Morgunblaðið - 21.12.1975, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975
„ÁRIN 1724—1729 eru
óslitin eldgosaár, og eigin-
lega má telja, að með
Kverkfjallagosunum 1716
og 1717 hefjist eitt mesta
eldgosatfmabilið I sögu
landsins. Þetta verður þó
ekki rakið hér að öðru leyti
en þvi, sem varðar gos i
Ódáðahrauni eða nágrenni
þess, en þar brunnu þessi
árin hinir svokölluðu
„Mývatnseldar", er vöktu
mesta athygli af öllum eld-
gosum þessa timabils. Eld-
gos þessi eru stundum
kennd við Kröflu eða Leir-
hnjúk, og má það til sanns
vegar færa, þar sem aðal-
gosin urðu nærri þessum
stöðum og reyndar að
nokkru leyti i Leirhnúk, en
eldurinn brauzt út á ýmsum
öðrum stöðum, svo að
Mývatnseldar er hentugri
samnefnari fyrir öll þessi
eldgos."
Svo segir í öðru bindi bókarinnar
„Óðáðahraun" eftir Ólaf Jónsson
sem út kom árið 1954 Um upphaf
þessa langa og mikla gostlmabils
umhverfis Leírhnúk og Kröflu þar
sem gos hófst að nýju I gær segir
m.a í bók þessari:
,.Þá gerist það aðfaranótt hins 1 7.
mal 1724, að fólk við Mývatn varð
vart við snarpar jarðhræringar, sem
héldust öðru hvoru fram til dag-
mála Þá gaus upp kolsvartur sand-
og öskumökkur norðaustan við
Mývatnsfjöllin, og fylgdu honum
óskaplegar eldingar og reiðarslög,
var sem hininn og jörð mundi for-
gangast Jukust þá jarð-
hræringarnar, svo að hús féllu,
færðust af grunni, og hrukku sundur
I þeim bitar og langbönd Hugðu
margir mönnum og skepnum bráð-
an dauða búinn. Flýði fólk af bæjun-
um austan við vatnið til Reykja-.
hlíðar, en þar var þá prestsetur, og
var presturinn Jón Sæmundsson, er
var prestur I Mývatnsþingum
171 6— 1 733, en frá honum höfum
við að verulegu leyti vitneskjuna um
eldgos þessi Logn var, þegar gosið
brauzt út, svo að mikið af vikrinum
féll umhverfis eldvörpin, en þó dreif
öskumökkinn yfir byggðina austan
og sunnan Mývatns, svo að Sandur,
vikur og brennisteinn huldi alla jörð,
fólk varð að halda sig inni meðan
mesta ógnin gekk yfir, en peningur
flýði langt burtu, þangað sem hagar
voru Segir, að askan hafi orðið um
einn metri á dýpt, en svo djúp mun
hún þó aðeins hafa orðið í nágrenni
eldstöðvanna Ekki varð tjón á
mönnum né skepnum, svo að getið
sé, og mest mun gos þetta hafa
verið fyrsta gosdaginn. Gos þetta
mun hafa varað nokkra hríð og aska
fallið I Mývatnssveit öðru hvoru, en
gosmökkinn borið frá þess á milli
Hurfu menn aftur til búa sinna, er
fyrsta hrinan var yfir gengin Mikil
breyting hafi orðið á Mývatni I land-
skjálftum þeim er fylgdu þessu gosi.
Botn þess lyftist og vatnsborð
lækkaði, svo að allur austurhluti
þess þornaði í hálft annað missiri á
eftir Þetta sprengigos varð ! gign-
um Viti við Kröflu, sem þá varð til,
og lengi var nefndur „Helviti".
Loks tekur svo Leirhnjúkur sjálfur
við sér fyrsta júni: Ólafur segir:
Eftir áramótin 1725 hófust aftur
miklir landskjálftar við Mývatn, og
1 1 janúar brauzt út eldgos í Leir-
hnjúk, sem var dálltið grasi gróið fell
svo sem 2—3 km. vestur af Kröflu.
