Morgunblaðið - 28.12.1975, Síða 10

Morgunblaðið - 28.12.1975, Síða 10
10 MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975 Ernst Neiswestnyj: „Lfffærafræði“, eirstunga, 1966. Tuttugu ára einangrun Það er oft auðveldara að tala máli listamanns, sem verður að þola pólitískar ofsóknir, heldur en óþekkts verkamanns eða ónefnds andófsmans. Menningarlegur orðstír veitir vernd í vissum og mjög raun- hæfum skilningi. Enginn lista- maður, sem verðskuldar virðingu, myndi gera tilkall til slíkra forréttinda. En hann nýtur oft góðs af þeim. Oft er það þó öllu fremur list lista- manns en ekki frelsi ein- staklings, sem er í hættu. Og það er einmitt það, sem nú á sér stað í Moskvu varðandi list Ernst Neiswestnyjs. Neiswestnyj er sennilega merkasti myndlistarmaður í Sovétríkjunum í dag. Hann verður fimmtugur á þessu ári. Námsárum sfnum lauk hann sem opinber myndhöggvari hinnar sósfalistísku raunsæis- stefnu (sósial-realismans). Smám saman braut hann þó af sér þá hlekki. Viðfangsefni fyrstu sjálfstæðu verka hans var hin líkamlega þjáning. Þau voru rismikil að formi, en ásýndin var átakanleg (sem var ófyrirgefanlegur galli að opin- beru matij. Þessi verk skír- skotuðu óbeint til viðhorfa í stríðinu, fyrirbæra, sem milljónir manna minntust að vísu, en tilheyrðu þó ekki hinni opinberu fortíð: Hér var um að ræða sundurlimun fremur en dauða, sár og ótta. Sjálfur hafði Neiswestnyj barizt gegn Þjóð- verjum sem fallhlífarher- maður. Þessi verk leiddu til þess, að hann var útskúfaður úr Bandalagi listamanna. Hin óháða, sjálfstæða afstaða hans varð víðfræg um Sovét- ríkin. En verk hans voru sjald- an sýnd og lítt á þau minnzt opinberlega. Hann ávann sér orðstír fyrir að vera þjóðræk- inn frjálshyggjumaður, sem hinir opinberu listamenn öf- unduðu vegna hæfileika og gáfna. En á meðan tók list hans nýja stefnu. Hann fékkst æ minna við fortíðina, og áhugi hans beindist að framtiðinni og stöðu mannsins í framþróun- inni. Nánustu vinir hans voru vísindamenn og heimspeking- ar. Árið 1962 var Neiswestnyj forgöngumaður í deilunum við Krúsjoff og krafðist frelsis fyr- ir skapandi þróun myndlistar- innar. Honum var hótað hand- töku og útlegð til Síberíu. En síðar, er Krúsjoff var farinn frá völdum, urðu þeir Neiswestnyj góðir vinir. En engu varð breytt varðandi ófrelsi myndlist- arinnar. Á sjöunda áratugnum voru Neiswestnyj falin ýmis verk- efni af hálfu fjölmargra visindastofnana, en mennta- málaráðuneytið skarst alltaf í leikinn og gat komið í veg fyrir, að höggmyndirnar yrðu gerðar samkvæmt áætlunum hans. Að lokum fór svo, að hin stöðuga ofsókn og úthúðun, sem hann Varð fyrir sem myndhöggvari, sem og ótti hans um það að verk sín á vinnustofunni yrðu eyði- lögð, ef hann félli frá (hann hafði þá fengið hjartaáfall einu sinni), neyddu hann til að taka mikilvæga ákvörðun. Upp frá því beindi hann allri sinni feikilegu orku að grafískri myndlist — koparstungum, teikningum o.s.frv. Á síðustu tíu árum hefur hann skapað þúsundir slíkra verka. Hugsýnir hins skyggna listamanns — sem nú er með öllu laus við hin hefðbundnu höft — birtast í þessum mynd- um á áhrifamikinn hátt, en við- fangsefnin eru fyrst og fremst þjáningar nútimans og vonir. Myndaflokkur tvö hundruð eirstungna, sem ber heitið ,,Ör- Iög mannsins“, er samkvæmt öllum listrænum mælikvörðum eitt mesta grafík-listaverk vorra tíma, sambærilegt við „Miserere" eftir Rouault eða eirstungur Picassos um við- fangsefnið „Guernica". Fyrsta meiri háttar sýning á grafík-myndum Neiswestnyjs var haldin í París 1970 f Musée de l’Art Moderne. í april 1975 var hún sett upp í New Yorker Cultural Center. Þá er sýning Ernst Neiswestnyj Akall vegna sovézka list- málarans Neiswestnyj ráðgerð í Amsterdamer Stede- lijk-Museum