Morgunblaðið - 13.01.1976, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 13. JANUAR 1976
17
Eknr uni á Moskwich og
hlnstar á sígilda tónlist
Oleg Blochin hlaut gullskó Franee Football
SOVÉZKI knattspyrnumaðurinn
Oleg Blochin, sem margir Islenzk-
ir knattspyrnuunnendur muna
vel eftir frá leikjum sovézka
meistaraliðsins Dvnamo Kiev við
Akurnesinga s.l. haust, var valinn
„Knattspyrnumaður ársins 1975“
f Evrðpu og hlaut fvrir það eftir-
sóknarverðustu verðlaun sem
knattspvrnumanni getur hlotnazt
„Gullna knöttinn".
Það eru knattspyrnusérfræð-
ingar frá flestum löndum Evrópu
sem standa að vali knattspyrnu-
manns ársins, en framkvæmdaað-
ili er hið þekkta franska tímarit
„France Football". Þetta er i ann-
að sinn sem sovézkur knatt-
spyrnumaður hlýtur umrædd
verðlaun. Markvörðurinn Lev
Jashin hlaut verðlaunin fyrir 12
árum en þá var hann frægasti
knattspyrnumaður Sovétríkjanna
og þótti framúrskarandi i sinni
stöðu.
— Ég er ekki hissa á því að
Blochin skyldi hljóta þessi verð-
laun nú, sagði Jashin, þegar hann
frétti um útnefningu landa síns.
— Hin stórkostlegu mörk sem
hann hefur skorað á árinu eru ein
út af fyrir sig þess virði að hann
hljóti verðlaunin. Ég er feginn að
Oleg Blochin var ekki leikmaður
meðan ég var og hét.
Oleg Blochin, sem er 23 ára, er
skráður nemandi við háskólann í
Kiev. Hann skoraði 18 mörk í so-
vézku 1. deildar keppninni í ár og
var þar með markhæsti leikmað-
urinn — fjórða árið í röð, og fyrir
skömmu var hann valinn „Knatt-
spyrnumaður ársins" i Sovétríkj-
unum og var það í þriðja skiptið í
röð.
Margir knattspyrnuþjálfarar,
þeirra á meðal Dettmar Cramer,
þjálfari Bayern Múnchen, segja
Blochin bezta knattspyrnumann
heimsins. — Hann er fljótur,
hreyfanlegur á vellinum, skjótur
að taka ákvarðanir og hefur frá-
bærar staðsetningar, sagði Cram-
er.
Sjálfur segir Oleg Blochin ekki
mikið. Hann er mjög vingjarnleg-
Oftast brosandi innan vallar og utan — Oleg Blochin handhafi hinna
eftirsóknarverðu verðlauna „France Football 1975.“
Góð ferð UMFN
til Luxemburgar
KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Ung-
mennafélags Njarðvfkur dvaldi
milli jóla og nýárs f Luxemburg.
Keppti liðið fjóra leiki f ferðinni
og voru leikmenn liðsins mjög
ánægðir með ferð þessa, sem auk
þess að vera góð æfing þjappaði
mannskapnum saman. Konur
leikmanna voru með í ferðinni og
fvrir þær — körfuknattleiksekkj-
urnar — var ferð þessi ágæt upp-
bót á þær fórnir sem þær leggja á
sig fyrir fþróttina.
Auk UMFN tóku 2 lið frá
Luxemburg og eitt frá Frakklandi
þátt í hraðmóti 28. desember. Var
mótið með hraðkeppnisfyrir-
komulagi og leiktími 2x15 mínút-
ur. Urðu Njarðvíkingar í þriðja
sæti, töpuðu fyrir Frökkunum og
lakara liði Luxemburgara, en
unnu svo meistara Luxemborgar,
liðið Racing Toshiba, sem bauð
UMFN út. Var sá leikur sérlega
jafn og skemmtilegur og þurfti
framlengingu til að fá úrslit,
36:34. Þess má geta að banda-
rískur blökkumaður leikur með
Racing og er það mjög algengt
meðal liðanna í Luxemburg. Varð
lið UMFN í þriðja sæti i mótinu.
Kristbjörn Albertsson dómari úr
Njarðvíkum dæmdi þrjá leiki f
mótinu og fékk þann sérstakar
þakkir fyrir góða frammistöðu.
Þá lék UMFN gegn liðinu Ami-
cale, en það lið er annað bezta lið
Luxemburgar. Var nú leikinn
fullur leiktími og báru Njarð-
víkingar öruggan sigur úr býtum.
