Morgunblaðið - 21.12.1975, Síða 12

Morgunblaðið - 21.12.1975, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 HVAÐ SEGJA BREZK BLÖÐ Það dregur ekkert úr deilu lslands og Bretlands að veiða þorsk á færi aftanúr brezku herskipi. Landhelgisdeilda Breta og Islendinga hefur að sjálf- sögðu verið ofarlega á baugi í mörgum brezkum blöðum, ekki síður en íslenzkum. Hér fara á eftir sýnishorn af umsögnum nokkurra þeirra hundruða blaða sem Mbl. hafa borizt fréttir af. The Sun: Flestir brezku blaðamannanna taka þorskastríðið mjög alvarlega en þó eru til undantekningar eins og Jon Akass hjá Lundúna- blaðinu The Sun. Hann ritar grein (8. des) undir fyrirsögn- inni: „Eru þetta verðlaunin glæsi- legu, sem við erum reiðubúnir að deyja fyrir? Fer greinin hér á eftir nokkuð stytt og endursögð: Á máli landkrabba er þorska- stríðið nú komið á stig kráardeilu, þar sem andstæðingarnir biðja nærstadda að halda fyrir sig á jökkunum. Varðskipið Þór, skip sem áreiðanlega á eftir að skrifa endalausar íslandssögur um, hefur sýnt byssur sínar. Og áhöfn- in á freigátu flota hennar hátignar, HMS Brighton, fékk skipun um að vera viðbúin. Hefði ekki komið til friðar- aðgerða aðvífandi fellibyls, gætu átökin auðveldlega hafa leitt til þess að húsgögn, og jafnvel höfuðkúpur hefðu brotnað. Ástæðan fyrir þessu öllu er þorskur. Nú veit ég ekki hvert er þitt álit á þorski, en hvað mig snertir þá er það ekki skepna, sem ég er reiðubúinn til að fara í stríð út af. Hann hefur þann eina kost, sem fiskur, að fiskbragðið er ekki of sterkt, en það varð til þess að þorskurinn varð nauðsynlegur fiskstautaiðnaðinum... Þorskur er það næsta, sem unnt er að komast því að meðtaka næringu án þess að borða. Þessvegna spyr ég ykkur, hverjar yrðu af- leiðingarnar ef freigátan Brighton hefði sprengt fallbyssu- bátinn Þór í loft upp. Nú, í fyrsta lagi hefði það vakið mikla ánægju í Hull og Fleetwood, og meðal eigenda fiskveitingahúsa og þeirra líka. En það hefði ekki fallið Samein- uðu þjóðunum í geð, né heldur hefði stjórn Efnahagsbandalags- ins orðið ýkja hrifin. Bandamenn okkar I NATO hefðu orðið agn- dofa, vegna þess að Bretland og Island eru bæði aðilar að gagn- kvæmum varnarsamningi, sem felur ekki í sér nein ákvæði um að ríkin geti gengið hvort að öðru dauðu. Á meðan við erum að deila um vernd vesalings þorsksins, er skipulega verið að þurrka okkar eigin fiskimið af mun eftirsóttari fisktegundum. Eiga Rússar þar ekki hvað minnsta sök, og þess er ekki Iangt að bíða að við sjálfir krefjumst 200 mílna lögsögu. Svo eru það fiskbúðirnar okkar, sem við verðum að hugsa um. Sagt er að ef við grípum ekki til vopna muni allar fiskréttabúðir okkar hverfa, og með þeim allt, sem bezt er og virtast f lífi okkar. Svo mikil er þörf okkar fyrir fisk og kartöfluflögur." Jon Akass segir siðan að þetta sé að vísu gott framlag til bar- áttunnar en bendir á að nú þegar hafi mörg fisk-flögu hús lagt niður Iaupana vegna samkeppni frá öðrum veitingahúsum. Síðan segir hann: Innan minnar innkaupavíddar — en með því á ég við það hve langt ég get gengið án þess að kvöldverðurinn kólni — eru nú — eru nú þrjár kebab stofur (tyrkneskur og grískur matur), kjúklingastofa (bandarísk), um sex matstofur sem selja út kínverskan eða indverskan mat, og eitt veitingahús sem selur fisk og flögur (brezk) Ég vona að þetta hljómi ekki eins og landráð (sem Rfkið getur enn refsað með hengingu) — en mér finnst þetta ástand betra en þegar eingöngu var um að ræða fisk og flögu veitingahús. Það er ennþá þess virði að fara út í vetrarrigninguna til þess að ná sér í fisk og flögur. En er hægt að deyja fyrir það? Ég spyr með það í huga að maður, sem fellur fyrir borð á Islandsmiðum á álíka mikla lífsvon og kartöfluflaga, sem kastað er út í bullandi feit- ina. I dag er Bretland