í byrjun árs 1976. I Moskvu hefur verið úrskurð- að, að öll verk hans frá síðustu tíu árum séu einkamál: Þau má hvorki sýna opinberlega, né má heldur dreifa þeim eða fjalla um þau. Þeim er heldur ekki hægt að dreifa á leynilegan hátt eins og bókmenntaverkum. Hvað eftir annað hefur Neiswestnyj sótt um vegabréfs- áritun til útlanda til þess að þiggja þau boð, sem honum hafa borizt að utan um að sjá verk annarra listamanna og til að taka þátt — í fyrsta skipti á ævi sinni — í umræðum um sín eigin verk. Fimmtíu sinnum hefur þessum umsóknum verið látið ósvarað eða þeim hafnað. Sú launung, sem á áðurnefndan hátt Hefur verið Iögð á verk hans, stefnir að innilokun hug- myndaflugs hans og sköpunar- máttar. Hann er þvingaður til að vera eins og maður, sem fer einförum og á ekki samleið með venjulegu fólki — eins og hann væri ekki með öllum mjalla — eins og til þess að menn gefisL smám saman upp á því að ná sambandi við hann. I marz síðastliðnum sótti Neiswestnyj ekki um vega- bréfsáritun til útlanda heldur um leyfi til að flytjast úr landi. Hann kallaði útlenda blaða- menn á fund og skýrði þeim frá því að hann gæti ekki þroskað hæfileika sfna sem listamaður í stöðugri einangrun. Hann vildi ekki yfirgefa Sovétríkin. Hann hefði ekki í hyggju að eiga í pólitískum deilum við land sitt frá útlöndum. Hann væri til- neyddur að reyna að flytjast úr landi til að geta haldið áfram ævistarfi sínu. Því og engu öðru myndi hann helga alla krafta sína, það sem eftir væri ævinnar. 7. júlí var honum neitað um vegabréfsáritun. Yfirvöldin rökstuddu neitunina með því, að kona hans, sem hann hefur ekki búið með í tuttugu ár, myndi ekki fara utan með honum: Umsókn hans um leyfi til að flytjast til útlanda væri nokkurs konar hjúskaparbrot. Siðan hefur kona hans boðizt til að hjálpa honum með því að veita honum skilnað. En auð- vitað eru slíkar „skýringar" átyllur einar. Þegar ein er orðin ónýt, er önnur fundin upp. Þegar Neiswestnyj var á ferð fyrir utan Moskvu síðastliðið sumar, varð hann fyrir dular- fullri árás. Sem betur fer slapp hann ómeiddur, en ýmislegt bendir til þess, að atburðurinn hafi átt að vera honum viðvör- un og koma honum til þess að snúa aftur í sfna einangrun. Auk þess hafa vinnuherbergi hans — vinnustofa og annað herbergi, er hann notaði — verið frá honum tekin. Ég skrifa þetta nú til að skir- skota til vesturevrópskra lista- manna, menntamanna og menntastofnana: Beitið áhrif- um ykkar til þess að mikilhæf- ur evrópskur listamaður fái að halda áfram ævistarfi sínu. Annaðhvort með formlegum mötmælum við sendiráð Sovét- ríkjanna eða með opinberri gagnrýni, boðum, sýningum og svo framvegis og sýna á þann hátt, að þið metið verk Neiswestnyjs og hafið trú á honum. Það sem hann hefur skapað í einangrun sinni, er framúrskarandi, eins og sýningar og birting mynda hefur sannað. En þessari list- sköpun, þessum afrekum er lokið um sinn. Hann mun engu fá áorkað framar, ef honum verður varnað samneytis við aðra listamenn, neitað um fararleyfi, eins og gert hefur verið undanfarin tuttugu ár. Verði honum enn á ný neitað, telur hann sjálfur, að lista- mannsferli sínum sé lokið. Og ef svo fer, mun menningarlífið í Sovétríkjunum og annars staðar í Evrópu hafa mikils misst að fullu og öllu. John Berger. (—svá — þýddi úr Die Zeit.) Höfundurinn, John Berger, er list- málari, listgagnrýnandi og rithöfundur, fæddur í London 1926. Árið 1969 gaf hann út bók í Englandi um Ernst Neiswestnyj, „List og bylting“. Þá hefur hann meðal annars skrifað bók um Picasso. — svá— flugelðamrkaiur tll stj/rktarlíknarmálum Mitiö úmlafflugeldum ug blysum Sölustoður: BYEGINEAVÖRUR H. F. ÍRMÚU18 Kimnistiúliliurnir ESJA ug HEKIA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.