Morgunblaðið - 13.01.1976, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1976
Eysteinn Þorvaldsson formaður JSI
Litið nm öxl og skyggnzt
fram á við om áramót
Oft veltir Iftil þúfa . . . Japaninn Endo sem varð heimsmeistari I
þungavigt, sést hér kasta norðurkóreumanninum Gil Jong Pak sem
varð þriðji. Endo er aðeins 170 cm ð hæð en Gil Jong Pak er 220 cm. 1
úrslitum vann Endo nauman sigur yfir Novikof frá Sovétrfkjunum
sem áður hafði sigrað Tagaki frá Japan.
ÁRIÐ 1975 var mikið athafnaár
fvrir fslenzka júdómenn, og á ný-
bvrjuðu ári blasa við fleiri og
stærri verkefni en nokkru sinni
fvrr. Norðurlandamótið f júdó
sem haldið var f Reykjavfk s.I.
vor, sannaði ótvfrætt að við erum
orðnir fullgildir aðilar f Norður-
landasambandinu. Hér eftir
verða slfk mót haldin á fslandi
fimmta hvert ár og unglingamót
Norðurlanda sömuleiðis.
Frammistaða fslenzku keppend-
anna á mótinu verður að teljast
góð. fsland varð f þriðja sæti f
sveitakeppninni, tveir tslending-
ar hlutu silfurverðlaun og einn
brons í keppni einstaklinga. fs-
lenzkir júdómenn háðu þrisvar
landskeppni f 5 manna sveitum á
síðasta ári, þeir unnu Norðmenn
en töpuðu fvrir Tékkum og
Dönum.
Fjórir júdómenn kepptu á stór-
mótum erlendis á árinu og stóðu
sig allir mjög vel. Hæst ber
árangur Viðars Guðjohnsen sem
varð Norðurlandameistari í létt-
þungavigt unglinga á NM ungl-
inga í Ósló. Það gerist ekki oft að
islenzkt íþróttafólk hljóti NM-
titil, og einkennilegt fannst mér
að þessa afreks skyldi hvorki vera
getið f íþróttaannálum útvarps né
sjónvarps á gamlársdag þar sem
rifjaðir voru upp „merkustu
íþróttaviðburðir ársins". Viðar
keppti einnig á Evrópumóti ungl-
inga við góðan orðstír. Þeir Gisli
Þorsteinsson og Halldór Guð-
björnsson kepptu á Evrópumeist-
aramóti karla i Frakklandi og
stóðu sig mjög vel i keppni við
menn úr hópi beztu júdómanna
Evrópu. Þá keppti Sigurveig
Pétursdóttir á alþjóðlega vestur-
þýzka meistaramótinu fyrir stúlk-
ur 17 ára og yngri. Hún hlaut
silfurverðlaunin í sinum flokki,
og er það frábær árangur á sterku
móti sem þessu.
HM t VfNARBORG
Fjárhagsörðugleikar og stór-
aukinn ferðakostnaður hamlaði
því að íslenzkir júdómenn tækju
þátt í fleiri stórmótum erlendis á
sfðasta ári. Eitt slíkra móta var
heimsmeistaramótið í Vínarborg f
október. Þangað hefðu beztu
menn okkar átt fullt erindi. t
heild var ,,standardinn“ á HM alls
ekki hærri en á Evrópumótinu.
Þarna voru að visu fleiri mjög
snjallir menn, en lfka miklu fleiri
í almennari afreksmanna-
gæðaflokki heldur en á EM.
Ástæðan er sú að á heimsmeist-
aramótið kemur fjöldi keppenda
frá Asíu (utan Japans), Ástralíu
og ýmsum hlutum Ameríku sem
ekki eru nærri eins færir og kepp-
endur sterkustu Evrópulandanna.
Sama gildir um ólympíuleikana.
Þar eru mun meiri líkur fyrir
okkar menn að komast vel áleiðis
í keppni en á Evrópumótinu.
Ég átti þess kost að fylgjast með
heimsmeistaramótinu, og var það
vissulega frábær skemmtun auk
þess sem mjög var fróðlegt að
fylgjast með dómgæzlunni.
Japönum hefur jafnan verið
það metnaðarmál að sýna yfir-
burði sína í júdó á HM. Þeir hlutu
t.d. alla HM-titlana á mótinu 1973.
