Morgunblaðið - 13.01.1976, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1976
Tónleikar
UNGIIR söngvari, Már Magnús-
son, heldur tónleika í Félags-
stofnun stúdenta við Hringbraut
laugardaginn 17. janúar kl. 17.00.
Hann hefur dvalizt undanfarin
ár við söngpám í Vínarborg. Eru
þetta fyrstu sjálfstæðu tónleikar
hans. Á efnisskránni eru verk eft-
ir Scarlatti, Gluck, Giordani,
Beethoven, Schubert, Brahms,
Verdi og íslenzk tónskáld.
Aðgöngumiðar fást í bókabúð-
um Lárusar Blöndals við skóla-
vörðustig og i Vesturveri.
SÍMI37010
Á INNRITUNARTÍMA
INNRITUN á miðsvetrarnámskeið fer fram í skól-
anum, Miðbæ, Háaleitisbraut, kl. 5—7 daglega,
nema laugard. og sunnud. UPPLÝSINGAR veittar
í síma á sama tíma. KENNSLA hefst 27. jan. og
þessu námskeiði lýkur 1. apríl. FYRRI NEM-
ENDUR, sem hyggjast halda áfram, hafi samband
sem allra fyrst til að nota forgangsrétt sinn.
Listaskáldin vondu
LAUGARDAGINN 17. janúar kl.
tvö e.h. flvtur hópur skálda, sem
nefnir sig LISTASKALDIN
VONDU, verk sín í Háskólahfói.
í hópnum eru: ! Birgir Svan —
Guðbergur Bergsson — Hrafn
Gunnlaugsson — Megas — Pétur
Gunnarsson — Sigurður Pálsson
— Steinunn Sigurðardóttir —
Þórarinn Eldjárn.
Kynnir verður Sigurður Karls-
son. Barnagæzla er í fordyri
bíósins. Aðgangseyrir er kr. 250.
Ókeypis fyrir börn og fólk á elli-
launum.
Dagskránni verður að vera
lokið um fjögur þar sem kvik-
myndasýning hefst í húsinu kl. 17
og er því hverjum upplesara
markaður þröngur tími. Dag-
skráin mun því hefjast stundvís-
lega kl. 14 og eru menn beðnir að
mæta tímanlega.
Aðgöngumiðasala er hafin í
Háskólabíói og eru miðar af-
greiddir á venjulegum opnunar-
tíma.
gltarskdli Olafs gatiks
INNRITUN HEFSTI
Heilsugæzlustöð
formlega opnuð
í Borgarnesi
Á LAUGARDAGINN tók form- annaðist raflögn og innanhúss-
lega til starfa Heilsugæzlustöð I
Borgarnesi. Athöfn fór fram í
húsakynnum stöðvarinnar og
hófst kl. 14. Snorri Þorsteinsson
bauð gesti velkomna, Sr Leó Júlí-
usson, prófastur, flutti bæn,
Matthías Bjarnason, heilbrigðis-
og tryggingaráðherra, flutti
ávarp, Friðjón Sveinbjörnsson,
sparisjóðsstjóri, formaður bvgg-
inganefndar, lysti bvggingunni
og rakti sögu framkvæmda, Guð-
mundur Ingimundarson. oddviti,
formaður stjórnar Heilsugæzlu-
stöðvarinnar, veitti húsinu við-
töku og Valgarð Björnsson, lækn-
ir, gerði grein fyrir starfsemi
stöðvarinnar eins og hún er fvrir-
huguð og starfsliði hennar. Ávörp
fluttu Asgeir Pétursson, sýslu-
maður, og Halldór E. Sigurðsson,
landbúnaðar- og samgönguráð-
herra. Frú Soffia Agústsdóttir,
Hvanneyri, formaður kvenfélags-
ins 19. júnf i Andakíls- og Skorra-
dalshreppi, færði stöðinni pen-
ingagjöf frá félaginu til kaupa á
lækningatækjum.
Að athöfn lokinni skoðuðu gest-
ir húsakynni og þágu veitingar í
boði byggingarnefndar og stjórn-
ar stöðvarinnar.
