Morgunblaðið - 13.01.1976, Side 3

Morgunblaðið - 13.01.1976, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976 3 Frá miðunum um helgina; Frá Magnúsi Finnssyni, blaðamanni Morgunblaðsins, um borð i varðskipinu Þór. FREIGÁTAN Bacchante F-69 gerði alls 27 tilraunir til ásiglingar á verðskipið Þór á bilinu 42—45 sjómilur austur af Gerpi á sunnudag. Aðför freigátunnar að Þór hófst klukkan 13,52 og stóð í u.þ.b. klukkustund. Hriðarmugga var á þessum slóðum, norð-norðaustan 7 vindstig og talsverður sjór með þungri undiröldu. Skall hurð oft nærri hælum en áhöfn Þórs tókst ávallt að forðast árekstur. Hrakti freigátan Þór i þrjá heila hringi og i hverjum hring reyndi varðskipið að stefna að landi, en freigátan reyndi ítrekað að hrekja varðskipið i suður- stefnu til móts við tvær freigátur, sem voru á suður- svæðinu, og dráttarbát. Þá tók dráttarbáturinn States- man þátt i aðförinni. Freigátan réðst i öllum ásiglingartil- raunum sinum að stjórnborðssiðu varðskipsins, en dráttarbáturinn að bakborðshlið þess. Helgi Hallvarðsson skipherra á varðskipinu Þór kvað ástandið á miðunum nú vera orðið þannig, að þar mættu næstum ekki sjást varð- skip án þess að freigáturnar trylltust og lékju þann stórhættulega leik að reyna ásiglingar á varðskipið Sagði Helgi, að hann óttaðist mjög það ástand sem yrði, er loðnuveiðiflotinn kæmi á sömu svæði og brezkir togarar. Loðnuveiðiskipin þyrftu oft að leita aðstoðar varðskipanna ef eitthvað bjátaði á og kvað hann mundi verða erfitt fyrir varðskipin að láta slíka aðstoð í té, ef þeim væri svo til fyrirmunað að sigla um svæð- ið vegna freigátnanna, sem legðu varðskipin í einelti. Þá sagði þriðji stýrimaður á Þór Halldór Gunnlaugsson, að það hefði ekki verið freigátuskipstjórinn sem bjarg- að hefði þvi ástandi, sem varð er Bacchante og Statesman þjörmuðu að Þór, það hefði aðeins verið skip- herra Þórs að þakka, að sú alvarlega staða, sem skapaðist 2 7 sinnum á sunnudag, varð ekki til þess að skipin skyllu saman í stórsjó og hvassviðri Aðfararnótt sunnudagsins létu varðskipin þrjú, sem hér hafa að undanförnu verið að gæzlustörfum, reka á fjörðum, Týr á Loðmundar- firði, Ægir á Reyðarfirði og Þór á Seyðisfirði Snemma um morguninn héldu varðskipin á miðin, Þór og Týr urðu fyrir áreitni freigátna og dráttarbáta en þó varð hinn fyrr- nefndi fyrir mun meiri áreitni. Falmouth fylgdi Tý, en Bacchante Þór Strax og Þór fór út frá Seyðisfirði beið freigátan við 1 2 mílna mörkin. Hún fylgdi varðskipinu frá þvi klukk- an 08 um morguninn en um tals- stöð heyrðist freigátan Falmouth tala við togarann Fyldea, sem sagðist þá nýverið vera búinn að kasta í síðasta sinn i þessari veiði- ferð Freigátan bað togarann um að taka við pósti, sem fara ætti til Bretlands frá áhöfnum flotaskip- anna. Samkvæmt upplýsingum sem varðskipin fengu, voru um 40 togar- ar á miðunum og þar af áttu all- margir að vera um 40 milur úti fyrir Dalatanga Þangað hélt Þór. Ekki sást hver freigátan var sem fylgdi Þór fyrr en hún var komin í um mílu fjarlægð frá varðskipinu. Aður hafði verið fylgzt með skipa- ferðum i ratsjám einum saman. Bacchante kom aldrei nær varðskip- inu en 0,9 sjómílur frá þvi hún fyrst