.
Sumar þær sýningar, er ég
fjalla um. standa enn yfir, er
þetta birtist. en öðrum lauk nú
um helgina og verður þeirra
getið í þátíð.
Á Loftinu að Skólavörðustíg
4 í verzlunarhúsi Helga Einars-
sonar. hefur verið komið upp
samsýningu nokkurra þjóð-
kunnra mvndlistarmanna og
mvnda þeir þar kjarnann, sem
haldið hafa einkasýningar á
staðnum fram til þessa. en auk
þess getur að líta verk
nokkurra hinna vngri og fram-
sæknari mvndlistarmanna svo
sem Magnúsar Kjartanssonar.
Hallsteins Sígurðssonar.
Gunnars Arnar og Sigurðar
örlygssonar. en allir áttu þeir
verk á nýafstaðinni Haust-
sýningu í Norræna húsinu. er
athvgli vöktu.
Flest verkin á sýningunni eru
ný af nálinni, en þó eru þar
einnig eldri vcrk svo sem
fáséðar myndir eftir Sverri
Haraldsson frá því uppúr 1950.
Kennir hér margra grasa og
léttur, lifandi heildarsvipur
ræður ríkjum i hinu vinalega
húsrými, og er óhætt að hvetja
fólk að skoða sýninguna, sem
lýkur um næstu helgi.
A Mokka sýnir Þórdfs
Trvggvadóttir 18 pastelmyndir,
scm hún hefur gert á þessu
hausti.Stutt er síðan listakonan
hélt stærri og yfirgripsmeiri
sýningu að Hallveigarstöðum,
sem undirritaður fjallaði um
hér f blaðinu og þótti nokkuð
ósamstæð. Þrátt fyrir takmörk
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
sýningarinnar á Mokka er hún
að mínu mati öllu veigameiri
en hin fyrri, og tel ég að hér
sýni Iistakonan sína beztu hlið,
og auk þess er sýningin
ótvírætt hin svipmesta og heil-
legasta, sem ég hefi séð frá
hennar hendi. Er ástæða til að
samgleðjast listakonunni, og
vona ég að hún dragi réttan
lærdóm af þessari sýningu
sinni og haldi áfram á þessari
braut. Af einstökum myndum
kom mvndin „Þoka“ mér
skemmtilega á óvart og einnig
sú er hangir við hlið hennar á
veggnum...
Evjólfur Einarsson sýndi 20
vatnslitamyndir í rammagerð
Guðmundar Árnasonar að
Bergstaðastræti 19 og lauk
henni á laugardag. Eyjólfur
kynnti hér nýja hlið á list sinni
og Ijóst má vera, að hann er vel
liðtækur á sviði hinnar vand-
meðförnu vatnslitatækni.
Sýningin hafði næstum farið
framhjá mér en sem betur fer
átti ég erindi í verzlunina rétt
áður en sýningunni lauk, þvf að
ég hefði ekki viljað hafa misst
af henni. Ég tel einsýnt, að
Eyjólfur helgi sig í meira mæli
þessari tækni f framtíðinni og
sýni jafnhliða málverkum...
Tonv Costa er englendingur,
sem sýnir um þessar mundir f
hinu frumlega sýningar-
húsnæði Gallery Output á
Laugarnesvegi. Tony Costa
aðhyllist hugmyndafræðilega
list (Conceptual Art), sem
góður hluti ungs listafólks á
Islandi virðist algjörlega hafa
fallið fyrir og iðkar af miklum
móð. Ég verð að segja fyrir mig,
að oft finnst mér þessi tegund
listar eiga meira skylt við ljós-
myndatæknina ásamt ýmiss
konar nýsitækni nútimans og
heimsspekilegri hugmynda-
fræði en hreina myndlist.
A.m.k. virðast ófáir iðkendur
þessarar listgreinar hafa ákaf-
lega takmarkaðan áhuga á
málverkinu og fylgjast næsta
lítið með myndlistarsýningum
né hafa áhuga á að skoða mynd-
listarsöfn með verkum
meistaranna. Þeir eru eins og
skáldin sem hafa margir
mestan áhuga á að kynnast
mannlífinu í kringum sig og
fjalla um það, enda skipta út-
skýringar listaverkanna oft
miklu meira máli en verkin
sjálf, að því er virðist.
