Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975
Þorbjörg Arnadóttir:
fráNew York
i
GOSBRUNNAR
Á árum síðari heimsstyrjald-
arinnar vann ég nærfellt tvö ár
við heilsuvernd í New York,
var á heimleið, en fékk ekki að
fara, of mikil áhætta með skip-
unum fyrir kvenfólk var mér
sagt. Árum áður hafði ég starf-
að við Colomhía-
Presbyterian-Medical Center,
einn af þekktustu spitölum í
New York, þá einnig á heim-
leið. I síðara skiptið gekk ég um
með tíu punda tösku á hand-
leggnum, upp og niður stiga i
öngstrætunum og þó mest í
Harlem.
Nú var ég gestur í borginni
og sá hana frá öðrum hliðum.
Ég tók eftir því að mikið hafði
verið gert til þess að fegra á
ýmsan hátt, minnka mengunina
m.a. oggera horgina heilsusam-
legri. Ekki sást fis á gangstétt-
unum á aðalgötunum að
minnsta kosti og þar eru stórar
móleitar plastdollur með stuttu
millibili, lokið íhvolft og marg-
Annars staðar, ekki alllangt
frá, var veggurinn íhvolfur og
minnti meira á gljúfurfoss, en
ekki sáust fyssandi flúðir, björg
eða staksteinar. Þó var meira
rúm fyrir framan á þeim síðar-
nefnda, fólk gat setið við smá-
borð og í hliðarvegg var lúga,
þar sem hægt var að fá svala-
drykk. Þessir fossar eru sann-
arleg hvíld fyrir augað eftir
gljáandi malbikið, svo að ekki
sé minnzt á örþreytta fætur.
Fyrir framan Rockefeller
Center er stór og fallegur gos-
brunnur, gullið líkan efst og
vatnið streymir áfram eftir dá-
litlum læk (tilbúnum) með
mörgum smærri steinlíkönum.
Nóg rúm fyrir framan fyrir
fólk að tylia sér niður, krókur
og sæti við smáborð, þar sem
hægt var að fá hressingu.
Einhver fegursta gatan í New
York er Garðastræti, Park
Avenue. Stór og falleg íbúðar-
hús við breiðgötuna, svo og fyr-
irtæki. Hávaxin og limamikil
tré teygðu sig upp úr gangstétt-
unum, líkt og í Los Angeles, en
hér voru það ekki þurrir pálm-
sem þó var hægt að tylla sér á.
Við töluðum saman um stund
og ég dáðist að tré, sem óx á
þakinu hinúm megin við göt-
una, grænt og fagurt og teygði
greinarnar fram af brúninni.
Á strætinu fyrir neðan runnu
bflarnir áfram í tvöfaldri röð,
og heyrðist Iítið í þeim, en á
gangstéttinni streymdi fólkið
áfram.
Ég horfði um stund á gos-
brunnana og tók nú eftir því að
við og við örlaði fyrir litlum
smáflygsum, lfkt og snjóbolt-
um.
II
HRINGBORÐIÐ
Fyrsta daginn, sem ég var j
New York, fór ég inn á matstað
um hádegið til þess að fá mér
bita. Þetta var stór salur,
heljarstór hringbar og kollur
allt í kring. Fyrir innan barinn
var dálítill blettur, þar sem
þernur gengu um, tóku við
pöntunum og báru fram vistir,
mest voru þetta smáréttir,
Svipmyndir
Loftmynd af Manhattan
skorið og lokast um leið og
smeygt er í það úrgangi. Einnig
fannst mér hávaðinn ekki eins
ærandi og áður, en þó fer það
að sjálfsögðu eftir götum og
hverfum.
Þeir sem tala gleiðgosalega
um stríð, þekkja ekki þann lam-
andi þreytuþunga sem hvílir yf-
ir fólki, sem í þvi stendur og
aldrei er hægt að gleyma. Á
hverju götuhorni er eitthvað
sem minnir á það, risastórar
myndir, Rauði krossinn eltir
vegfarendur: Gefið blóð!, gefið
blóð!, óttinn i hjartanu ...
skeytið ... eiginmaður yðar
misst báða fætur ... sonur yðar
blindaður ... bróðir yðar fang-
aður . .. unnusti yðar týndur . . .
