Morgunblaðið - 21.12.1975, Síða 24

Morgunblaðið - 21.12.1975, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 Sárið 1 brj óstinu Þorvarður Helgason: NÝ- LENDUSAGA. Helgafell 1975. Þegar skáldsaga Goethes um þjáningar hins unga Werthers kom út 1774 er sagt að margir ungir Evrópumenn, sem haldn- ir voru ástarsorg eins og sögu- hetjan, hafi farið að ráðum Werthers og stytt sér aldur. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um áhrifamátt bók- mennta. Þorvarður Helgason er ekki nýr Goethe að ég held og sögu- hetja hans (eða hetjur) er eng- inn Werther. í Nýlendusögu er að vfsu hermt frá ástarsorg en hún er ekki samskonar og hjá Werther. Aftur á móti er í Ný- lendusögu beinn fróðleikur um sjálfsmorð, langur listi, þar sem lýst er sjálfsmorðsaðferðum sem fólk á völ á. Þetta er síður en svo birt í bókinni til þess að hvetja til sjálfsmorða, heldur til að lesandinn geti glöggvað sig á flóknum persónuleika. En hverju geta ekki ístöðulausir lesendur tekið upp á? I Nýlendusögu eins og Eftir- leit (1970) fjallar Þorvarður Helgason um ungan mann (menn), sem leitar ástar (til- gangs) og hvernig sú leit verð- ur til þess að hann kynnist nýj- um hliðum lffsins. 1 báðum skáldsögunum er erlent um- hverfi. islenskir námsmenn er- lendis og vina- og kunningja- hópur þeirra er einkum það fólk, sem höfundurinn lýsir. Nýlendusaga, sem gerist að öll- um líkindum i Vínarborg, er í enr. ríkara mæli en Eftirleit saga þessa fólks. Söguhetja Þorvarðar Helga- sonar er helst ungur maður, þreyttur á innilokun háskóla- veggja, forvitinn um það, sem gerist fyrir utan. Hann vill vera á meðal fólks, njóta dásemda lífsins: víns, kvenna og söngs. Því er af mikilli nákvæmni lýst í Nýlendusögu hvenær og hvað söguhetjurnar borða og drekka og hvernig þeim líður yfirleitt. Eru þær í góðu eða vondu skapi þegar þær vakna? Hvað fá þær sér í morgunverð ? Eru þær með hjartslátt eða ekki? Hvern- ig er meltingin? Vínið er ef til vill það, sem sfst má vanta þeg- ar söguhetja Þorvarðar Helga- sonar þarf að hugsa sig um eða hvíla sig: „I huga mínum var enn dulin ást, hún hafði ekki kulnað þótt lítið hefði verið að henni hlúð, kannski hafði hún aðeins grafið sig dýpra og hlaðið utan um sig skjólgarði gagnvart umhverf- inu, hinum fjandsamlega heimi. Það var ósköp sárt að þurfa að hafa þennan skjólgarð á svona degi, þegar maður fann að vorið var að koma, umrótið í brjóstinu of mikið til þess að maður gæti búist við að geta gert eitthvað næsta klukkutím- ann, ég settist því niður á næsta veitingastað og fékk mér glas af vfni og velti fyrir mér hvernig ég ætti að fara að því að upp- ræta þetta sár í brjósti mér.“ Með samviskusömum og oft nærfærnum lýsingum sfnum á háttum fólks eru skáldsögur Þorvarðar Helgasonar óvenju- legar fyrir íslenska lesendur. Með því að draga fram ótal smá- atriði stækkar hann og dýpkar þá mynd, sem lesandinn gerir sér af persónunni. Það eru ekki að gerast stóratburðir á hverri síðu; aftur á móti fylgjumst við því betur með innra lífi persón- unnar; í því, sem hún gérir og segir speglast sá heimur. Nýlendusaga er að mínu mati vel byggð og kunnáttusamleg saga. I upphafi kynnumst við þeirri lostafullu konu, sem allt snýst um. Þá hefur það gerst, sem sagan greinir frá. Síðan er sagan rakin aftur i tímann, undanfari hennar gaumgæfður og skýrður. í sögulok er les- andanum sjálfum ætlað að finna iausn sögunnar, en hún getur varla orðið nema á einn veg. I Nýlendusögu er það eíns og fyrr sagði ástin, sem höfundur- inn glímir við. I kjölfar hennar fylgir afbrýði og síðan hatur. Ungi maðurinn í sögunni kynn- ist því