Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6. simi|22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 40,00 kr. eintakið. Sérstök ástæða er til að fagna því, að deila sú, sem staðið hefur um skeið milli myndlistar- manna og borgaryfirvalda um Kjarvalsstaði er nú leyst með samkomulagi, sem samþykkt hefur verið af báðum aðilum. Efnis- atriði samkomulagsins eru í stuttu máli þau, að listráð, sem skipað er 7 fulltrúum, hefur endanlegt vald um þá starfsemi, sem fram fer í vestursal Kjarvalsstaða og í Kjarvalssal, þegar hann er tekinn til annarra nota en sýninga á verkum Jóhannesar Kjarvals. 1 list- ráði eiga sæti þrír fulltrúar í hússtjórn Kjarvalsstaða, en þeir eru allir kjörnir af borgarstjórn, þrír fulltrú- ar, sem Félag ísl. mynd- listarmanna skipar og einn fulltrúi sem stjórn Banda- lags ísl. listamanna til- nefndir, en tilnefning hans er háð samþykki borgar- ráðs. Skal þessi síðast- nefndi fulltrúi í listráði vera úr annarri listgrein en myndlist. Um verksvið listráðs seg- ir m.a. í reglum þeim um Kjarvalsstaði, sem nú hafa tekið gildi: „Stjórn listráðs á vestursal er í því fólgin að ráðið ákveður hverjum skuli heimilað að halda þar Iistsýningar og hve lengi. Ennfremur ákveður listráð hvort og hvenær heimila skuli afnot salarins til ann- arra nota, t.d. til tónleika- halds, upplestra eða áþekkrar starfsemi.“ í hin- um nýju reglum segir enn- fremur: „Listráð getur og haft frumkvæði að hverju því máli, sem það telur að bæta muni rekstur hússins og færa það nær því tak- marki að vera lifandi vett- vangur lista og menningar í borginni.“ Meginbreytingin frá því fyrirkomulagi, sem áður ríkti í þessum efnum, er sú, að áfrýjunarréttur er nú felldur niður, en áður gat aðili, sem synjað var um aðstoð til sýningar á Kjar- valsstöðum áfrýjað þeim úrskurði til borgarráðs, sem tilnefndi þá tvo menn til viðbótar í sýningarráð og tók stækkað sýningar- ráð síðan málið fyrir á ný. Nú hefur einnig verið ákveðið að ráða listfræðing að Kjarvalsstöðum, sem vera skal framkvæmda- stjóri listráðs og er það hússtjórn, sem ræður þann starfsmann að fengnum til- lögum listráðs. Á blaðamannafundi i fyrradag fögnuðu fulltrúar borgar og listamanna þessu samkomulagi. Birgir Isl. Gunnarsson borgar- stjóri var á þessum blaða- mannafundi spurður um það, hvort samkomulag þetta táknaði algeran sigur listamanna í þessari deilu. Hann svaraði á þann veg, að ef hann hefði staðið í samningastappi við Breta út af landhelgi kynni hann að hafa reynt að vega og meta niðurstöðuna á þennan hátt, en hér hefði ekki verið neitt slíkt á ferð- inni heldur ágreiningur við listamenn, þar sem um það var að tefla, hvort Kjarvalsstaðir yrðu Iífvæn- leg stofnun eða ekki. Það hefði verið efst í sínum huga, að myndlistarhúsið gæti þjónað tilgangi sínum. Borgarstjóri og aðrir þeir, sem þátt eiga í þessu samkomulagi eiga þakkir skilið fyrir það. Kjarvals- staðir verða nú á ný lifandi miðstöð þeirra umbrota, sem hverju sinni eru í ís- lenzkri myndlist og vett- vangur margvíslegrar ann- arrar menningarstarfsmi. Morgunblaðið telur þessi málalok mikið fagnaðar- efni enda hefur blaðinu verið umhugað um, að þessi deila mætti leysast og eðlileg starfsemi hefjast að Kjarvalsstöðum á ný. í for- ystugrein í Morgunblaðinu hinn 11. október sl„ sem skrifuð var í framhaldi af áskorun nokkurra borgara undir forystu Ragnars í Smára til borgarstjóra um lausn deilunnar sagði m.a.: „Hinir stríðandi aðilar, sem nú takast á um Kjar- valsstaði ættu að slíðra sverð sín. Slík átök um hús, sem ber nafn Jóhannesar Kjarvals bera vott um virð- ingarleysi fyrir lífsstarfi hans og lífsafstöðu allri. Það er enginn að tala um að afhenda listklíku eða hagsmunahópum Kjarvals- staði; það er enginn að tala Kjarvalsstaðadeilan leyst um að afsala borginni nein- um rétti. Hér er einungis verið að reyna að benda á, að borgarstjórnarmenn og myndlistarmenn hafa þá skyldu við minningu