Morgunblaðið - 28.12.1975, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975
+
FRÍÐA PROPPÉ
lyfsali
andaðist i sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 23 desember
Laura Proppé,
Carla Proppé,
Gunnar Proppé,
Ástráður Proppé,
Jóhannes Proppé,
Guðmunda Gisladóttir.
Maðurinn minn og stjúpi
JÓN ÁGÚST SIGURÐSSON.
fyrrverandi póstmeður,
frá Stóru Ásgeirsá,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 29 desember kl 1 30
Þeim, sem vilja minnast hans er bent á Elliheimilið Grund
Gyða Friðriksdóttir og dætur.
+
Utför
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR.
Skipagerði,
Vestur Landeyjum,
fer fram frá Akureyjarkirkju þriðjudaginn 30 desember kl 14
Guðleif Gunnarsdóttir,
böm, fósturdóttir og tengdabörn.
+
Utför
GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR,
frá Galtafelli.
fer fram frá Dómkirkjunni 30 þ m kl 10 30
Hrepphólum samdægurs
Jarðsett verður i
Gróa Torfhildur og Henrik Sv. Björnsson
og barnabörn.
Una Kjartansdóttir.
+
Sonur minn og bróðir okkar
ÓLAFUR G. JÓNSSON
Grenimel 24
verður jarðsungmn frá Dómkirkjunni mánudaginn 29 des. kl 3.
Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er bent á
Krabbamemsfélaqið _ , _ .
Margrét Gunnarsdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir
Kristín Jónsdóttir.
+
Faðir okkar,
GUÐNI SIGURBJARNASON
Kambsveg 23,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 29 desen-
10 30 „..
Bornin.
iber kl
+
Uppeldisbróðir minn
PÉTUR PÉTURSSON
stýrimaður
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30 des kl 1 0 30
Fyrir hönd vandamanna
Sigriður Vilhjálmsdóttir
+
Móðir okkar
MAGNEA EINARSDÓTTIR
frá Bræðratungu
Stokkseyri,
verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju, mánudaginn 29 desember kl.
2 Börnin
+
Þökkum samúð við andlát og útför sonar okkar
HARALDAR EIRÍKSSON
Snekkjuvog 1 2
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á Grensásdeild
Borgarspítalans
Marla Haraldsdóttir
Eiríkur Gíslason
Jón B. Hjálmars-
son —Minning
Fundum okkar Jóns Hjálmars-
sonar bar ekki saman fyrr en við
vorum báðir nærri fertugir. Við
höfðum heillast af golfíþróttinni,
vorum byrjendur hjá Golfklúbbi
Reykjavíkur á sama tíma og háð-
um eftir það marga keppnina,
enda var getan löngum svipuð hjá
báðum. Ég á margar ánægjulegar
endurminningar um samveru-
stundirnar í golfinu; þar var Jón
glaðbeittastur allra, ævinlega
hress og upplífgandi og bjartsýnn
á að sigra. Þannig var Jón í öllum
sínum lífsmáta; hann var
bardagamaður í bezta skilningi
þess orðs, hafði yndi af að takast á
við erfiðleika og sigrast á þeim. A
leikrænan hátt fann hann útrás
fyrir þessa þörf f golfinu og
eignaðist þar marga góða vini,
sem vel kunnu að meta hressilegt
viðmót haníf og drengskap. Jón
reyndist sannur félagsmaður;
hann lagði fram mikið sjálfboða-
starf og hljóp fjárhagslega undir
bagga með félagsskapnum, þegar
mikið lá við. Um hálfvelgju var
ekki að ræða; Jón var ævinlega
heils hugar í öllu því, sem hann
tók sér fyrir hendur og þeir sem
nutu hjálpar hans, áttu von á mik-
illi liðveizlu.
Eftir þvi sem árin liðu, urðu
samverustundir okkar fleiri og
stundum var komið saman til að
ræða ýmis konar áhugamál, sem
við áttum sameiginleg. Ekki var
það sfzt i sambandi við myndlist,
en Jón var fagurkeri í eðli sinu og
hafði yndi af myndum. í nokkur
skipti fórum við saman á suð-
rænar slóðir í litlum en samstillt-
um hópi, sem mun sáran finna til
þess, að gott orð vantar í sálminn,
næst þegar verður farið.