hvernig draumastúlkan með óviðjafnanlega brosið, þetta fallega bros, sem eins og sameinaði öll önnur falleg bros, sem hann hafði séð, nýtur þess að láta niðurlægja sig í sadísk- um ástarleikjum. Það er því von hann segi: „Ástarþjáningin er djöfulleg kvöl. Það kom fyrir að ég hélt að ég væri að verða brjálaður“. Sögur Þorvarðar Helgasonar minna mig stundum á góða reyfara. Þetta er ekki sagt þeim til lasts heldur í því skyni að benda á æsilegan söguþráð, sem heldur lesandanum í spennu uns bókin er lesin. Eftirleit er löng saga, en víða er í henni spenningur (samanber atburði um borð í skemmti- snekkju). Nýlendusaga er stutt, höfundurinn forðast yfir- leitt málalengingar. En þetta er morðsaga. Dularfullt morð (hugsanlega sjálfsmorð) er framið. Sá myrti er elskhugi konunnar með brosið. Það er hann, ímynd hins reynda og ófyrirleitna karldýrs, sem kallar yfir sig andúð unga mannsins. Ungi maðurinn hjálpar lögreglufulltrúanum að ráða fram úr íslenskri dagbók hins myrta. Með löngum til- vitnunum I hana fáum við inn- sýn í veröld þreytts mennta- manns, þar sem lífsfirringin verður algjör að lokum. Konan í sögunni og þessi maður eru greinar af sama meiði. Þau leita athvarfs í hamslausu kyn- ferðislífi og kvalalosta, en án þess að fá svölun. Ungi maður- inn stendur álengdar. En rennur hann ekki saman við hin reyndari að lokum? Er ástin ekki tilgangslaus, sambúð Þorvarður Helgason. Bökmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON karls og konu fáránleg? Um dagbókina stendur: „Mér hafði fundist hún ógeðsleg fyrst en svo fór ég að sætta mig við hana og það kom að því að ég skildi hann — ég hafði verið í skjóli að eigin vilja, ég hafði orðið sár þegar ég missti skjólið en nú var mér orðið sama, það var honum að þakka. Þetta líf mitt var miklu skítugra en ég hafði haldið. En var það svo skftugt? Var það ekki aðeins eins og það var og við því var ekkert að gera nema fá eins stóra sneið af hamingj- unni og hægt var og gefa dauðann og djöfulinn í allt annað. Eg þakkaði honum fyrir í huganum." Nýlendusaga er afhjúpunar- saga einkalífs. Félagsleg efni koma þar lítið við sögu. Það er að vísu hreytt ónotum í smá- borgara, stjórnmálamenn og auðvald og eitthvað minnst á Víetnam („ég er ekki að drepast í Vfetnam — en kannski væri það miklu betra — þ. e. a. s. ef maður vissi fyrir hvað maður dræpist"), en markmið höfundarins er að lýsa innra lífi fólks, hvernig hinir sömu hlutir, ástin, dauð- inn og allt í tengslum við þá, verka sífelldlega á fólk. Það er komið við sára kviku. Þegar allt bregst, sem trúað var á, er svarið kaldhæðni. Lesendur Þorvarðar Helga- sonar munu bíða næstu bóka hans með eftirvæntingu. Eftir- leit og Nýlendusaga eru að mörgu leyti sérstæðar skáld- sögur í íslenskum bókmennt- um. Þær vekja grun um að þær séu inngangur að öðru og meira. Myndskreyting eftir Eirfk Smith úr Kom eftir Arna Ibsen Að yrkja til að skynja ljósið □ Kári Tryggvason: □ SJÖTtU LJÓÐ □ Isafoldarprentsmiðja 1975. Sjötugur sendir Kári Tryggvason frá sér Sjötíu Ijóð Á þessum aldri eru skáld yfir- leitt ráðin gáta, ekki er búist við að ljóð þeirra séu annað en bergmál fyrri ljóða, þegar best lætur framhald. Um Kára Tryggvason gegnir öðru máli. Hann hefur á undanförnum ár- um stefnt að því að endurnýja ljóðagerð sína eins og bækur hans Sunnan jökla (1968), Til uppsprettunnar (1972) og Sjö- tiu Ijóð sanna. 