Morgunblaðið - 21.12.1975, Side 26

Morgunblaðið - 21.12.1975, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 Hjúkrunarfélag íslands Jólatrésskemmtun barnanna verður haldin að Hótel Sögu Súlnasal, sunnudaginn 28. desember kl. 15.30. Miðar seldir á skrifstofu H.F.Í. FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVlKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirn- ar, vilI Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi. 1 Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfangadag og gamlársdag. Forðizt, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagnsofna, r hraðsuðukatla og brauðristar — einkanlega meðan á eldun stendur. 2Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa meðfarnar lausa taugar og jóla- Ijósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af viðurkenndri gerð. 3Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum („öryggj- um"). Helztu stærðir eru: 10 amper Ijós 20 — 25 amper eldavél 35 amper aðalvör fyrir íbúð Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftirtaldar ráðstafanir: Takið straumfrek tæki úr sambandi. Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavél eða Ijós) getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. 6Ef um víðtækara straumleysi er að ræða skuluð þér hringja til gæzlumanna Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Bilanatilkynningar í síma 18230 allan sólar- hringinn. Á aðfangadag og gamlársdag til kl. 19 einnig í símum 86230 og 86222. Við flytjum yður beztu óskir um Gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. ni RAFMAGNSVEITA [/i REYKJAVÍKUR ’ Geymið auglýsinguna. Barnabækur ka- þólsku kirkjunnar KAÞÓLSKA kirkjan á Islandi hefur sént frá sér þrjár nýjar barnabækur: Glataða soninn, Uppstigningu Jesú til himna og hvftasunnuna og Daglegar bænir fyrir ung börn. Fyrsttöldu bækurnar tvær eru hin sjöunda og áttunda í barna- bókaflokkinum sem kaþólska kirkjan hóf að gefa út 1970 með „Bartímeusi hinum blinda". Þessi bókaflokkur er endursögn á sög- um úr guðspjöllunum, stórar lit- myndir á flestum síðunum og texti stuttorður og prentaður með stóru letri til þess að auðvelda ungum lesendum að tileinka sér sögurnar. Myndirnar eru eftir hollending, de Kort, offset- prentaðar I Hollandi en textarnir prentaðir í prentsmiðju kaþólsku kirkjunnar I Stykkishólmi. Það er mikill fengur að þessum bókum, þær hafa orðið vinsælar hjá börnum víða um lönd og frætt þau um mörg höfuðatriði guðspjallanna á einfaldan hátt svo að sögurnar hafa orðið þeim minnisstæðari en ella hefði orðið. Ekki er reynt að halda að börnun- um neinni sérskoðun I þessum bókum; í þeim er einfaldlegá að finna almennan kristindóm. Auk þeirra þriggja bóka, sem hér hafa verið nefndar, eru þessar í flokkinum: Upprisa Jesú, Hinn miskunnsami Samverji, Fæðing Jesú, Jesús kyrrir storminn á vatninu og Brúðkaupið í Kana. „Daglegar bænir fyrir ung börn“ er lítil bók en fallega úr garði gerð; litmyndir á annarri hverri síðu en bænir á hinni. Þar er að finna m.a. signinguna, Faðir voj, Marfuvers, morgun-, kvöld- og borðbænir auk margra fleiri bæna og gagnlegra leiðbeininga handa börnum til þess að finna leiðina til daglegs samfélags við Krist. Bókin er einnig til ómetan- legs gagns fyrir þá foreldra sem óska að styðja börn sfn til kristi- legs lífs en er ekki sýnt um þá leiðsögn án utanaðkomandi hjálp- ar. Við megum vera kaþólsku kirkjunni á Islandi og þó einkum St. Franciskussystrum í Stykkis- hólmi þakklát fyrir þetta fallega og gagnlega framlag til jákvæðra barnabóka. Torfi Ólafsson PPPHIÍi} '/■'x.': fþróttaskór Verð frá kr. 2.795 9 gerðir. mtMmmmmm Lóuhólum 2—6, simi 75020 Klapparstig 44 simi 11 783. ILMVOTN í miklu úrvali Yves Saint Laurent Rive Gauche Madame Rochas Chanél Fidji Lancome Charlie og margar fleiri tegundir. Blað- Vesturbær Ægissíða Hagamelur Úthverfi Laugateigur Álfheimar frá 43 Langagerði Snæland Gnoðarvogur frá 14—42 Austurbær Miðbær Ingólfsstræti Bergstaðarstræti, Laugarnesvegur 84—118 ULLARSLÁ m/hettu 4 litir 3 stærðir TWEED JAKKAR m/vattfóðri 2 litir stærðir 36—42. TERELYNEKÁPUR m/vattfóðri 4 litir stærðir 36—42 FLAUELISKÁPUR Vattfóðraðar m/lausri hettu stærðir 38—44. w\ KAPAN LAUGAVEGI 66

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.