Jó- hannesar Kjarvals, mark- mið hans og megintilgang að koma sér saman um starfsemi þess húss, sem reist er honum og list hans til heiðurs. Ef allir leggjast á eitt, er vandalaust að finna leið til úrlausnar, svo að flestir sæmilega vel gerðir menn geti vel við unað. Ofstækismenn leysa aldrei neinn vanda, enda hefur íslenzkt þjóðfélag aldrei kallað þá til að leysa neinn vanda, þegar nauð- syn hefur krafið. Sagt er að ekki eigi að „afhenda“ Kjarvalshús þeim sem öfgafyllstir eru meðal lista- manna í afstöðunni til Kjarvalsstaða. En menn skyldu muna að öfgar sem sumir kalla, geta stundum verið hugsjón. Milli hug- sjóna og öfga er oft og ein- att svo lítið bil, að menn greina þar stundum ekki á milli.“ Þetta voru orð Morgun- blaðsins fyrir rúmlega tveimur mánuðum. Nú er Kjarvalsstaðadeilan leyst. I þeim efnum skiptir mestu, að Kjarvalsstaðir hljóta verðugan sess í menningarlífi höfuðborg- arinnar á ný, sem væntan- lega verður íslenzkri menningu og myndlist til framdráttar — og Reykja- víkurborg til sóma. Rey kj aví kurbréf ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 20. des.********^ Vinum þakkað Gæfa Morgunblaðsins hefur ekki sízt verið í því fólgin að hafa ávallt átt góða vini og aðstandend- ur. Styrkur þess er einnig og ekki síður af sömu rótum runninn. Slíkra samtíðarmanna er oft og einatt getið hér í Reykjavíkur- bréfi, ekki sízt þegar þeir hafa náð háum aldri og geta horft af sjónarhóli mikillar reynslu. Enda þótt aldur Geirs Hallgrímssonar, forsætisráðherra, og Sigurðar Bjarnasonar frá Vigur, sendi- herra í Kaupmannahöfn og fyrr- um ritstjóra Morgunblaðsins, Sé ekki ýkja hár, hafa þeir skilað svo miklu og giftudrjúgu starfi f þágu lands og þjóðar — og þá ekki sízt Morgunblaðsins, enda var annar ritstjóri þess um langt árabil en hinn er formaður útgáfustjórnar blaðsins — að ekki er út af brugð- ið þótt vikið sé að þeim nokkrum orðum, þeim þökkuð tengsl og vinátta við blaðið og mikil þjón- usta við land okkar og þjóð. Samstarfsmenn Sigurðar Bjarnasonar á Morgunblaðinu minnast hans með þakklæti og virðingu fyrir langt og farsælt starf sem leiddi til vináttu, og bregður hún nú birtu yfir löng kynni. Enda þótt þingmennskan hafi verið Sigurði freistandi tæki- færi til að láta hugsjóna- og vel- ferðarmál til sín taka, var blaða- mennskan honum ávallt hjart- fólgið viðfangsefni, enda er ekki síður hægt að vinna að velferðar- málum í áhrifamiklum blöðum en á Alþingi. En blaðamennskan hef- ur breytzt mikið á siðustu árum og tengls sumra íslenzkra blaða þ.á m. Morgunblaðsins við flokka eru með öðrum hætti nú en áður var. Sigurður Bjarnason samein- aði þetta tvennt, stjórnmál og blaðamennsku, með eftirminni- legum hætti. Enda þótt hann væri allra manna sjálfstæðastur í skoð- unum (ekki sízt vegna vestfirzks uppruna og ættarstolts), barðist hann af drengskap og sannfær- ingu fyrir flokk sinn og hugsjón sjálfstæðisstefnunnar og er ástæðulaust að láta það liggja í þagnargildi, þótt hann sé nú yfir stjórnmálaerjur hafinn í mikil- vægu starfi fyrir land og þjóð, þar sem hann situr á friðarstóli í Kaupmannahöfn. Hann kynntist návígi íslenzkrar stjórnmálabar- áttu á umbrota- og örlagatímum, en lét slíka tímabundna smámuni ekki á sig fá, minnugur þeirra orða sem sagt er, að afi hans og nafni í Vigur hafi viðhaft, þegar honum var boðin ráðherrastaða: Ég vil heldur rífa þorskhausa fyr- ir vestan, en rífast við þá fyrir sunnan! En slíkt er að sjálfsögðu gamanmál, þó að undirtónninn segi nokkra sögu. Geir Hallgrimsson segir í af- mælisgrein um Sigurð Bjarnason sextugan nú f vikunni, að hann hafi brúað bil í sögu Morgun- blaðsins. Undir það vilja gamlir samstarfsmenn hans taka. Þeir senda honum og Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara konu hans og fjöl- skyldu þeirra, hugheilar árnaðar- óskir á merkum tímamótum og biðja þeim farsældar, ekki sízt i þeim vandasömu störfum, sem nú bíða þeirra í