Freigátan kemur öslandi á fullri ferð upp að stjórnborðssíðu Þórs og eins og sjá má á freigátunni er þungt í sjó. Taugastríðið í algleymingi hliðina í of kröppu horni miðað við hraða Þórs, sem þýddi að hann missti marksins og dróst eftir það afturúr skipunum tveimur er áfram héldu að kljást Þessar ásiglingatilraunir freigát- unnar stóðu i tæpa klukkustund og ávallt varðist varðskipið með þvi að beygja i bakborða Alls fór það i vörn sinni i 3 heila hringi og þrisvar kom upp sú staða, að það stefndi til lands Af þeirri stefnu var það jafnan hrakið sem hinum fyrri og virtist sem freigátan vildi knýja varðskipið til þess að sigla i suður, en úr þeirri átt komu freigátur og dráttarbátur. Þegar Statesman var næst varðskip- mu og freigáta reyndi ásiglingu, munaði minnstu i öllum 27 tilraun- unum að skipin skyllu saman, þ e að freigátunni tækist að slá bak- borðshlið skuts sins i siðu Þórs. Freigátan Bacchante hætti loks ásiglingartilraunum sínum klukkan 14,50 en hún fylgdi Þór eftir í 0,5 til 1 milu fjarlægð alveg upp að 1 2 mílunum fyrir ut,an Gerpi. Þess ber að geta hér, að þegar er viðureign skipanna hófst hifðu allir togararnir 1 5 veiðarfæri sin Var þá búizt við að freigátan léti af ásiglmgartilraun- um sinum þar sem ekki var lengur hætta á því að Þór tækist að klippa Þegar svo Ijóst var að togararnir höfðu hift upp veiðarfæri sin, færð- ist freigátan öll í aukana enda mun freigátuherrunum hafa fundizt litils- virðing að þvi að togaraskipstjórarn- ir treystu þeim ekki betur Freigátan Bacchantq hagaði sér nokkuð öðru visi en þær tvær frei- gátur sem nýlega hafa siglt á Þór Tvær hinar fyrri, Andromeda og Leander, gerðu árásir á varðskipið á báða bóga þess og kvikmynd ITN, sem sýnd var i Bretlandi á laugar- dagskvöld, sýndi einmitt árekstur á bakborðshlið varðskipsins. Það vakti þvi athygli allra um borð i Þór, að af þessum 27 ásiglingatilraunum Bacchante var ekki ein einasta á bakborðshlið Þórs. í alþjóðasiglinga- reglum segir ákveðið, að það skip sem nálgast annað skip á bakborðs- hlið hins síðarnefnda skuli vikja, en Framhald á bls. 35 stefnu sinni i átt að 15 togurum austur af Gerpi og var nú siglt i aust-norðaustur og hraði aukinn Var þá svo þétt hrið, að eigi sást milli skipanna Tók það freigátuna um 4 mínútur að gera sér grein fyrir hraða- og stefnubreytingu Þórs i ratsjá Klukkan 13,20 kallaði frei- gátan Bacchante út í loftskeytastöð sina og bað önnur verndarskip um aðstoð, þar sem Þór væri að nálgast 1 5 togara Svar kom frá Statesman, sem sagðist koma á vettvang Fjar- lægð i næsta togara var þá 5,2 mílur en dráttarbáturinn var í 7 milna fjarlægð Freigátan var komin upp að hlið Þórs klukkan 13,52 og þremur minútum síðar beygði hún i kröppu horni inn á stjórnborðsbóg Þórs og þar með hófst fyrsta ásiglingartil- raun freigátunnar af 2 7 Þór beygði á bakborða um 45 gráður, þannig að varðskipið yrði á ný samsíða freigátunni. Jók freigátan þá hrað- ann og var óðara komin aftur i árásarstöðu eða 5 minútum siðar og aftur endurtók sagan sig tveímur mínútum eftir það. Upp úr klukkan 14 var Statesman kominn upp að bakborðshlið Þórs og stefndi hann inn á hana undir talsvert kröppu horni