Innkaupastofnun ríkisins bauð
byggingu hússins út um áramótin
1971—1972 og var tekið tilboði
Reynis Ásbergs, rafverktaka,
Borgarnesi. Fyrsta skóflustunga
var tekin 3. maí 1972. Húsið var
uppsteypt í árslok 1972 og frá-
gengið undir innréttingar síðari
hluta árs 1974. Innréttingateikn-
ingar voru tilbúnar í maí 1974 og
voru innréttingar settar upp á ár-
inu 1975 og því lokið i ágúst þ.á.
Enn er þó ókomin lyfta og eftir er
að ganga frá lóð. Húsgögn og
lækningatæki komu síðari hluta
árs 1975. Þó vantar enn röntgen-
tæki, svæfingatæki og ýmis fyrir-
huguð tæki til endurhæfingar.
Læknamóttaka hófst í húsinu
15. október s.l.
Arkitekt hússins er Ragnar
Emilsson, Verkfræðistofa Sig-
urðar Thoroddsen s/f sá um verk-
fræðiteikningar og Ólafur Gísla-
son, verkfræðingur, teiknaði raf-
lögn. Undirverktakar, er sáu um
einstaka þætti í byggingu hússins,
voru: Jón Kr. Guðmundsson
annaðist miðstöðvar- og vatns-
lögn, Hailgrímur Magnússon sá
um múrverk Einar Ingimundar-
son um málningu. Rafblik h/f
kerfi, Blikksmiðjan Vogur smfð-
aði loftræstikerfi, Bygginga-
félagið Smári smíðaði glugga og
útihurðir, Loftorka s/f sá um
grunnvinnu og steypu, Halldór
Stefánsson lagði dúka, Akur h/f
smíðaði og setti upp innihurðir og
viðarþiljur á veggi. Smíði og
uppsetning innréttinga var ekki
innifalin í útboði og var um það
samið við Akur h/f., Akranesi.
Hús Heilsugæzlustöðvarinnar
er tvær hæðir og frágenginn
kjallari undir hluta, alls 2973
rúmm. Hvor hæð er 403 fm og
kjallari 214 fm, gólfflötur alls
1020 fm.
Við stöðina starfa þrír heilsu-
gæzlulæknar, tannlæknir, þrjár
hjúkrunarkonur, ljósmóðir,
meinatæknir, læknaritari, mót-
töku- og símastúlka og sjúkra-
bílstjóri, sem jafnframt er hús-
vörður, en stöðin sér um fram-
kvæmd allra sjúkraflutninga í
umdæminu.
Garðar Halldórsson
yfirarkitekt hjá
húsameistara ríkisins
BÁRÐUR Isleifsson vfirarkitekt
lét af störfum við embætti húsa-
meistara ríkisins hinn 1. janúar
s.l. vegna aldurstakmarka opin-
berra starfsmanna, en hjá em-
bættinu hafði hann starfaö um 40
ára skeið.
Frá og með 1. janúar 1976 hefir
Garðar Halldósson. deildar-
arkitekt, verið skipaður yfirarki-
Heilsugæzlustöðin I Borgarnesi.
Matthfas Bjarnason heilbrigðis-
ráðherra flvtur ávarp við opnun
heilsugæzlustöðvarinnar.
Stjórn stöðvarinnar skipa:
Guðmundur Ingimundarson, odd-
viti, Borgarnesi, formaður,
Haukur Sveinbjarnarson, oddviti,
Snorrastöðum, Björn Jónsson,
Deildartungu, Valgarð Björnsson,
læknir, og Erla Ingadóttir,
hjúkrunarkona.
Til heilsugæzluumdæmis
Borgarness teljast fimmtán
hreppar með samtals um 3400
fbúum.
Garðar Halldórsson
tekt við embætti húsameistara
ríkisins.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINGA-
SÍMINN F,K:
22480
•skemmtilegt nám*géO dægradvöl*
COSTA BLANCA — BENIDORM
Ódýrar orlofsferöir til Spánar Páskaferö, brottför 9. apríl
Kanaríeyjar Skíðaferðir til Austurríkis Glasgow, helgarferöir London, vikuferöir
FERÐAMIÐSTÖÐIN HF.# Aðalstræti 9. Símar 28133, 11255, 12940.