Úrslitin urðu 83:70 og var haft á
orði að leiknum loknum að ef
UMFN hefði náð eins frábærum
leikjum í hraðmótinu þá hefði
liðið örugglega sigrað í mótinu en
ekki orðið í 3ja sæti. í þessum leik
voru þeir Kári, Jónas og Þor-
steinn sterkastir Njarðvíkinga og
var einkum ánægjulegt fyrir
UMFN-liðið hve Kári átti góðan
leik, en hann hefur ekki áður
leikið betur með UMFN.
ur og vinsæll meðal blaðamanna
sem hann gefur sér jafnan tíma
til þess að spjalla við.
— Ég á ekki langt að sækja það
að vera fljótur að hlaupa, hefur
hann sagt, móðir mfn var einn
bezti spretthlaupari í Sovétrfkj-
unum á sínum tíma. Það voru
henni mikil vonbrigði að égskyldi
ekki feta í fótspor hennar og fara
í frjálsar íþróttir, en nú hefur
hún hins vegar sætt sig við það að
ég tók knattspyrnuna fram yfir,
og er ánægð með hvernig gengur
hjá mér. Hún huggar sig við það,
að ég hleyp hraðar en flestir and-
stæðingar mínir.
Sagt er, að Oleg Blochin sé rík-
asti knattspyrnumaðurinn f
Sovétríkjunum. Hann segist hafa
um 1000 rúblur í laun á mánuði.
— Ég er mjög ánægður með það,
hefur Blochin sagt, — ég veit
reyndar, að knattspyrnumenn í
Vestur-Evrópu hafa miklu meiri
laun, en ég öfunda þá ekki.
Oleg Blochin tilheyrir yfirstétt-
inni f Sovétríkjunum og hefur
það betra en flestir aðrir. Hann er
ókvæntur og býr heima hjá for-
eldrum sínum. Sjálfur segist
hann hafa mikinn áhuga á að
eignast einbýlishús þegar fram
líða stundir. Eini munaðurinn
sem Blochin leyfir sér um þessar
mundir er að aka um á Moskwich-
fólksbifreið.
Á því er enginn vafi að Blochín
er stjarnan í hinu annars frábæra
liði sem hann leikur með, Dyna-
mo Kiev, og Sovétmenn hafa hald-
ið honum á loft sem
fyrirmyndar knattspyrnumanni.
Þeir segja að hann hlaupi and-
stæðinga sína af sér, en þurfi ekki
að sparka undan þeim fótunum.
— Ég finn ekkert að þvf þótt
leikurinn sé harður, hefur Bloc-
hin látið hafa eftir sér, — en finni
ég til þess að andstæðingurinn
reynir að meiða mig viljandi, og
dómarinn skiptir sér ekki af því
þá verð ég æfur og verð að taka á
honum stóra mínum til þess að
sparka ekki á móti. Hingað til
hefur mér gengið sæmilega að
hefna mín með því að skora eitt
eða tvö mörk í staðinn.
Olec Blochin hefur mikið yndi
af sfgildri tónlist og eyðir flestum
tómstundum sínum í nánd við
plötuspilarann sinn. Sjálfur seg-
ist hann mundu hafa valið Franz
Becekenbauer eða Uli Höness
sem knattspyrnumann ársins
1975. — Þetta eru stórkostlegir
leikménn, sagði hann, — og einn-
ig má bæta við júgóslavneska
leikmanninum Dragan Dzajic,
Oleg Blochin f baráttu við Georg Schwarzenback f „Super-Evrópu“
úrslitaleiknum f knattspyrnu milli Dynamo Kiev og Bayern Miinchen.
Þá leiki vann Kiev-liðið, 2—0 f Miinchen og 1—0 f Moskvu og skoraði
Oleg Blochin öll mörkin.
sem hefur einstaka hæfileika til
að leysa hinar erfiðustu þrautir á
svo auðveldan hátt að þær virðast
leikur einn.
Blochin var aðeins 19 ára þegar
hann lék sinn fyrsta landsleik
með Sovétmönnum og þá í úrslita-
keppni Olympíuleikanna. Hann
kom, sá og sigraði — skoraði 6
mörk í sjö leikjum.
Blochin vonast eftir að komandi
ár færi honum Ólympíugull. Það
er æðsta ósk hans. Þar skammt á
eftir fara þrjár óskir: Að vinna
með Sovétmönnum Evrópubikar-
keppni landsliða, að vinna Evr-
ópubikar meistaraliða með Dyna-
mo Kiev og'verða betri knatt-
spyrnumaður.
