Morgunblaðið - 28.12.1975, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975
„ Og nœstur er."
„Randian
handleggjalausi.
Cr kvikm.vnd-
inni „Freaks“ „Robert Earl Hughes, 25 ára gamall. Ferlíki, sem vó 324
1932.“ kíló.“
„Lionel, Ljónmaðurinn. Var sýningarstjarna um sfðustu
aldamót."
Enska orðið „freak“ merkir
duttlungur, uppátæki, (kynleg)
hugmynd. I vissri merkingu,
nánar tiltekið „freak of nature",
eiginl. duttlungar náttúrunnar,
táknar það afskræmi manns, dýrs
eða plöntu. Það er kynleg tvíræð
merking að láta afskræmi og
óskapnað gerast fyrir duttlunga
náttúrunnar.
Hinar vansköpuðu manneskjur,
sem forðum daga voru kynntar
sem mannlegar ófreskjur og við-
undur á hinum árlegu mörkuðum
og sirkusum, eru nú löngu
gleymdar — að ósekju, því að
enda þótt þær væru á sínum tima
ekkert annað en hégómlegir
sýningargripir gegn aðgangseyri,
verður þvi ekki á móti mælt, að
mannleg forynja og ófreskja
snertir skoðandann á sama hátt
og hinar hræðilegu furðumyndir í
skáldskap og myndlist —
skrímsli, ferlíki og svo framvegis.
En hvað sjá menn svo í mann-
legri ófreskju? Eitt er víst: Við
getum ekki fengið að sjá þær
lengur á sama hátt og áhorfend-
urnir forðum daga, því að þær
hafa horfið af hinu opinbera
sjónarsviði. Þau áhrif, sem ásýnd
þeirra hafði í andrúmslofti
skemmtistaðanna, sirkusanna og
sýningarskálanna, verða ekki
endurvakin.
Hinir listrænu hæfileikar
þeirra og öll látbrögð og fram-
koma og yfirleitt áhrifin af hinum
afbrigðilegu líkamseinkennum
þeirra verða ekki skynjuð né
skilin nema á staðnum. Myndir og
textar eru aðeins daufar og
ógreinilegar eftirlíkingar.
Hin lifandi afskræmi og við-
undur tiiheyrðu „flökkuþjóðinni"
sem sýningargripir. Og frá
miðöldum fram á 19. öld hafa
sýningarnar á þeim varla breytzt
neitt. Sérstaklega sóttu flökku-
hóparnir til þeirra borga, sem
héldu árlega meiri háttar markaði
og kaupsteínur, því að þar voru
leyfðar lengri dvalir og þar var
von flestra áhorfenda.
Varðandi Bartholomeusar-
markaðinn í London, sem senni-
lega er elzti árlegi markaðurinn,
en til hans var stofnað á 12. öld, er
þó fyrst minnzt á slíkar sýningar
á 17. öld. En í Þýzkalandi var
kaupstefnan i Leibzig, sem tekið
var að halda á 16. öld, um langan
aldur frægasti vettvangur þess
háttar sýninga. Októberhátíðin í
Múnchen hófst ekki fyrr en 1810
og aðrar frægar hátíðir og kaup-
stefnur síðar.
Fyrsti skemmtigarðurinn, sem
var opinn allt árið, var Wiener
Prater, stofnaður 1766 — leikvöll-
ur manna og dýra, vettvangur
furðufyrirbæra og auðvitað
sýninga á ófreskjum og ósköpnuð-
um, en til þess háttar sýninga
hafði fram að því ekki verið tekið
neitt tillit f menningarsögum. En
nú hefur Hans Scheugl gefið út
safn Felix Adonos (Verlag M.
DMont Schauberg) í ritverki, sem
gefur nýja innsýn í lif og þjóð-
félagsaðstöðu þeirra, sem þóttu
vera á mörkum þess að vera
mennskir.
Cr „Well am Sonntag".
— svá — þýddi.
„Lloyd Skelton. Humar-
maðurinn. 75 beinbrot.“
„Peter Spanner, Augsburg,
1875. Húðina á hálsinum
setti hann yfir höfuðið.44
„Ekkjan Dimanche. Ennishornið
var ekki skorið af henni, fyrr en
hún var 84 ára.“
Á hinum árlegu
mörkuðum um alda-
raðir var margt gert til
að vekja forvitni og
furðu fólks, en sérstaka
athygli vöktu ávallt þær
manneskjur, sem hafð-
ar voru til sýnis eða
komu fram á sýningum
og kalla mátti af-
skræmi, ófreskjur, for-
ynjur, óskapnaði, við-
undur. Og þótt kynlegt
kunni að virðast, fær
vart nokkur varizt ein-
kennilegri aðdáun,
þegar hann skoðar hið
mannlega skrfpasafn,
sem getur að Ifta f nýút-
kominni þýzkri bók.
„Lazaro Colleredo, Genúa, 1617. Viti
firrtur snfkjubróðir.“