Blaðamaður Morgunblaðsins gat ekki að þvi gert, að talsverðan beyg setti að honum er þarmig var ástatt fyrir Þór Helzt leit ástandið svo út sem Þór hefði þarna gengið í gildru og nú myndu þessi tvö skip kremja varðskipið milli sín Atburðir, sem blaðamaðurinn hafði áður orðið vitni að á miðunum styrktu þennan ótta hans. Varðskipið var þegar þannig stóð á, á norðurstefnu og dráttarbáturinn nálgaðist bakborðs- hlið þess úr suðvestri Áfram hélt freigátan þeirri viðleitni sinni að hóta stjórnborðshlið Þórs og það virtist augljóst að hún var að þröngva varðskipið til að beygja fyrir Statesman. Varðskipið beygði á bak- borða sem áður til að forðast árekst- ur en jafnframt var eins mikill hraði settur á og frekast var unnt Það varð þvi blaðamanninum mikill léttir er Ijóst varð, að stjórnandi States- man hafði komið inn á bakborðs- sást og þar til hún hóf árásaraðgerð- ir sinar Er Þór var kominn alllangt út frá Dalatanga kom i Ijós að þar voru engir togarar og var þvi ályktað eftir að rætt hafði verið við Tý, að togararnir hefðu flutt sig suður á bóginn. Um klukkan 1 1 var beygt á stjórnborða og stefnan tekin beint í suður. Þór tók stefnuna aftur fyrir skut freigátunnar um leið og hann beygði á stjórnborða, svo að eigi gæti hún haldið fram að hann virti eigi siglingareglur. Freigátan beygði þá einnig á stjórn og fór skáhalt fyrir stefnu varðskipsins, en myndaði sið- an sömu afstöðu við varðskipið, hélt sig um 0,9 sjómílur stjórnborðs- megin við Þór. Þótti mönnum á þessari stundu freigátan breyta mjög kurteislega og menn gerðu sér vonir um, að freigátuherrann væri „gentleman ', en þá var ekki vitað að þær vonir voru falsvonir. Þegar hér var komið sögu var Týr 20 milur norðaustur af Hvalbak, Þór var 32 mílur út af Gerpi. Ægir var hins vegar á suðurmörkum veiðisvæðis Bretanna Með Tý voru tvær freigátur og dráttarbátur auk birgðaskips og stefndi Týr i krikann af 1 2 mílun- um norð-vestan Hvalbaks Skipherr- arnir Gunnar Ólafsson og Helgi Hall- varðsson báru saman bækur sinar og talið var ólíklegt að reynt yrði návigi i siglingum svo þungur sem sjór var Gunnar sagði m.a að enn hefði hann ekki orðið fyrir áreitni, hjá honum væru aðeins „gentle- men ". Helgi hvað einnig tvö herskip fylgja sér en annað væri alllangt frá Sagði hann, að þar um borð virtust einnig „real gentlemen'" Um klukkan 1 2,45 tilkynnti siðan Týr að hann væri nú á leið inn fyrir 12 milur, þar sem freigátur gættu hans á báða bóga en dráttarbátur fylgdi fast á eftir Klukkan 1 3 breytti varðskipið Þór Dróttarbáturinn Statesman tók þátt I eftirförinni. kaupstefnur ÍE Ferðamiðstöðin hf. Köln Húsgagnasýning Brottför 21. janúar ★ ★ ★ Domotechnica Búsáhaldasýning (innréttingar, rafmagnstæki) Brottför 1 1. febrúar ★ ★ ★ Tískusýning Brottför 24. febrúar Miinchen Bau 76 Byggingavörusýning Brottför 21. janúar ★ ★ ★ ISPO sportvörusýning Borttför 25. febrúar ★ ★ ★ Mode-Woche-Múnchen Tiskusýning Brottför 27. mars & Aðalstræti 9 simar 28133 og 11 255 Brighton Núrnberg Leikfangasýningar Brottför 30. janúar Birmingham Gjafavörusýning Brottför 31. janúar Brno Salima '76 Matvælasýning Brottför 1 6. febrúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.