Yfirgáfn sæluna
Tveir leikmenn ungverska knattspyrnuliðsins Ujpest Dozsa, Jozsef
Horvat og Laslo Harsanayi hafa beðið hælis f Sviss sem pólitfskir
flóttamenn. Báðir eru þessir leikmenn þekktir knattspyrnumenn, og
þó sérstaklega Horvat sem talinn var einn bezti knattspyrnumaður
Ungverjalands og hefur vcrið fyrirliði ungverska knattspyrnulands-
liðsins. Báðir komu þeir félagar til Sviss með ungverska knattspyrnu-
landsliðinu s.l. haust, og fengu sfðan leyfi yfirvalda til þess að fara
þangað f jólalejði með fjölskyldum sfnum, skömmu fyrir jólin.
Svissnesk stj&nvöld höfðu f gær beiðni félaganna til athugunar, en
mjög lfklegt vérður að teljast að orðið verði við henni. Ungverskar
frétfastofnanir nafa verið fáorðar um atburð þennan — hafa einungis
sagt að umræddn- knattspyrnumenn hafi farið f leyfi til Sviss, en ekki
komið aftur. I
ið aftu
Blaklandsliðið valið
Hélt til Ítalíu í rnorgun
I MORGUN hélt fslenzka lands-
liðið í blaki til ltalfu, en þar mun
Unglingamót TBR
MILLI jóla og nýjárs fór fram f
KR-húsinu jólamót TBR f ungl-
ingaflokki. Mikill áhugi virðist
vera rfkjandi meðal unga fólksins
á badmintonfþróttinni og voru
keppendur í mótinu alls um 60
talsins. Helztu úrslit urðu sem
hér segir:
í hnokkaflokki, þar sem kepp-
endur eru 12 ára drengir og yngri
sigraði Þorsteinn P. Hængsson,
TBR Þorvald borsteinsson, KR í
úrslitaleik 11:8 og 11:3.
I sveinaflokki, þar sem kepp-
endur eru 12—14 ára kepptu Guö-
mundur Adolfsson, TBR og
Gunnar Jónatansson, Val til úr-
slita og sigraði Guðmundur 11:8
og 11:7.
I meyjaflokki, þar sem kepp-
endur eru 12—14 ára sigraði
Arna Steinsen, KR Kristínu
Magnúsdóttur í úrslitaleik: 6:11,
11:7 og 11:7.
I drengjaflokki, 14—16 ára
kepptu til úrslita félagarnir úr
TBR þeir Jóhann Kjartansson og
Jóhann Möller og bar sá fyrr-
nefndi sigur úr býtum: 7:11, 11:9
og 12:10.
I piltaflokki, 16—18 ára sigraði
Vfðir Bragason, IA Guðmund
Sæmundsson, UMFN í úrslitaleik
15:8 og 15:4 og i stúlknaflokki
16—18 ára sigraði Kristín B.
Kristjánsdóttir, TBR hlaupa-
drottninguna Ragnhildi Páls-
dóttur, TBR i úrslitaleik 11:1 og
11:4.
það taká þátt f forkeppni
Ölympfulefkanna f blaki. Þátt-
tökuþjóðirnar f forkeppninni
verða 18 að\tölu og keppa þær f 4
riðlum f uijdanrásum, en sfðan
efstu þjóðirnar f hverjum riðli
um rétt til þátttöku f lokakeppni
Ólvmpíuleikanna. Þegar hafa 10
þjóðir unnið sér rétt til keppni f
Montreal og tvær munu bætast f
hóp þeirra eftir forkeppnina á
Italfu. \
I undankeppninni verða ts-
lendingár* í riðli með ítalíu,
Venezúela, Grikklandi og Indó-
nesíu.
tslenzka landsliðið sem fer til
Italfu verður þannig skipað:
Halldór Jónsson, fyrirliði
Guðmundur E. Pálsson,
Valdemar Jónasson,
Tómas Jónsson,
Páll Ólafsson,
Óskar Hallgrímsson,
Gunnar Árnason,
Leifur Harðarson.
Þjálfari og liðsstjóri verður
Geir Humberset frá Noregi.
Eftir forkeppnina á Italiu
heldur fslenzka landsliðið til Eng-
lands og leikur þar tvo landsleiki
við Englendinga, en þeir komu,
eins og kunnugt er, til Islands s.l.
haust og léku þá tvo landsleiki við
Islendinga.
Landsliðið f blaki hefur æft af
kappi að undanförnu fyrir for-
keppnina á ítalíu undir hand-
leiðslu Geirs Humbersets frá
Noregi. Auk þess sem hann hefur
þjálfað landsliðið hefur hann
mætt á æfingar hjá félögum i
Reykjavík, Laugarvatni og Akur-
eyri.
Happdrætti BLÍ
Dregið hefur verið í Happ-
dræiti BLl og hlutu eftirtalin
númer vinning: 7158, 10840,
18030, 16945, 16344. (Vinnings-
númerin eru birt án ábyrgðar).
Næst verður dregið í happdrætti
BLl 15. janúar n.k.