En í þetta sinn urðu þeir að láta
sér nægja 4 af 6 meistaratitlum,
og sumum þeirra náðu þeir með
naumindum. Á þessu móti má
segja að veldi þeirra hafi fyrst
beðið verulegan hnekki á HM.
Tveir Evrópumenn urðu heims-
meistarar að þessu sinni: Nevso-
rof frá Sovétríkjunum í léttmilli-
vigt og Rougé frá Frakklandi í
léttþungavigt. Margar ógleyman-
legar viðureignir sáust þarna eins
og nærri má geta þegar frækn-
ustu menn heimá leiða saman
hesta sfna á keppnisvellinum.
Glæsilegustu frammistöðuna á
mótinu sýndi tvímælalaust Sovét-
maðurinn Nevsorof. Það var ekki
aðeins að hann sigraði í öllum
sínum viðureignum, heldur hlaut
hann fullnaðarstig (ippon) íþeim
öllum, og enginn annar heims-
meistari náði viðlíka árangri.
ÓLYMPlULEIKAR O.FL.
Nálægasta viðfangsefni fs-
lenzkra júdómanna nú er lands-
keppni við Norðmenn hér í
Reykjavík um næstu mánaðamót.
Keppt verður í 10 manna sveitum
(tveir í hverjum þyngdarflokki).
Fyrir utan hin ýmsu innan-
landsmót er farið að hugsa til
þátttökunnar f næsta Norður-
landamóti sem verður í Svfþjóð í
apríl n.k. Evrópumótið er lika háð
árlega og verður í ár i Kiev í
Sovétríkjunum í maímánuði.
Þangað verðum við líka að senda
okkar beztu menn ef nokkur
kostur verður að kljúfa það fjár-
hagslega.
Sá viðburður sem hæst ber, og
augu júdómanna um allan heim
horfa til, er auðvitað ólympíuleik-
arnir i Montreal i júlí. Forystu-
menn júdómála hér á landi gera
sér sterkar vonir um að júdómenn
verði í islenzka þátttakendahópn-
um. Sú von er byggð á þeirri
sannfæringu í fyrsta lagi að við
eigum júdómenn íem eru vel
frambærilegir í ólympiukeppni,
og í öðru lagi að miðað við
árangur íslenzkra íþróttamanna f
heild eiga þeir fullan rétt á því,
og er þá ekki verið að gera lítið úr
neinum öðrum. Ólympíunefnd Is-
lands hefur tekið vel á þessu máli
að undanförnu, og JSÍ hefur lagt
fyrir framkvæmdanefnd ÓI álit
sitt og skýrslu ásamt æfingaáætl-
un sem miðuð er við þátttöku i
ólympíuleikunum.
I október verður háð hér í
Reykjavík Norðurlandamót ungl-
inga 16—17 ára og júnfora 18—20
ára. Þetta verður í fyrsta sinn sem
slíkt mót er haldið hér á landi, og
verður það mun fjölmennara en
NM sem haldið var hér s.l. vor.
Þetta minnir á það að fyrir
höndum er stórátak varðandi
unglingastarfið. Þetta Norður-
landamót er lfka verðugt takmark
fyrir unga júdómenn og stærsta
tækifæri þeirra til þessa til að
komast í sterka fjölþjóðlega
keppni.
Að lokum er vert að minna á
það að júdó er ekki afreksmanna
íþrótt eingöngu enda hefði það þá
aldrei náð þeim vinsældum og út-
breiðslu sem raun ber vitni um.
Æ fleiri gera sér ljóst að júdó er
íþrótt fyrir konur og karla á
öllum aldri. Mörgum ógnar sá
kraftur og átök sem sjást í keppni
afreksmanna. En júdó er að sjálf-
sögðu hægt að æfa án þess að
Frakkinn Jean-Luc Rougé varð
heimsmeistari ( léttþungavigt.
Hér er þessi sókndjarfi júdó-
maður að beita einu af sfnum
eftirlætisbrögðum f keppninni. I
úrslitum á HM sigraði hann
Japanann Ishibasi f lotu sem stóð
f 10 mfnútur.
stefna að keppni. Þetta er fjöi-
breytt og alhliða þroskandi
heilsubótaríþrótt. Það sem mjög
hefur örvað útbreiðslu íþrótt-
arinnar eru gráðuprófin sem iðk-
endum á öllum aldri gefst kostur
á að taka til að mæla kunnáttu
sfna og framfarir.