Performans eða uppákoma er
einnig oft hrein leikfræðileg
hugmyndalist. Þannig hallast
ég að því að hér sé um að ræða
samruna margra listgreina,
sem þarf að finna ákveðna skil
greiningu fyrir, þar eð hér er
farið langt út fyrir ramma hefð-
bundnar myndlistar. Tony
Costa er dæmigerður fulltrúi
hugmyndafræðilegra lista-
manna og inntak verka hans er
ákaflega svipað ótal slíkra af
ólíku þjóðerni.
Dagur Sigurðarson hefur
haldið nokkrar sýningar um
dagana og hafa þær, sem ég
hefi augum barið, allar verið
undirlagðar róttækum stjórn-
málaskoðunum hans. Einkum
hvað úrsögn úr Nato áhrærir
ásamt hvers konar óhrjálegum
lýsingum á vestrænu auðvaldi
og takmarkalausri grimmd
Bandaríkjamanna. Dagur telst
þó lítið róttækur sem mynd-
listarmaður málar með hefð-
bundnum aðferðum, og er hér
því á ferð mikið ósamræmi á
milli pólitískra og fagur-
fræðilegra viðhorfa. Dagur
hefur til að bera náttúrugáfu
sem skáld og myndlistarmaður
og er t.d. algjörlega óskólaður í
myndlist og kemur það mjög
áberandi fram í mörgum
mynda hans. Á nýafstaðinni
sýningu Dags í Bogasal gat að
lfta nokkur eftirtektarverð
verk, sem ég hefði viljað sjá á
síðustu Haustsýningu og efa ég
ekki, að þau hefðu vakið þar
athygli og orðið stærri sigur
fyrir listamanninn. Sýningin f
Framhald á bls. 34
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Síðbúin umsögn
HREINN Líndal hefur hljóm-
fagra og vel skólaða rödd, en
hættir til að ofgera henni á
stundum, einkum í túlkun og
sterkum söng. Sterk túlkun á
ekki alls staðar við og auk þess
er rödd Hreins svo hljómskýr
að óþarfi er fyrir hann að beita
henni mjög sterkt. Söngur
Hreins var fágaður og einlægur
en helst til meðvitaður, sem er
skiljanlegt á fyrsta konsert
hans hérlendis. Framburður
Hreins á texta var sérlega skýr.
Undirritaður man ekki eftir að
hafa heyrt svo skýran framburð
hjá ísfenskum söngvara, en
erfiðleika hans í framburði
nokkurra íslenskra hljóða, sem
stafa af langvarandi ögun söngs
á erlendum tungum, er auðvelt
að yfirstíga með tíð og tfma. Á
íslenska hluta efnisskrárinnar
voru lög eftir Sigvalda S.
Kaldalóns, Pál ísólfsson, Emil
Thoroddsen og Karl Ó. Runólfs-
son og voru þau öll vel sungin
en miðað við íslenzkar söng-
venjur, nokkuð sterkt túlkuð.
Venja er að þessi lög séu því
sem næst „bara“ sungin og þess
vegna getur slík túlkun verkað
Hreinn Lfndal
óþægilega á áheyrendur. Eftir
hlé söng Hreinn lög eftir Grieg,
Schubert, Respighi og Tosti og
sýndi að honum Iætur vel að
fást við Ijóðasöng. T.d. var Tvi-
farinn eftir Schubert mjög vel
sunginn svo og ballaðan eftir
Raspighi. Ólafur Vignir Al-
bertsson átti drjúgan þátt f að
gera þessa tónleika ánægju-
lega.
Kammertónleikar
Tónleikarnir hófust með
svitu eftir Jean Joseph Mouret,
sem í efnisskrá var ekki
kynntur utan hvað fæðingar-og
dánarár fylgdi með nafninu
innan sviga. Mouret starfaði
seinni hluta ævi sinnar í París.