Við fórum venjulega eitthvað
þangað, sem hægt var að leika
golf í nálægð pálmatré, hvítan
sand og blátt haf. Það voru góðar
stundir, fjarri daglegu amstri og
áh.vggjum og einn félagi okkar
komst svo að orði á einum stað,
þar sem fegurðin ríkir ein, að
þannig hlyti himnaríki að vera.
Að loknum leik á slíkum stað var
gott að setjast niður yfir einum
bjór í forsælu og ræða málin.
Venjulega varð Jón dökkbrúnn
um leið og hann kom í sólina og
við sögðum þá í gamni, að nú væri
Fransarinn að koma upp í honum.
Faðir Jóns, Hjálmar Diego á
Steinhólum við Kleppsveg, var
franskur í föðurætt, svo þetta var
ekki alveg út í bláinn.A slíkum
stundum kom upp á yfirborðið
rómantískur, finn og þýður
strengur hjá Jóni, sem minna bar
á í daglegu amstri.
Allt þetta verður hugsætt nú,
þegar Jón Hjálmarsson er ekki
lengur á meðal okkar. Allt í einu
er hann horfinn af sjónarsviðinu;
einn morgun í svartasta
skammdeginu var maður vakinn
með þeim tíðindum, að Jón sé
farinn. Og aldrei varð
skammdegið svartara en þá. A
slíkum stundum skilur maður,
hvað bilið er mjótt milli lífs og
dauða og að enginn veit, hver
annan grefur.
Jón Hjálmarsson lærði prentiðn
á sfnum tíma í Gutenberg, en
eignaðist síðar eigið fyrirtæki í
Otfaraskreytlngar
blémoucil
Groðurhúsið v/Sigtun simi 36770
prentiðnaðinum, Prentsmiðju
Jóns Helgasonar, og rak hana með
mikilli drift. Eg vissi, að það voru
oft erfiðleikar, sem steðjuðu að
hjá Jóni á þeim árum, en hann
sigraðist á þeim öllum og byggði
stórhýsi yfir fyrirtækið við Síðu-
múla. Það lætur nærri, að upp-
gangsfyrirtæki hneppi eigendur
sína í þrældóm og það fann Jón
afskaplega vel. Þess vegna tók
hann þvi fegins hendi haustið
1973, þegar rfkið bauðst til þess
að kaupa fyrirtækið vegna stækk-
unar á Gutenberg. Jón vann þar
samt áfram; hann var prent-
smiðjustjóri og sá um umfangs-
miklar breytingar á húsnæðinu.
Alagið, sem hann hafði af rekstri
eigin fyrirtækis, var ekki lengur
fyrir hendi. En samt fór sem fór
og þetta er raunar ekkert eins-
dæmi; svo virðist sem hjartasjúk-
dómar seilist sífellt í raðir yngri
og yngri manna.
Jón Bergmann Hjálmarsson var
vestfirzkrar ættar. Móðir hans,
Halldóra Sigurðardóttir, var að
vestan og faðir hans, sem ég gat
um áður, var vestfirzkur i móður-
ætt. Jón var fæddur f Reykjavík
15. september 1927 og var 48 ára
gamall. Jón kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Laufeyju Karlsdóttur
árið 1948 og varð þeim þriggja
barna auðið. Elzt er Aðalheiður,
27 ára og nú gift, en Hjálmar, sem
er 22 ára, og Sigriður Erla, sem er
19 ára, hafa bæði verið í föðurhús-
um.
Laufey og Jón voru samhentari
en gengur og gerist um hjón; þau
kappkostuðu að vera sem mest
saman og Laufey tók eins og Jón
þátt í margvíslegum störfum fyrir
Golfklúbb Reykjavíkur og mjög
oft léku þau hjónin saman golf.
Þegar sambandi hjóna er á þann
veg háttað, verða viðbrigðin meiri
og sárari. Óhjákvæmilega mynd-
ast tómarúm, sem aðeins tíminn
getur fyllt. Þessum minningar-
orðum um Jón vin minn fylgja
einlægar samúðarkveðjur til
Laufeyjar og barnanna frá okkur
hjónum og hópnum, sem batzt
þeim traustum böndum og saknar
nú vinar f stað.