Eysteinn Þorvaldsson.
Vladimir Nevsorof frá Sovétrfkjunum, heimsmeistari f léttmillivigt,
var tvfmælalaust glæsilegasti afreksmaður mótsins. Hér tekur hann
sigurbragðið f úrslitaviðureigninni við landa sinn Dvoinikof, en áður
höfðu þeir sigrað báða japönsku keppendurna.
Athugasemd viö blakskrif Morgunblaðsins
Þriðjudaginn 16. des. s.l. voru
hvorki meira né minna en fjórar
greinar eða fréttir um blak á
fþróttasíðum blaðsins. Fyrst má
nefna grein Eiríks Stefánssonar,
Er ástæða að eyða miklu í staðnað
landslið? Rétt er að vekja athygli
á þessari grein og hvetja blak
áhugamenn til að hugleiða þau
mál, sem þarna eru fjallað um.
Liggur reyndar f augum uppi, að
næsta blakþing verður að fjalla
ftarlega um framtfð blaklandsliðs
og skipulag íslandsmóts, því að
eins og Eirfkur bendir réttilega á,
er ýmislegt athugavert við þessi
mál eins og nú horfir.
Það sem einkum kom mér til að
rita þennan pistil eru þó þrjár
fréttir um blak undirritaðar Pól.
í upphafi er rétt að þakka Póli
sérstaklega fyrir blakskrif hans,
en heita má, að skrif hans séu hið
eina sem sést f blöðum af faglegri
blakrýni.
Einhvern veginn finnst mér, að
á núverandi keppnistfmabili hafi
blakskrif Póls ekki verið jafnvönd
uð og áður. Nú eru skrif um íþrótt-
ir eitt vinsælasta efni blaðanna.
Þess vegna er nauðsynlegt, að
þau séu vel unnin og ekki kastað
til þeirra höndum. Lfklegt er, að
hinn almenni lesandi ætlist til, að
þar komi fram annars vegar hlut-
lægar upplýsingar, gangur leiksins
í stigum eða mörkum, úrslit,
o.s.frv. og hins vegar mat blaða-
manns á frammistöðu einstakra
leikmanna og dómara.
Við frásögn Póls af leik UMFL
og Þróttar, sem fram fór sunnu-
daginn 14. des. er margt að at-
huga.
1. Pól var ekki meðal áhorfenda.
2. Pól getur ekki heimildarmanns.
3. Meðal áhorfenda var maður,
sem tjáði undirrituðum, að hann
mundi skrifa niður punkta fyrir
Pól. í grein Póls segir m.a. „Strax
í fyrstu hrinu fengu Laugdælir yfir-
höndina og komust f 9—3, og á
þeim tfma mátti ekki stíga á Ifn-
una, sem skiptir vellinum f tvo
helminga, en nú hefur þeim regl-
um verið breytt . . . o.s.frv."
Auðvitað er öllum, sem leika
blak eða fylgjast með blaki, kunn-
ugt um þessa breytingu á túlkun
reglnanna, enda eru a.m.k. tvö ár
sfðan hún kom til framkvæmda
hér á landi. Hins vegar er rétt að
benda á, að áðurnefndur líklegur
heimildarmaður Póls sat eða stóð
eins fjarri miðlínu vallar og mögu-
legt var, þ.e. úti f horni salsins.
Annað hvort hefur Pól því hér að
heimild mann, sem ekki hafði
möguleika til að sjá brotið, eða
hann hleypur hér eftir frásögn
leikmanna, en allir, sem til þekkja,
vita, að slík leið er yfirleitt ófær.