Nú var léttara yfir öllu. Á
nokkrum stöðum rakst ég á til-
búna fossa. A einum stað var
vatn látið renna í sífellu niður
háan múrvegg og fólk gat staðið
fyrir framan eða setið á kollum
og notið kælunnar í hitanum.
ar, heldur safarík og hlaðmikil
tré og sums staðar eru jafnvel
tré á þökunum, sem breiða út
greinarnar án þess að hækka.
A kvöldgöngu minni þarna
rakst ég á breiða steinstétt fyrir
framan mikla byggingu. Á
stéttinni voru tveir gosbrunnar,
sinn til hvorrar handar. Átta
pípur allvíðar, raðað á stofn líkt
og trjágreinum, þeyttu út frá
sér vatni i sífellu. A þrepunum
fyrir framan var ung kona að
bjástra við kornabarn og stóð
vagninn rétt hjá. Uppi á stallin-
um til hliðar sat ein kona með
nestispakka eða eitthvað því
um líkt, virtist vera að koma úr
vinnu. Ég gekk til hennar og
spurði hana um gosbrunnana.
Fyrirtækið hefur látið setja
þá upp, hún hnykkti höfðinu í
áttina að stórbyggingunni. Það
er gott að koma hingað á kvöld-
in og sitja um stund.
Ekki voru önnur sæti á stétt-
inni en lágur steypuveggur,
súpur, hamborgarar og þess
háttar. Blökkustúlkur gengu
um beina, snarar í snúningum.
Mér varð starsýnt á fólkið allt
á kring um mig. Flestir voru
hvítir, andlitin fölleit og
strengd og sást ekki bros á brá,
gleypti I sig matinn og hvarf
burt jafnharðan, hafði augsýni-
lega hlaupið úr vinnunni til
þess að fá sér bita og varð að
flýta sér til baka, yrði kánnski
saknað ef það dveldi of lengi.
Einhver ömurleiki og
þrúgandi þreytuþungi hvíldi
yfir hjörðinni og taugaspennan
lá í loftinu eins og rafstraumur.
Þær blökku virtust aftur á
móti hressar og gengu að verki
sfnu án svipbrigða eða til-
finningasemi.
Einn karlmaður gekk um við
og við, leit yfir borðin, bætti
sykri e'ða sósum á glös ef með
þurfti og sagði eitthvað við
meyjarnar, sem ég nam ekki,
líklega eftirlitsmaður.
Ekki gat ég að því gert, að ég
vorkenndi vesalings fólkinu,
sem þarna var hrjáð og hrakið
og áfram rekið af einhverri
innri spennu, að því er virtist
— stórborgarfólk.
Eftir þetta forðaðist ég
þennan stað og smeygði mér
heldur inn á litlu kaffistofurn-
ar, þar sem allt var rólegra og
viðkunnanlegra.
III
TVÆR KONUR
Það var komið undir kvöld og
ég var orðin þreytt og þyrst af
að ráfa um. Þá rakst ég inn til
þess að fá mér svaladrykk.
Þarna var dálítill kaffibar
fremst, en innar smáborð eins
og svo víða í stórborginni. Ég
hlammaði mér niður á eina
fremstu kolluna við barinn.
Lítil blökkukona gekk um
beina, þurrkaði af borðinu og
lagaði til á meðan ég leit á
matseðilinn.
Innar við barinn sat ein kona
og enginn annar í stofunni.
Ekki gat ég reiknað út aldur
þessarar konu, en glæsileg var
hún og vel búin i mynztruðum,
gljáandi kjól, ef til vill silki,
andlitið vel snyrt og hárið fal-
lega liðað. Útlitið bar vott um
velmegun og góða aðbúð. Hún
sat þarna þegjandi á kollunni,
skamma stund, reis síðan upp
og gekk út.
Litla blökkukonan hélt áfram
að taka til hjá sér, færði mér
svaladrykkinn, sem ég bað um
og fór svo að tala.
Þessi kona er svo ein. Sonur
hennar vill ekki sjá hana og
hún hefur engan til að tala við.
Hún þagnaði, en bætti svo við.
Ég ætla að hringja til hennar
einhvern daginn. Á hreimnum í
röddinni skynjaði ég að þetta
var eitthvað, sem hún hafði
lofað.