jafn þurfandi fyrir þorskastríð og ég fyrir hljólaskauta. Brezki flotinn hefur um tvo ofurkosti að velja: auðmýkt eða alþjóða fordæmingu. Sjóliðahetjur okkar yrðu miklu ánægðari ef þær fengju að verja okkar eigin fiskveiðar, jafnvel þótt við ofurefli væri að etja. Slldarstrlð við Rússa? Já, ég mundi gerast sjálfboðaliði. En þorskur er ekki neitt með uggum. The Yorkshire Post (Leeds): Ýms blöð gera mikið úr þvf að fslenzku varðskipin leiti vars til að forðast árekstra við brezku herskipin. Eitt ráð Bretanna er að senda Nimrod-þotur til njósna um varðskipin og fylgjast með ferðum þeirra. Blaðið The Yorkshire Post sendi fréttamann og ljós- myndara í eina slíka ferð, þá Derek Hudson og Jack Tordoff. Að lokinni ferðinni skrifa þeir fjögurra dálka frásögn undir fyrirsögninni: Varðskipin fara f felur með komu flotans og flug- hersins. Lýsir fréttamaður fjálg- lega hvernig íslenzku varðskipin — Skeljaflotinn, eða the coekle- shell navy — flýti sér í felur um leið og brezki flotinn og flugher- inn birtist á miðunum. Segir fréttamaðurinn að um leið og Nimrod-þota brezka flughersins hafi nálgazt fiskimiðin hafi varð- skipið Týr siglt á fullri ferð inn fyrir 12 mílna mörkin, og flugvél- in misst sjónar af honum. Þannig hafi koma brezka flotans og flug- hersins á fiskimiðin hrakið alla íslenzka andstöðu á flótta. Hvernig þeir skýra áfram- haldandi klippingar er þeirra mál. Burnley Evening Star: I níu dálka grein, undir fyrir- sögninni: „I hvert skipti sem þeir klippa togvíra fjarar út líf Fleetwood", segir Geoffrey Rumney meðal annars: Ef við þurfum að hætta veiðum á Islandsmiðum, getum við eins afskrifað Fleetwood. Hann segir að þrátt fyrir margs- konar nýjan iðnað, ferðamanna- straumy nýjar ferjur milli írskra hafna og Fleetwood, olíustöðv^ vegna borananna á botni Norður- sjávar og útskipunar land- búnaðarafurða sé Fleetwood enn algerlega háð fiskveiðum. Rumney ræðir sfðan við Mark Hamer, formann togara- eigendafélagsins í Fleetwood, sem segir: „Borgin er háð fisk- veiðum, engu öðru, og tveir þriðju aflans, sem hér er landað, kemur af íslandsmiðum — svo mikið er vandamálið. Það er okkur alger nauðsyn að deilan verði leyst.“ Síðan ræðir Rumney nokkuð um vaxandi erfiðleika brezkra togaraeigenda og segir: Togara- eigendur í Fleetwood greiða f dag einni milljón punda meira á ári fyrir eldsneyti en þeir gerðu árið 1973. Olían kostar nú 50 pund tonnið, og venjulegur togari brenni 5H tonni ádag. Það tekur togarann þrjá daga að komast á miðin, og aðra þrjá heim, svo hann hefur þegar þurft 1.650 punda fjárfestingu fyrir eldsneyt- ið eitt, áður en veiðar hefjast. Sérhver truflun, sem togarinn verður fyrir á 15 daga veiðum sínum við ísland — hvort sem hún stafar af veðri eða ofsóknum varðskipa — getur því verið kostnaðarsöm. I þessari sömu grein er rætt við Ken Griffiths, fyrsta vélstjóra á Boston Stirling, sem ásakar Islendinga. Hann segir: „Hvað svo sem Islendingar segja, þá hafa þeir engan áhuga á fisk- vernd — það sem þeir sækjast eftir er einokun." Grimsby Evening Telegraph: Fá blöð gefa þorskastríðinu jafn mikið rúm og fiskibæjablöð- in Grimsby Evening Telegraph og Hull Daily Mail, enda eðlilegt. Þannig gerir til dæmis Grimsby- blaðið mikið úr hættunni, sem sé samfara víraklippingu varðskip- anna. Hefur blaðið eftir tals- manni samtaka brezkra togaraeigenda _ að víraklipping geti valdið því að brezkur togara- sjómaður verði klofinn í tvennt eða hálshöggvinn. Blaðið bendir á að mikil spenna sé á togvirunum, og segir: „Að veiða með trolli er svipað og að veiða með því að ýta útidyrunum eftir bæjartjörninni og taka fisk- inn inn um bréfarifuna". Svo mikil spenna er á vírunum, segir blaðið, að ef skyndilega er skorið á þá kastast þeir til baka af ógnar- krafti, sem hæglega gæti orðið manni að