Lundúnum. Það getur varla verið leyndar- mál að Sigurður Bjarnason segir stundum enn, þegar hann er að fara niður í sendiráðsskrifstofu sína í Kaupmannahöfn: Ég þarf að fara niður á blað! En ekki höfum við heyrt þess getið, að hann hafi nokkurn tíma sagt: Ég ætla niður í þing! En hvað sem því líður ylja þessi orð Morgun- blaðsmönnum, og þeir kunna að meta tryggð og vináttu síns gamla ritstjóra. Hún er lifandi minning sem nær til hjartans. Geir Hallgrímsson varð fimm- tugur nú í vikunni. Hann er enn f blóma lffsins og íslenzka þjóðin horfir fram á veginn með forsæt- isráðherra sínum, ungum og far- sælum Ieiðtoga sem örlögin köll- uðu í öndvegi ungan að árum, en þó með mikla reynslu að baki, þegar hann tók við af Jóhanni Hafstein. Karl Kristjánsson, fyrr- um alþingismaður og þingforseti, sem ávarpaði Geir Hallgrímsson fyrir hönd Stuðla og Almenna bókafélagsins á afmælisdaginn, sagði m.a., að það væri sannarlega ánægjulegt að geta óskað honum til hamingju, „ekki sízt fyrir það, hve hann er ungur. Sólin er enn ekki komin lengra en f hádegis- stað“. „Það verkar a mig eins og furðusögn," hélt Karl Kristjáns- son áfram, „eða fallegt ævintýri, að þessi maður skuli vera aðeins fimmtugur, eins og hann hefur þó lifað mikið. Morguninn og ár- degið allt hefir verið svo nota- drjúgt. Fáir meðal tslendinga standast samanburð við hann f þessum efnum. / Hann hefur öll sín starfsár ver- ið hátt settur. Verið kvaddur á varðberg „sem gnæfa hátt“, svo notuð séu orð Guðmundar á Sandi úr kunnu kvæði um annan frægð- armann. Á háum varðbergum er veðra- samt úr ýmsum áttum. En þar skín líka, annað slagið, sólin skær- ara og þar er miklu víðsýnna en niðri á jafnsléttunni. Og þess nýt- ur hinn háttsetti maður, þ.e.a.s. ef hann er svo manneskjulegur sem ég þykist hafa reynt að Geir Hall- grfmsson er — og með tilliti til þeirra dýrmætu eðliskosta óska ég honum sérstaklega til ham- ingju. Geir Hallgrímsson hefur alltaf í mínum augum verið hinn skap- stillti, heillyndi og staðfestumikli maður góðviljans f hinu linnu- lausa striti mannfélagsmálanna, sem hann hefur staðið í. Ekki getur gesti f þessu húsi í dag gleymzt það, að mikill vandi er að vera forsætisráðherra á ís- landi nú, — hann hefir sennilega aldrei verið meiri. Eitthvað væri annarlegt við þann fslenzka mann, sem ekki f hjarta sfnu óskaði Geir Hallgríms- syni,- forsætisráðherra, og með- ráðherrum hans, að þeim megi takast að leysa sfna stjórnarþraut svo vel að söguleg þáttaskil verði til velfarnaðar á Islandi. Á svo miklu veltur eins og sakir standa." Undir þessi orð hins aldna og virta menningarfrömuðar og fyrr- verandi þingmanns Framsóknar- flokksins taka allir góðir Islend- ingar um leið og þeir árna forsæt- isráðherra sínum, konu hans Ernu Finnsdóttur og fjölskyldu þeirra velfarnaðar, styrks og guðs blessunar f því mikla og erfiða starfi, sem honum hefur verið fal- ið. Drengskapur og góðvild, stað- festa og heillyndi er kynfylgja ættar hans. Megi þessir eðliskost- ir ávallt verða þjóð okkar til gæfu og farsældar og ekki sízt nú á erfiðu örlagaskeiði. Aldrei hefur verið brýnna að íslenzka þjóðin standi einhuga saman um stjórnarstefnu, sem mörkuð hefur verið. Óvinir sitja á fleti fyrir, en sameinuð hefur þessi litla þjóð borið gæfu til að standa vörð um menningu sína, tungu og arfleifð. Og því einungis að hún sé sameinuð á válegum tímum eins og nú eru, getur hún einnig staðið vörð um dýrmæt- ustu eign sína: sjálfstæðið. Fyrir þvf hefur hún barizt öldum sam- an. Og fyrir það mun hún leggja allt f sölurnar. Ritstjórar Morgunblaðsins þakka Geir Hallgrímssyni sérstak- lega gott samstarf og það er ekki sízt ástæða til þess nú, þegar öll- um eraðverðaljóstaðdagblað er eitt, en stjórnmálaflokkur ann- að. En dagblað sem er hugsjóna- laust rekald er lítils virði. Af þeirri ástæðu ekki sfzt er það fagnaðarefni að hugsjón Sjálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.