Ég sagði ekkert en mér rann
til rifja fátækt konunnar, sem
var svo glæsileg og vel efnuð,
að því er virtist, en þó svo ein-
mana að hun var fegin að litla
blökkukonan á kaffistofunni
hringdi til hennar. Það var þó
mannleg rödd.
Á meðan ég þambaði gosið
hélt litla blökkukonan áfram að
tala og segja mér frá högum
sínum. Hún átti barn og sá fyrir
foreldrum sínum.
Ég læt þau ekki vinna. Þau
sáu um mig, þegar ég var lítil
og nú vil ég hugsa um þau.
Aftur varð mér orðfátt.
Aðstæður þessara tveggja
kvenna voru svo ólíkar á yfir-
borðinu. Önnur hafði öll
heimsins gæði, að þvi er virtist,
en var friðlaus og döpur í sinni.
Hin átti Iítinn varaldarauð, en
stórt og gjöfult hjarta og var
ánægð með sitt hlutskipti.
Hvor þeirra var sælli?
IV
1 GARÐINUM
Fyrir framan Borgarbóka-
safnið i New York er dálítill
garður. Bekkir undir skuggsæl-
um trjám, þar sem þreyttir veg-
farendur geta tyllt sér niður
eftir tramp og stöður um langa
, ganga og stiga á þessu fjöl-
breytta safni bóka og sýninga.
Þegar ég gekk þar um garða
síðast stóð þar yfir sýning á
svissneskum miðaldabók-
menntum, myndskreyttum, og
ráfaði ég þar lengi um, upp og
niður stiga. Víst voru mörg
þeirra fögur, en þó fannst mér
ekkert þeirra komast í sam-
jöfnuð við gömlu skinnhandrit-
in okkar.
Uti fyrir var sólskin og
steikjandi hiti og varð ég því
fegin að tylla mér niður á bakk
í skugga undir laufmiklu tré og
hvíla örþreytta fæturna.
Kona sat á bekknum við
hliðina á mér, grönn og ungleg í
smárósóttum sumarkjól. Tók-
um við tal saman og fór hún að
segja mér frá högum sínum.
Hafði hún misst mann sinn
fyrir tuttugu árum og eftir það
ferðazt víða til þess að heim-
sækja kunningja sfna, meðal
annars til Ástralíu, Englands
og um allar jarðir að mér
fannst, þó kvaðst hún vera
rúmlega áttræð og farin að för-
last sýn og yrði að gæta sfn úti
við.
Ég spurði hana hvort hún
notaði ekki blindrastaf eða
merki.
Nei, ég kann ekki við það, þá
fer fólk að vorkenna mér.
Það eru mörg torg i New
York, sagði hún svo, en mér
finnst þetta skemmtilegast.
Reyndar fannst mér þetta nú
fremur vera garður en torg
vegna stærðarinnar, trjánna og
blómanna.
Ungir og gamlir ráfuðu þarna
um, settust á bekkina og hvíldu
lúin bein. Börn skoppuðu í
kringum og á tröppunum við
safnið sat ung stúlka og kastaði
molum til smáfuglanna, sem
flögruðu um í greinum trjánna
og þustu að, þegar maturinn
kom.
Á stéttinni fyrir neðan garð-
inn stóð söluvagn og komu
margir með rjómaís og annað
góðgæti, en ég lét mér ekki
detta slíkt í hug vegna gjald-
eyrisins.
Áfram hélt ég hitagöngu
minni um Times Square, þar
sem lýsandi bandið rennur yfir
stórbygginguna, hátt uppi, með
nýjustu fréttir.
Loks kom ég að litlu torgi.
Þar sat fólk á hörðum bekkjum
og hvíldi sig um stund i hitan-
um, en lítið skýli var þar, eitt
eða tvö kræklótt tré og að öllu
leyti kuldalegra og óvistlegra
en garðurinn hjá bókasafninu.
Kona sat þar á næsta bekk,
bústin og gleiðfætt, í stuttu
pilsi, fyrir ofan hné, hálfopnar
varir og sást f stórar tennur, en
ekki mælti hún orð.
Fann ég nú að konan við safn-
ið myndi hafa rétt fyrir sér,
ekki væru öll torg í stórborg-
inni jafn vinaleg.
V
HJÁ ÓSKARI
Á horninu á Waldorf-Astoria
blasir dálítið spjald við sjónum
Framhald á bls. 17.
Exxon-byggingingin við Rockefeller Center