Gfsli Sigurðsson.
Minning:
Guðni Sigurbjarnason
málmsteypumaður
Fæddur 8. nóvember 1902.
Dáinn 18. desember 1975.
Hin langa þraul cr liðin
nú loksins hlaustu friúinn
ok allt cr orðið rútt
nú sa*ll cr sifíur unninn
og sólin björt upp runnin
á hak við dinima dauðans nótt.
(V. Brlcm)
Afi fæddist í Reykjavík, sonur
hjónanna Sigurbjarna Guðna-
sonar vélstjóra og Sigríðar Krist-
insdóttur. 16 ára og elstur sjö
systkina missti hann föður sinn
og 6 árum síðar dó móðir hans.
Það er ekki auðvelt fyrir okkar
kynslóð í dag að skilja hversu
erfitt hefur verið fyrir afa að
missa foreldra sína ungur og sjá
systkinahópnum tvístrað, þá voru
ekki tryggingar og alls konar
styrkir. Ekki var um annað að
ræða en að vinna. Hann byrjaði
að læra málmsteypu 14 ára gamall
og vann hjá sama fyrirtæki allt
sitt líf.
Afi hafði mikla meðfædda hæfi-
leika til hljómlistarstarfa og spil-
aði oft á harmónikku fyrir dansi
langt fram á morgun.
14. febr. 1931 kvæntist hann
Elísabetu Gísladóttur frá Viðey.
Þau áttu fimm börn og eru þau öll
á lífi: Sigurbjarna, Sigríði og Þor-
stein sem búsett eru í Reykjavík
og Elísabetu og Gísla sem búsett
eru á Neskaupstað.
Enn koma dimmir dagar. 14.
febrúar 1965 missti hann ömmu
mjög snögglega. Þá voru erfiðir
tímar hjá afa en hann var dulur á
sorgir sínar. Afi var mikill
náttúruunnandi og taldi það ekki
eftir sér að hjóla til Þingvalla
eftir vinnu. Hann fór yfirleitt
allar sínar ferðir á hjóli meðan
kraftar og heilsa entust. Við
barnabörnin eigum margar góðar
og skemmtilegar minningar um
afa! Margar voru sögurnar sem
afi sagði, okkur til ánægju og
fróðleiks. Alltaf minnumst við
þess að gott var að leita til afa í
vandræðum okkar í sambandi við
hjól okkar krakkanna og leysti
hann þau vandamál strax.
Mikið verður tómlegt um jólin
að heyra hann ekki spila jólalögin
og sálmana á nikkuna sína.
Hinsta kveðja frá barnabörnum
Elísabetu Gfsladóttur
Guðna Sigurbjarnarsyni.
+ Útför sonar okkar, föður, bróður og mágs
ÞÓRARINS ÞORSTEINSSONAR
Vallarbraut 10,
Seltjarnarnesi,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30 desember kl. 3 e h
Ásthildur Kristjðnsdóttir, Þorsteinn Halldórsson
Hrönn Þórarinsdóttir
Halldór B. Þorsteinsson, Steinunn Guðbjartsdóttir
Benedikt Þorsteinsson, Anna Albertsdóttir
Steinþór Þorsteinsson, Elísabet Brynjólfsdóttir,
Jónína Þorsteinsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir.
+
Elskulegur sonur okkar og bróðir
HALLGRÍMUR INDRIÐASON
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 30 desember kl 3.
Ingunn og Indriði Nielsson
Hans Indriðason
Níels Indriðason
Indriði Indriðason
Gunnar Indriðason
Ragnheiður Indriðadóttir
Erla Einarsdóttir
Guðlaug Ástmundsdóttir
Anna Toft
Hildur Þorvaldsdóttir
Kristinn Karlsson -
+
Þökkum alla samúð við fráfall
KRISTJÁNS
GEIRMUNDSSONAR
Grettisgötu 32 B
Eiginkona. börn,
tengdabörn og
barnabörn.