Þetta mun hafa verið ösku- og vikur-
gos eins og í Viti, en þó minna
Leirhnjúkur klofnaði allur sund-
ur og breyttist á skömmum
tima i rjúkandi rúst, þakta brenni-
steins- og leirhverum. Umhverfis
hnjúkinn var allt þakið gjám,
og bættust nýjar við daglega Var af
þessu mesta hætta fyrir
fénað, sem týndist i gjár, er
Eftir tveggja alda kyrrð
er friðurinn úti við Mývatn
r
Sagt fráMývatnseldum,langvinnastagosi á Islandi
Teikning frá Reykjahlfð:
Um mitt sumar 1 729 rann hraunið yfir bæinn og þrjá til, og l lok ágúst rann það
kringum kirkjuna en þyrmdi henni sjálfri.
Krafla séB frá Leirhnúk.
opnuðust skyndilega þar, sem hann
var á beit Rauk þá svo mikið við
Leirhnjúk, að eigi var minna en við
Kröflu Samtimis þessu er sagt, að
Hithóll hafi gosið, en tæplega hefur
þar verið um annað en gufugos að
ræða "
Víðar á þessu svæði urðu gos
þetta sama ár, flest sennilega ösku-
og gufugos 1726 virðast engar
nýjar eldstöðvar hafa bætzt við en
ólga helzt áfram á þeim gömlu í
bók Ólafs segir að 21. ágúst 1727
fari glóandi hraun að vella úr pytti
við Leirhnjúk og um leið æsist gosin
I Viti. I april 1728 gýs á tveim
stöðum i Leirhnjúk og rennur mikið
hraun. „Allt norðurloftið var þá sem
logandi bál, og lagði eldbjarmann
suður yfir Reykjahllð og fram á
Mývatn. Virðist svo sem menn hafi
óttazt að eldgangur sá myndi kveikja
i byggðinni." Þá veldur gos I
Hrossadal, skammt austur frá
Reykjahllð miklum usla I sveitinni
og verða miklar breytingará landinu
við Mývatn austanvert í gosunum á
þessum tima Verður nú nokkurt hlé
um hrlð eða þar til 18. desember
sama ár en þá hefjast eldgos með
dunum og dynkjum I grennd við
Leirhnjúk ( bók Ólafs segir m.a.:
„Var sem þessi nýi eldur bræddi
upp aftur hið mikla hraun sem rann
árið áður og þá um vorið, ennfremur
heila jörð, grjót og sand. Var sem
syði ákaft i grautarpotti, og þeyttust
stundum glóandi hraungusur marga
faðma upp í loftið Eldurinn, þ.e
bráðna hraunið, hljóp undir eldra
hraunið, lyfti því upp og gaus svo
upp úr þvl hér og þar með grjótkasti
og gneistaflugi. þar til allt rann af
stað sem bráðið, blossandi kopar-
flóð. Á daginn virtist allt hraunið
svipað bláleitum brennisteinsloga
eða kolsvörtum reykjarskýjum en á
næturnar sem allt stæði i Ijósum
loga, og sló rauðum bjarma og leiftr-
um hátt á himininn, svo að sjá mátti
úr fjarlægum sveitum "
Eldurinn rann niður til Mývatns
og átti aðeins 1—2 km ófarna til
Reykjahliðar er hann stöðvaðist 19.
og 20 desember og beindist I aðra
átt. Presturinn var þá ferðbúinn að
flýja bæinn ásamt fólki sínu. 30
janúar 1729 kemur svo liklega
eitt ægilegasta gosið við Leirhnjúk
frá þvl gosin hófust og flóði hraunið
loks sem glóandi árstraumur niður i
byggðina austan við Mývatn. Þann
dag flýði sér Jón Sæmundsson
ásamt fólki sinu, eins og segir i bók
Ólafs.