Hann ritaði mikið af alls konar
skemmtitónlist, óperur balletta
og einnig mótettur og kantötur
fyrir Concert Spirituel, félags-
skap sem stóð fyrir söngtónleik-
um, um það bil 24 á ári er
haldnir voru á hátíðisdögum
kirkjunnar, þegar óperan var
lokuð. Mouret var forstöðu-
maður þessa félags um
nokkur ár, en þoldi ekki
„stressið", lenti auk þess í
nokkrum misheppnuðum ástar-
ævintýrum og lauk ævi sinni á
geðveikrahæli. Það var
skemmtilegur og léttur blær yf-
ir svítunni, sem var vel flutt.
Næst á efnisskránni voru
tvær aríur eftir Hándel,
sungnar af Guðrúnu Tómas-
dóttur. Söngur Guðrúnar var
fremur lítilfjörlegur, og tón-
myndunin ójöfn og alþýðleg. I
kantötunni, Selig ist der Mann,
eftir Bach söng Guðrún. og
bætti engu við. Með henni söng
Halldór Vilhelmsson og var
söngur hans þokkalegur á köfl-
um, en einhvern veginn hljóm
vana í heild. Verkinu lauk með
sálmalagi, sem kór Mennta-
skólans við Hamrahlíð söng
mjög fallega undir stjórn Þor-
gerðar Ingólfsdóttur. Sfðasta
verkið á þessum tónleikum var
Helguleikur eftir Pál P. Páls-
son. Fyrri hluti verksins var í
leikformi þar sem hljóðfæra-
leikararnir hegðuðu sér ekki í
samræmi við hefðbundnar
venjur um sviðsframkomu á
tónleikum. Þeir strídddu hvor
öðrum, fóru í fýlu og kapp,
bösluðu við að stemma og voru
á sífelldu rápi. Þetta kom ekki
óskemmtilega fyrir en óvfst er
að verkið þyldi hlustun án
sviðsleiksins.
Leikurinn endaði svo með þvf
að hljóðfæraleikararnir urðu
sammála um einn tón og á þeim
tóni hófst söngþáttur verksins.
Kór Menntaskólans við Hamra
hlíð kom upp á sviðið og sungu
stúlkurnar látlaust og einfalt
lag Páls við kvæðið Jólaljós
eftir Þorstein Valdimarsson.
Söngur stúlknanna var
hápunktur tónleikanna, eins og
endurlausn úr álögum, hreinn
og óflekkaður af sýndar-
mennsku og tískutilgerð. Kór
Menntaskólans og Karlakór
Reykjavfkur víxlsungu síðan
lagið og tónleikunum lauk í sátt
og samlyndi.
Kirkju tónleikar
Efnisskrá:
C Franck
P.E. Bach
W.A. Mozart
G.P. Telemann
J.S. Bach
Ragnar Björnsson.
Cheral nr. 3
Sónata
Þáttur úr klarinett-
konsert
Duett
Sálmalög
Þeir hringdu
hljómþungum klukkum
(Jóhann Jónsson)
Undirritaður var seinn fyrir
og heyrði því aðeins sfðari
hluta 1. verksins. Dómorganist-
inn, Ragnar Björnsson, er
slyngur organisti og góður tón-
listarmaður, en leikur hans að
þessu sinni var fremur svip-
brigðalítill, eftir þvf sem hægt
er að dæma um meðferð hans á
niðurlagi verksins. Manuela
Wiesler er góður flautuleikari.
Sónatan eftir Carl Philipp
Emmanuel er mjög skemmtileg
og meðferð hennar var skýr og
á köflum glæsileg. Það var mis-
ráðið að stilla saman klarinetti
og orgeli eins og gert var í 3.
verkefninu. Orgel er mjög við-
kvæmt fyrir loftslagsbreyting-
um og var auk þess ekki vel
stillt að þessu sinni. Manuela
Wiesler og Sigurður Snorrason
léku saman dúett eftir Tele-
mann. Sigurður er vandaður
tónlistarmaður en naut sfn ekki
sem skyldi í þessu verki. Það
var óþarfi að dempa tóninn svo
Framhald á bls. 34