Morgunblaðið - 28.12.1975, Side 11

Morgunblaðið - 28.12.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975 11 Virkjaðvatnsafl á Vestfjörðum jókst um 250% Mjólká II Stöðvarhús Mjólkár II NVJA Mjólkárvirkjunin eða „Mjólká 11“ eins og hún er nefnd tók til starfa s.l. sunnudag. Með tilkomu þessarar virkjunar evkst virkjað vatnsafl á Vestfjörðum um 250% eða úr 3900 kw I 9600 kw. Stöðvarhús nýju virkjunar- innar er sambyggt fyrri Mjólkár- virkjun. Virkjunin nýtir fallorku vatna á hálendi Vestfjarða, f um 500 metra hæð yfir sjávarmáli, en miðlunarmannvirki hafa verið byggð við 3 vötn þar, Langavatn, Hólmavatn og Tangavatn. Frá Langavatni liggur um 3800 metra löng þrýstivatnspfpa úr stáli niður að stöðvarhúsi við sjáva. mál, og er fallhæð þessarar nýju virkjunar sú mesta, sem nýtt hefur verið hér á landi. Þegar tekið er tillit til annarra vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum, Fossár við Bolungarvík, Engidals og Nónhorns við Isafjörð, sem eru samtals með um 1500 kw vélaafl-, þýðir hin nýja virkjun, Mjólká II, aukningu virkjaðs vatnsafls á Vestfjörðum úr 3900 kw í 9600 kw eða um nær 250%. Á Vestfjörðum er erfiðara um rafvæðingu en í öðrum landshlut- um, vegna veðurfars, línu- bygginga yfir há og brött fjöll og sæstrengslagna yfir djúpa firði. Af þeim sökum er óhjákvæmi- legt að hafa varastöðvar, dísil- stöðvar, á nær öllum fjörðum. Slíkar dísilstöðvar eru nú á 9 stöðum á hinu samtengda svæði frá Flíkalundi við Vatns- fjörð til Súðavíkur við ísa- fjarðardjúp. Vélaafl þessara vara- stöðva er nú um 5.400 kw, þar af um 2.200 kw sunnan Arnar- fjarðar til öryggis fyrir Bíldudal, Sveinssyri, Pateksfjörð og Barða- ströndina, vegna bilana, sem kynnu að verða á sæstreng yfir Arnarfjörð. Mesta álagsnotkun á þessu suðursvæði er nú um 1900 kw og er þvf byggðin þar betur búin varaafli en yfirleitt tíðkast. Raforkunotkun á Vestfjörðum var á árinu 1974 um 30 milljón kwst. Með tilkomu Mjólkár II verður framleiðslugeta vatnsaflsvirkjana á svæðinu um 46 milljón kwst á ári. Aætlað er að aukning raforku- notkunar á Vestfjörðum verði mjög ör á næstu árum. Rafmagns- veitunum er því ljóst að brýna nauðsyn ber til aukinnar orkuöfl- unar á allra næstu árúm. Nú þegar er ákveðið að auka orkuvinnslugetu Mjólkár I þegar á næsta ári, með svonefndri Hofs- árveitu og eykst þá vinnslugetan um 7 milljón kwst á ári og verður í heild um 53 millj. kwst. Kostn- aður Hofsárveitu er áætlaður um 150 millj. kr. Áætlanir sýna þó að þetta ár- iega vinnslumagn verður fullnýtt á árinu 1978. Á þvf ári verður því önnur og aukin orkuöflun að koma til, ef ekki á að verða nauðsynlegt að grípa til vara- stöðvanna, dísilstöðvanna, til stöðugrar vinnslu. Rafmagnsveiturnar hafa gert áætlanir um aukið vatnsafl inn á svæðið og koma þá tveir valkostir til greina, eða báðir þeirra f hæfi- legri tímaröð. Annars vegar er það virkjun Fjallfoss í Dynjandisá, en þar er um 8300 kw virkjun að ræða og 53 milij. kwst vinnslugetu á ári. All ýtarleg áætlun hefur verið gerð um þá virkjun, og þar gætt i ríkum mæli náttúruverndar- sjónarmiða. Kostnaður þeirrar virkjunar er áætlaður 1500 millj.kr. og vinnslukostnaður, miðað við fulla nýtingu um kr. 3,70 á kwst. Hinn valkosturinn er tenging Vestfjarðakerfisins við Norður- línu, við Hrútafjörð, en þar með væru Vestfirðirnir komnir í sam- band við hinar stóru virkjanir sunnan- og norðanlands. Orku- öflun væri hér ótakmörkuð, miðað við fyrirsjáanlega notkun á Vestfjörðum, en stofnkostnaður slíkrar tengingar áætlast 1450 milljón kr. Verð orkunnar, kominnar til Vestfjarðfi, er sam- sett af vinnslukostnaði virkjana, sem tengjast Norðurlínu, svo og flutningskostnaði. Flutnings- kostnaður er háður magni þeirrar orku sem flutt yrði til Vestfjarða, en ef miðað er við vinnslugetu Dynjandisvirkjunar þá má laus- lega áætla að kostnaður verði til flutnings kr. 3.50 og til orkukaupa um kr. 2.80 eða samtals um kr. 6.30 hver kwst. Af þessu verður ljóst að það er fjárhagslega hagkvæmast að taka virkjun innan héraðs, á stærð við Dynjandiárvirkjun, í fyrsta áfanga, og fresta tengingu við Norðurlínu þar til raforkumark- aður á Vestfjörðum hefur aukist verulega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.