[ öldinni átjándu segir að um mitt
þetta sumar hafi fjóra bæi tekið, —.
Reykjahlið, Stöng, Fagranes og
Gröf. 27. ágúst rann hraunið i kring
um kirkjuna í Reykjahllð er stóð í
litlum bala, en tók hana ekki sjálfa
Það þótti ganga kraftaverki næst
Siðan valt hraunstraumurinn út I
Mývatn með ferlegu hvæsi, sogum
og brestum en hvitir gufumekkir
fylltu loftið yfir glóandi hraun-
eðjunni. Drapst þá allur silungur i
norðanverðu vatninu Loks
stöðvaðist hraunrennslið i lok
septembermánaðar en svæla mikil
var enn I gígunum.
Um þetta mikla gostímabil á
þessu svæði segir Ólafur Jónsson
ennfremur I bók sinni:
„Ýmsir atburðir, er gerðust í sam-
bandi við eldana eða meðan þeir
stóðu yfir juku kviða fólksins, og
skelfingu. Fénaður hvarf með voveif-
legum hætti, týndist í sprungur og
gjár, sem hvarvetna höfðu opnazt
Stúlka frá Reykjahllð féll i eipa
gjána, en náðist lifandi. Loks hvarf
sonur séra Jóns, Bjarni, að nafni,
þrettán ára að aldri. Hann var sendur
20. júnl 1729, i þoku út I dal einn
fyrir norðan Reykjahllð að sækja
kýr. Faðir hans var þá i fiskkaupa-
ferð norður á Sléttu. Þegar drengur-
inn kom ekki aftur I tæka tíð, var
hans leitað, en fannst eigi. Var
safnað fólki úr báðum kirkjusóknun-
um við Mývatn og leitinni haldið
áfram _unz prestur varð að flýja frá
Reykjahllð undan eldinum (það var
6. júll, sem fyrr segir) Út af þessu
spunnust svo ýmsar meira eða
minna öfgakenndar frásagnir. Spor
drengsins áttu að hafa fundizt I
sandi á öræfunum og þrjár álnir á
miHi þeirta, en þó skemmra, er
siðast sást. Sáust merki þess, að
hann hefði hlaupið yfir þær eldgjár,
sem enginn heilvita maður áræddi
yfir
Llk drengsins fannst tveimur ár-
um og tlu dögum slðar af tveim
selráðskonum frá Áustaraseli, er
ætluðu einn morgun I hvannstóð,
liklega upp i Sandabotna. Lá það
þar á sléttum söndum og var að öllu
óskaddað, en hrundi saman, er við
var komið, og voru þá eigi nema
beinin innan i fötunum Hafði hann
aðra hönd undir kinn, en hina rétta
frá sér. Skór hans lágu þar gengnir
upp að vörpum, og sokkarnir
sundur gengnir, að neðan. Bein
hans voru jörðuð að Skútustöðum
2. júli 1731.
Siðast gaus á þessu svæði árið
1746 og hafði þá verið kyrrt að
mestu. I Árbók Ferðafélags (slands
frá árinu 1 934 þar sem fjallað er um
Þingeyjarsýslur og Mývatn segir
Þorkell Jóhannesson prófessor m a
að þótt mörg gos á íslandi hafi verið
stórfenglegri en Mývatnseldar þá
hafi ekkert verið langvinnara. Og
svo langvinnt gos nærri byggð var
ótrúleg ógnun við llf þess fólks sem
þar bjó og starfaði, enda var lengi
óttast að öll byggð þar myndi
eyðast. ( Árbókinni segir ennfremur
að þó að nú hafi verið kyrrt við
Mývatn i nærri tvær aldir, sé enn
ylur I jörðu og ógerlegt sé að spá
hversu lengi friður haldist. Sá friður
virðist nú úti.
(Byggt á „Ódáðahraun" eftir Ólaf
Jónsson „Öldin átjánda" og „Árbók
Ferðafélagsins 1 934")