Morgunblaðið - 28.12.1975, Qupperneq 28
AUGLÝSINÍÍASÍMINN ER:
22480
SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1975
AUCLÝSLNGASÍMINN ER:
22480
JMorjjunlititfrib
Togararnir héldu
sjó vegna veðurs
— tíðindalaust á miðum brezkra togara yfir jólin
JÓL 1 REYKJAVlKURHÖFN.
hátfðarnar.
— Ljósm.: Sv. Þorm.
— Varðskipin Óðinn og Ægir voru inni um
SEGJA má að á miðunum fyrir
austan land hafi vfir jólahátfðina
verið eins konar óopinhert vopna-
hlé, a.m.k. gerðist fátt, sem frétt-
næmt getur talizt. A annan f jól-
um, er varðskipið Týr var á leið
út til togaraflotans, flaug
Nimrod-njósnaþota frá brezka
flughernum yfir varðskipið og
skömmu síðar kom freigáta á
vettvang, sem varnaði varð-
skipinu að komast að flotanum.
Þá fékk aðstoðarskipið Hausa
levfi til þess að fara f var við
Seyðisfjörð með Grimsbvtogar-
ann Volesus GY 188, en um borð f
togaranum var slasaður maður,
sem komast þurfti undir læknis-
hendur um borð í aðstoðarskip-
inu.
Á miðunum í gær voru tvær
freigátur, Andromeda og
Lowestoft, en þriðja freigátan var
á leið til landsins og er væntanleg
á miðin í dag eða á morgun. Er
það freigátan Gurkha, sem hér
var á fslandsmiðum í síðasta
þorkastríði. Lloydsman er enn á
miðunum, en Euroman mun hafa
haldið heim á annan í jólum og
einnig mun Miranda vera á
förum. f stað Miröndu mun
Othello koma og er skipið væntan-
legt á miðin einhvern næstu daga,
að þvi er fréttaritari Mbl. í Hull,
Mike Smartt, skýrði Mbl. frá.
Á jóladag munaði minnstu að
stórslys yrði á miðunum. Tveir
menn voru þá að fara á milli
freigátunnar Andromedu og
Hausa á gúmbáti, er utanborðsvél
bátsins bilaði og skömmu síðar
hvolfdi honum og mennirnir, sem
voru með björgunarvesti, fóru
báðir í sjóinn. Annar gúmbátur
var þegar mannaður frá freigát-
unni og eftir um 15 mínútur náð-
ust mennirnir úr sjónum. Voru
þeir þá meðvitundarlausir, en
þeir hjornuðu við, er gerðar
höfðu verið á þeim lífgunartil-
raunir. Mennirnir, George
McHague og Alan Welburn, 42ja
ára og 21 árs, náðu sér fljótt eftir
volkið, en þeir eru báðir skip-
verjar á Hausa.
I fyrradag voru 29 brezkir
togarar að veiðum við landið aust-
ur af Glettinganesi og tveir
Framhald á bls. 27
Jarðeldimim 1 Leir-
hnúk virðist nú lokið
— Skjálftavirknin óbreytt og því engu unnt að spá um framhald eldsumbrota
Janúar-
fiskverð
fyrir
áramót
YFIRNEFNI) Verðlagsráðs
sjávarútvegsins hefur undan-
farna daga fjallað um fiskverð
fyrir janúarmánuð. Sem kunn-
ugt er hafa allir aðilar sam-
þykkt að janúar verði sérstakt
fiskverðstímabil, en breyting-
ar á útflutningsgjöldum eiga
að koma til framkvæmda 1.
febrúar n.k.
Morgunblaðið aflaði sér
þeirra upplýsinga f gær, að
stefnt væri að þvf að janúar-
fiskverðið yrði tilbúið fyrir
áramót og mestar Ifkur væru á
að það tækist. Hins vegar
hefur ekki frétzt hverjar verða
helztu breytingar á verðinu
frá þvf sem nú er.
SKJÁLFTAVIRKNI í Keldu-
hverfi og í Axarfirði er enn
óbreytt, þótt dregið hafi nokkuð
úr þeim jarðhræringum, sem fólk
verður vart við. Jarðeldurinn f
Leirhnúk er nú að mestu búinn
og er þar aðeins sem um hvera-
svæði væri að ræða. Páll Einars-
son, jarðeðlisfræðingur hjá Raun-
vísindastofnun Háskólans, sagði í
viðtali við Mbl., að gosinu væri
BROTIZT var inn f biðskýlið
Strandgötu 50 í Hafnarfirði
aðfararnótt aðfangadagsins. Rúða
var brotin á suðurhlið og þar
komust þjófarnir inn. Voru þeir
ekKert að tvfnóna við hlutina
heldur höfðu á brott með sér
allan tóbakslagerinn, 120—130
lengjur af sfgarettum, mikið
lokið sem eldgosi, a.m.k. þessum
hluta þess, en á meðan jarð-
skjálftavirknin væri enn, væri
engu hægt að spá, gosið gæti tekið
sig upp aftur í Leirhnúk eða
annars staðar óg það gæti jafnvel
eins lognazt út að fullu.
Fréttaritari Morgunblaðsins á
Húsavík sagði í viðtali við blaðið f
gær, að þar hefði verið friðsælt
um jólin, að öðru leyti en því, að
magn vindla og reyktóbaks. Auk
þess höfðu þeir á brott með sér
eitthvað af pfpum og fleira dóti.
Tóbakslagerinn er að söluverð-
mæti um 300 þúsund krónur.