1 nýju bókinni hefur hann náð viðunandi ár- angri. Þessi ljóð valda ekki straumhvörfum, þau eru ávext- ir mannlegrar og skáldlegrar reynslu. Flest eru þau athyglis- verð. Borin saman við ljóð Kára í fyrstu tveim bókunum Yfir Ódáðahraun (1948) og Hörpur þar sungu (1951) eru þau bylt- ingarkennd. En það er ekki rétta orðið um ljóðagerð Kára Tryggvasonar. Stór orð nefnist eitt Ijóðanna í Sjötíu ljóðum. Þar eru stóru orðin kölluð „kjörvopn blekk- ingarinnar". Kári Tryggvason er hljóðlátt skáld. Einfaldleiki í tjáningu einkennir ljóð hans. Þennan ljóðstfl hefur Kári Kári Trvggvason. ræktað með að beita sjálfan sig aga. Stóru og hljómmiklu orðin ætti hann áreiðanlega auðvelt með að færa í rím og stuðla. Kári veit aftur á móti að skáld- skapur þarf að endurnýjast. En svo bundinn er hann hefðinni að hann endar bókina með kafla, sem nefnist Rímljóð. Þegar vel er að gáð kemur í Ijós að rímljóðin draga dám af órím- uðu Ijóðunum. Þau eru ort með frjálslegri hætti en tíðkast í hefðbundinni ljóðagerð. Eins og í Ijóðum margra skálda, sem náð hafa aldri Kára Tryggvasonar, er töluvert um haustmyndir í skáldskap hans („ — og nú tekur/ að rökka. / Haustbleik lauf/ molna / undir fótum/ mínum"). myrkrið fellir dóm sinn. En Kári yrkir líka um að sigra myrkrið. Kannski er slíkt aðeins blekking, þrá: Egvlldilyfta myrkrinu en hendur mfnar voru grannar og veikar. Einfaldur ljóðstíll Kára Tryggvasonar er dæmigerður í Draumi: Eg orti um þig Ijóð, en þú varst ekki f Ijóðínu. íg fór heim til þfn. en þú varst ekki heima. Þú varst aldrci heima. Og loks vissi ég að þú varst ekki til. Það er töluverð fjölbreytni í Sjötíu ljóðum, yrkisefni úr ýmsum áttum. Skáldið er ekki fastbundið við einkaheim sinn, heldur yrkir það oft um annað fólk, annað umhverfi. Eitt Ijóð- ið er frá suðrænum slóðum, annað frá Mosambik. Maxim Gorki og Hugleiðingar verka- manns eru ljóðaheiti, sem gefa vísbendingu um útleitni Kára. Ljóð hans verður að lesa hægt, leyfa þeim að orka á hugann. Þau leyna alltaf á sér þótt sum- um geti virst þau æði smá og eintóna á köflum. Þau eru að vísu misjöfn, líklega óþarflega mörg, en ég held að skáldið hafi vandað val þeirra eftir föngum. Sennilega hefur handritið verið mun viðameira en bókin segir til um. Aðalatriðið er ekki hvað þessi ljóð segja, heldur hvernig það er sagt. Ég mun því ekki freista að endursegja þau, vil aðeins benda lesendum á að þau eru viðkvæm og þola ekki þjösna- skap. Gildi þeirra er m.a. fólgið I þeim vitnisburði um mikil- vægi skáldskapar, sem þau leiða í ljós, samruna lífs og ljóðs: Er lelð á dag ortl ég Ijóð á ný. Eg skynjaðí: Handan vetrarlns vor. Handan myrkursins 1 jós. Handan dauðans líf. Ekkert glatast. Ekkert gengur til þurrðar. Skáldskapur er líka nám Árni Ibsen: KOM. Ljóð 1971— 1973. Myndir eftir Eirfk Smith. Höfundur gaf út 1975. Björn Birnir: UPPSPRETTUR. Utgefandi: Höfundur 1975. Ég veit ekki hvort ungum skáldum er hollt að gefa út allt, sem þau yrkja. Fjölrituðu kver- unum eftir þau fjölgar sífellt, en fátt er minnisstætt í þeim. Skáld ættu að gefa sér tíma til að þroskast og læra því að skáldskapur erlíkanám. Éghef grun um að flest þeirra skálda, sem eiga ljóð í fjölrituðu kver- unum hafi ekki notið neinna leiðbeininga, kennslu mætti líka segja. Það er ekki nóg að jafnaldrar, oft skólafélagar hvetji til útgáfu. Til eru menn, sem vita betur. Þegar við vor- um að byrja fyrir tveimur ára- tugum græddum við á ráðlegg- ingum þeirra. Ég hef stundum vikið að því í bókmenntaskrifum að nauðsyn- legt væri að út kæmi ný árbók með sýnishornum af skáldskap ungra skálda. í ljóðakverunum fyrrnefndu eru kannski eitt eða tvö ljóð, sem myndu njóta sín í slíkri bók, afgangurinn er best geymdur á botni einhverrar skúffunnar eða helst í djúpri Framhald á bls. 28 Bjöm Birnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.