bana. Hull Daily Mail: I myndskreyttri grein, undir fimm dálka fyrirsögn, segir blaðið frá þeirri „sorglegu" staðreynd að brezkt vátryggingarfélag verði að greiða öll hugsanleg tjón á íslenzkum varðskipum í þorska- stríðinu. Segir blaðið að Lloyds vátryggingarfélagið í London muni fylgjast náið með öllum gangi mála á íslenzku fiskimiðun- um þar sem 90% allra trygginga íslenzku varðskipanna séu í hönd- um þekktra brezkra tryggingar- félaga. West Lancashire Evening Gazette: Blað þetta er gefið út í Blackpool, rétt við fiskibæinn Fleetwood. Fá blöð eru herskáari. I grein eftir John Dullenty segir blaðið til dæmis: Reiðir togaraskipstjórar í Fleetwood hafa mælt með því að tekin verði upp stefna „auga fyrir auga“ gagnvart íslendingum. Bob Rawcliffe skipstjóri á Bostob Beverley, segir: Það er kominn timi til að Islendingar finni fyrir þróun mála. Við ættum að beita sömu brögðum og íslendingar. Ef einhver okkar togara verður fyrir víraklippingu, ætti að klippa á víra fslenzks togara. Ef klippt er á tvo af okkar togurum, ætti að klippa á tvo af þeirra togurum. Ef þeir skjóta, ætti að skjóta á þá. Næst ræðir fréttamaður við skipstjórann á Wyre Victory, Joey Newsham, sem er nýkominn af Islandsmiðum. Hvetur skip- stjórinn til meiri hörku af Breta hálfu, því ella gangi Islendingar á lagið og haldi áfram klippingum. „Við verðum einhversstaðar að setja takmörkin. Islendingar hamra á þvi að þeir séu fámenn þjóð, sem verið sé að ofsækja. Það er ekki rétt. Það eru þeir sjálfir, sem eru að eyða fiskstofnunum, ekki við.. ! ... íslendingar eiga stóran flota nýtízku togara. Þeir veiða takmarkalaust. Þeirþykjast hafa áhyggjur af þorskstofninum. Samt eru það þeir sjálfir, sem eru að eyða æti þorsksins og flytja út f hrönnum." Liverpool Echo: Mörg blöð hafa látið í Ijós áhyggjur vegna minnkandi fram- boðs á fiski, þeirra á meðal Liver- pool Echo. Þar segir meðal annars í viðtali við talsmann fiskkaup- manna, Harold Boznan: „Rfkisstjórn okkar gerði samning við Islendinga fyrir tveimur árum. Mér sýnist það fáránlegt að hún skuli hafa látið þetta afskiptalaust, látið þessi tvö ár Ifða án þess að hefja viðræður um nýtt samkomulag. Þetta er óskiljanlegt. Allt þetta kjaftæði átti að vera um garð gengið fyrir ári, meðan við enn höfðum heimild til að veiða í friði.“ Boznan bendir á að Liverpool fái aðallega fisk frá skozkum fiskihöfnum, en svo mjög hafi dregið úr löndunum þar að fisk- verð hafi hækkað úr hófi fram. Hann bendir þó á að nóg framboð sé af öðrum fisktegundum en brezkar húsmæður eigi að venjast, og hvetur þær til að reyna til dæmis makríl, síld, ál, skötu, löngu eða grálúðu í stað þessa eilífa þorsks. Auk þess sem nóg framboð sé á þessum fisk- tegundum, séu þær mun ódýrari en þorskurinn. The Yorkshire Post (Leeds): Áhöfnum togara, sem verða fyrir þvf að íslenzk varðskip klippa á víra hans, verður bætt tjónið með allt að 100 sterlings- pundum á mann, segir blaðið. Áhöfnin fær aukalega 3% af sölu- verði aflans ef annar togvírinn hefur verið klipptur I veiðiferð- inni, og 5% ef báðir vírarnir voru klipptir. Gilda þessar reglur frá upphafi þorskastríðsins. Blaðið hefur eftir Tom Nielsen, fram- kvæmdastjóra félags yfirmanna á togurum, að: „Þessari ákvörðun verður fagnað hjá öllum í fiskiðnaðinum. Hún sýnir hve langt togaraeigendur vilja ganga til að hugsa um hag manna sinna.“ The Daily Mail (Hull): Blaðið segir í ritstjórnargrein að atvinnuleysi ríki í Hull, og að þar séu 14.109 manns á skrá yfir atvinnulausa. öll atvik, sem geti leitt til aukins atvinnuleysis veki mikinn ugg. Bendir blaðið á að í hvert skipti, sem togara verði lagt, bætist 20 manns á atvinnu- leysisskrá, að ógleymdum þeim, sem vinna við fiskinn í landi. Þessvegna sé ekki rétt að dæma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.