Rannsóknarlögreglan í Hafnar-
firði hefur í haldi menn sem
grunaðir eru um þjófnaðinn, og
hefur hluti af þýfinu fundizt.
nokkrir snarpir jarðskjálftakipp-
ir hefðu fundizt, en þó hefði
enginn verið eins snarpur og sá
sem fannst aðfararnótt sunnu-
dagsins. Haustið 1974 var komið
fyrir jarðskjálftamæli, sem sýnir
allar hreyfingar á jarðskorpunni,
sem menn verða ekki varir við.
Samkvæmt upplýsingum Hjartar
Tryggvasonar, sem sér um jarð-
skjálftamælinn, hafa mælzt hér
síðastliðinn hálfan sólarhring 10
kippir, 3 til 4 stig, en almennt
hafa menn ekki merkt þá, nema
þá helzt á því að skraut á jóla-
trjám hefur aðeins komizt á
hreyfingu. Veður hefur verið hið
fegursta á Húsavík um jólin, þar
til i fyrrinótt, að sneri til norð-
vestanáttar með stinningskalda
og éljagangi.
Samkvæmt upplýsingum Jóns
Illugasonar, hreppsstjóra í Mý-
vatnssveit, bendir ýmislegt til
þess að um frekari grynningu Mý-
vatns sé að ræða. Eins og áður var
skýrt frá grynnkaði vatnið við
Reykjahlíð og Voga um eina 8 sm.
Jón sagðist ekki hafa fengið stað-
fest af vísindamönnum hver skýr-
ingin á grynningunni væri, en
mælingar víðs vegar um vatnið
Stálu tóbaki
fyrir 300 þús.
Stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja:
Hagkvæmni hitaveitu frá Trölla-
dyngjusvæði könnuð á næstunni
„ÞETTA eru vissulega
stórglæsileg gjöf hjá þeim
Sæmundi og Þorvaldi og
við munum á næstu dögum
afla upplýsinga um
svæðið og síðan láta reikna
út hagkvæmni hitaveitu
frá þessum stað til byggða
á Suðurnesjum með
samanburði við Svartsengi
og Eldvörp,“ sagði Jóhann
Einvarðsson bæjarstjóri í
Keflavík og stjórnarfor-
maður Hitaveitu Suður-
nesja í samtali við Morgun-
hlaðið í gær.
Eins og fram kom í Mbl. á að-
fangadag, hafa þeir Sæmundur
Þórðarson á Stóru-Vatnsleysu og
Þorvaldur Guðmundsson á Minni-
Vatnsleysu ákveðið að gefa Vatns-
leysustrandarhreppi jarðhita
jarða sinna til nýtingar fyrir hita-
veitu án endurgjalds. Að sögn
Guðmundar Pálmasonar hjá
Orkustofnun er þarna um að ræða
vestasta hluta af Krfsuvfkursvæð-
inu eða nánar tiltekið TröIIa-
dyngjusvæði. Að sögn Guð-
mundar er þetta mikið jarð-
hitasvæði sem á að duga vel
fyrir hitaveitu fyrir öll Suðurnes.
Orkustofnun hefur kannað þetta
svæði allvel niður á 1000 metra
dýpi og kortlagt það og er á næstu
dögum væntanleg skýrsla um
svæðið. Sagði Guðmundur að
áherzla vrði lögð á það að bora á
næstunni með stórum bor á svæð-
inu allt niður á 2000 metra dýpi
til að fá nánari vitneskju um það.
Jóhann Einvarðsson bæjar-
stjóri sagði við Mbl. að sér skild-
ist að ekki væri hægt að leiða vatn
frá þessum stað beint inn á kerf in
og yrði þvf jarðvarminn notaður
til að hita upp ferskvatn sem
sfðan yrði leitt inn á hitakerfin,
en þetta þyrfti Ifka að gera ef
heita vatnið f Svartsengi yrði
Framhald á bls. 27
kvað hann benda til, að um ris
botnsins væri að ræða fremur en
rennslisbreytingar vatns. Tals-
verðar útlitsbreytingar hafa orðið
á landslagi við vatnið, þar sem
sker hafa myndazt, sem áður voru
á kafi.
Björn Friðfinnsson, forstjóri
Kísiliðjunnar, kvað jarðskjálfta
ekki hafa verið eins greinilega og
fyrir jól. Þó fyndi fólk einn og
einn snarpan skjálfta, en þeim
hefði farið fækkandi. Starfsemi
Kísiliðjunnar h.f. var stöðvuð yfir
Framhald á bls. 27
Sjóréttar-
höld vegna
segulbands-
upptöku
Á aðfangadagsmorgun voru
haldin sjóréttarhöld yfir
áhöfnum tveggja varðskipa f
Reykjavík og í Siglufirði. f
þessum réttarhöldum voru
áhafnir Týs og Þórs látnar
staðfesta, að samtal milli
freigátunnar Brighton og
dráttarbátsins Llovdsman, þar
sem Brighton spurðí m.a.
hvort Þór væri að sökkva,
hefði verið tekin upp á segul-
band um borð f skipunum
þegar atburðurinn f Seyðis-
fjarðarmynni átti sér stað
fyrir röskum tveimur vikum.
Næsti sátta-
fundur 6. jan.
HLÉ hefur verið yfir jólin á við-
ræðum aðila vinnumarkaðarins.
Samkvæmt upplýsingum Björns
Jónssonar, forseta Alþýðusam-
bands Islands, hefur næsti sátt-
fundur verið boðaður hinn 6.
janúar hjá sáttasemjara ríkisins.
Hinn 5. janúar verður fundur í
baknefnd ASÍ um samnjngamál-
in.