4. Sfðar f fréttinni segir Pól: „Það
vakti einnig furðu f fyrstu hrin-
unni, að meðdómarinn notaði
aldrei flautuna, og var þó æ ofan f
æ flautuð lína á Þrótt, sem er
einmitt hlutverk aðstoðardómar-
ans." Hér er um að ræða mjög
alvarlegar ásakanir f garð aðal
dómara leiksins. Ég vil þvf upplýsa
eftirfarandi: Undirritaður dæmdi
öll brot varðandi stig yfir línu að
einu undanteknu. Það var f síð-
ustu hrinu leiksins. Þá dæmdi að-
aldómari línu á UMFL. Einhvern
veginn virðist mér, að Pól afsaki
framkomu tveggja leikmanna
Þróttar með lélegri frammistöðu
dómara leiksins, þótt hann segi
það ekki berum orðum. Hér hygg
ég, að Pól sé kominn út á mjög
hálan fs. Vill Pól e.t.v. að blakið
komist niður á jafnlágt plan hvað
snertir framkomu leikmanna og
körfuboltinn hefur verið á undan-
farin ár. Má benda á grein Guðna
Kolbeinssonar, sem birtist f Mbl. f
þessu sambandi.
í grein sinni, Dómari, dómari,
segir Pól m.a. „Það er Ijóst, að
mikið dómaravandamál er f blak-
inu, og hefur niðurröðun dómara á
leiki helgarinnar sætt mikilli gagn-
rýni. Þannig var það heimamaður
sem dæmdi leik Laugdæla og
Þróttar." Nú veit Pól væntanlega,
að þrjú félög á Laugarvatni senda
lið f yfirstandandi íslandsmót, en
fjögur f Rvík. ef Skautafélagið er
talið með. Kristján Möller var að-
aldómari þessa leiks. Hann hefur
lögheimili á Siglufirði, en er leik
maður með Stfganda Í.K.Í. á Laug-
arvatni. Undirritaður hefur hins
vegar lögheimili á Laugarvatni. Er
óljóst við hvorn er átt f grein Póls.
Hafi Pól undirritaðan í huqa, vil ég
benda á eftirfarandi: Eins og Póli er
mætavel kunnugt hefur undirrit-
aður dvalið að mestu f Reykjavik
það sem af er keppnistfmabili.
Undirritaður hefur af ofangreind-
um ástæðum hvorki tekið þátt f
keppni né æfingum með neinu
Laugarvatnsliði í vetur. Hann hef-
ur aðeins komið á eina blakæfingu
og hún var reyndar hjá Þrótti.
Þvf miður hefur ekki tekist að
koma upp blakdómurum, sem eru
algerlega óháðir félagsliðum ís-
landsmótsins. Uppsprettur leik-
manna (og dómara) hafa einkum
verið tvær, Laugarvatn og M.A.
Kjarni ÍS er úr ÍMA, kjarni Vfkings
og Þróttarfrá Laugarvatni o.s.frv.
Þess vegna yrði mikið vanda-
mál, ef velja ætti algerlega óháða
dómara f suma leiki fyrstu deildar.
Hvar á t.d. að finna sftkan dómara
í leiki UMFL og ÍMA? Hverjir
dæma sfðari leik UMFL og Þrótt-
ar? Verða þeir ekki úr Rvfk, þ.e.
heimadómarar? Pól segir, að dóm-
arar f leik UMFL og Þróttar hafi
ekki verið hlutdrægir. Hvað er þá
að? Þriðja frétt Póls um blak er
um leik Breiðabliks og Skipaskaga
í 2. deild. Nú veit Pól, að hann á
alnafna, leikmann og dómara f
blaki. Hér verður Pól því að nefna
einhver frekari einkenni á dómara
en hann gerir f gagnrýni sinni, svo
að lesendur geri sér grein fyrir því,
að Pól ritar hér um sjálfan sig en
ekki alnafna sinn alsaklausan. Að
lokum:
Undirritaður er ekki að biðjast
undan gagnrýni Póls. Auðvitað
var margt gagnrýnisvert f dóm-
gæzlu margnefnds leiks, en Pól
verður að gera sér Ijóst, að því
aðeins er gagnrýni einhvers virði,
að hann greini rétt frá hlutlægum
atriðum hvers leiks. Fjalli hann um
frammistöðu einstakra leikmanna
eða dómara, verður hann annað
hvort að hafa marktæka heimild-
armenn eða horfa á leikina sjálfur
og treysta eigin dómgreind. Ann-
ars er verr farið en heima setið, og
blakið sem heild bfður tjón af.
Lfklegt er, að það sé okkur Póli
báðum á móti skapi.
Laugarvatni 19. des. 1975
Hreinn Ragnarsson